Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 C 7 9. NÓVEMBER ’38. - Eitt af bænahúsum gyðinga í Berlín verður eldinum að bráð. endurbyggja eitt af samkunduhús- um gyðinga í Austur-Berlín, sem var brennt á hinni svokölluðu krist- alsnótt, 9. nóvember 1938. Ríkisstjómin hefur gefíð til kynna að hún vilji aukin og bætt samskipti við hina ýmsu söfnuði og trúmálahópa í Austur-Þýzkalandi og su viðleitni ætti ekki sízt að koma gyðingum til góða því að þeir eru mjög fámennur söftiuður. Þegar nasistar komust til valda í Þýzkalandi bjuggu um 172.000 gyðingar í Berlín en í stríðslok voru aðeins 2.000 gyðingar þar sem Austur-Berlín er nú. Breytt afstaða og opinber stuðn- AUSTUR-BERLÍN Hinir hund- eltu þykjast sjá fram ábetridaga Igömiu úthverfí Austur-Berlínar er gyðingakirkjugarður, einn átakanlegasti minnisvarðinn um nasistatímabilið. Bergfléttur og annar gróður hefur fyrir löngu vax- ið yfír legsteinana og ljóst er að enginn hefur vitjað um gröf eða verið jarðaður þama í rúm fjörutíu ár. Afkomendur þeirra, sem þama hvíla, hafa ýmist horfíð á brott í snatri eða verið smalað saman í útrýmingarbúðir þaðan sem þeir áttu aldrei afturkvæmt. Nú er garð- urinn yfírgefínn og yfír honum hvílir þögn og alvömblær. Nokkrir gyðingar í ’Austur- Þýzkalandi reyna nú að fínna rætur sínar og fortíð, sem nasistar van- helguðu og ætluðu að uppræta. Sumir ætla, að takist þessi tilraun ekki muni gyðingar hverfa og deyja út í Austur-Þýzkalandi. Kommún- istastjómin í landinu styður viðleitni þeirra en margir fulltrúar hennar áttu um sárt að binda á tímum nasista og vom í fangelsum og út- rýmingarbúðum ásamt gyðingum. Ríkisstjómin hefur ráðstafað fé sem veija á næstu fímm árin til að SÁTT OG SAMLYNDI 11.000 ára þumalingnr Vísindamenn, sem grófu nýlega úr jörðu líkamsleifar dvergs, þær elstu, sem enn hafa fundist, segjast nú vissir um, að sú skoðun að mönnum beri að annast um fatl- aða meðbræður sína, sé að minnsta kosti 11.000 ámm eldri en velferð- arríkið. Dvergurinn, ítalskur unglingur, sem var uppi á fomsteinöld, var aðeins þriggja feta hár og hefur hlotið nafnið Romito meðal vísinda- manna. Tilheyrði hann ættflokki veiðimanna og safnara, sem héldu til í fjöllunum á Suður-Ítalíu. Af beinagrindinni má sjá, að þrátt fyr- ir fötlunina og óblíð kjör hafí honum tekist að ná 17 ára aldri. Það ásamt því hve hann hlaut virðulega greftmn bendir til, að fólkið hans hafí hugsað vel um hann. Segir frá þessu í grein, sem birtist nýlega í vísindatímaritinu „Nature". Af líkamsleifum Romitos má ráða, að hann hafí þjáðst af arf- gengum dvergvexti. Líklega hefur hann haft óskerta grein en stuttir fætumir og vanskapaðir handlegg- imir, hann gat ekki rétt fyllilega úr þeim, sýna, að hann hefur átt erfitt með að fylgja ættflokknum eftir, hvað þá að veiða sér til matar. Þegar hann lést var hann grafínn með sérstakri viðhöfn. Gröfín, sem er í Riparo del Romito, í dal á milli Tyrrenska hafsins og Jónahafs, er á stað sem var mjög mikilvægur fyrir þetta fólk í trúarlegu og sam- félagslegu tilliti. Var aðeins fáum sýndur sá heiður að vera grafnir þar en þó hefur ekkert komið fram, sem bendir til að drengurinn hafí verið talinn guðlegur á einhvem hátt. Segja vísindamennimir, að virð- ingin sem Romito var sýnd, sé til marks um, að hann hafí verið „við- urkenndur af ættflokknum þrátt fyrir fötlunina og þótt hann hafi lítið getað lagt af mörkunum fyrir samfélagið". Menn hafa áður fundið í fomum gröfum líkamsleifar dverga en Romito er rúmlega 5000 ámm eldri. „Fyrir utan að vera elsta dæmið um dvergvöxt í inönnum er beina- grindin vitnisburður um umburðar- lyndi og umönnum fyrir fötluðum einstaklingi," segir dr. David Fray- er við háskólann í Kansas, og bandarískir og ítalskir samstarfs- menn hans taka undir með honum. - ANDREW VEITCH „Vegna þessa stórslyss lá við að innrásinni í Normandí yrði frestað .. “ sjá: blóðtaka ingur }rfirvalda hefur þegar birzt í )ví, að gyðingasöfnuðurinn hefur fengið sinn fyrsta rabbí á rúmum tuttugu ámm. Hann heitir Isaac Neumann og komst lífs af úr útrým- ingarbúðunum Auschwitz og varð yfírmaður safnaðarins í september síðastliðnum. Hann er staðráðinn í að tryggja, að gyðingar verði áfram í Austur-Þýzkalandi. Ungir gyðingar, önnur kynslóð frá helreiðinni miklu, em mjög umfram um að fínna uppmna sinn. Rabbí' Isaac Neumann ætlar að hamra jámið meðan það er heitt og margt ungt fólk hefur sótt fyrir- lestra um trúarbrögð og sögu gyðinga að undanfömu. í lok október vom haldnir hinir árlegu tónleikar til að minnast krist- alsnæturinnar. Þessa tónleika sóttu rúmlega 400 manns. Nýlega var svo afhjúpaður minnisvarði um fóm- arlömb nasista og vom um 200 manns viðstaddir þá athöfn. Irene Runge er ein af þeim sem reynt hefur að halda uppi merki gyðingdóms í Austur-Þýzkalandi. Hún segir að fyrir tveimur ámm hefðu menn þótzt heppnir að fá tylft manna til athafna af þessu tagi og fyrir fímm ámm hefðu menn ekki einu sinni látið sig dreyma um eins mikla þátttöku og raun varð á núna. Gyðingahatur er ekki lengur pólitískt mál í Austur-Berlín. Eigi að síður hafa margir gyðingar kvartað opinberlega yfir hleypidóm- um og þekkingarskorti á menningu þeirra og segja að hún sé oft og tíðum algerlega misskilin. „Stundum reyni ég ósjálfrátt að fela Davíðsstjömuna í hálsfestinni minni,“ segir gyðingakona á sex- tugsaldri. „Ég held að það sé einfaldlega vegna þess að ég er ekki nógu hugrökk og sterk til að útskýra fyrir öðmm, að ég sé ekki bara að reyna að vekja á mér at- hygli.“ Þrátt fyrir þessi sjónarmið hefur viljastyrkur, hugrekki og dugnaður kvenna á borð við Irene Runge vakið athygli og aðdáun. Hún seg- ir: „Eftir allt það sem átti sér stað hefði verið ógemingur að láta kyrrt liggja. Gyðingar verða að vera áfram hér í Berlín, þó ekki væri nema til að segja fólki að hér hafí eitt sinn verið stórt gyðingasam- félag.“ -CATHERINE FIELD Sendiboðar dauðans Fyrir skömmu tókst lögreglunni í Beirút naumlega að afstýra stórslysum af völdum aðgerða hryðjuverkamanna, þegar hún fann sprengjur í tveimur plastpokum. Annar var við bensínstöð en hinn við verzlunargötu í hverfí kristinna manna. Samkvæmt heimildum innihélt önnur sprengjan 33 pund af dínamíti en hin átta. í þeirri, sem öflugri var, vom einnig naglar. Sprengjumar áttu að springa nær samtímis. Fyrir skömmu sprakk cprengja á Alþjóðlega flugvellinum í Beirút, sem hefur verið á valdi Sýrlendinga frá því í febrúar. Tilræðismennirnir fengu unga stúlku til að bera sprengjuna í ferðatösku inn á flug- völlinn og hún sprakk inn í miðjum móttökusalnum. Stúlkan dó sam- stundis. Skömmu síðar sprakk önnur í sjúkrahús bandaríska há- skólans í Beirút og þótti aðdragand- fór með inn á sjúkrahúsið og sprakk nánast í höndum hennar. Enginn hefur enn lýst þessum tilræðum á hendur sér en lögreglan er þess fullviss að sami aðili hafí verið að verki. Talið er að konumar hafí báðar verið undir áhrifum lyfja Og ekki haft hugmynd um hvað þær vom að gera. Þá hefur komið í ljós að í báðum tilvikum var sprengiefn- ið af gerðinni C4, sem er plast- sprengiefni sem er auðvelt að hnoða og hægt er að fela nánast hvar sem er. Ekki hafa enn verið borin kennsl á konuna sem fór með sprengjuna inn á spítalinn en lögreglan segir að hún hafi verið klædd á svipaðan hátt og sú, sem bar sprengjuna inn á flugvöllinn, og að þær hafí jafn- vel verið áþekkar í útliti. Þess em áður dæmi að konur undir áhrifum lyfja hafí verið notað- ar til sprengjuburðar í Vestur- Beirút. Arið 1982, þegar ísraels- menn sátu um borgina, var ung kona fengin til að leggja bíl, hlöðn- um sprengiefni, í neðanjarðarbíla- geymslu undir upplýsingaráðuneyt- inu. Dauðagildran fannst þó í tíma og var gerð óvirk. - JULIE FLINT. HEIMTIR ÚR HELJU — Þessi sögulega mynd sýnir nokkra þeirra sem Iifðu af hina örlagaríku innrásaræfingu. DAGLEGT BRAUÐ - Starfs- menn Rauða krossins fjarlægja rétt eitt fórnarlambið í hinu stríðshrjáða landi. inn mjög svipaður hinum fyrri. Að þessu sinni var sprengjunni komið fyrir í konfektkassa sem ung stúlka BLÓÐTAKA Harmleikurinn sem varð hernaðar leyndarmál Fyrir skömmu var haldin mjög áhrifarík minningarathöfn á ströndinni í Devon á Englandi. Sá, sem stjómaði henni, tók þannig til orða, að nú loksins væri búið að bæta fyrir ranglætið, sem hefði verið látið viðgangast í 43 ár. Rúmlega 400 manns fylgdust með afhjúpun granítsteinsins, minnisvarða um 749 bandaríska hermenn, sem létust í einhverjum mestu og leynilegustu óförum bandamanna á dögum síðari heimsstyijaldar. Mennimir, sem þama var minnst, voru fómarlömb fádæma klúðurs og óhappa og í allan þennan tíma hefur verið þagað þunnu hljóði um örlög þeirra. Þeir voru ungir að árum og lítt þjálfaðir og voru að æfa fyrir innrásina í Normandí. Þessi eina æfíng kostaði fleiri mannslíf en sjálf innrásin. Mennimir létust í árás þriggja þýskra tundurskeytabáta, féllu fyrir skothríð eigin manna og vegna þess hve þeir voru óreyndir komu þeir bjargbeltunum fyrir um mittið en ekki undir höndunum. Þegar land- gönguprammamir voru sokknir fundust mörg hundmð menn fljót- andi öfugir í sjónum. Vegna þessa stórslyss lá við, að innrásinni í Normandí yrði frestað. Það varð á Slapton-söndum, milli Dartmouth og Torcross, en frá þessu svæði höfðu næstum allir íbúamir verið fluttir. Þótti ströndin ákjósan- legur æfíngastaður vegna þess hve henni svipar til strandarinnar í Nor- mandí. Dauði ungu mannanna þótti svo mikið áfall, að þeir ibúanna, sem vissu um atburðinn, voru fengnir til að þegja um hann. Það gerðu þeir og aðrir í rúm 20 ár eða þar til Ken Small fluttist til Devon og fór að dunda sér við fjöruskoðun. „Ég fann ósprungin skothylki, byssukúlur, sprengjubrot, hnappa af einkennisbúningum og innsiglis- hringi úr g^ulli," segir Ken. „Það fór ekki á milli mála, að þama hafði eitthvað mikið gerst." Árið 1971 drógu kafarar, sem Ken hafði fengið til liðs við sig, heilan Sherman-skrið- dreka upp úr sjónum. Fyrir þremur ámm braut einn íbú- inn, kona að nafni Dorothy Seekings, þagnareiðinn, sem hún hafði svarið á stríðsámnum. Sagði hún frá stór- um valköstum manna í bandarískum einkennisbúningum, sem vom dregn- ir upp á ströndina og fluttir burt til greftmnar. Manny Rubin, sem nú er 64 ára gamall, er einn þeirra, sem komst lffs af úr æfingunni. Sagði hann, að æfíngin hefði verið klúður og mistök, sem menn hefðu reynt að gleyma þegar frá leið. „Ég er enn dálítið bitur og á er- fitt með að sætta mig við, að þetta mál skuli hafa verið falið í svona langan tíma,“ sagði Stella Rouggly frá Missouri í Bandaríkjunum, en bróðir hennar, Howard, var einn þeirra, sem létu lífíð á þessari örlag- aríku æfíngu. — JOHN EZARD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.