Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 50
50 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Verkamenn Viljum ráða nú þegar nokkra duglega menn til starfa. Æskilegur aldur 20-35 ára. Byrjun- arlaun 60 þús. pr. mán. Umsóknir er greini aldur, fyrri störf o.s.frv. skilist til auglýsingadeildar Mþl. fyrir 8. des- ember merktar: „V - 6146“. Tollverðir Hjá Tollgæslunni í Reykjavík eru lausar til umsóknar nokkrar stöður tollvarða. Ráðning- arskilyrði eru 20 til 30 ára aldur og að hafa lokið námi ífjölbrautaskóla, menntaskóla eða sérskóla, sem veitir sambærilega menntun. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 12. des. nk. á þar til gerðum eyðublöðum, sem eru til afhendingar hjá embættinu. Reykjavík, 12. nóv. 1987. Tollgæslustjóri. Starfsmaður - félagasamtök Félagasamtök vilja ráða starfskraft til að annast öll almenn skrifstofustörf, t.d. rit- vinnsla/færsla, bókhald/vélritun, innheimta/ fundargerðir. Þetta er eini starfskraftur á skrifstofu auk framkvæmdastjóra. Gerð er krafa um reynslu í slíkum störfum, auk tungu- málakunnáttu og mikið lagt upp úr traustri og öruggri framkomu ásamt sjálfstæði og frumkvæði. Góð laun í boði. Starfið er laust í janúar. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir 12. des. nk. QjðntTónsson RÁÐCJÖF & RÁÐN I NCARf )ÓN L1STA TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322 Fóstrur athugið Langar ykkur að vinna frá áramótum á litlu og notalegu barnaheimili sem stendur við Kleppsveginn? Um er að ræða 100% starf á deild með 8-9 börnum á aldrinum 2ja-3ja ára. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 688816. Afgreiðslu- og lagerstarf Óskum eftir manni í véladeild. Skriflegar umsóknir er greini menntun og fyrri störf berist skrifstofu okkar fyrir fimmtu- daginn 10. desember nk. FÁLKINN Suðurlandsbraut 8, 128 Reykja vík. Kerfisfræðingur Stórt vátryggingarfyrirtæki óskar eftir að ráða kerfisfræðing til starfa. Starfið felst aðallega í hönnun og gangsetn- ingu nýrra verkefna og gerir því miklar kröfur um samskiptahæfileika og markviss vinnu- brögð. Við leitum að manni með góða menntun og/eða reynslu í kerfissetningu og forritun, sem vill vinna hjá traustu fyrirtæki og getur tekist á við krefjandi verkefni og skilað árangri í starfi. Við bjóðum í staðinn góða starfsaðstöðu, námsmöguleika eftir þörfum og góð laun. Ef þú vilt afla frekari upplýsinga um starfið skaltu leggja bréf inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 11. des. merkt: „Kerfisfræðingur - 3519“ með upplýsingum um þig, og við munum hafa samband í framhaldi af því. Markaðsstjóri Matvælaframleiðslufyrirtæki óskar að ráða markaðsstjóra, með aðsetur hérlendis eða erlendis, til að stjórna sölu á vörum fyrirtæk- isins í Evrópu. Hér er um mjög viðamikið ábyrgðarstarf að ræða sem krefst góðrar menntunar, málakunnáttu, dugnaðar auk góðrar framkomu. Umsóknir sendist auglýsingadeild blaðsins merktar: „Fyrir nk. áramót - 4595“. Uppeldisfulltrúa vantar að Uppeldis- og meðferðarheimilinu Sólheimum 7. Háskólamenntun í uppeldis-, félags-, sálar- og kennslufræði áskilin. Vegna kynjaskiptingar á heimilinu erum við að leita að karlmanni. Umsóknarfrestur er til 15. desember og umsóknir skilist í Sólheima 7,104 Reykjavík. Upplýsingar í síma 82686. Deildarstjóri. Eldey hf. - Suðurnesjum Framkvæmdastjóri Útgerðarfélagið Eldey hf. á Suðurnesjum, nýstofnað almenningshlutafélag, auglýsir stöðu framkvæmdastjóra lausa til umsóknar. Óskað er eftir kraftmiklum og áhugasömum aðila. Háskólamenntun ekki áskilin. Umsóknarfrestur er til 10. desember 1987. Nánari upplýsingar veita stjórnarmennirnir: Jón Norðfjörð í símum 92-13577 og 92-37614 og Eiríkur Tómasson í símum 92-68090 og 92-68395. Umsóknir sendist í pósthólf 174, 230 Keflavík. Útgerðarfélagið Eldey hf. Erik FferlÖe SVÖRTU AUGUN (''lMjMúuUliKMi, Eva SU-en TÍNA 3KUGOSJÁ SKUQGSJÁ SVÖRTU AUGUN TÍNA Erik Nerlöe Eva Steen GÓÐI HIRÐIRINN Else-Marie Nohr ANGELA Theresa Charles ÁST OG HAMINGJA Barbara Cartland Hin svörtu augu unga sígaun- ans vöktu þrá hennar eftir frelsi — frelsi sem hún hafði lítið kynnst áður. Og ljúfir tónar fiðlu hans ollu því, að hún ákvað að flýja burtu með honum. En vissi hún hvert hún var að fiýja? Nei, hún var of ung og reynslulítil til að vita það. Hún skildi ekki að blind ást hennar leiddi hana aðeins út í ófyrirsjáanlegar hættur. Hún er ung og fögur og hefur kynnst manni sem hún elskar. Framtíðin blasir við þeim, en örlögin verða til þess að skilja þau. Hún sér sig nauðbeygða til að hverfa úr Iffi hans. Með fegurð sinni og miklum hæfileikum sínum á listskautum nær hún langt, en þegar best gengur upp- götvast að hún er haldin banvænum sjúkdómi. Einmitt þá kemur maðurinn sem hún elskar aftur inn í líf hennar. Hún hvarf og ekkert fréttist af henni. Loks var hún talin af og álitin dáin. Dag einn birtist hún í sendiráði íThailandi, aðframkomin og þungt haldin af hitasótt, og mundi ekki hvað hún hét. Með góðri læknishjálp nær hún sér fijótt, og nokkru seinna er hún á leið heim. Hún er full af lífs- þrótti og hlakkar til að sjá aftur manninn, sem hún elskar og hún hafði gifst stuttu áður en hún varð fyrir áfall- inu. Eh Qögur ár eru langur tími, og maður hennar hafði fyrir löngu talið hana af. Angela Smith sækir um læknisstarf í bænum Whey- stone. Þar ætlar hún einnig að reyna að jafna sig eftir slys, sem hún lenti í, í hreinu sveitalofti og kyrrlátu um- •hverfi. Hún fær starfið, en henni er vantreyst sem lækni og litin hornauga sem persóna í fyrstu. En smátt og smátt vinnur hún traust og álit fólks. Angela missti mann sinn og dóttur í bílslysi og líf hennar hefur verið tómlegt síðan slysið varð. En er hún kynnist Mikael Traymond, ró- legum og yfirveguðum lækni, vakna tilfinningar hennar á ný. Aðeins tvær persónur bjargast í land, þegar skipið brotnar í klettunum við strönd Ferrara, ævintýramaðurinn Sir Harvey Drake og hin fagra Paolina Mansfield. Þau voru bæði á leið til Feneyja og faðir Paolinu fórst með skipinu. Sir Harvey Drake stingur upp á því við hana, að hún ferðist með honum sem systir hans áfram til Feneyja. Þar segist hann auðveldlega munu geta fundið ríkan eiginmann handa henni — og um leið ætlar hann að tryggja sína eigin framtíð. Paolina fellst á hugmyndina, og framundan er ævintýralegt og viðburða- ríkt ferðalag. SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SE PRISMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.