Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 56 Minning: Guðmundur Berg- mann bóndi - Öxl Fæddur 18. mars 1909 Dáinn 13. desember 1987 Árið 1874 fluttu að Marðamúpi í Vatnsdal hjónin Bjðm Leví Guð- mundsson frá Síðu í Vesturhópi og Þorbjargar Helgadóttur frá Gröf í Víðidal. Voru þau mikil snyrtimenni í búskap sínum. Hann var góður smiður en hún ljósmóðir. Böm áttu þau er bám foreldrum sinum gott vitni. Var elstur þeirra, er upp komust, Guðmundur landlæknir og skáld. Höfundamafn hans var „Gestur“. Dætur eru nefndar þær Jóhanna í Víðidalstungu, Ingibjörg á Torfalæk og Halldóra á Geithömr- um, allar merkar húsfreyjur og ættmæður. Fjórða systirin Elísabet var um skeið ráðskona hjá Guð- mundi bróður sínum, en giftist ekki. * Sjötta systkinið var svo Jónas sem tók sér ættamafnið Bergmann. Varð kona hans Kristín systir Guð- mundar Bergmann Guðmundssonar á Þorfinnsstöðum og vom þau hjón bræðraböm. Þau Jónas og Kristín tóku við búi á Marðaraúpi vorið 1909 og bjuggu þar til vorsins 1930 að þau seidu jörðina og fluttu að Stóm-Giljá með bömin sín fjögur, Guðmund, þá 21 árs, Bjöm, Oktavíu og Þorbjörgu, sem var þeirra yngst. Var mikið skarð höggvið í raðir Vatnsdælinga við brottflutning Marðamúpsfíölskyldunnar, sem þó varð ekki eins tilfinnanlegt vegna þess að leiðir þeirra lágu um hlaðið á Stóm-Giijá, þar sem sjálfsagt þótti að koma við og njóta gestrisni og sálufélags við fyrri sveitunga og vini. Höfuðorsök þess að Marðamúps- ijölskyldan flutti sig um set að Stóm-Giljá mun hafa verið sú að Jónas, sem var mikill smiður og synir hans hneigðir til hins sama, sáu möguleika á að nýta raforku frá vatnsaflstöð sem þeir Stóm- Giljárbræður Jóhannes og Sigurður Erlendssynir höfðu reist við Giljána. Heilsa Kristínar, hinnar sinnumiklu húsmóður var og farið að hraka og hún fann vanmátt sinn að standa fyrir umsvifamiklu heimili. Um sama leyti og Marðamúps- systkinin uxu úr grasi vomm við systkinin í Þórormstungu mjög á sama reki. Bamaskólinn var í Þór- ormstungu og það stutt fyrir Marðamúpssystkinin að skokka þangað niður eftir. Em frá þessum bamsámm ógleymanlegar minn- ingar við nám og leiki undir handleiðslu okkar elskaða kennara Kristjáns Sigurðssonar á Brúsa- stöðum. Nágrennið milli Marðar- núps og Þórormstungu var, að ég held, eins gott og hægt var að hugsa sér. Daglegar samgöngur vom milli bæjanna, samvinna og við krakk- amir lékum okkur saman. Þeir Marðamúpsbræður fóm snemma að smíða bæði tré og jám og Guð- mundur smíðaði handa mér forláta skauta, sem nú em safngripir. Guð- mundur hafði gjaman fomstuna í leikjum okkar. Hann var nokkuð elstur, þrekmikiil og hafði gaman af strákapömm, umfram okkur hin. Veiðináttúm hafði hann líka mikla og hreif aðra með sér til þeirrar íþróttar, með veiðistöng, net eða jafnvel byssu. Um kindur, kýr og hesta talaði Guðmundur lítið á þess- um ámm og áttu smíðamar hug hans, sem lífsstarf. Hann og þeir bræður báðir fóm til náms í Lauga- skóla og síðar varð Guðmundur meistari í trésmíðaiðn. Stundaði hann húsasmfðar í sveitum sýslunn- ar og var forstöðumaður Bygginga- samtaka Búnaðarsambands Austur-Húnavatnssýslu á tímabili. Þá stundaði hann iðn sína á nýsköp- unarámnum á Skagaströnd og síðar á Keflavíkurvelli. Heima á Stóm- Giljá var svo verkstæði þeirra feðga, stundað eftir því sem ástæður vom 'tfl. Á fyrra tímabili refaræktar á landinu rak Guðmundur refabú, staðsett í hvamminum sunnan við Giljána í landi Litiu-Giljár og veiði- skapurinn var stundaður þegar tækifæri buðust. Á Jónsmessu vorið 1938 urðu mikil þáttaskil í lífi systkinanna frá Marðamúpi. Gengu þá þijú þeirra í hjónaband heima á Stóm-Giljá. Kristín móðir þeirra var þá rúmföst orðin, en brúðkaupið fór fram inni hjá henni. Maður hennar leiddi dætumar sitt við hvora hlið sína á brúðarbekkinn en Jón Jónsson í Stóradal leiddi brúði Guðmundar Ingibjörgu Hjálmarsdóttur uppeld- isdóttur sína, afkomanda Bólu- Hjálmars í Qórða lið. Oktavía giftist Halidóri Jónssyni frá Brekku, síðar bónda á Leysingjastöðum en Þor- björg Hallgrími Eðvarðssyni á Helgavatni. Vom á þessum degi mikil örlög ráðin. Það sama ár 1938 keyptu ungu hjónin Guðmundur og Ingibjörg hálfa jörðina Öxl í Þingi en engin hús fylgdu í þeim kaupum. Reistu þau fljótlega hús yfir fólk og fénað. og efndu til bústofiis. Fór svo að þau fluttu sig alfarið að Öxl og vom þá foreldrar Guðmundar bæði látin. Að lokum fór svo að þau systkinin öll áttu heimilisfang í Sveinsstaðahreppi því að Bjöm bróðir þeirra átti einnig heimili í Öxl eftir að hann hætti kennslu á Blönduósi. Þeim Guðmundi og Ingibjörgu búnaðist vel í Öxl og svo virtist sem smiðurinn hefði vikið fyrir bóndan- um, en veiðimaðurinn hélt velli meðan byr hélst. Guðmundur fór ve! með allar skepnumar og hafði af þeim arðsemi. Hann varð umtal- aður hrossabóndi. Sóttu margir eftir hrossum hans, sem urðu hon- um mikið hugðar- og umræðuefni. Hann tók þátt í málefnum Sveins- staðahrepps og sat, á tímabili, í sveitarstjóm. Hann tók að fara í göngur á Grímstunguheiði og Sauðadal og naut þess að sjá bú- smala sinn koma af fyalli. En snögg urðu umskipti í lífí Guðmundar Bergmanns. Á útmán- uðum fyrir nokkrum árum var hann í fóðurskoðun í Sveinsstaðahreppi með öðmm manni. Nokkmm dög- um fyrr sagði hann við þann er þetta ritar við eldhúsborðið heima í Öxl að hann hefði í raun aldrei kennt sér nokkurs meins. Hann hljóp uppi lambhrút í fjallinu fyrir ofan bæinn og bar á herðum sér heim að Öxl. Hinn roskni bóndi naut iífsins f starfi sínu. Þennan dag í fóðurskoðuninni kenndi Guð- mundur lasleika en trúði ekki á neitt óvenjulegt. Hann lauk dags- verkinu en innan skamms tíma var hann lamaður á hægri hlið. Þannig taka örlögin stundum í taumana. Hiutskipti sínu tók Guðmundur með mikilli karlmennsku og þol- gæði. Hann var staðráðinn í því að ná kröftum sínum aftur og hann sagði eitt sinn er hann fór út úr húsi mínu á Blönduósi og hægri fóturinn var honum óþægun „Þetta kemur." Viljafesta hans og karl- mennska lýstu sér í svarinu. Á síðastliðnu sumri fór Guð- mundur ásamt konu sinni og fleira fólki suður yfir Kjöl, um sveitir Suðurlands, með viðkomu á BÚ '87 og til baka sömu leið. Var þetta mjög ánægjuleg ferð. Þau Guðmundur og Ingibjörg sáu strax hvemig líf þeirra hlaut að breytast við fötiun Guðmundar. Þau föiguðu jörð sinni og bústofni, að mestu. Fósturdóttir þeirra, Bogey Ragnheiður Jónsdóttur, var burt- flutt og búsett á Reyðarfírði, gift Sigfúsi Guðlaugssyni rafveitustjóra og oddvita þar á staðnum og sonur hennar Guðmundur Viðar Amarson var alinn upp hjá þeim Axlarhjónum en kaus ekki að taka við búinu af „afa og ömmu“. Þau Axlarhjón fluttu til Blöndu- óss er hér var komið og fengu íbúð í Hnitbjörgum þar sem þá aðstoð var að fá er þau þörfnuðust. Á því varð furðu lítil breyting að fólk kom til þeirra, sem verið hafði á Stóm-Giljá og Öxl. Gamlir vinir og sveitungar bmgðu lítt vana sínum í þeim efnum. Guðmundur Bergmann var hjálp- samur og traustur vinur vina sinna en bar ekki vinmál á vömm sér frekar en faðir hans hafði gert. Æskukynni við okkur systkinin mundi hann vel og sýndi systmm mínum er þær urðu fyrir veikindum og ástvinamissi. Slíkt gleymist ekki. Ekki heldur að koma að Óxl á ferð- um mínum milli Vatnsdals og Blönduóss. Hross mín lærðu fljótt að þar var sjálfsagður áningarstað- ur og sjálfur vissi ég að þar var vinum að mæta. Á nýliðnu sumri varð ljóst að Guðmundur Bergmann hafði tekið þann sjúkdóm sem ekki varð við ráðið og leiddi til dauða hans árla sunnudagsins 13. desember. Ró- semi hans, æðruleysi og karl- mennska entist honum til lokadægurs. Við vinir Guðmundar Bergmanns fognuðu því að hann hefir fengið lausn frá mikilli þraut og vottum eiginkonu hans, fósturbömum, systmm og öðrum venslamönnum innilega samúð. Guðmundur Bergmann verður jarðsettur að Þingeyrum í dag, laugardag. Grímur Gíslason Er ég nú með nokkrum orðum kveð minn foma vin, Guðmund Bergmann, í hinsta sinn, em þær minningar, sem hér em raktar, sett- ar fram í ljósi þess, að megin IífsferiII hans og æflstarf er rakið af öðmm hér í blaðinu. Ég mun því aðeins halda mig við okkar persónu- legu kynni og tengsl, sem staðið hafa næstum óslitið í hálfan sjöunda áratug. Bamaskólinn í Þórormstungu var miðdepill sameiginlegra athafna okkar _ krakkanna í „Fram-Daln- um“. í flögur ár komum við þar saman á hveijum virkum degi, síðari hluta vetrar, til náms og leikja. Hinir fyrstu skóladagar em mér sérstaklega minnisstæðir, ekki aðeins námsins vegna, heldur og verðandi skólafélaga. Tvö af Marðanúpssystkinunum, Bjöm og Oktavía, vom reglulegir nemendur, en Guðmundur, sem var fjórum ámm eldri en ég, hafði þá lokið sinni skólagöngu þar. Kom hann þó líka af og til, bæði til að njóta frekari kennslu, og sennilega einnig vegna félagsskaparins, því stutt var milli bæjar. Mér em Marðanúpssystkinin sér- staklega minnisstæð frá þeim tfma; þessi íturvöxnu, þróttmiklu böm vom alltaf fremst í leik og öðmm ærslum. Guðmundur bar þar af um atgervi og hugmyndaauðgi í hvers konar uppátækjum. Enginn stóðst honum snúning. Hann gat verið óvæginn við hvem þann, er reyndi að skáka hans yfírburðum, en þó drenglyndur. Ég dáði hann mest, enda var hann alltaf leiðtoginn. Aldrei gerði hann á minn hluta; ég var víst of lítill til þess að á því þyrfti að halda að bægja mér frá. En með okkur tókst þegar vinátta, sem haldist hefur slðan. Árin liðu, leikir og athafnir breyttust. Við hittumst oft undir hinum ólíkustu kringumstæðum. SVAR MITT eftir Billv (jlraham Endurreisn Maðurinn minn hefur yflrgeflð mig og tekið með sér bömin okkar tvö. Eg viðurkenni að eg var aldrei nein fyrirmyndar eiginkona eða móðir og er því sennilega að taka út makleg málagjöld. Eg er miður mín, vægast sagt, og held jafnvel að eg sé að missa vitið. Hvað á eg að taka til bragðs? Oft þegar mér berast slík bréf — og eg fæ mörg þar sem sagt er frá miklum sálarkvölum og vandræðum — þá óska eg þess að eg gæti kippt öllu í lag með því einp að veifa hendinni. En lífíð er nú erfíðara en svo að það sé unnt og sér í lagi þegar við höfum vanrækt að gera það sem er rétt — þá verðum við að súpa seyðið af vanrækslu okkar. Og þó elskar guð þig og þráir að veita þér hjálp í nauðum þínum. Það táknar ekki að allt komist í lag á svipstundu eða nákvæmlega eins og þú óskar eftir. En Guð langar til að „taka til hendi“ í lífí þínu, fyrst og fremst, og þú ættir um- fram allt að spyija hvað það er og sækjast eftir því. Hvað vill Guð gera í lífí þínu? Hann vill að þú verðir bam- ið hans fyrir trú og traust á Jesú Kristi. Framhald bréfs þíns (eg sleppti því hér) bendir til þess að þú hafír aldrei velt fyrir þér andlegum málum og hversu háttað væri af- stöðu þinni til Guðs. Verið getur að Guð hafí leyft að þetta gerðist svo að þú færir að hugsa um þörf þína á honum og snerir þér til hans. Helgaðu Kristi líf þitt algjörlega! Játaðu fyrir honum syndir þfnar og bið hann að hreinsa þig og gera þig að bami sínu um aldur og ævi. Taktu ákvörðun um að fylgja Kristi þann- ig að þú metir vilja hans meira en allt annað. Minnstu þess líka að Guð getur gefíð þér von um framtíð- ina. Já, ef til vill hefur þú spillt fortfðinni með háttalagi þínu, en þú öðlast fyrirgefíiingu á því öllu þegar þú kemur tií Krists. Og hann vill hjálpa þér aið læra að elska aðra og þjóna þeim. Hann vill taka í burtu eigingimina og annað henni skylt og gefa þér í staðinn kærleika, frið og lífstilgang. Farðu síðan í guðshús þar sem Kristur er predikaður og þar sem annað kristið fólk getur hjálpað þér að fínna fót- festu að nýju og þú öðlast andlegan þroska og líkist Kristi æ meir. Við vorum saman við veiðar, stund- um í ánni, stundum fram á heiði, og svo síðar fór ég með honum til selveiða í Bjargós. Veiðar og annað útilíf var hans yndi og alltaf var það blandað glaðværð og leik. Marðamúpsfjölskyldan flutti á braut og varð því vík á milli vina. En sambandið slitnaði þó ekki við hina fyrri nágranna. Oftast var komið við á Stóm-Giljá, þegar farið var til Blönduóss og oft gist, þegar á þurfti að halda og allir vora vel- komnir. Þótt það yrði hlutskipti mitt síðar að flytjast í annan lands^órðung héldum við lítt breyttu sambandi. Við heimsóttum hvom annan er færi gafst og það gilti hið sama með konur okkar. Með þeim tókst ágæt vinátta. Enn líður tíminn. Guðmundur og Ingibjörg flytja á býli sitt, Öxl í Þingi, og hefja þar búskap. Kom þá glöggt í ljós, að þótt megin áhugamál Guðmundar hafl fyrri hluta æfl hans verið smíðar og önn- ur tækni hefur bóndinn og hið almenna sveitalíf alltaf átt sínar sterku rætur innra með honum. Þama fær sá eiginleiki notið sín, sérstaklega í tengslum við allar skepnur er hann sýndi einstaka umönnun. Þau hjón, Guðmundur og Ingi- björg, höfðu óvenjulega hæfiieika til að laða að sér fólk. Hvort heldur þau bjuggu á Stóra-Giljá, Öxl og svo síðar á Hnitbjörgum var alltaf gestkvæmt hjá þeim. Þau vora bæði mjög ræðin og skemmtileg og áhugamál þeirra víðtæk. Áttu þau því auðvelt með að blanda geði við fólk og alltaf var þar sömu alúðinni að mæta. . En snögg urðu umskiptin í lífi Guðmundar. Hann, sem aldrei hafði kennt sér meins, fram yfir sjötugs aldur verður án nokkurs fyrirvara að mæta þeim örlögum að þurfa að lifa síðustu sex árin lítt sjálf- bjarga í hjólastól. Ekki bilaði kjarkurinn og aldrei var kvartað, svo að nokkur af hans vinum vissi. Hann sagðist alltaf vera í framför og braut svo upp á léttara umræðu- efni. Jú, nokkur árangur varð vegna óbilandi viljakrafts, en bati ekki. En þá kom annar sjúkdómur, er ekki varð við ráðið. Fylgjum við honum þvi til grafar í dag. Ég kom til Guðmundar í allmörg skipti er hann lá á Landspítalanum í Reykjavík. Hann var þá lengst af mjög þjáður. Brátt varð honum ljóst að hveiju stefiidi og gekk því á sinn lækni með að segja sér sannleikann f því efiii. Hann tók þeim sannleika með ótrúlegu jafnaðargeði og sagði mér hvar komið væri. Hann bjóst þó við að fá að lifa eitthvað Iengur en raun varð á. Sjálfsagt hefur hann þó fagnað hinum óhjákvæmi- legu lokum, er þau komu, svo þjáður var hann. Það verða margir, sem sakna Guðmundar Bergmann. Hann átti marga vini, sem hann brást aldrei hvorki í orði né verki. Við Lára færam Ingibjörgu, konu hans, og bömum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum þær samverastundir, sem við áttum með þeim og aldrei gleymast. Haukur Eggertsson Þann 13. þ.m. andaðist á Héraðs- hælinu á Blönduósi Guðmundur Bergmann, bóndi í Öxl í Þingi. Með honum er genginn einn af traust- ustu vinum mínum og heimilisins á Akri um áratuga skeið. Guðmundur var fæddur 18. mars 1909 að Marðamúpi í Vatnsdal, sonur sæmdarhjónanna Jónasar Bergmanns bónda þar og smiðs, Bjömssonar og konu hans, Kristín- ar Guðmundsdóttur. Þar ólst hann upp en fluttist liðlega tvítugur með foreldram sínum og systkinum að Stóra-Giljá í Þingi. Guðmundur stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugum en síðan trésmíðanám og var trésmfðameistari. Á Stóra-Giljá ráku þeir feðgar trésmíðaverkstæði og smíðuðu m.a. mikið af amboðum og öðram þeim áhöldum sem mest þurfti við miðað við þeirrar tíðar búskaparhætti. Auk þess starfaði Guðmundur að húsabyggingum í héraðinu og stundum utan þess. Stjómaði hann m.a. um skeið byggingaflokki bún-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.