Morgunblaðið - 19.12.1987, Page 2

Morgunblaðið - 19.12.1987, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 Unnið við að ná steypubílnum upp eftir áreksturinn neðan Hveradalabrekkunnar. Bifreiðir ultu í hálku BIFREIÐ valt i Þrengslunum um kl. 11.40 í gær, i Skógar- hliðarbrekku. Maður, sem var einn í bifreiðinni, slasaðist nokkuð og var fluttur á slysa- deiid Borgarspitalans. Nokkur hálka var á veginum og er talið að slysið megi rekja til hennar. Nokkru áður, eða kl. 10, valt fólksbifreið á Suðurlands- vegi, við Þrengslavegamót. Engin meiðsli urðu á fólki, fyrir utan einhveijar skrámur. Þá skullu tvær bifreiðir saman fyrir neðan Hveradaiabrekku skömmu fyrir kl. 14, fólksbifreið og steypubifreið. Bifreiðamar snerust í hálku og ultu. Ein kona var flutt á slysadeild, en meiðsli hennar munu ekki vera mikil. Utvarpsráð: Hlutur kvenna verði aukinn í fréttum Á FYRSTA fundi nýkjörins út- varpsráðs var í gær samþykkt að beina þeim eindregnu tilmæl- um tU yfirmanna fréttastofa sjónvarps og hljóðvarps að unnið verði markvisst að því að auka stórlega hlut kvenna sem við- mælenda i fréttum og frétta- tengdum þáttum hjá Rikisútvarp- inu. Flutningsmaður tillögunnar var Magnús Erlendsson, og var hún samþykkt með fimm atkvæðum Ingu Jónu Þórðardóttur, formanns útvarpsráðs, _ Magdalenu Scram, Ragnheiðar Ástu Jóhannesdóttur, Bríetar Héðinsdóttur og Magnúsar, en Markús Á. Einarsson og Guðni Guðmundsson sátu hjá. Greinargerð með tillögunni var svohljóðandi: „í „Kastljósi" sjón- varps fimmtudaginn 17. desember, upplýsti Sigrún Stefánsdóttir fjöl- miðlafræðingur, að í könnun sem hún hefur framkvæmt um þáttöku kvenna í fréttum ríkissjónvarpsins sl. 20 ár, komi fram að konur voru aðeins 13 prósent viðmælenda, og það jafnframt í mjög afmörkuðum málaflokkum. Á tímum aukins jafnréttis ber Ríkisútvarpinu að hafa forgöngu um leiðréttingu á þessu sláandi misræmi milli karla og kvenna hvað þessum málum viðvíkur." Alþjóða hvalveiðiráðið: Fundur vísindanefnd- ar um áætlun Japana VÍSINDANEFND Alþjóða hval- veiðiráðsins hefur þessa viku setið á fundi í Cambridge í Eng- iandi • um visindaveiðaáætlun Japana. Japanir gerðu ráð fyrir að hefja sl. haust veiðar á 825 Sauðfjárbændur hafa enn ekki fengið launin: Gengið frá 674 milljóna króna staðgreiðsluláni En sláturleyfishaf ar segja það ekki duga STARFSMENN landbúnaðarráðuneytisins unnu i gær að útreikning- um á skiptingu svokallaðs staðgreiðsluláns ríkisins til sláturleyfis- hafa. Lánið er 674 milljónir kr. og á það, ásamt afurðalánum bankanna, að gera sláturleyfishöfum kleift að gera að fullu upp við sauðfjárbændur, að sögn Guðmundar Sigþórssonar skrifstofustjóra landbúnaðarráðuneytisins. Ekki er þó vist að bændur fái innlegg sitt að fullu greitt þvi forsvarsmenn sláturleyfishafa segjast ekki hafa fengið fjármagn til að standa undir vinnslukostnaðinum auk þess sem þeir séu með mikið fé bundið í vaxta- og geymslukostnaði fyrir ríkið. leyfíshaftiar fengju lán í viðskipta- bönkum sínum til að greiða mismuninn. Guðmundur Sigþórsson sagðist ekki geta séð að íjárbinding slátur- leyfishafa vegna vaxta- og geymslugjalds væri jafn mikil og þeir héldu fram. Hann sagði að með afurðalánum og staðgreiðsluláni væri búið að Qármagna afurðainn- legg bænda 100% en gert væri ráð fyrir að sláturleyfishafamir fjár- mögnuðu sjálfir sinn rekstrarkostn- að. hrefnum og 50 búrhvölum í visindaskyni, en féllust á að end- urskoða áætlun sína og leggja hana fyrir vísindanefnd ráðsins. Jóhanu Siguijónsson sjávarlíf- fræðingur situr í nefndinni fyrir íslands hönd. Verið er að vinna að tillögum að endiirbættum reglum um vísinda- nefndina til að auka traust á störfum hennar, samkvæmt samn- ingi íslendinga og Bandaríkja- manna frá í haust. Að sögn Kjartans Júlíussonar deildarstjóra f sjávarútvegsráðuneytinu leggja fs- lendingar m.a. til að skipuð verði sérstök stjómunamefnd innan vísindanefndarinnar, og niðurstöð- ur undimefnda sérfræðinga á til- teknum hafsvæðum og hvalateg- undum fái meira vægi þegar nefndin sjálf skilar endanlegu áliti. Kjartan sagði að leitað yrði eftir upplýsingum frá öðmm aðildar- þjóðum ráðsins um hvort þær hefðu tillögur fram að færa í þá átt að breyta störfum vísindanefndarinn- ar. Fjallað verður um þessar tillögur á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins sem verður haldinn á Nýja-Sjálandi ' í júní. Samkvæmt ákvæðum búvöm- laga áttu sláturleyfishafar að gera að fullu upp við bændur vegna sauð- flárinnleggs í haust fyrir 15. desember. Það var ekki gert og segja sláturleyfishafamir að ríkið hafi ekki tryggt þeim Qármagn til að standa við þetta lagaákvæði. Óiafur Sverrisson formaður Lands- sambands sláturleyfíshafa segist ekki geta fallist á kröfu sauðfjár- bænda um dráttarvexti af þessum vanskilum vegna þess að sláturleyf- ishafamir hafi ekki fengið þessa peninga í hendur. Hann sagði að staðgreiðslulán ríkissjóðs leysti ekki Fjölbrautáskóli Suðurlands: 47 nemend- ur braut- skráðir í dag Selfossi. 47 NEMENDUR verða braut- skráðir frá Fjölbrautaskóla Suðurlands i dag, laugardag, þar af 28 stúdentar. Athöfiún hefst klukkan 14,00 og fer fram I samkomusal skólans. Þetta er f fyrsta sinn sem slík at- höfn er haldin í hinu nýja húsnæði skólans og em allir velkomnir. — Sig. Jóns. nema hluta vandans, sláturleyfis- hafar ættu inni 100 milljónir vegna ógreidds vaxta- og geymslugjalds af útfluttu kjöti og væm ósáttir með þá aðferð sem viðhöfð væri við niðurgreiðslu vaxta- og geymslu- gjalds, en þar væm þeir með bundnar 150 milljónir kr. Áður fengu sláturleyfishafar nið- urgreiðslur ríkisins á vaxta- og geymslugjaldi jafnóðum og kostn- aðurínn féll á birgðir kjötsins. Siðastliðið vor var þessu breytt þannig að greiðslumar em tengdar sölu kjötsins. Fyrri hluta sölutfma- bilsins er kostnaðurinn þvf jrfirleitt meiri en niðurgreiðslumar en dæm- ið á að jafnast fyrir lok verðlagsárs- ins. Var nýja fyrirkomulagið talið söluörfandi fyrir sláturleyfíshafana. Jón H. Bergs forstjóri Sláturfé- lags Suðurlands sagði að þetta fyrirkomulag á niðurgreiðslum vaxta- og geymslukostnaðar drægi úr getu sláturleyfíshafanna til að greiða bændum fullt verð fyrir af- urðimar. Fjárhæðimar hefðu aukist vegna mikillar vaxtahækkunar á undanfömum mánuðum. Hann bjóst ekki við að staðgreiðslulánið dygði til að greiða bændum nema tæplega 90% af afurðum haustsins. Sagði hann að afurðimar yrðu af- reiknaðar að fullu inn á viðskipta- reikninga bænda hjá SS eftir helgina en ekki væri hægt að greiða þær út að fullu fyrr en búið væri að útvega nauðsynlegt fjármagn. Taldi hann ekki líkur á því að slátur- Eyjolfur Konráð gegn frumvarpi um vörugjaid Karvel Pálmason á móti söluskatti á matvæli „Um þetta hef ég ekkert annað að segja en það sem þeir vita, sem vilja vita, að ég er and- stæðingur ofsköttunar og ofstjórnunarstefnu. Það hef ég verið hvort sem minn flokk- ur hefur verið í stjóm eða stjórnarandstöðu og verð áfram“, sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, við Morgunblaðið en hann greiddi í efri deild í gær atkvæði gegn stjómar- frumvarpi um vörugjald. Annað sem vakti athygli á Al- þingi í gær var að Karvel Pálma- son, þingmaður Alþýðuflokksins, greiddi atkvæði með tillögum stjómarandstöðunnar þess efnis að ákvæði um söluskatt á mat- væli jrrðu felld úr söluskattsfrum- varpinu. Annir eru nú miklar í þinginu. Morgunfundir voru í báðum deild- um í gær og stóðu fundir í neðri deild langt fram á kvöld. Nokkur frumvörp urðu að lögum, m.a. frumvarp um staðgreiðslu opin- berra gjalda. Áætlað er að þing- fundir hefjist í báðum deildum klukkan eitt í dag: Sjá nánar á þingsíðu, bls. 43. Morgunblaðið/Sverrir Annríki og aukaskattkort MIKIÐ annríki var á skrifstofu ríkisskattstjóra I gær, þegar fólk leitaði þangað til að fá afgreidd aukaskattkort og til að fá skýr- ingar á nýju skattkerfi. Starfs- fólk sagði að það hefði verið önnum kafið frá því að skrifstof- an opnaði um morguninn. Skattkortin verður að afhenda launagreiðendum fyrir 1. janúar. Berist þau launagreiðanda ekki, er honum óheimilt að taka tillit’ til persónuafsláttar við útreikning launa. Á skrifstofu Tryggingar- stofnunar rikisins var einnig mikil örtröð, því í gær var síðasti dagur skila á skattkortum þangað. Þessi mynd var tekin á skrifstofu ríkis- skattstjóra i gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.