Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 68
68 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
Eigum mikið úrval af hvítum skóm frá
Bruno Magli, Peter Kaiser og Oswald.
Margar hælahæðir.
Verð frá kr. 2.590.00
ViÓ höfum opnaó
nýjan blómaskála
vió blómabúóina
Eióistorgi.
Melanóra
Af því tilefni
bjóóum vió
jólastjömur
á tilboósverói
kr.290 -
Um ástandið í miðbænum
Til Velvakanda.
Ég sendi þér nýverið nokkrar
línur um lögregluna og fíkniefna-
mál. Af öðru tilefni langar mig til
að skrifa þér aftur um lögregluna.
Hún virðist eiga formælendur fáa,
sem von er í landi, þar sem hver
maður er konungborinn.
Ég átti nú nýlega leið um mið-
borgina, aðfaranótt laugardags.
Bærinn, aðallega Austurstræti, var
fullur af fólki á aldrinum frá ungl-
ingum upp í 25—30 ára. Drykkju-
skapur var mikill, hávaði, pústrar,
flöskur brotnar og rúðubrot. Yfir-
bragð rúntsins var aldeilis með
öðrum brag en skrifari hafði þekkt
fyrir svo sem tveim tugum ára.
Rúnturinn var þá líka ijölmennur
og tilgangurinn svipaður og nú, að
sýna sig og sjá aðra, draga það að
fara heim í háttinn, leita að stelpu
eða strák, eða bara ráfa. Auðvitað
var þá drukkið, en heildarbragurinn
bar ekki svo mikið svip af því. Þetta
var tiltölulega friðsamt fólk, og
bæri útaf, hafði lögreglan venjulega
snör handtök, enda staðsett í mið-
borginni.
Rúnturinn í miðborginni þetta
föstudagskvöld fyrir skömmu hafði
yfir sér allan annan brag og ófrið-
Skrif ið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 13 og 14, mánu-
daga til föstudaga, ef þeir koma
því ekki við að skrifa. Meðal efnis,
sam vel er þegið, eru ábendingar
og orðaskiptingar, fyrirspumir og
frásagnir, auk pistla og stuttra
greina. Bréf þurfa ekki að vera
vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og
heimilisföng verða að fylgja öllu
efni til þáttarins, þó að höfundur
óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
Yíkverji
Meiðyrðalöggjöfin og hinar svo-
kölluðu bætur, sem dæmdar
eru mönnum þegar þeir hafa fyrir
því að höfða mál (og vinna það
„nota bene“) eru næsta árvisst
umræðuefni hér hjá okkur. Menn
rekur þá tíðum í rogastans þegar
þeir heyra hvað þessir aumingja
landar okkar höfðu uppúr öllu um-
stanginu, tuttugu til þijátíu þúsund
kall eða svo fyrir æruna sem var
þeim svo kær. Þar við bætist enda
á stundum að dómur er naumast
fyrr fallinn, en sá sakfelldi gefur
fómarlambi sínu langt nef og lætur
hvergi banginn að því liggja í stór-
orðum yfírlýsingum að þar hafi rétt
einum forhertum syndaselum enn
einu sinni heldur betur tekist að
snúa á réttvísina.
Ýmsir kjósa líka að ber harma
sinn í hljóði sem vonlegt er, sjá
ekki að það hafi mikið uppá sig að
standa í þessu stappi. Og það má
mikið vera hvort hinar smánarlegu
„bætur“ espa bara orðhákana ekki
upp. „Látum hann bara stefna," er
tónninn. „Hvaða máli skiptir það?
Seint og um síðir fellur einhvers
konar dómur og maður má út með
einhveija bölvaða óveru sem skiptir
nákvæmlega engu til eða frá.2
xxx
Síst skyldi blaðamaður panta
höft á ritfrelsið, en þó er það
legri og það var meiri skemmdar-
fýsn.
I mannhafinu rakst ég á tvo lög-
reglumenn kornunga. Ég tók þá
tali og komst að raun um, að aðrir1
tveir væru á gangi einhvers staðar
á öðrum stað í miðborginni. Og
hvernig fara nú þessir tveir og tveir
lögreglumenn að því að halda uppi
reglu í borginni og að vemda líf
og eigur manna? Eg spurði þá og
svarið var, að þeir töldu sig vera
sæmilega óhulta, ef þeir litu fram
hjá skemmdunum og afbrotunum
og þættust ekkert sjá.
Ef þeir hins vegar skiptu sér af
nokkrum manni eða töluðu til hans,
yrðu þeir samstundis umkringdir
af múgnum, sumir kæmu til að
glápa, en aðrir leituðu að tilefni til
áfloga. Strax hæfust hrindingar og
pústrar, ögranir, skammir og fúk-
yrði dyndu á þeim. Það væri reynt
að egna þá á allan hátt. Múgurinn
í kring gerði þá vamarlausa og
hindraði störf þeirra og pústramir
leiddu ævinlega og gætu ekki leitt
til annars en átaka, þar sem þeir
yrðu ofurliði bomir.
Þessir lögreglumenn höfðu eng-
an bíl til að flýja til eða nokkum
stað til að fjarlægja óróaseggi. Get-
ið þið ekki kallað á hjálp, varð mér
að orði? Þeir sögðu, að þeir myndu
ekki fá frið til að nota talstöðvam-
ar, en ef það tækizt, væri mjög
erfitt fyrir lögregluna að koma við
bílum eftir að Austurstræti var
gert að göngugötu og skríllinn
væri fljótur að taka til fótanna er
hjálpin loks bærist. En ef þið hand-
takið nú einhvem fyrir skemmdar-
verk, mótþróa við lögregluna,
meiðsli á mönnum og truflun á al-
mannafæri? Jú, hann verður senni-
lega geymdur í fangageymslunni í
nótt og sleppt í fyrramálið. Bara
sleppt? Em engar sektir? Geta menn
skemmt eigur fólks, rifið fötin ykk-
ar og boðið ykkur birginn eins og
þeim þóknast? Nei, það er víst kom-
inn nýr dómari þama inneftir á
morgnana. Þeir yrðu sennilega
sektaðir um svona 2.000 krónur.
Borga þeir það? Það getum við
ekki ímyndað okkur.
skrifar
naumast dauðasynd að hreyfa því
héma hvort við verðleggum ekki
æmna einum of lágt. Víkveiji hefur
það raunar eftir góðum heimildum,
að frá lagalegu sjónarmiði sé ekk-
ert því til fyrirstöðu að dómstólamir
okkar gerir það ögn dýrkeyptara
gaman að slást uppá menn í blöðum
til dæmis með grófum aðdróttunum.
Þessir selbitar, sem nú em látnir
duga, byggjast víst helst á eins
konar hefð — en „hefð" er stundum
kurteislega notað yfír kæk eins og
öllum er kunnugt. Þeir hafa orðið
ofurlítið brúnaþyngri, dómaramir,
allra síðustu árin: Það kostar ekki
lengur sem samsvarar einu skóverði
að kalla menn ónöfnum og væna
menn um allskyns óþverra í blaða-
grein. Ætli það kosti ekki núna sem
samsvarar einum vænum leður-
brókum með samstæðum jakka.
XXX
Bretinn með sína kviðdóma er
að vísu kannski einum of harð-
hentur í málum af þessu tagi.
Víkveiji hefur undir höndum lista
yfir miskabætur í frægum (eða al-
ræmdum) meiðyrðamálum þar ytra.
Hann spannar tíu ára tímabil.
Þar segir til dæmis frá því að fyrir
fáeinum vikum hafi Mail on Sunday
verið gert að greiða Sethia nokkrum
260.000 sterlingspund, eða vel jrfír
17 milljónir króna, fyrir að bera
Þessi skrifari hefur eins og aðrir
íslendingar hleypt heimdraganum
og kynnst nokkrum erlendum borg-
um. Hann vill ráðleggja miðaldra
fólki og eldra að halda sig frá mið-
borg Reykjavíkur að næturlagi um
helgar og raunar allar nætur. Hann
telur, að því sé betur óhætt í mið-
borg nær hvaða stórborgar í
heiminum sem er og tekur dæmi
af t.d. London, New York, New
Orleans, Hamborg o.fl.
Væri nú gott ef borgarstjóri, lög-
reglustjóri og ráðamenn í dómkerf-
inu færu í miðbæinn um þetta leyti
í svo. sem eitt skipti og sæju með
eigin augum hvemig ástandið er.
Til hvers er nú verið að senda
vamarlausa menn inn á svona ófrið-
arins svæði og þá á ég við þá tvo
ungu menn sem voru viðmælendur
mínir? Hvað meina lögregluyfír-
völd? Er ekki bezt að láta skrílinn
bara halda völdum í miðborg
Reykjavíkur á helgarkvöldum og
beija þar hver á öðmm, heldur en
að senda honum nokkra lögreglu-
menn til að svala sér á? Er þetta
bara mál nokkurra verzlunareig-
enda sem verða fyrir endurteknum
rúðubrotum og stuldum? Eða á að
reyna að halda uppi reglu í borg-
inni, vemda eignir manna, líf og
limi? En þá þarf að sjá um að lög-
reglan sé fjölmenn, ákveðin og fljót
að íjarlægja skemmdarvarga og
ofbeldisseggi og þá þarf að lagfæra
Austurstræti þannig að lögreglan
komi bílum sínum að.
Reykvíkingar eiga það til að láta
eins og þeim þyki einhver ósköp
vænt um borgina sína. Þeir vilja
gefa öndunum á Ijörninni og
vemda gömul hús eins og það sé
sáluhjálparatriði. En fæstir þeirra
vita hvemig borgin lítur út í morg-
unsárið eftir að skemmdarvargarnir
em búnir að ganga lausir. Hreins-
unardeild borgarinnar veit það og
sér um að allt líti slétt og fellt út
er menn fara til vinnu sinnar að
morgni. Og lögreglumennimir, sem
em sendir inn um óargadýrin, vita
það. En vita t.d. borgarstjóm og
yfirmenn lögreglunnar það?
Tumi
uppá hann hálfgert hnupl og hafa
svo ekkert sönnunargagn í höndun-
um þegar til átti að taka. Sethia
var liðsforingi á breskum kafbát í
Falklandseyjastríðinu og átti, að
sögn blaðsins, að hafa slegið eign
sinni á dagbók bátsins
xxx
ijú önnur dæmi: Fyrir fimm
ámm mátti sjálft ríkisútvarpið
breska punga út með á fjorðu millj-
ón króna fyri rórökstuddar og miður
fallegar fullyrðingar um feril stefn-
anda; sjálfum blaðakóngnum
Robert Maxwell var fyrir tveimur
ámm dæmd hálf fjórða milljón í
miskabætur og núna í haust var
slegið nýtt met í meiðyrðamálum
þegar The Star, sem gengur fyrir
æsifregnum, gekk einum of langt
í kvennafarssögum um Jefrey Arch-
er, rithöfundinn, pólitíkusinn og
einkavin Margrétar Thatcher.
Archer vom dæmdar litlar 33 millj-
ónir að hugga sig við.
Sem fyrr segir er þetta kannski
komið út í öfgar hjá Bretanum. En
hér hjá okkur mætti aftur á móti
spyija sem svo hvort við séum ekki
ívið of umburðarlynd við jarðvöðl-
ana, sem ryðjast hér fram á ritvöll-
inn með aðdróttanir og gífuryrði
sem reynast svo þegar að er gáð
mestan partinn ofstæki og/eða
hleypidómar.
.vki