Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 63 þetta ljóð Guðmundar Böðvarssonan Úr djúpum geimsins er dagurinn risinn og slær dýrlegum roða á óttuhimininn bláan - og lof sé þér, blessaða líf, og þér himneska sól, og lof sé þér, elskaða jörð, að ég fékk að sjá hann. Kristbjörgu og bömunum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Ingibjörg Hallbjömsdóttir Foreldrar Páis voru hjónin Júlíus Jónsson frá Einifelli í Stafholts- tungum og Kristín Stefánsdóttir í Hítamesi, en þar er ætt Kristínar búin að vera í hart nær heila öld. Þau bjuggu rausnar búi f Hítamesi um 50 ára skeið og áttu 11 böm, sem öll urðu uppkomin, nema eitt, sem lést í bemsku. Tveir bræðumir eru látnir, Stefán og Aðalsteinn, en Aðalsteinn fórst með togaranum Júlí frá Hafnárfirði 1959. Páll var yngstur af sínum systkin- um og var alltaf í foreldrahúsum og varð fljótt stoð og stytta foreldra sinna við búskapinn. Er móðir hans lést 1958 tók hann við forsjá heimilis- ins að mestu. í apríl 1960 réðst til hans ung kona úr Reykjavík, Krist- björg Þórarinsdóttir. Kristbjörg var orðin ekkja fyrir rúmu ári, en maður hennar, Skúli Lárus Benediktsson fórst með sama togaranum og Aðal- steinn bróðir Páls. Kristbjörg var þá orðin móðir 6 bama. Hún flytur að Hítamesi með Qögur elstu bömin, það elsta 7 ára, en tveim yngstu bræðrunum kemur hún í fóstur. Þetta var upphaf á hamingju Páls og Kristbjargar með sinn stóra bamahóp. Þau Páll og Kristbjörg gengu í hjónaband og eignuðust 5 böm. Er tvíburabræðumir voru 11 ára, fluttu þeir einnig að Hítamesi, þá höfðu þeir misst fósturmóður sína. Svo bamahópurinn var stór, sem ólst upp í Hítamesi. Páll gegndi þar miklu föðurhlutverki, sem hann leysti af hendi með prýði. Páll réðst fljótt í að rækta og end- urbyggja á jörðinni, svo Hítames er höfuðból, eins og það hefur verið f gegnum tíðina. Böm Kristbjargar og Skúla eru öll flutt að heiman, en þau eru: Þór- unn Katrín, Þórður Kristján, Guð- varður Jósep, Kristbjörg, Skúli Lárus og Ingi Þór. En böm Kristbjargar og Páls eru: Kristfn Júlfa, gift í Vest- mannaeyjum, Aðalheiður, heima, Halldór, við búfræðinám, Stefán Helgi, heima og Júlíus yngstur, ófermdur. Þetta er í stuttu máli lífshlaup bóndans, sem nú er fallinn frá fyrir aldur fram, með því ívafi sem við sem kunnug emm þekkjum nokkuð til. Páll var með afbrigðum góður nágranni og greiðamaður, sem og verið höfðu foreldrar hans. Að kveldi 30. júnf sl. hafði ég sfmasamband við Pál og spurði hvort hann járaaði fyrir mig hest ef ég kæmi með hann til hans. Jú, hann bjóst við því, en segir síðan: „Á ég ekki heldur að koma til þín?“ Þannig var Páll, það var svo sjálfsagt að greiðinn væri sem best af hendi leystur. Eftir hálftfma var Páll kominn. Það togn- aði úr viðstöðunni og það var komið . fram jrfir miðnætti er við kvöddumst hér á hlaðinu. Júnfnóttin var svo björt og hlý sem hún frekast getur orðið. Túnin biðu þess að vera slegin, bónd- inn gladdist yfir góðum grasvexti, því aldrei er hann eins nátengdur gróðurmoldinni og um hásumarið, ilmurinn úr mold og grasi orkar sterkt á vitund hans, sem á allt sitt undir tíðinni. Ekki hvarflaði að mér þá, að þetta væri í sfðasta sinn sem Páll yrði gestur minn. Fáum dögum seinna fréttum við að hann hefði farið lil læknisskoðunar og fljótlega gekk hann undir aðgerð og var bund- inn við sjúkrabeðinn framundir miðjan ágúst, er hann kom heim aftur, óg var að mestu heima úr því, en mátti tíðum leita til sjúkra- húsanna til skemmri dvalar. Ég hitti hann tvívegis í haust, hann virtist nokkuð hress og brá fyrir sig sfnum létta „humor", sem honum var svo eiginlegur, en það fór ekki leynt að það var farið að hausta í hans ævi, þó aldur væri aðeins yfir það að vera á hásumri. Einhver spekingur á að hafa sagt að bókmenntimar væru sál aldanna. Þetta er vafalaust rétt, svo langt sem það nær. En ætli einstaklingurinn — maðurinn — og þau áhrif sem hann hefur á samtíðina, sé ekki sál ald- anna og ef þau áhrif eru af hinu jákvæða, þá geta þau orkað til góðs á framvindu lífsins. Páll var einn af þeim mönnum sem aldrei var krefjandi en oftast veitand- inn. Það var þessi sami hugsunar- háttur, sem talið er að hafi einkennt aldamótakynslóðina, sem aldrei spurði um hvað samtiðin gæti gert fyrir sig, heldur hvað hún gæti gert fyrir samtíðina og framtíðina. Það voru ófáar ferðimar sem Páll fylgdi ferðafólki um Löngufjörur og suður á Mýrar, var gjaman pantaður á móti, því hann sat nokkuð miðsvæð- is á þeim fiöruleiðum. Munu margir minnast hans nú með þakklæti. Hann var hestamaður, sem verið hafði fað- ir hans, en barst ekki á í því frekar en öðru. En þó kom fyrir að hann lagði „gangvarann" á hestamótum og vann til sigurs. Vel hagmæltur var hann og fljótur að kasta fram vísu en fór dult með, og það er ekki langt síðan ég vissi að hann fengist viðslíkt. Ég minnist þess að eitt sinn í skila- rétt í hans heimasveit að handsama þurfti baldið trippi. Ungir menn í réttinni hugðust taka hrossið, en það fór allt í handaskolum hjá þeim, en Páll stóð hjá og hafðist ekki að, þá segir réttaréfjórinn með hægð: „Vilt þú ekki handsama hrossið Páll?“ Það liðu ekki margar mínútur þar til Páll hafði tekið hrossið. Hann var í héraðslögreglunni um tíma. Þar var réttur maður á réttum stað, vel að manni og með þessa ein- staklega þjálu skapgerð, að fara aldrei úr jafnvægi, en sjálfsagt hefur starfið ekki verið að hans skapi, hann var of mikill friðsemdarmaður til þess. . Þegar ég nú við leiðarlok kveð vin minn Pál í Hítamesi, þá er mér vel ljóst að við hlið hans stóð mikilhæf kona, sem mætt hefur mótlæti og afkastað óvenju miklu dagsverki, það eru sumir þannig gerðir að þeir koma stærri og sterkari út úr sorgum og mótlæti. Ætli það sé ekki það sem kallað er að vinna sigur yfir sjálfum sér. Kristbjöig mín. Við systkinin sendum þér og bömunum og öðrum nákomnum ættingjum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum þann Guð sem gaf okkur sýn að hjálpa ykkur að axla þá byrði sem á ykkur er lögð því hann: ... stýrir vorsins veldi og vemdar hveija rós frá þínum ástar eldi fá allir heimar ljós. (D.St) Jón Guðmundsson Miðvikudaginn 9. desember sl. lést á Sjúkrahúsi Akraness, langt um aldur fram, nágranni minn og vinur, Páll Júlíusson, bóndi, Hítar- nesi Kolbeinsstaðahreppi. Páll var fæddur í Hítamesi 20. desember 1934 og var því aðeins tæpra 53 ára er hann lést. Hann var sonur hjónanna Júlíusar Jónssonar og Kristínar Stefánsdóttur, konu hans. Þau bjuggu allan sinn búskap í Hítamesi og eignuðust 11 böm. Tíu þeirra komust til fullorðinsára og var Páll yngstur. Hann ólst því upp f stóram og glaðlyndum systkina- hópi og vandist snemma á að taka til hendinni við öll almenn bústörf. Páll tók við búi af föður sfnum árið 1966 og bjó í Hítamesi æ síðan. Hann var duglegur bóndi og sá hag sfnum vel borgið. í sinni búskap- artíð bætti Páll jörðina bæði með byggingum og ræktun. Hann hafði ákveðnar skoðanir á þeim málum er hann lét sig nokkra varða og var fastur fyrir. Páll var bóngóður og gott til hans 4ð leita. Hann var og vel látinn af öllum er honum kynnt- ust, enda maður kátur og spaug- samur. Gott átti Páll með að koma fyrir sig orði og lét þá stundum flúka í kviðlingum, því hann var ágætur hagyrðingur eins og Júlíus, faðir hans. Söngmaður var Páll góður, fljótur að læra bæði lög og ljóð og kunni ógrynni vísna. Páll var höfðingi heim að sækja og marga ánægjustund áttum við sam- an við eldhúsborðið í Hítamesi eða á útreiðum, því margt góðra hesta átti Páll jafnan og kunni vel með þá að fara. Einn reiðhesta hans, Skeggi, stóð eitt sinn efstur í flokki alhliða gæðinga á hestamóti Snæ- fellings á Kaldármelum. Ég naut þeirrar ánægju að verða Páli sam- ferða þegar farið var á hestamót, í leitir og fleiri slíkar ferðir og hef ekki í annan tíma skemmt mér bet- ur. Alltaf vildi Páll leggja tímanlega af stað og ávallt var hann vel út- búinn, kátur og glaður. Gæfa Páls í lífínu var er hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Kristbjörgu Þórarinsdóttur, enda margt líkt með þeim hjónum svo sem hlýlegt viðmót, létt lund og reglusemi. Þau eignuðust 5 böm: Kristínu Júlíu f. 1962, Aðalheiði f. 1966, Halldór Jón f. 1969, Stefán Helga f. 1970 og Júlíus f. 1977. Auk þess gekk Páll 6 bömum Krist- bjargar af fyrra hjónabandi í föðurstað og kunnu þau vel að meta slíkt ljúfmenni. Um mitt þetta ár kenndi Páll sér þess meins er lagði hann að velli. Hann tók sjúkdómi sínum af því æðraleysi og karlmennsku sem hans var von og vísa, og var heima við fram undir það síðasta þótt flestir hefðu þá verið komnir á sjúkrahús fyrir all nokkra. Ég og heimilisfólkið á Jörfa þökkum vini okkar og nágranna, sem nú liðkar hesta sína á öðrum völlum, samvistimar að sinni. Kristbjörgu og bömum vottum við samúð okkar. Jónas Jóhannesson Drangalegur dagur í desember varð enn drangalegri þegar sú frétt barst okkur að hann Palli væri dá- inn. Maðurinn með ljáinn hafði hoggið stórt skarð í frændgarð okk- ar. Hrifið burt góðan dreng í blóma lífsins. Palli frændi okkar var fæddur og uppalinn ( Hítamesi í Kolbeinsstaða- hreppi. Hann tók við búi foreldra sinna og átti búskapurinn hug hans allan. Við systkinin fóram að koma í Hítames strax í bamæsku ásamt foreldrum okkar og kom þá fljótt í ljós hve mikið aðdráttarafl Palli hafði. ósjálfrátt hændi hann að sér böm og unglinga með góðmennsku sinni og glaðværð. Því varð það okk- ur mikils virði að hann kæmi alltaf við á Borgarbrautinni er hann kom í kaupstaðinn. Alltaf var jafn vel tekið á móti okkar í Hítamesi og rannu veitingar hennar Kristbjargar ávallt ljúft nið- ur. Okkar bestu minningar um Palla tengjast hestamennsku og era þá efstir í huga reiðtúramir frá Borg- amesi í Hítames. Þá kom Palli ríðandi á móti okkur með bamahóp- inn sinn. Var þetta ávallt stór stund hjá okkur öllum og átti Palli einna stærstan hlut í að gera þessar stund- ir ógleymanlegar. Við systkimn voram öll tengd Palla sterkum böndum, en elsti bróðir okk- ar var svo lánsamur að kynnast honum mest. Elsku Kristbjörg, böm tengdaböm og bamaböm. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð veiti ykkur styrk á sorgar- stundu. „Deyrfé deyja frændr, deyr sjálfr it sama. En orðstírr deyr aldregi heims sér góðan getr.“ (Hávamál) Systkinin af Borgarbrautinni t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu, MARKÚSÍNU ASLAUGAR MARKÚSDÓTTUR frá Patreksfirði. Arnheiður Guðfinnsdóttlr, Jón Pedersen, Páll Guðfinnsson, Nanna Sörladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRLAUG MARSIBIL SIGURÐARDÓTTIR, Hátúni 10a, Reykjavík, sem andaðist 14. desember verður jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. desember kl. 15.00. Þráinn Sigurbjörnsson, Kjartan Kristófersson, Hafdfs Guðmundsdóttir, Þóra Ósk Kristófersdóttlr, Kristófer Óskar Baldursson, Auður Kristófersdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON, forstjóri, Víðivöllum, sem andaðist 13. desember, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 21. desember kl. 15.00. Ólaffa Ólafsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson, Sigrún Konráðsdóttir, Gfsli Guðmundsson, Björn I. Guðmundsson, Sigurður V. Guðmundsson, Guðmundur V. Guðmundsson og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, SIGRÍÐUR ERLA EIRfKSDÓTTIR, sem andaðist þann 14. desember verður jarðsungin frá Árbæjar- kirkju þriöjudaginn 22. desember kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuö en þeir sem vilja minnast hinnar látnu láti Krabbameinsfélag fslands njóta þess. Hlöðver Örn Ólason, Óli Örn Hlöðversson, Eirfkur Kristinn Hlöðversson, Ásbjörg Teitsdóttir, Eiríkur Eyvindsson, Teitur Eirfksson, Eyvindur Elrfksson. t Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRfÐAR TÓMASDÓTTUR, Torfufelli 1, Reykjavfk, áður til heimilfs f Skipholti 55, ferfram frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. desember kl. 10.30. Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlegast láti Krabbameinsfélag íslands njóta þess. ValgeirÁ. Einarsson, Jóhanna Valgeirsdóttir, Benedlkt Axelsson, Guðrún Jóna Valgeirsdóttir, Hjörtur Guðnason og barnabörn. t • Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SNORRI ÞÓR ÞORSTEINSSON bifreiðarstjóri, Tryggvagötu 32, Selfossi, andaðist í Landakotsspítala 7. desember. Útförin hefur farið fram. Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vináttu. Ólöf Benediktsdóttir, Ólafur B. Snorrason, Matthildur Einarsdóttir, Helga Snorradóttir, Guðmundur Baldursson, Snorri Þór Snorrason, Guðný Ólafsdóttir, Hulda Snorradóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa, HANS KR. MATTHÍASSONAR, Orrahóll, Dalasýslu. Slgrfður Halldórsdóttlr, Matthfas Hansson, Börkur Hansson, Lára Hansdóttir, Trausti Bjarnason, Inga Hansdóttir, Ssevar Straumland, Sigurður B. Hansson, Bára Sigurðardóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, LAUFEYJAR EYVINDSDÓTTUR, Helgafellsbraut 21, Vestmannaeyjum. Guðlaugur Stefánsson, Inga og Ólafur M. Kristlnsson, Guðflnna Guðlaugsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.