Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 44
44 C
MOKGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
H
atvinna — atvinna
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Einkaritari -
kennaraháskólapróf
Þekkt nútíma þjónustufyrirtæki vill ráða
einkaritara til starfa. Æskilegur aldur um
þrítugt. Góð menntun nauðsynleg. Mikið lagt
upp úrframkomu, sjálfstæði og frumkvæði.
Starfsreynsla þarf að vera einhver.
Góð laun í boði. Öllum svarað.
Umsóknir sendist Mbl. merktar: „Einkaritari
- 4242“ fyrir þriðjudagskvöld.
Starf við bókhald
hlutastarf
Verktaki (20-30 manns) vill ráða aðila vanan
bókhaldi og tölvum til að færa og sjá um bók-
hald, útskrift reikninga, gerð launaseðla og
tengd verkefni frá og með áramótum. Vinnutí-
mi er nokkuð frjáls, ca. 12-20 tímar á viku.
Þær umsóknir er ekki koma til greina verða
endursendar.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „Bókhald - 6148“ fyrirfimmtudags-
kvöld.
Dagheimilið
Foldaborg
Okkur vantar tvær fóstur eða þroskaþjálfa í
50% stuðningsstöðu eftir hádegi frá og með
1. janúar 1988. Einnig vantar okkur fóstru í
100% starf frá og með 1. janúar.
Við á Foldaborg getum státað af góðu upp-
eldisstarfi og góðum starfsanda.
Lysthafendur vinsamlegast hafið samband
við forstöðumann í síma 673138.
Trésmiðir
Vantar þrjá trésmiði sem fyrst í innivinnu.
Mikil vinna.
Upplýsingar í símum 78424 og 985-21909.
Jólasveinar
Þeir Kertasníkir og Gáttaþefur verða á ferðinni
um jólin og skemmta börnum og fullorðnum.
Þeir sem vilja fá þá í heimsókn á jólatrés-
skemmtanir eða í verslanir hafi samband í
símum 25020 á daginn og 20461 eða 13741
á kvöldin.
Iðuborg
Iðufelli 16
Leikskólann og dagheimilið Iðuborg vantar
fóstrur og aðstoðarfólk frá 1. janúar ’88.
Einnig vantar fóstru eða þroskaþjálfa í stuðn-
ing á dagheimilisdeild.
Upplýsingar í símum 76989 og 46409.
Gjaidkeri
Óskum að ráða gjaldkera til starfa sem fyrst.
Starfsreynsla æskileg.
Tilboð merkt: „Gjaldkeri - 4240“ sendist
auglýsingadeiíd Mbl. fyrir 8. desember.
Óiafur Laufdai hf.,
Aðalstræti 16.
Dagvist barna
Dagh./leiksk. Fálkaborg
Fóstrur og aðstoðarfólk með reynslu í upp-
eldisstörfum vantar eftir hádegi nú þegar.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
78230 og umsjónarfóstrur á skrifstofu Dag-
vistar barna í síma 27277.
Bifreiðastjórar
Viljum ráða nú þegar bifreiðastjóra til akst-
urs strætisvagna og á vakt.
Upplýsingar eru gefnar í símum 20720 og
13792.
LancHeiðir hf.,
Skógarhlíð 10.
Ritari
til starfa hjá heildverslun í Reykjavík.
Starfssvið: Sjálfstæðar, enskar bréfaskriftir,
telex, pantanagerð, viðskiptamannabókhald
o.fl.
Ritarinn: Viðkomandi þarf að vera með stúd-
entspróf af verslunarsviði, hafa leikni í vélrit-
un og góða enskukunnáttu.
Laust strax eða eftir nánara samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir Holger Torp.
Skriflegum umsóknum skal skilað á skrif-
stofu okkar fyrir 12. þ.m.
Afleysingamaður
Starfsmann vantar á lager hjá heildverslun
fram að jólum. Þarf að geta byrjað strax.
Áhugasamir komi á skrifstofu okkar mánu-
daginn 7. desember fyrir hádegi.
Starfsmannastjórnun
Ráðningaþjónusta
FRUIll
Sundaborg 1-104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837
Dagheimilið
Múlaborg
óskar eftir starfsmanni í hálfa stöðu, eftir
hádegi.
Við bjóðum: Fjölbreytt og gefandi starf, góð-
an starfsanda, ódýrt fæði og möguleika á
dagvist fyrir barn starfsmanns.
Nánari upplýsingar gefa forstöðumenn í síma
685154, frá kl. 10-12 næstu virka daga.
Gjaldheimta
Suðurnesja
Gjaldheimta Suðurnesja, sem er nýstofnað
sameignarfélag sveitarfélaganna sjö á Suð-
urnesjum og ríkissjóðs um innheimtu
opinberra gjalda, óskar að ráða eftirtalið
starfsfólk:
Gjaldheimtustjóra,
sem veitir Gjaldheimtunni forstöðu og fer
með daglegan rekstur hennar. Æskilegt er
að umsækjandi hafi embættispróf í lögfræði.
Tvo fulltrúa.
Þeir skulu §já um móttöku staðgreiðslufjár
og skilagreina vegna staðgreiðsluinnheimtu,
skráningu þeirra í tölvu og úrvinnslu upplýsinga.
Umsækjendur skulu hafa góða almenna mennt-
un. Reynsla af tölvuvinnslu er nauðsynleg.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf hið
fyrsta. Upplýsingar um starfskjör og annað
varðandi störfin veitir Eiríkur Alexandersson,
framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum, Vesturbraut 10a, Keflavík.
Umsóknum sé skilað til hans.
Umsóknarfrestur er til 10. desember nk.
Stjórn gjaldheimtu Suðurnesja.
Hreinn hf.
Viljum ráða fólk til starfa við pökkun í verk-
smiðju vora.
Upplýsingar aðeins veittar á staðnum hjá
verkstjóra.
Hreinn hf.,
sápuverksmiöja,
Barónsstíg 2.
Dagvist barna
Grandaborg - Laufásborg
Þroskaþjálfi, fóstra eða starfsmaður með
aðra sérmenntun á uppeldissviði óskast til
stuðnings börnum með sérþarfir.
Upplýsingar veita Gunnar Gunnarsson sál-
fræðingur hjá dagvist barna, sími 27277 og
forstöðumenn viðkomandi heimila.
Dagheimilið
Múlaborg
óskar eftir starfsmanni í heila stöðu.
Við bjóðum: Fjölbreytt og gefandi starf, góð-
an starfsanda, ódýrt fæði og möguleika á
dagvist fyrir barn starfsmanns.
Nánari upplýsingar gefa forstöðumenn í síma
685154, frá kl. 10-12 næstu virka daga.
Vélvirki óskast
Óskum að ráða vélvirkja til starfa í fóðurverk-
smiðju okkar við Sundahöfn. Starfið felst í
almennri vélgæslu og viðhaldi, auk annarra
framleiðslustarfa. Æskileg menntun er vél-
virkjun, vélstjórnarpróf eða önnur sambæri-
leg menntun eða reynsla.
Skriflegar umsóknir sendist til Ewos hf., póst-
hólf 4114,124 Reykjavík, fyrir 20. desember nk.
Framkvæmdastjóri
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf.
óskar að ráða framkvæmdastjóra. Æskilegt
er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
' Leitað er að duglegum og traustum aðila,
sem gæddur er miklum samskiptahæfileik-
um. Áskilið er háskólapróf, helst á við-
skipta- eða hagfræðisviði og minnst 3-4ra
ára reynsla úr atvinnulífinu.
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. er fjárfest-
inga- og ráðgjafafyrirtæki í eigu 28 sveitar-
félaga, félagasamtaka og fyrirtækja á
Eyjafjarðarsvæðinu. Tilgangur félagsins er
að stuðla að iðnþróun og eflingu iðnaðar í
býggðum Eyjafjarðar.
Starfsemi félagsins má skipta í þrjá megin-
þætti:
- Félagið veitir fyrirtækjum og einstakling-
um sem áforma nýja framleiðslu aðstoð
við að meta hugmyndir út frá tæknilegum
og fjárhagslegum forsendum.
- Félagið tekur þátt í stofnun nýrra fyrir-
tækja með hlutafjárframlagi og veitir
ráðgjöf á uppbyggingartímanum. Félagið
á nú hlut í og tekur þátt í stjórnun sjö
annarra hlutafélaga.
- Félagið leitar markvisst að nýjum fram-
leiðsluhugmyndum á eigin vegum og
reynir síðan að fá fyrirtæki og einstaklinga
til samstarfs um að hrinda þeim hug-
myndum í framkvæmd.
Skriflegar umsóknir sendist fyrir 15. des-
ember nk. til Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar
hf., Glerárgötu 30, 600 Akureyri.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigfús
Jónsson, stjórnarformaður, í síma
96-21000, eða Ingi Björnsson, fram-
kvæmdastjóri, i síma 96-26200.
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðarhf.,
Glerárgötu 30,
600Akureyri.