Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 38
38 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
Séra Krístján Valur Ingólfsson
Doktorsritgerð um
gnístran tanna
María Lára Eby-Yannakis er
doktor í tannlæknafræðum og
hefur tannlæknastofu í Mundols-
heim í Alsace í Frakklandi. Hún
hefur oft dvalizt hér á íslandi,
unnið á tannlæknastofu við
Laugaveginn og kennt fólki í
Kerlingarfjöllum að renna sér á
skíðum. Hún talar góða Islenzku,
sem hún hefur fyrst og fremst
lært hjá mömmu sinni, Valborgu
Þorvaldsdóttur fíðluleikara, sem
sjálf hefur nú búið í Frakklandi í
áratugi. María Lára er gift
grískum manni, Dimitri, sem selur
íslenzkar ullarvörur í FYakklandi.
Þau eiga tvö börn, sem bæði voru
skírð hér í íslenzku þjóðkirkjunni
með íslenzka Qölskyldu sína sem
skímarvotta. María Lára skrifaði
doktorsritgerð sína um gnístran
tanna. Ég bað hana að segja mér
svolítið um þetta mikla mál, sem
hún hefur skrifað þykka og lærða
bók um. Og María Lára leit á
mig með þeirri hlýju og velvild,
sem alltaf fylgir henni og er mik-
il lækning við þeim óróa, sem við
ræðum um í dag, og fór að segja
mér frá þessu.
— Það er algengt að fólk gnísti
tönnum. Krakkar gnísta tönnum
og sumt fullorðið fólk gnístir tönn-
um að staðaldri ef það er mjög
taugaóstyrkt. Það getur eytt
tönnunum alveg. Margt fólk hefur
gjöreyðilagt í sér tennumar með
þessu en fæst af því veit hvað er
að gerast. Sumir hafa slitið tönn-
María Lára
unum í sér næstum upp að gómi
svo það em bara eins og 2 milli-
metrar eftir og tennumar em
alveg sléttar. Vöðvamir í kinninni
em þá alltaf að vinna og þegar
við mætum fólki á götu sést að
sumt af því er alltaf að hreyfa
vöðvana í kinnunum. Það er af
því að það nýr í sífellu saman
tönnunum. Ef við spyijum það
hvers vegna það geri þetta kemur
í ljós að það hefur ekki hugmynd
um það sjálft að það er sífellt að
gnísta tönnum. Margir hafa sterkt
hökubein og sterkar tennur og
þessi sífelldi núningur getur
skemmt kjálkaliðina.
Sumir gnísta aðeins tönnum á
nóttunni. Þá em þau að reyna að
laga það, sem hvílir á þeim og
veldur þeim taugaspennu. Sumir
geta ekki sofíð vegna þessa og
vakna upp á nóttunni af kvölum.
En þau, sem gnísta tönnum á
nóttunni, valda mökum sínum oft
meiri kvölum en sjálfum sér. Það
heyrist ekki þótt fólk gnísti tönn-
um á daginn. En það heyrist á
nóttunni og getur haldið vöku
fyrir mökunum og heyrzt langar
leiðir.
Það er margt í daglegu lífi, sem
getur valdið því, sem brýzt út í
þessu að fólk gnístir óafvitandi
tönnum. Það var t.d. bflstjóri, sem
hafði eytt tönnunum í sér alveg
upp í góm. Það kom í Ijós að þeg-
ar hann hafði verið að setja bflinn
í gang og það gekk illa néri hann
í sífellu saman tönnunum. Þangað
til þær voru búnar. Það er hægt
að smíða nýjar tennur fyrir fólkið.
Það er líka hægt að búa til góma
úr plasti til að setja yfir tennum-
ar á nóttunni. Það er Hka hægt
að gefa fólki róandi lyf. Þau mega
samt ekki vera of mikil svo að
fólk verði ekki ávananeytendur.
En fólkið þarf fyrst og fremst að
gera sér grein fýrir því, sem hvflir
á því, og læra að ráða við það.
Við höfum feng-
ið fyrirgefningu
Ragnheiður Sverrisdóttir er
djákni í söfnuðunum í Fella- og
Hólakirkjum. Ég bað hana að taka
þátt í þessum vangaveltum okkar
í dag og spjalla ofurlítið við okkur
um sektarkenndina. Hún sagði:
Mér fínnst þetta frekar flókið
mál. Ég velti því stundum fyrir
mér hvort ég beri kannski með
mér ýmiss konar sektarkennd frá
kristnu uppeldi mínu. Ég held þá
að það uppeldi hafí ég líklega
fyrst og fremst fengið hjá jafnöld-
rum mínum í kristilegu skóla-
hreyfíngunni af því að við höfum
ekki verið orðin nógu vaxin í
trúnni til að sjá hinar mörgu hlið-
ar hennar og hyllzt þess vegna
til alltof mikilla alhæfínga og ein-
faldana. Þess vegna held ég að
sú kristna boðun, sem við hlýdd-
um á hvert hjá öðru hafí í rauninni
gefið okkur sektarkennd með þvi
að segja okkur að við værum völd
að. einhvetju röngu og hefðum
orðið á ýmsan hátt til ills.
Kristin trú segir okkur vissu-
lega mjög alvarlega að við séum
syndarar. Hún segir okkur að við
séum syndarar vegna þess að við
erum í andstöðu við Guð. Og það
gefur okkur neikvæða mynd af
sjálfum okkur. En uppruni okkar
er sá að við erum sköpun Guðs.
Og það gefur okkur jákvæða
mynd af sjálfum okkur. Við meg-
um þess vegna ekki leggja byrðar
hvert á annað í nafni trúarinnar.
Við eigum að létta byrðum hvert
af öðru með kristinni boðun okk-
ar. Það er rétt að við erum
syndarar. En við höfum fengið
Biblíulestur vikunnar
Sunnudagur: Jóh. 14.1, Skelfíst ekki.
Mánudagur: Jóh. 14.27, Éggef frið.
Þriðjudagur: Jóh. 15.1-3, Þið eruð hrein.
Miðvikudagur: Jóh. 15.7-10, Venð stöðug.
Fimmtudagur: Jóh. 15.14, Vinir Jesú.
Föstudagur: Jóh. 15.15-17, Þið berið ávöxt.
Laugardagur: Jóh. 1.14-15, Grundvöllur friðarins.
fyrirgefningu syndanna. Þess
vegna erum við góð. Við eigum
þess vegna að gefa fólki jákvæða
mynd af sjálfu sér. Ef við höfum
neikvæða mynd af sjálfum okkur
gerum við vonda hluti. Ef við er-
um jákvæð gagnvart sjálfum
okkur gerum við góða hluti.
Ragnheiður Sverrisdóttir
Kyrr ðar stund-
ir við orð-
ið og bænina
Séra Guðmundur Óskar Ólafs-
son sóknarprestur í Neskirkju
ræddi við mig um streituna. Hann
sagði:
— Streita, eða allt þetta, sem
við köllum streitu, er eðlilegur
hluti af lífi okkar. Þetta er annars
einkennilegt nafn. Vitum við al-
veg hvað við eigum við? Þýðir
orðið streita það að við séum að
streitast á móti einhveiju? En
hvað um það, ég held að það, sem
við köllum streitu, sé eðlileg við-
brögð við álagi, sem verkar bæði
á líkama og sál. Hún kemur fram
í ýmsum kvillum, bæði andlegum
og líkamlegum. Ég á ekkert betra
ráð við streitunni en það að við
eigum okkur kyrrðarstundir og
fáum okkur þar af þeim nægta-
brunni, sem við eigum í kristinni
trú til hvfldar og endumýjunar.
'Það er í tízku núna að vera í
líkamlegum og andlegum leik-
fímisæfíngum. Fyrirmyndir eru
stundum sóttar til annarra trúar-
bragða og fólki er kennd hug-
Ieiðsla. Elsta fyrirmynd hugleiðsl-
unnar, sem við höfum átt í kirkju
okkar um allar kristnar aldir, er
hugleiðsla orðsins og bænin. Það
er þess vegna að hlaupa yfír bæ-
jarlækinn til að sækja vatn þegar
við leitum uppbyggingar eitthvað
annað. Við þurfiim læknandi við-
brögð við streitunni. Kristið fólk
Séra Guðmundur Óskar
þarf að þekkja vel þær kristnu
trúariðkanir, orðið og bænina,
sem gefa andlegan og líkamlegan
frið. Þessir friður kristinnar trúar
er ekki einhver dauðafriður heldur
samræmir hann og styrkir heild-
aruppbyggingu okkar.
Streitan, sekt-
arkenndin
og* friðurinn
Aðventan er tími undirbúnings-
ins fyrir jólahaldið, tími innkaupa,
ýmissa lagfæringa og hreingem-
inga og tími andlegrar og trúar-
legrar endumýjunar. Okkur er
ætlað að búa sál okkar undir fagn-
aðarerindi jólanna og til þess þarf
margs konar lagfæringu og end-
umýjun í hjarta okkar. Henni má
auðvitað ekki ætla aðventuna eina
frekar en öðrum hreingerningum.
En aðventan, með ys sinn og
stemmningu, ljós sín og hin íjöl-
mörgu tækifæri til helgihalds,
gefur okkur hvatningu og tæki-
færi til aðgæzlu sálar okkar.
Helgilitur aðventunnar er fjólu-
blár, litur iðmnar og yfirbótar.
AÐ UTAN
Næsta heimsþing lúterskra
kirkna verður í Brasilíu 1990.
Áttunda heimsþing Lúterska
heimssambandsins verður haldið
í Curitiba í Brasilíu frá 20. janúar
til 10. febrúar 1990. Séra Káte
Mahn frá Vestur-Þýzkalandi hef-
ur verið skipuð formaður undir-
búningsnefndar þinghaldsins og
hinar 104 aðildarkirkjur eru nú
að íhuga yfírskrift þingsins.
Austur-þýzkt kirkjuþing hvetur
til sameiningar Þýzkalands
Þing mótmælendakirkna, sem
haldið var í september í Austur-
Þýzkalandi, hvatti til sameiningar
hinna tveggja þýzku ríkja og benti
á að því betri sem samskipti Aust-
ur-Þýzkalands yrðu við umheim-
inn því meira skrímsli yrði
Berlínarmúrinn. Yfirvöldum Aust-
ur-Þýzkalands var send hvatning
um að leyfa austur-þýzkum ríkis-
Við skulum gera upp málin við
sjálf okkur og fyllast nýjum
kjarki.
Hvað þurfum við að gera upp?
Lífsstíl okkar? Streitu okkar og
skort á umhyggju við eigin sál?
Sektarkennd okkar, sem stundum
er óljós, en angrar okkur þó? Ég
dró fram úr pússi mínu viðtal, sem
ég átti í sumar við fransk-íslenzk-
an doktor í tannlækningum, og
ræddi við sóknarprest og djákna
um óróleikann, steituna og sektar-
kenndina og ieiðir til að losna
undan þessu og eignast innri frið.
Með orðum þeirra sendum við
ykkur, kæru lesendur, innilegar
óskir um góða aðventu.
borgurum að ferðast til Vestur-
landa og stuðla að meira
upplýsingaflæði milli hinna
tveggja þýzku ríkja. Kirkjur land-
anna voru beðnir að taka til
íhugunar í söfnuðunum mál sem
herþjónustu, hugmyndafræði,
skólahald og tjáningarfrelsi.
Afrísk börn beijast sem hetjur
gegn aðskílnaðarstefnunni
Kirkjufólk, lögfræðingar, sál-
fræðingar og annað fólk, sem
berst gegn aðskilnaði svarta og
hvítra, hélt í haust þing í Zimbab-
we um þátt bama í baráttunni
gegn aðskilnaðarstefnunni í Suð-
ur-Afríku. Fólkið kom frá 30
löndum. Það hvatti til herferðar
gegn þeim misþyrmingum, sem
suður-afrísk böm þola vegna hug-
rekkis síns í baráttunni fyrir frelsi
hinna svörtu.