Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 75 KNATTSPYRNA || HANDKNATTLEIKUR Stórmót í innanhúss- knattspymu á Akranesi Dregið í riðla í gær Reykjavíktirúrvalið tekur þátt ísterku móti í París KNATTSPYRNA Stórmót íþróttafréttamanna í innanhússknattspyrnu verður á Akranesi laugardaginn 9. janúar. Keppt verður þá um nýjan bikar þar sem KR-ingar unnu bikar þann sem keppt hefur verið um - til eign- ar. Þeir hafa alltaf fagnað sigri í Stórmótinu - tvisvar á Selfossi og einu sinni á Akranesi. Mótið, sem er boðsmót, hefur alltaf vakið mikla athygli og verið pró- fraun okkar bestu félagsliða fyrir Islandsmótið í innanhússknatt- spymu. Átta lið taka þátt í mótinu og leik- ið verður í tveimur riðlum. Dregið var í riðla í gær og verður riðlaskipt- ingin þannig: A-RIÐILL: Akranes, Fram, Keflavík og KA. B—RIÐILL: Valur, KR, Þór og úr- valslið Samtaka íþróttafrétta- manna. Hollendingar náðu eftirsóttu Hollandi var skipað í fjórða aðalsætið í riðlunum í loka- keppni Evrópukeppni landsliða sem fram fer í Vestur Þýskalandi í júní komandi. Áður höfðu gest- gjafamir verið settir yfír fyrsta riðil og England yfír 2. riðil vegna góðrar frammistöðu á HM. Ítalía og Holland skipa sem sagt næstu virðingarsæti, en það leysist ekki hvort liðið fer í hvom riðil fyrr en við dráttinn. Hollenska liðið hlaut þennan virð- ingarsess eftir 3-0 sigur gegn Grikklandi á útivelli á dögunum, leik' sem mikill styrr stóð yfír. Þjóðimar sem ekki vom dregnar í merkisdilka á þennan hátt vom Sovétríkin, Spánn, Danmörk og írland. Það verður sem sé leikið í tveimur Qögurra liða riðlum. Frakkar hafa óskað eftir því að leikmenn sem leika í V-Þýskalandi leiki með - Alfreð Qfslason. Frakkar vilja ólmir að hann leiki með Reykjavíkurúrvalinu í París. Reykjavíkurúrvalið í handknatt- leik mun fara til Parísar í apríl 1988 og taka þar þátt í höfuð- borgarkeppni i handknattleik. Parísarúrvalið ásamt úrvalslið- um frá Bukarest í Rúmenfu og Austur-Berlín taka einnig þátt í mótinu, sem verður 16. og 17. apríl. Við fengum boð frá París að senda lið til keppninnar (To- umoi des Capitales) fyrir stuttu og höfum sent tilkynningu um að við mætum. til leiks með Iið,“ sagði Þórarinn Einarsson, varaformaður Handknattleiksráðs Reykjavíkur, í viðtali við Morgunblaðið í gær. Þórarinn sagði að keppnin færi fram í nýju íþróttahúsi í París. „Húsið tekur 15 þús. áhorfendur. Þeir sem halda keppnina reikna með að 30 þús. áhorfendur koma til með að horfa á leikina. Frakkamir óskuðu eftir því að við sendum okkar starkasta lið til Parísar og óskuðu eftir því að við kölluðum á leikmenn sem leika í V-Þýskalandi, Bjama Guðmunds- son, Alfreð Gíslason, Sigurð Sveins- son og Pál Ólafsson, til að leika með Reykjavíkurúrvalinu. Það verða mjög sterk úrvalslið í keppn- inni, sem fer fram í þriðja skipti," sagði Þórarinn. Þess má geta að HKRR fær uppi- hald frítt fyrir átjan manna hóp og þá hafa Frakkamir boðist til að taka þátt í ferðakosnaði Reykjavík- urúrvalsins. „Þetta er mjög spenn- andi verkefni," sagði Þárarinn. ■ PAUL Davis, miðvallarspilar- inn leikni hjá Arsenal, sem hefur átt við meiðsli að stríða, leikur með Arsenal gegn Everton á Highbury í dag. Leikurínn FráBob verður sýndur beint Hennesyí J íslenska sjónvarp- Englandi inu. Davies mun taka stöðu Martin Hayes. George Graham, fram- kvæmdastjóri Arsenal, sagðií gær að Davis og Steve Williams væru tveir af bestu miðvallarspilumm Englands. I STEVE Archibald kom frá Spáni til Englands í gær. Black- burn hefur fengið hann lánaðann frá Barcelona út þetta keppn- istímabil. Archibald þarf ekki að kvarta yfír iaununum sem hann fær hjá Blackbum. Hann fær kr. 6.7 milljónir í laun og einnig ýmsar aukagreiðslur. Þetta segir að kapp- inn sé með kr. 402 þús. í vikulaun. Góður vasapeningur það. Black- bum hefur ekki tapað tólf leikjum í röð í 2. deildarkeppninni. „Ég mun leggja mig allan fram við að hjálpa félaginu að tiyggja sér 1. deildar- sæti. Feta þannig í fótspor Kevin Keegan, þegar hann átti stóran þátt í að Newcastle endurheimti 1. deildarsæti sitt,“ sagði Archi- bald, þegar hann kom til Englands S gær. ■ MARK Lawrenson, vamar- maður hjá Liverpool, mun ekki Reuter Steve Archlbald sést hér á E1 Prat-flugvellinum í Barcelona í gær. Hann var þá á leið til Englands. leika með félaginu gegn Sheffield Wed. í dag. Lawrenson meiddist á hné á æfíngu. ■ CHRIS Wood, landsliðsmark- vörður Englands, skrifaði undir nýjan fimm ára samning við Gals- gow Rangers í gær. Wood var orðaður við Man. Utd. ■ ASTON Villa seldi sóknar- leikmanninn Mark Burke til Middlesborough í gær á 50 þús. sterlingspund. Þetta er dágóð summa fyrir leikmann sem lék í varaliði Villa. ■ PAUL Bracewell hjá Ever- ton, sem hefur átt við þrálát meiðsli að stríða, lék sinn fyrsta leik með Everton 118 mánuði á fimmtudags- kvöldið. Hann lék þá með varaliði Everton gegn Tranmere. Coventry sigraði QPR í London Þrír leikir fóm fram í 1. deild ensku knattspymunnar í gær- kvöldi. Luton og Southampton gerðu 2:2 jafntefli og jafnaði Mick Harford fyrir Luton Frá Bob eftir að Colin Clarke Hennessy hafði skorað tvíveg- /Englandi js fyfj,. gestina. Coventry 'gerði bet- ur á gervigrasi QPR og vann 2:1. Mark Falco skoraði sitt fyrsta mark fyrir QPR á 30. mínútu, en Co- ventry svaraði með tveimur skalla- mörkum á síðustu átta mínútum leiksins eftir undirbúning frá Gynn. Ifyrst Keith Houchen, sem kom inná sem varamaður og síðan Ceryl Reg- is. John Fashanu skoraði fyrir Wimble- don gegn Norwich á 14. mínútu og það reyndist eina mark leiksins. John O’Neil, sem Norwich keypti frá QPR fyrir 100 þúsund pund, meiddist illa, og Robert Fleck, sem hefúr skorað þijár þrennur fyrir Rangers á tímabilinu, tókst ekki að skora í sínum fyrsta leik með Norwich. í 2. deiid gerðu Aston Villa og WBA markalaust jafntefli að viðstöddum rúmlega 20 þúsund áhorfendum og Ipswich vann Shrewsbury 2:0. I.deild LUTON - SOUTHAMPTON 2:2 QPR - COVENTRY 1 : 2 WIMBLEDON - NORWICH 1 : 0 Robart Flock tapaði ( sfnum fyrsta leik með Norwich. HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Laikir U J T Mörk U J T Mörk Mörk Stig UVERPOOL 18 8 1 0 25: 3 5 4 0 18: 8 43: 11 44 ARSENAL 19 7 0 2 21: 6 5 3 2 12: 8 33: 14 39 NOTT. FOREST 17 5 2 1 19: 4 5 2 2 17: 11 36: 15 34 EVERTON 19 7 2 1 20: 5 2 4 3 8: 7 28: 12 33 MAN. UTD. 18 5 4 0 16: 8 3 4 2 15: 11 31: 19 32 QPR 20 5 3 2 13: 8 4 2 4 10: 16 23: 24 32 WIMBLEDON 20 4 5 1 15: 9 3 2 5 11: 14 26: 23 28 CHELSEA 19 6 3 0 17: 9 2 0 8 11: 21 28: 30 27 LUTON 19 4 4 3 17: 11 3 0 5 9: 12 26: 23 25 SOUTHAMPTON 20 3 3 3 13: 12 3 4 4 16: 18 29: 30 25 DERBY ■ 18 3 3 3 8: 6 3 3 3 8: 13 16: 19 24 COVENTRY 20 2 4 4 10: 17 4 2 4 11: 11 21: 28 24 WESTHAM 19 3 4 3 11: 12 2 4 3 10: 12 21: 24 23 NEWCASTLE 18 2 3 4 8: 12 3 4 2 14: 15 22: 27 22 TOTTENHAM 19 5 1 4 13: 11 1 3 5 4: 11 17: 22 22 OXFORD 19 5 1 3 17: 14 1 3 6 5: 17 22: 31 22 SHEFF. WED. 19 4 1 5 12: 15 2 2 5 8: 18 20: 33 21 PORTSMOUTH 19 3 4 3 11: 12 1 3 5 5: 22 16: 34 19 WATFORD 19 3 2 4 7: 9 1 3 6 5: 15 12: 24 17 NORWICH 20 2 2 5 10: 14 2 i 8 4: 14 14: 28 15 CHARLTON 19 2 3 5 8: 13 1 2 6 9: 17 17: 30 14 KNATTSPYRNA / ENGLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.