Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 C 21 L————■ i ........-. þeir sjálfum sér og öðrum mögu- leika á að vinna úr þessum tilfinn- ingum og það myndi bæta mjög andrúmsloftið á vinnustöðum og heimilum." Það er ekkert einkamál okkar hér uppá Islandi að móðgast. í út- löndum móðgast menn ekki síður en hér og fræg er t.d. hin arabiska bölbæn „Megi flær af þúsund kam- eldýrum taka sér bólfestu í armkrik- um þínum." Við skulum nú hverfa til ýmissa orða sem sármóðgaðir frægir menn hafa á ýmsum tímum látið falla. „Maður á að fýrirgefa óvinum sínum, en ekki fyrr en þeir dingla í gálganum," sagði Heinrich Heine á sínum tíma. Breski stjómmálamaðurinn Churchill og ein ágæt yfirstéttarfrú í Bretlandi, Lafði Astor, vönduðu ekki hvort öðru kveðjumar er þau sátu til borðs saman. Hún sagði„W- inston, ef þér væmð maðurinn minn, myndi ég bragðbæta kaffið yðar með eitri." og Churchill svar- aði.„Fiú, ef ég væri maðurinn yðar, þá myndi ég hiklaust drekka það.“ Hinn frægi breski rithöfundur Bemard Shaw sendi Churchill einu sinni tvo miða á frumsýningu eins af leikritum Shaws með þessum orðum: „Bjóddu vini þínum með þér, ef þú átt einhvern." Oskar Wilde rithöfundur sagði hins vegar um Bemard Shaw: „Bemard Shaw er ágætismaður. Hann á enga óvini, en vinir hans þola hann ekki.“ Bandaríski rithöfundurinn Mark Twain varpaði góðu ljósi yfir sam- band illmælgi og slefburðar er hann sagði: „Það þarf samvinnu vinar og óvinar til að særa þig verulega. Annan til að bera þig út og hinn til að segja þér fréttimar." Að lokum er best að leyfa einni rammíslenskri móðgunarsögu úr safni Ólafs Davíðssonar að fljóta með. Hún fjallar um prestekkju sem hézt við mann einn sem hafði gert dóttur hennar bam. Hún drap sig svo og því næst manninn. Lík mannsins var jarðsett en aftur- ganga prestekkjunnar gróf það upp og þeytti beinunum úr líkinu til og frá. Auk þess lamdi hún þau og fór með þau sem svívirðilegast. Oft var reynt að grafa beinin aftur annars staðar og í öðmm kirlq'ugörðum en allt kom fyrir ekki. Loks vom bein- in flutt að Felli þar sem sat prestur að nafni Hálfdan og þótti fjölkunn- ugur. Eigi að síður gróf afturgang- an upp beinin aftur og aftur og lét presturinn þau loks í poka og geymdi hann að hurðarbaki við kirkjudyr. Á hveiju kvöldi kom aft- urganga prestekkjunnar og skammyrti og barði beinapokann þegar hún fór framhjá honum inn í kirkjuna. „Eitt kvöld fór séra Hálfdan út í kirkju, skrýddist messuskrúðan- um, tók sér stöðu fyrir altarinu, stóð þar með útbreidda arma og sneri sé fram, eins og hann ætlað að blessa. Draugsi kom inn að vanda fremur gustm'ikill, barði beinasekkinn og lét fjúka til hans illyrði, en þegar hann var kominn til sætis síns, varð honum litið inn í kórinn. Draugurinn sá prest, en gat ógjörla séð skrúðann vegna ofbirtu; virtist honum þetta vera líkast kvenmanni, og ávarpaði hann hana á þessa leið: „Hver hefur krossfest þig, kinda mín?“ Sfðan er þetta haft að orðtaki. Prestur gekk þá fram til draugsins og ávít- aði hann fyrir breytni hans við beinin, en prestkonan varð þá svo óðamála, að prestur gat ekki mælt eitt orð, meðan hún mælti tíu. Hann hélt þó áfram ræðu sinni og særing- um, þar til prestkonan tók mjög að dofna og þagnaði að lyktum; fékk hún við það geispa mjög ferlega. Við það spýtti prestur upp í hana og spurði hvort hún vildi ekki fyrir- gefa beinunum, en hún svaraði: „Það vænti ég,“ - og heldur dræmt. Eftir þetta réð prestur við draug- inn, rak hann út úr kirkjunni og kom honum fyrir, en lét taka bein- in og grafa þau og lágu þau kyrr síðan. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir FJölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrj- endanámskeið í notkun einkatölva. Leiðbeinandi: Dagskrá: • Grundvaiiaratriði við notkun PC- töiva. • Stýrikerfið MS-DOS. • Ritvinnslukerfiö WordPerfect. • Töflureiknirinn Multiplan. • Umræður og fyrirspurnir. Logi Ragnarsson, tölvufræðingur. Tími: 14.-17. des. kl. 20-23 Innritun í símum 687590 og 686790 VR og BSRB styðja sína félaga til þátttöku i námskeiðinu. Tölvufræðslan Borgartúni 28. lancJon BÝÐUR EINHVER BETUR? MICROSOFT WINDOWS MEÐ ÍSLENSKUÐU LYKLABORÐI FYLGIR TARGET FRA KR. 106.875 PCA FRÁ KR. 106.875 •Öu VERÐ MIÐAST VIÐ STAÐGREIÐSLU HfiNS PETERSEN HF TÖLVUDEILD AUSTURVERI HAALEITISBRAUT 68 108 REYKJAVÍK SÍMI 91-31555 & 35201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.