Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 30
30 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
Skaparmn
— ný t ísku-
vöruverslun
NY tískuvöruverslun hefur
verið opnuð að Laugavegi 34a,
2. hæð. Verslunin heitir Skap-
arinn og eru eigendur Jóhanna
Jóhannsdóttir, Guðlaug Ingi-
bergsdóttir og Jóhann Gísla-
son.
Tískuvöruverslunin Skaparinn
er með hollenskan tískufatnað,
pelsa og fatnað sem Björg Inga-
dóttir hefur hannað undir merkinu
Zest.
Morgunblaði9/Ámi Sæberg
Jóhanna Jóhannsdóttir eigandi og Sandra Harmsen hönnuður i nýju
versluninni, Skaparinn.
Ársþing íþróttaráðs Lands-
sambands hestamannafélaga:
Reiðhöllin fái leyfi á
við félagsmiðstöðvar
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
Böðvar Bragason, hefur veitt
leyfi til þess að haldinn verði
hestamannadansleikur í Reið-
höllinni í Víðidal eftir klukkan
19, svo og sinfóníutónleikar, að
sögn Gylfa Geirssonar, fram-
kvæmdastjóra hallarinnar.
Arsþing íþróttaráðs Landssam-
bands hestamannafélaga, sem
haldið var á Húsavík um síðast-
liðna helgi, samþykkti að skora
á lögreglustjórann í Reykjavík
að hlutast til um að Reiðhöllin
sitji við sama borð og aðrar fé-
lagsmiðstöðvar í landinu varð-
andi leyfi til samkomuhalds.
Helstu þættir í þróun húsagerðar og heimila á íslandi,
síðustu tuttugu árin, raktir og studdir ríkulega myndskreyttum
dæmum og samræmdum grunnteikningum.
Tímamótaverk um ísienskan arkitektúr.
Pétur H. Ármannsson arkitekt er höfundur verksins.
LjósmyndirtókuGuðmundur Ingólfsson,
Kristján Magnússon og Ragnar Th.
, Sigurðsson, allir í fremstu röð
OÖK meðal íslenskra Ijósmyndara.
góð bók
„Lögreglustjóri," sagði Gylfi,
„hefur nú veitt leyfi til þess að
halda hestamannadansleik í Reið-
höltinni eftir klukkan 19, með því
skilyrði að við seljum eingöngu
miða í hestamannafélögunum. Við
vorum búnir að sækja um að fá að
halda þennan dansleik 21. nóvem-
ber sl., að kvöldi til, en lögreglu-
stjóri synjaði okkur um leyfi til
þess. Við höfum einnig fengið leyfí
til að halda sinfóníutónleika í höll-
inni eftir klukkan 19.
Það var samþykkt ályktun um
Reiðhallarmálið á ársþingi íþrótta-
ráðs Landssambands hestamanna-
félaga, sem haldið var á Húsavík
um síðastliðna helgi. Hún hljóðar
svo: Þingið skorar á lögreglustjór-
ann í Reykjavík að hlutast til um
að Reiðhöllin í Víðidal sitji við sama
borð og aðrar félagsmiðstöðvar í
landinu yarðandi leyfi til samkomu-
halds. Ársþingið telur með öllu
óviðunandi að yfirvöld grafí undan
fjárhagslegri afkomu þessarar
langþráðu og glæsilegu félagsmið-
stöðvar íslenskra hestamanna með
synjun um leyfi til þess samkomu-
halds sem átti öðrum þræði að
tryggja afkomu hennar," sagði
Gylfi.
Tónleikar til
styrktar tón-
listarhúsi
TÓNLEIKAR til styrktar bygg-
ingu tónlistarhúss verða haldnir
i Kringlunni í dag, 6. desember.
Dagskráin verður sem hér segir:
Kl. 14.00 Sigurður Bragason
söngvari og Þóra Fríða Sæmunds-
dóttir píanóleikari.
Kl. 14.30 Bergþóra Ámadóttir
vísnasöngkona.
Kl. 15.00 Veislutríóið.
Kl. 16.00 Kór Öldutúnsskóla.
Fjöldi veitingastaða í Kringlunni
verður opinn eins ög venjulega á
sunnudögum.