Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 C 41 ÞROUN AFVOPNUNARMÁLA EFTIR LEIÐTOGAFUNDINN í REYKJAVÍK sig til að segja ABM samningnum ekki upp einhliða. Fyrsta atriðið mundi tryggja að þær geimvopnatilraunir sem Bandaríkjamenn undirbúa núna yrðu gerðar samkvæmt núverandi túlkun Bandaríkjastjórnar á ABM samningnum. Annað atriði mundi halda opnum þeim miiguleika að tilraunir með geimvarnavopn hæf- ust On jafnframt torvelda Banda- ríkjamönnum að hefja þær án samráðs við Sovétríkin. Þriðja atrið- ið mundi tryggja Sovétmenn fyrir því að Bandai’íkjamenn segðu samningnum upp cinhliða til að setja upp geimvarnir. Röksemdin fyrir því að Sovét- menn kunni að gera þær tilslakanir sem þyrfti er einfaldlega sú að ein- hverskonar rannsóknir og tilraunii' á sviði geimvarna muni óhjákvæmi- lega halda áfram í Bandaríkjunum auk þess sem Sovétmenn stundi eigin rannsóknir á þessu sviði. Helsta röksemdin fyrir því að Bandaríkjastjórn fallist á þessa eða álíka málamiðlun er sú að geim- vörnum sem máli skipti verði hvoit eð er aldrei komið upp nema með einhverskonar samvinnu eða sam- ráði við Sovétríkin. Að öðrum kosti muni Sovétmenn ætíð geta yfirbug- að varnirnar bæði með fjölgun kjarnorkuvopna og með þróun geimvopna sem gætu ráðist á bandaríska geimvarnakerfið. Enn er ekkert sem bendir til að samkomulag náist á leiðtogafundin- um í Washington. Bandarískir Geimvarnavopn: Tillögnr risaveldanna fyrir leið- togafundinn í Washington Bandaríkin: ABM samn. haldinn í 7 ár; geim- vörnum ekki komið upp á þeim tíma gegn því að strategískum kjarna- oddum verði fækkað í 6000 með viðeigandi undirmörkum; ákvæði ABM samningsins ekki hert og þró- un geimvopna leyfileg enda í samræmi við ABM samninginn; hvorum aðila ftjálst að heíja upp- setningu geimvarna eftir 1994 nema aðilar verði ásáttir um annað; hvorum aðila fijálst að segja upp samningnum hvenær sem er vegna þjóðaröryggis eða samningsbrota hins. Sovétríkin: ABM samningurinn haldinn í 10 ár þannig að þróun geimvarna- vopna sé bönnuð; aðilar komi sér saman um hvaða tækjabúnað megi ekki senda út í geiminn; allan ann- an búnað má senda út í geiminn en aðrar rannsóknir sem tengjast geimvarnakerfum fari fram í rann- sóknastofum ájiirðu niðri; ekki getur orðið af samningum um fækkun strategískra vopna nema samkomulag takist um geimvopn; virði annar aðila ekki ABM samn- inginn til hlítar getur hinn sagt upp samningi um fækkun stratcgískra vopna; áðuren 10 ára tímabilinu lýkur hefjist viðræður um fram- haldið. embættismenn segja að Reagan hafi einungis fallist á að ræða geim- varnamálið á fundinum og það þýði ekki að forsetinn sé reiðubúinn til að fallast á tillögur Sovétmanna eða neitt það sem hindri geimvarna- áætlunina. Þá hefur forsetinn sjálfur nýlega lýst yfir að ekki komi til greina að skipt verði á geim- varnaáætluninni og samningi um fækkun strategískra vopna. Hann sé hins vegar reiðubúinn til að ræða við Gorbatsjov um uppsetningu geimvarna. Þetta er sama afstaða og kom fram hjá Reagan á Reykjavíkurfundinum þegar hann var reiðubúinn til að skuldbinda Bandaríkin til að setja ekki upp geimvamir í 100 ár eða til ársloka 1996, en vildi ekki fallast á neinar takmarkanir á 'rannsóknir eða til- raunir. Núna tala Bandaríkjamenn um 7 ár í stað 10 ára. Enn sem komið er virðist Sovét- stjórnin þó jafn hörð í afstöðu sinni og áður. Yfirmaður sovéska her- ráðsins hefur nýlega ítrekað að ekki komi til greina að semja um fækkun strategískra vopna nema Bandaríkjamenn fallist á þær skorður við geimvarnaáætlunina - sem Sovétmenn hafa lagt til. Hann sagði ennfremur að ef strategískum kjarnaoddum yrði fækkað í 6000 ykjust fræðilegar líkur á að unnt yrði að koma upp geimvörnum sem máli skiptu og að ljóst væri að geim- varnaáætlunin væri vísvitandi tilraun Bandaríkjastjórnar til að ná yfirburðum. / söludeildum Pósts og síma býðst pér gott úrval af vönduðum símtœkjum auk alhliða símaþjónustu Söludeildir Pósts og síma um land allt bjóða eingöngu viðurkenndan úrvalsbúnað og örugga viðgerðar- og viðhaldsþjónustu. Hjá okkur færðu gott úrval af allskyns símtækjum og aukabúnaði á góðum greiðslukjörum. SÍMTÆKI Póstur og sími selur einungis vönduð og viðurkennd símtæki. í söludeildum Pósts og síma er að finna fjöl- breytt úrval allskyns sím- tækja, sem henta bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Þú getur fengið síma með minni og endurvali á síðasta númeri, jiráðlausa síma, síma með hátalara og hljóðnema sem bjóða upp á hand- frjálsa notkun og svona mætti lengi halda áfram. Hjá okkur finnurðu örugglega símann, sem þig vantar. •' ÞJÓNUSTA Söludeildir Pósts og 0síma bjóða upp á ódýra viðhalds- og viðgerðarþjónustu. Þar get- urðu einnig pantað eða fengið flutning á síma, látið loka eða opna síma, sett síma í geymslu og svo færðu góð greiðslu- kjör á öllum símtækjum. PÓSTUR OG SÍMI ANNAR BÚNAÐUR Við bjóðum upp á ýms- ar gerðir Nefax niynd- senditækja í söludeild- um Pósts og síma. Með myndsenditækjum geturðu sent afrit af bréfum, skýrslum og myndum milli landa eða landshluta á aðeins örfáum sekúndum. Þetta sparar þér bæði tíma og fyrirhöfn. í söludeildunum færðu einnig margs konar símakerfi fyrir heimilið og fyrirtækið. Þú gctur valið um fjölda bæjarlína og símtækja sem hægt er að tengja við, allt eftir þínum þörfúm. Söludeildir Pósts og síma eru í Kringlunni, Kirkjustræti og á Akureyri. Einnig á póst- og símstöðvum um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.