Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
Bandaríkin
Húsmóðurstörfin
Ný gamanmynd frá Bill Forsyth
Walker og Burchill leika systurnar í myndinni.
Það var svosem nógu sakleysis-
legt upphaf á þessu öllu. Skoski
kvikmyndaleikstjórinn Bill Forsyth
var staddur í New York að taka á
móti verðlaunum gagnrýnenda í
borginni fyrir myndina sína „Local
Hero“ þegar vinkona hans mælti
með að hann læsi skáldsöguna
„Housekeeping" eftir Marilynne
Robinson. „En hún var leikkona,"
sagði hann um vinkonu sína.
„Kannski vissi hún hverjar afleið-
ingarnar yrðu.“ Það sem gerðist
var að eftir að hafa lesið skáldsög-
una nokkrum sinnum varð Forsyth
ástfanginn. „Svo margar myndir
settust að í huga mér og ég fór
að finna fyrir þörfinni fyrir að eiga
þær á filmu," sagði hann.
Afkvæmi bókaástarinnar er nýj-
asta mynd Bill Forsyth, „House-
keeping" („Húsmóðurstörfin") en
hún var frumsýnd í Bandaríkjunum
fyrir nokkru og er með Christine
Lahti í aðalhlutverkinu. Hinn fer-
tugi Forsyth, frægastur fyrir
myndirnar „Gregory's Girl" og
„Local Hero", skrifaði handritið og
leikstýrði en myndin gerist á önd-
verðum sjötta áratugnum í hinum
skáldaða bæ Fingerbone sem á
að vera í Washington-fylki. Sögu-
maðurinn er Ruthie, hljóðlát,
dreymin unglingsstúlka, svo vön
missinum aö hún getur ekki ímyn-
dað sér neitt varanlegt. Hún og
systir hennar Lucille voru yfirgefin
af foreldrum sínum snemma í lífinu
en voru aldar upp hjá hverjum
ættingjanum á fætur öðrum þar
til móðursystir þeirra, hin sérvisku-
lega Sylvie (Christine Lathi) „bjarg-
ar“ þeim. Systurnar eru leiknar af
Sara Walker og Andrea Burdhill.
„Ég yrði bara tilgeröarlegur ef
ég ætlaði að segja frá því hvað
þessi mynd þýðir fyrir mig per-
sónulega," sagði Forsyth. Þeir
þættir sögunnar sem höfðuðu
fyrst og fremst til hans eru þeir
sem erfiðast er að færa á filmu;
skáldskapurinn í sögunni, draum-
arnir, fortíðarsýnir. „Þetta er saga
sem gerðist eiginlega á augnabliki
í höfðinu á Ruthie. Svo aðalbarátt-
an við gerð handritsins var að
skilja söguna við skáldskapinn."
Þegar hann gerði handritið ák-
vað Forsyth ásamt öðru að bæla
niður egó sitt sem kvikmyndaleik-
stjóri. „Ég reyndi ekki að koma
neinum nýjum hugmyndum í sög-
una. Það sem Marilynne hafði
ákveðið í bókinni var það sem ég
vildi hafa í myndinni."
Það gekk ekki átakalaust fyrir
sig að koma verkinu úr handrits-
formi yfir á filmu. Forsyth þurfti
að berjast til að halda handritinu
óbreyttu. „Einhver hjá Cannon
sagði: Gerir þú þér grein fyrir að
það er ekki gert ráð fyrir svertingj-
um í myndinni. Ég reyndi að
útskýra að það vekti sjálfsagt miklu
meiri athygli ef það væri aðeins
einn svertingi í bænum." Og fleira
var það í þessum dúr.
Sex vikum áður en tökur hófust
hætti aðalleikkonan við að leika í
myndinni. Lahti var nefniiega ekki
fyrst fyrir valinu í aðalhlutverkið
heldur Diane Keaton. Stórstjarnan
hætti við á síðustu stundu, sem
var mjög slæmt því Forsyth hafði
fengið Cannon til að leggja fé í
myndina út á hennar nafn. Þegar
hún hætti við, hætti Cannon við
og Forsyth stóð aftur með handri-
tið eitt í höndunum.
Þá kom David Puttnam til bjarg-
ar, nýorðinn stjórnarformaður hjá
Columbia Pictures. „Án hans hefði
þessi mynd aldrei orðið til,“ sagði
leikstjórinn. Puttnam kom með þá
uppástungu að Lahti yrði boðið
hlutverk Keatons og það reyndist
heppilegt val. Forsyth var hæst-
ánægður með hana og gagnrýn-
endur líka.
Og hver ætli sé næsta mynd
Forsyth? Hún heitir „Dætur Re-
bekku" og mun vera gerð eftir
handriti sem Dylan Thomas reit
árið 1948. Sögusviðið er Wales á
19. öldinni en leikstjórinn hyggst
hefja tökur í Cumbernauld í Skot-
landi nk. febrúar.
C 71
Nýtt — IXIýtt
Jólavörurnar eru komnar.
Pils, blússur, peysur, jakkar.
Glugginn,
Laugavegi 40
(Kúnsthúsinu).
Citroen BX16 TRS, árg. 1984,
5 gíra, rafdrifnar rúður, central læsingar. Blásans-
eraður, ekinn 70.000 km. Bfll í mjög góðu ástandi.
VerA 430.000.-
Til sýnis og sölu hjá:
Gbbusi
Lágmúla 5, Reykjavík, sími 681555.
:Jarl
Einlitir og köflóttir
ullarjakkar. Stærðir 36-46.
iSS^SíltSSfíSk
v/Laugalæk. Sími 3375