Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 42
42 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 Norrænum barnabóka- verðlaunum úthlutað BARNABÓKAVERÐLAUNUM Félags norrænna skólabókavarða var úthlutað í þriðja sinn á bóka- og bókasafnsráðstefnu i Gauta- borg í ágúst sl,, og var verðlauna- hafinn að þessu sinni finnski rithöfundurinn Kaarina Helakisa. Verðlaunin eru veitt til að styrkja norrænar bamabókmenntir, og eru heiðurslaun til norrænna rithöfunda sem skrifa fyrir böm. Fulltrúi ís- lands í dómnefndinni var Jónína Friðfinnsdóttir, að því er segir í frétt- atilkynningu frá Félagi skólasafns- kennara. í álitsgerð dómnefndar segir m.a. að skáldskapur Kaarinar Helakisa eigi rætur í sagnahefð Finna, eh hún er þekktur rithöfundur í heimalandi sínu. Eftir hana hafa komið út um hefur gefið út um 20 skáldsögur, flestar fyrir böm, auk leikrita og ljóða, en engin bóka hennar hefur verið þýdd á íslensku. Hvít bómullar RÚMTEPPI frá Portúgal 160 x 120 Kr. 1.790. 170 x 220 Kr. 1.790. 240 x 220 Kr. 2.490 260 x 220 Kr. 2.490 Mikið úrval af jóladúkum og löberum. Rauður jóladúkur 100% polyester Stærð 88 x 88 cm. Kr. 340.- Jólakappi í eldhúsgluggann Hvítur með kertum, breidd 56 cm. Kr. 398.- Samskonar jólaefni, breidd 120 cm. Kr. 398.- Sendum gegn póstkröfu um land allt. ^ Síðumúla 22 — 108 Reykjavík Sími 91 - 31870 Ingveldur i hlutverki Musettu í óperunni „La Boheme", sem sýnd var i Þjóðleikhúsinu. AFRAKSTUR ÁRA- LANGS SAMSTARFS — rætt við Ingveldi Hjaltested og Jónínu Gísladóttur í tilefni nýútkominnar hljómplötu NÝLEGA kom út tvöföld hljóm- plata með söng Ingveldar Hjaltested við undirleik Jónínu Gisladóttur. Þetta er önnur plata þeirra Ingveldar og Jónínu, en þær hafa lengi starf- að saman og haldið tónleika um allt land og víða erlendis. Morg- unblaðið ræddi við listakonurn- ar í tilefni af útkomu plötunnar. „Platan varð að veruleika vegna uppörvunar listamanna eins og Dalton Baldwin og Áma Kristj- ánssonar, sem hefur reynst okkur góður leiðbeinandi og óspar á tíma sinn þegar við höfum leitað til hans. Það má segja að hún sé afrakstur áralangs samstarfs okkar, hún inniheldur efni sem við höfum flutt á tónleikum hér- iendis og erlendis." — Er eitt- hvert lag, sem þið hafíð meiri ánægju af að flytja en önnur? „Við höfum alltaf mikla ánægja af að flytja „Skoldmöen" (Skjald- mærin) eftir Ture Rangström. Það fjallar um skjaldmeyju, sem dreymir um að hún falli í bardaga við hlið manns síns. Loftið er þrungið orrustugný, og umhverfið lýst upp af eldingum. Þetta lag krefst mikilla átaka bæði af söng- konunni og píanóleikaranum. Við fluttum „Skaldmöen" í fyrsta sinn á tónleikum í Svíþjóð, og að loknum tónleikunum kom ‘ Rune Wallberg, virtur gagnrýn- andi í Svíþjóð, til okkar og var eitt bros. Á eftir var okkur sagt að allir væru hræddir við dóma hans og að hann ætti það til að strunsa út af tónleikum. Hann var aftur á móti óvenjulega blíður á manninn við okkur og skrifaði mjög lofsamleg ummæli um tón- leikana. Svo er það hið fallega lag eftir Sibelius „Var det en dröm“, sem við teljum vera eitt fallegasta lag sem samið hefur verið á Norður- Iöndum." — Ef við víkjum frá plötunni að ykkur sjálfum, hvemig er að vera einsöngvari, Ingveldur? „Mér líður aldrei eins vel og þegar ég syng óperuhlutverk eða held tónleika. Þess vegna hlakka ég sérstaklega mikið til jólanna, en þá fer ég í ferðalag með Ölfus- kómum til ísrael í boði ísraelska menntamálaráðuneytisins, og til Egyptalands. Á aðfangadags- kvöld mun ég syngja lofsönginn „Borgin helga" á Fæðingarkirkju- Ingveldur Hjaltested, sópransöngkona, og Jónina Gísladóttir, píanóleikari. torginu í Jerúsalem. Um fimmtíu til hundrað þúsund manns munu verða viðstaddir, og sjónvarpað verður frá tónleikunum um allan heim.“ - Og hvemig er að vera undirleik- ari, Jónína? „Tónlistin og ljóð hafa alltaf heillað mig, og það er undursam- legt að geta starfað á þeim vettvangi sem á hug manns allan. Það er stórkostlegt að vinna með listakonu eins og Ingveldi, hún hefur mikla rödd frá náttúmnnar hendi, og túlkar tónlistina af sannri tilfinningu. Samstarf okkar er þannig að fyrst æfi ég verkin og leita að því sem býr í tónlist- inni, - reyni að undirstrika textann og skapa þá stemmingu sem býr í ljóðinu. Síðan æfum við Ingveld- ur saman, aðlögum túlkununin og ræðum hlutina. Það sem skiptir mestu mnáli er að losna frá nótun- um og fá verkið á flug.“ Efnisskráin á hljómplötu þeirra Ingveldar og Jónínu er fjölbreytt, bæði íslensk og erlend sönglög, þjóðlög og óperuaríur. Halldór Víkingsson sá um upptöku og Torfi Jónsson um útlit. Vatnslita- mynd, sem Torfi dro upp á æfíngu Jónínu og Ingveldar, prýðir kápu plötunnar. •mnoaauBVgnl aiBvgnl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.