Morgunblaðið - 19.12.1987, Síða 38

Morgunblaðið - 19.12.1987, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan. 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakið. Husak fer frá Glasnost og peres- trojka í spéspegli Afsögn Gustavs Husak í Tékkóslóvakíu markar ákveðin þáttaskil þar í landi, þótt hann hafi sennilega far- ið frá vegna aldurs en ekki valdabaráttu innan komm- únistaflokksins þar í landi. Ástæðan fyrir því, að engu að síður er um þáttaskil að ræða er sú, að Husak var settur til valda, þegar sovézkir skriðdrekar ruddust inn í Prag í ágústmánuði 1968 og Sovétmenn beittu hervaldi til þess að hrekja Alexander Dubcek og félaga hans úr embættum. Unga fólkið, sem hefur verið að komast á legg á síðustu tveimur áratugum á stundum erfítt með að skilja afstöðu þeirra, sem eldri eru, til Sovétríkjanna og A-Evr- ópu. Því miður er það svo, að hver kynslóð þarf að kynnast málum af eigin raun og lætur sér ekki endilega nægja að byggja á reynslu fyrri kynslóða. Samt sem áður er bæði nauðsynlegt og æskilegt, að þetta æskufólk kynni sér ástæðurnar fyrir því, að þeir, sem komnir eru á miðjan aldur og eru þaðan af eldri, hafa fyrirvara á því, sem gerist í Sovétríkjun- um og A-Evrópu, ekki sízt þegar forystumenn austur þar boða friðsamlega sam- búð. Hver er sú reynsla, sem hefur markað eldri kynslóðir í samskiptum við kommún- istaríkin? Hún er þessi: Að lokinni heimsstyijöldinni síðari beittu Sovétmenn her- valdi til þess að leggja undir sig hvert ríkið á fætur öðru. Hápunktur þess ofbeldis var valdaránið í Prag 1948. Árið 1953, á þjóðhátíðardegi okk- ar íslendinga, brunuðu sovézkir skriðdrekar um göt- ur Austur-Berlínar og myrtu verkamenn, sem höfðu sam- einast um mótmæli gegn stjómvöldum. Árið 1956 kom til uppþota í Póllandi, sem voru barin niður með her- valdi, og skömmu síðar varð alvarleg uppreisn í Ungverj- alandi gegn sovézkum yfír- ráðum. Þá var Gorbatsjov þeirra tíma, Nikita Khrústsjov, við völd í Moskvu og sendi sovézka skriðdreka inn í Búdapest, sem ruddust yfír allt, sem fyrir var. For- ystumenn uppreisnarinnar í Ungveijalandi hurfu og hafa vafalaust verið teknir af lífi. Árið 1968 , þegar hið fræga „vor“ hafði hafið innreið sína í Prag, var sama hervaldi beitt til þess að beija niður umbótahreyfínguna þar. Þeir, sem fylgdust með þessum atburðum öllum í fréttum, neyðarkallinu, sem barst frá Búdapest 1956 til vestrænna þjóða um að bjarga Ungveijum, blóðbað- inu á götum þessara borga og því ofbeldi, sem þama var beitt aftur og aftur, hafa fyrirvara á öllu því, sem að austan kemur. Unga kynslóðin, sem upp- lifði þessa atburði ekki af eigin raun þarf að kynna sér þá. Þótt sömu aðferðum hafi verið beitt í Afganistan nú á síðustu árum er ljóst, að fjar- lægðin er svo mikil, að yngra fólk á Vesturlöndum lætur sig það litlu skipta, sem þar gerist. Barátta Samstöðu í Póllandi hefur hins vegar gefíð þessum kynslóðum svo- litla hugmynd um, hvemig lífsbaráttan hefur verið aust- an jámtjalds. Vafalaust hefði sovézku hervaldi verið beitt til þess að beija Samstöðu niður, ef forystumenn pólska kommúnistaflokksins hefðu ekki orðið fyrri til. Vandi Vesturlanda nú í samskiptum við kommún- istaríkin er þessi: Við viljum ná betri samskiptum við þjóðimar í A-Evrópu. Við viljum trúa því, að maður á borð við Gorbatsjov sé full- trúi nýrrar kynslóðar, sem er tilbúinn til að breyta um stefnu frá því, sem verið hefur. En sporin hræða. Það hafa áður komið fram á sjón- arsviðið umbótasinnar í A-Evrópu, Khrústsjov í Sov- étríkjunum, Imre Nagy í Ungveijalandi, Dubcek í Tékkóslóvakíu, leiðtogar Samstöðu í Póllandi. Þeir hafa allir verið hraktir frá völdum. Hver verður framtíð Gorbatjovs? eftirÁke Sparring Útvarpsstöðin Jerevan fékk eftirfarandi spurningu frá hlust- anda: Hvernig á að þýða orðið perestrojka yfir á ensku? Útvarpssljómin, sem var afar meðvituð um ábyrgð sina, tók sér góðan tíma í að undirbúa svarið, sem kom nokkrum dögum siðar: -Science fiction. Allir sem hafa heimsótt Austur Evrópu hljóta að hafa rekist á skrýtlur og gamansögur um stjómmál, sem ganga þar meðal allra þjóðfélagshópa. Þær henda gaman að öllu sem annars er heilagt: leiðtogunum, stefnu þeirra, hugmyndafræðinni og kerfinu. Eftir að glasnost kom til sögunnar hafa slíkar háðs- ádeilur einnig hafið innreið sína í blöð og timarit sem gefin em út með leyfi stjórnvalda. Sumar þessara sagna eru grófar. Sumar eru aðeins orðaleikir sem ógemingur er að þýða. Nokkrar sagnanna komast beint að efninu eins og svarið frá útvarpsstöðinni Jerevan, en hún er auðvitað ekki til. Næstum allar segja þær okkur eitthvað um þjóðina og yfírvöldin. Ennþá getur þó verið hættulegt að segja slíkar gamansögur. „Hvítahafsskurðurinn var gerður af brandarasmiðum" er ennþá sagt í Sovétríkjunum, en það vom póli- tískir fangar sem grófu skurðinn á fjórða áratugnum. En jafnvel Stalín komst ekki hjá hinum skæðu tung- um brandarasmiðanna. Meðan hann var hylltur í blaðagreinum og út- varpsþáttum sem heimspekingur allra tíma tileinkuðu alþýðlegu háð- fuglamir sér þann endurtekning- arstíl sem Stalín notaði í ræðu og riti - og gáfu þannig allt aðra mynd af harðstjóranum: „Allir verða að skipuleggja af skarpskyggni, sagði hann. Enginn má skipuleggja af óskarpskyggni. Hvað þýðir þetta svo, félagar? Þetta þýðir að við bolsjévíkar megum ekki skipuleggja af óskarpskyggni. Ef við skipuleggjum af óskarp- skyggni skipuleggjum við illa. Og öfugt: Ef við skipuleggjum af skarpskyggni skipuleggjum við vel. Þetta lærðum við af Stalín hinum mikla.“ Að sjálfsögðu verka svona sögur sem öryggisventlar á þjóðfélagið, þótt opin gagnrýni þýði ennþá mikla persónulega áhættu. Hláturinn ger- ir hörð lífskilyrði þolanlegri. Sú saga gengur til að mynda að pólska miðstjómin starfræki heila deild sem hafi það hlutverk að semja sögur til að sefa reiði almennings. Venjulega fjalla skrýtlumar og gamansögumar um atburði sem eru mest til umræðu hverju sinni. Nú fjalla þær þar af leiðandi um glasn- ost og perestrojka. Eins og allar háðsádeilur fjalla þær aðeins um eina vídd sannleikans. En þessi vídd er mikilvæg sem viðbætir opinberu myndarinnar af sannleikanum og sem vísbending um viðbrögð al- þýðunnar. Án þátttöku hennar verður lítið úr hinum stóru áætlun- um. Sögurnar um glasnost Sögumar um glasnost eru ekki eins margar og ætla mætti. Ef til vill ér skýringin sú að fólk líti á glasnost sem nýmæli, sem hæfí ekki hinum hefðbundna heimi háðsádeilunnar, þar sem yfírvöldin hafí hvorki vilja né getu til að breyta nokkru til hins betra. Að minnsta kosti benda báðar mynd- imar úr ungverska tímaritinu Ludas Matyi til þess. Það að fréttir TASS- fréttastofunnar séu svo eftirsóttar að fólk rífí blaðið úr höndum sölu- mannsins er óneitanlega nýlunda. Eða það að fréttastjórinn viti ekki lengur hvort skeytið komi frá TASS eða UPI. En auðvitað em efasemdir einnig ríkjandi þegar um glasnost er að ræða. Þessar efasemdir taka á sig tvenns konar myndir að minni hyggju. Önnur er mjög dæmigerð fyrir háðsádeilur. Nýlundan er eng- in nýlunda, en á hana er oft lögð áhersla með fyrirlitningartóni. Eins og í þessari sögu: „Stjómvöld gera kunnugt að glasnost taki gildi frá og með morg- undeginum, miðvikudegi. Stjóm- völdin tilkynna þann dag að vatnið sé blautt.“ Því sama er lýst í eftirfarandi sögu, en þó miklu nákvæmar: Leiðtogi stórveldis velti því fyrir sér hvemig hann ætti að gera þegn- ana hamingjusamari. Eftir miklar vangaveltur komst hann að þeirri niðurstöðu að ríkið þyrfti nýja hug- myndafræði. Og hann hugsaði lengi og vísindalega um þetta. Þegar hann hafði ígrundað allar hliðar málsins kallaði hann helstu menntamenn ríkisins til sín og til- kynnti þeim að nýju hugmynda- fræðina megi draga saman í fullyrðinguna að 2+2 séu 6. Menntamennimir glöddust mjög og fóru heim til sín. Um leið og þangað kom fóru þeir að spyija sig að því hvemig þeir gætu meðtekið þessa nýju hugmyndafræði án gagnrýni. Síðan fengu þeir leyfi til að koma fram fyrir hinn volduga leiðtoga og þeir tjáðu honum mót- bárur sínar. Þeir vom allir teknir af lífi. Árin liðu, landið eignaðist nýja menntamenn og nýjan leiðtoga sem komst einnig á þá skoðun að þjóðin þ^rrfti nýja hugmyndafræði. Þegar hann hafði hugsað vel og lengi kallaði hann menntamennina til sín og útskýrði að nú skyldu 2+2 vera 5. Menntamennimir fóru ánægðir heim. En síðan fóm þeir einnig að efast og óskuðu eftir að fá að tala við leiðtogann. Þegar hann hafði hlustað á kvartanir þeirra brást hann reiður við og sagði: „Var það þá betra áður, þegar 2+2 vom 6?“ Sögumar um glasnost vísa einnig til opinberra sögufalsana. Vanda- Færeyingar og grindhvalaveiðin eftir Landon Lockett EFTIRFARANDI grein birtist í tímaritinu Newsweek, banda- rísku útgáfunni, og er höfundur hennar Landon Lockett, málvís- indamaður og áhugamaður um umhverfis- og náttúruvemd. Nýlega fékk ég með póstinum bréf frá umhverfísvemdarsamtök- um, sem kalla sig Intemational Wildlife Coalition (IWC). Þetta var annað bréfíð frá þeim á skömmum tíma. Þar sem þeim hafði mistekist að raska ró minni með frásögnum af blóðbaðinu í Norður-Atlants- hafinu, reyndu þeir nú öðru sinni. Með bréfinu fylgdu litmyndir af Færeyingum, sem stóðu upp að knjám í blóðlituðum sjónum og voru að höggva og skera grindhvali. í texta bréfsins er með öllu hugsan- legu móti leitast við að vekja óhug hjá dýravinum. Lesendur, sem aldr-- ei hafa fetað f fótspor forfeðra sinna og tekið innan úr íkoma eða hjálp- að til við að slátra svíni, eða yfírleitt komið nálægt neinu blóðugra en lambakótilettu í stórmarkaði, em hvattir til þess á máli, sem er upp- ftillt af sjálfbyrgingshætti, að senda fjárframlag til að stöðva „þessa við- bjóðslegu grimmdarherferð á hendur náttúmnni". Bréfíð nefnir einnig „nýtískuleg heimili og nýja bíla“ eyjaskeggja og gefur í skyn, að þessi villimennska væri afsakan- leg, ef þeir væm þróunarþjóð en ekki Evrópubúar. Eg fæ svona bréf, vegna þess að ég er ævifélagi í náttúruvemdar- samtökum, sem beijast fyrir því að bjarga náttúmlegu umhverfí um heim allan og dýrategundum, sem em í útrýmingarhættu. Ég styð Audubon-samtökin, Sierra-félags- skapinn og Nature Conservancy, og í gegnum árin hefur nafn mitt borist af einum póstlistanum á ann- an. En sem náttúruvemdarmanni er mér meiri ami að krossferð IWC, „Björgum hvölunum", en hvala- drápi Færeyinga. Bréf IWC virðist hafa að markmiði að koma róti á tilfínningar lesenda og orkar fremur á mig sem ákall vegna einstakra dýra en raunvemlegrar nauðsynjar á náttúmvemd. Ég held, að þeir, sem hafa áhuga á að bjarga hvölum og náttúmlífí, þurfí að læra ákveðna lexíu: Það, sem máli skiptir, er tegundin og heimkynni hennar, ekki einstök dýr — bjargið heimkynnunum, því að þá er hugsanlegt, að tegundin bjargist einnig, enda þótt einstök dýr drepist. Náttúmvemdarmenn verða einnig að auka þekkingu sína á þeim mun, sem er á skjólstæðing- um þeirra. Sumar stórhvalategund- ir, eins og hnúfubakur og steypi- reyður, em í raunvemlegri útrýmingarhættu. Þær þarfnast tafarlausrar vemdar. Á það sama við um litla bróður þeirra, grind- hvalinn? Þó að staðhæft sé í bréfí IWC, að um „líf eða dauða" þessarar teg- undar sé að tefla og Færeyingar séu sakaðir um að drepa 3000 dýr á ári, er grindhvalur ekki meðal þeirra dýrategunda, sem taldar em í útrýmingarhættu í nýlegri skýrslu Audubon Wildlife. Ekki er hún held- ur á opinberri skrá Bandarísku veiðimálastofnunarinnar. Þar sem það er ekki auðvelt að drepa stóra skepnu með skjótum hætti, efast ég ekki um, að hvalim-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.