Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 34
34 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 -t Albert Jónsson: ÞRÓUN AFVOPNUNARMÁLA EFTIR LEIÐTOGAFUNDINN í REYKJA VÍK Staðan fyrir Reykjavíkurfundinn varðandi fækk- un strategískra vopna og niðurstöður fundarins Fjöldi burðartækja Fjöldi kjarnaodda Bandaríkin 1600 * • 7500 sprengjuflugv. b|in SRAM og/eila fall- sprengjum talin sem einn kjarnaoddur Sovétríkin 1600 8000 Reykjav.fundur 1600 6000 kj. oddar eftir 5 ár, sprengjuflugvél búin SRAM og/eða fall- sprengjum talin sem einnkj.oddur Skilyrði fyrir fækk- un strategískra- vopna engin skilyrði háð samkomulagi um geimvopn ekki samkomulag Undirmörk hámark 5500 kj.oddar 6400-6800 kj.oddará á eldfl.; hámark 3300 eldfl.; cinhveija tak- kj.oddar á landeldfl.; miirkun á fjölda kj. hámark 1650 kj.oddar odda á landeldf. ástórum landeldfl.; * farbrautarþyngd minnkuö um helming ekki samkomulag nema að því leyti að Sovétm. fallast á að stórum eldfl. verði að fækka verulega Endurnýjun nýjar stórar landeldf. nýjar gerðir burðar- bannaðar, endumýjun tækja bannaðar stóra landeldf. bönnuð ekki samkomulag Hreyfanlegar landeldflaugar bannaðar nema Sovét- menn geti sýnt fram á að eftirlit sé mögulegt ekki samkomulag Stýriflaugar í skip- um og kafbátum leyfðar því eftirlit sé ekki mögul. stýrifl. í skipum bann- aðar; stýrifl. í kaf- bátum takmarkaðar samkomulag um að ræða síðar Örypfgismálanefnd gaf síðast- liðinn föstudag' út ritgerð eftir Albert Jónsson, starfsmann nefndarinnar, sem nefnist „Þró- un afvopnunarmála eftir leið- togafundinn í Reykjavík." Hér birtast, með leyfi höfundar, kafl- ar úr ritsmíðinni og töflur sem sýna á skýran og einfaldan hátt hver er afstaða leiðtoga stórveld- anna til einstakra þátta í þeim flóknu viðræðum um afvopnun- armál, sem nú fara fram. Rit- gerðin er um 40 blaðsíður. Þegar tveggja daga fundi Reag- ans Bandaríkjaforseta og Gorb- atsjovs Sovétleiðtoga lauk í Höfða undir kvöld sunnudaginn 12. októ- ber 1986 hafði náðst verulegur árangur varðandi efnisatriði hugs- anlegar samninga um fækkun meðaldrægra og strategískra (lang- drægra) kjamorkuvopna. Mestur árangur varð af viðræðum leið- toganna um meðaldrægar flaugar. Alvarlegur ágreiningur var hins vegar enn fyrir hendi varðandi mörg mikilvæg atriði sem lutu að fækkun strategískra vopna, þótt leiðtogarnir yrðu ásáttir um að stefna að umtalsverðri fækkun þeirra á fimm árum. Samkomulag strandaði þó fyrst og fremst á djúp- stæðum ágreiningi um þróun geimvopna. Gorbatsjov setti sem fyrr það skilyrði fyrir fækkun strategískra vopna að þröngar skorður yrðu sett- ar við þróun geimvarna. Á Reykjavíkurfundinum hertu Sovét- menn kröfur sína að þessu leyti. Reagan forseti taldi líkt og áður að ef fallist væri á skiiyrði Sovét- manna mundi það jafngilda því að hætt væri við geimvarnaáætlun Bandankjanna. Jafnframt var það svo að þótt Gorbatsjov féllist á fyrri tillögu Reagans um útrýmingu meðaldrægra flauga í Evrópu gerði hann takmörkun geimvarna líka að skilyrði fyrir samningi um meðal- drægar flaugar. Afstaða Sovét- manna harðnaði því einnig að þessu leyti á Reykjavíkurfundinum, því áður átti þetta skilyrði ekki við fækkun meðaldrægra flauga. Loks leiddi ágreiningurinn um geimvarnir til róttækra tillagna um afvopnun. Reagan sagðist reiðubú- inn til að skuldbinda Bandaríkja- menn til að setja ekki upp geimvamir næstu 10 ár ef Sovét- menn samþykktu að öllum kjarn- orkueldflaugum yrði útrýmt á þeim tíma. Gorbatsjov sagðist reiðubúinn til að útrýma öllum strategískum kjamorkuvopnum á 10 árum ef Bandaríkjamenn gengju að skilyrð- um Sovétmanna um þróun geim- vopna og skuldbyndu sig til að koma ekki upp geimvömum nema með samþykki Sovétríkjanna. Á Reykjavíkurfundinum sam- þykktu Sovétmenn að svonefndum stórum landeldflaugum yrði fækkað verulega. Stórar landeldflaugar eni þær sem bera fleiri en 6 kjarna- odda. Sovétmenn eiga 308 slíkar flaugar af gerðinni SS-18 sem hver um sig ber 10 kjamaodda. Banda- ríkjamenn áttu til skamms tíma engar storar landeldflaugar en hafa nýlega bytjað að taka í notkun slíkar flaugar af gerðinni MX. Áætlað er að smíða 50 MX flaugar en hver þeirra ber 10 kjamaodda líkt og SS-18. Viðræðurnar á Reykjavíkurfundinum náðu þó ekki svo langt að ákveðið væri hver yrði leyfilegur hámarksfjöldi kjarnaodda í stórum landeldflaugum. Á Reykjavíkurfundinum tókst samkomulag um að allar meðal- drægar flaugar sem næðu til skotamarka í Evrópu, þ.á m. Evr- ópuhluta Sovétríkjanna, skyldu upprættar. Þetta var hin svonefnda núlllausn sem Reaganstjórnin hafði lagt til 1981. Einnig varð að sam- komulagi að Sovétmenn fengju að halda 100 meðaldrægum kjarna- oddum í Asíuhluta Sovétríkjanra. Allar meðaldrægu flaugarnar eru hreyfanlegar, það er þeim er skotið af dráttarvögnum en eru ekki í nið- urgröfnum sílóum eða öðrum föstum skotpöllum. Þá höfðu Sovét- menn fallist á að ræða um fækkun skammdrægra flauga, þ.e. flauga sem draga skemur en 1000 km. Ágreiningnr um geimvarnavopn Fyrir Reykjavíkurfundinn í októ- ber 1986 stóðu Sovétmenn fastar en fótum á því skilyrði að ekki gæti orðið af fækkun strategískra kjarnorkuvopna nema Bandaríkja- menn féllust á stórfelldai- skorður við þróun geimvarnavopna. I maí höfðu Sovétmenn geit þá tilslökun að segjast reiðubúnir til að semja um hvaða rannsóknir mætti gera á geimvarnavopnum samkvæmt samningi risaveldanna frá'1972 um takmörkun eldflaugavarna (ABM samningurinn). Stefnt skyldi að því að herða ákvæði samningsins. Rannsóknir og tilraunir yrðu leyfð- ar í rannsóknastofum á jiirðu niðri en tilraunir í geimnum bannaðar. Jafnframt var lagt til að báðir hétu að virða ABM samninginn í 15 til 20 ár. Bandaríkjastjórn h. ’naði þessu og sagði að hér væri v ð '<ð reyna að samningsfeta nýja í ,un á ABM samningnum sem þren ,i samning- inn og bannaði allt • :ma grunn- rannsóknir. Bandaríkjastjórn hefur áskilið sér rétt til að túlka samning- inn þannig að hann leyfi allt nema uppsetningu geimvarnakerfa, þ.e. að hann leyfi þróun eiginlegra geimvarnavopna og þar með til- raunir með slík vopn í geimnum. Sem stendur miðar Reaganstjórnin þó stefnu sína við þá fyrri og þrengri túlkun að ABM samningur- inn banni þróun og tilraunir með geimvarnavopn og hefur lýst yfir að geimvarnaáætlunin sé í sam- ræmi við samninginn. Fyrir fundinn: Tillögur Bandaríkjamanna: ABM samningurinn haldinn í 5 ár; rannsól; nir og tilraunir skv. þröngri túlkun en samn. leyfir þróun geim- vamavopna; viðræður að 5 árum liðnum í 2 ár um uppsetningu geim- varna; ef ekki næst samkomulag er hvorum aðila frjálst að koma upp geimvörnum; samkomulag um þetta háð því að semjist um veru- lega fækkun kjarnorkuvopna. Niðurstöður fundarins: Tillögur Bandarikjamanna: ABM samningurinn haldinn í 5 ár; geimvörnum ekki komið upp á þeim tímagegn því að helmingsfækkun strat. vopna náist fram; ABM samn- ingurinn haldinn í 5 ár til viðbótar ef útrýming allra eldflauga næst fram; ákvæði samningsins ekki hert og þróun geimvopna leyfileg;hvor- um aðila fijálst að koma upp geimvörnum að 10 árum liðnum. í viðræðum sem Shultz, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, átti við sovéska ráðamenn í Moskvu um miðjan april féllst Gorbatsjov ekki einungis á fækk- un skammdrægra flauga Sovét- manna, heldur bauð að þær yrðu upprættar. U.H leíu íágöi nann til að skammdrægari flaugar, þ.e. þær sem draga allt' að 500 km yrðu upprættar einnig. Loks vildu Sovétmenn að vestur-þýsku Pershing IA skammdrægu flaug- arnar yrðu teknar niður einnig. Ráðherrafundur í Reykjavík Á utanríkisráðheiTafundi Atl- antshafsbandalagsins í Reykjavík í júní var ákveðið að ganga til samn- inga um útrýmingu meðaldrægra og skammdrægra flauga, hina svo- nefndu tvöföldu núlllausn i Evrópu, gegn því að eftirlitsákvæði yrðu fullnægjandi. Vestur-þýsku Pershing IA flaugarnar yrðu ekki taldar með. Kristilegir demókratar í vestur-þýsku stjórninni, með Kohl kánslara í broddi fylkingar, höfðu látið í ljós áhyggjur af því að með upprætingu Pcrshing IA flauganna yrði hoggið of stórt skarð í varnir Vestur-Þýskalands með tilliti til yfirburða Sovétmanna í venjulegum vopnum. I september féllst vestur-þýska stjómin á að Pershing IA flaugarn- ar yrðu teknar niður þegar búið væri að útrýma öllum meðaldræg- um og skammdrægum flaugum samkvæmt samningi risaveldanna Tillögur Sovétmanna: Rannsóknir og tilraunir einungis leyfðar á rannsóknastofum enda það eitt í samræmi við ABM samn- inginn; ABM samningurinn haldinn í 15 áren ákvæði hans hert; fækk- un kjarnorkuvopna háð samkomu- lagi umþetta. Tillögur Sovétmanna: ABM samningurinn haldinn í 10 ár; geimvörnum ekki komið upp á þeimtíma; rannsóknirogtilraunir takmarkaðar við rannsóknastofur á jörðu niðri; ekki leyfilegt að setja upp geimvarnir að 10 árum liðnum nema um það semjist; fækkun kjarnorkuvopna háð samkomulagi um þetta. Staðan fyrir Reykjavíkurfundinn varðandi fækk un meðaldrægra o g skammdrægra flauga og niðurstöður fundarins Bandaríkin: Sovétríkin: Hvor aðili hafði 200 Bráðabirgðasamn. kj.odda; þar af 100 sem takmarki kj. sem dragi til skot- odda gegn skotm. í marka í Evrópu Evrópu við 100; eft (þ.á m. Evrópuhluta irlit á staðnum. Sovétríkjanna); eft- irlit á staðnum. Meðaldræg- ar flaugar: Skamm- Takmarkaðar í drægar samn. um meðaldr. flaugar flaugar. Engin tillaga R.vikur fundur Engar flaugar í Evr- ópu, 100 kj.oddarí Asíuhluta Sovétr.; 100 í Bandaríkjun- um; eftirlit á staðn- um. Frysta og síðar sa- mið um fækkun. Skilyrði Engin. Engin. Fækkun háð sam- komulagi um geimvopn skv. skil- yrði Sovétmanna. Staðan fyrir Reykjavíkurfundinn varðandi geim- vopn og niðurstöður fundarins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.