Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 35 Daniel arap Moi, foreseti Kenýu: Úgandamenn undírbúa sig undir stríð við Kenýu Aðflutningsleiðir til Úganda lokaðar í kjölfar bardaga á landamærum Kampala. Reuter. DANIEL arap Moi, forseti Kenýu, sagði að Úgandamenn byggju sig nú undir strið á hendur Kenýu. Var stjórnarerindrekum Úganda gefin sólarhrings frestur til að koma sér úr landi og jafnframt var líbýskum sendifulltrúum vísað úr landi og sendiráði Líbýu í Nairobí lokað. Moi sakaði Líbýumenn um að hafa aðstoðað Úgandamenn i deilunum við Kenýu undanfarið og sendiráð þeirra verið gróflega misnotað til þess að hafa afskipti af kenýskum innanrikismálum. Til átaka hefur komið á landa- .mærum Úganda og Kenýu nær daglega frá því á laugardaginn var, milli kenýskra landamæralögreglu og stjómarhermanna í Úganda. Af þessum sökum hafa aðflutningsleiðir Úganda frá Kenýu lokast. Af þeim sökum var gripið til benzínskömmt- unar í Úganda í fyrradag, Hlé var á bardögum á þriðjudag en þeir brutust aftur út á miðviku- dag. Hafa landamærin verið lokuð frá því á mánudag en þá lenti stjóm- arhermönnum frá Úganda saman við kenýzka lögreglu við landamæra- borgina Busia. Þúsundir manna hafa flúið úr Busia. Til átaka kom á um 50 kíló- metra kafla og sakaði hvor aðilinn hinn um að hafa átt upptökin. Kenýumenn sögðu hermenn Úganda hafa farið fimm árásarferðir allt að 10 kílómetra inn fyrir kenýzku landamærin. Bæði ríkin hafa stór- eflt viðbúnað í landamærahéruðun- um í kjölfar átakanna, að sögn sjónvarvotta. Úgandamenn segja að þrír her- menn og einn óbreyttur borgari hafi fallið í átökunum. Blaðið Munno í' Kampala, sem jafnan er talið vera áreiðanlegt, sagði hins vegar að um 20 Úgandamenn, flestir þeirra óbreyttir borgarar, hefðu fallið. Kenýumenn hafa ekki skýrt frá manntjóni en vitað er að lögreglu- menn og óbreyttir borgarar særðust. Úgandamenn fá sín aðföng gegn- um Kenýu, venjulega fara þau um hafnarborgina Mombasa. Orkuráðherra Úganda ákvað að skammturinn á hveija fólksbifreið skyldi vera 20 lítrar en 60 lítrar olíu á hvem díselbfl. Samningnr um langdræg- ar flaugar nær tilbúinn - segir aðstoðarutanríkisráðherra Sovétríkjanna Aþenu, Reuter. VADÍM Logínov aðstoðarutanríkisráðherra Sovétríkjanna sagði í gær á blaðamannafundi i' Aþenu að samkomulag milli risaveldanna um helmingsfækkun langdrægra kjarnorkuflauga væri nærri þvi í höfn. Slíkt samkomulag „getur ekki talist §arlægt því texti þess er nær tilbúinn og tekist hefur að semja um mörg atriði," sagði Logínov við blaðamenn í gær. Hann er nú stadd- ur í Grikklandi til að greina frammámönnum þar í landi frá nið- urstöðum fundar leiðtoga risaveld- anna í Washington. Logínov sagði að sú tilhögun eftirlits með sam- komulaginu um útrýmingu meðal- og skammdrægra eldflauga sem samið var um í Washington gæti nýst í samningi um langdrægar flaugar. Logínov vék einnig að veru sov- éska hersins í Afganistan og sagði að nú þegar hefði hann dregið sig til baka úr tólf héruðum landsins. Hann sagði að samkomulag hefði tekist milli Najibullahs forseta Afg- anistan og stjómvalda í Moskvu um að sovéskt herlið yfírgæfi Afganist- an innan árs. „Við erum ekki ánægðir meða að hafa heri okkar í Afganistan," bætti Logínov við. Morgunblaðið/Þorkell Viktor Pavlovitsj Starodúbov kveður Þorstein Pálsson forsætisráð- herra að afloknum viðræðum þeirra í Stjórnarráðinu í gærmorgun. ers-fréttastofunni þess efnis að Vadim Logimov, aðstoðarutanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, hefði sagt í Grikklandi á fímmtudagskvöld að samkomulag þar að lútandi væri svo gott sem í höfn. „Enn er mikið verk óunnið," sagði Starodúbov. Kvaðst hann einkum vilja nefna tvö ágreingsefni sem hann sagði að þyrfti að leysa varðandi fækkun þess háttar vopna. í fyrsta lagi þyrfti að finna lausn á ágreiningi risaveldanna varðandi túlkun ABM-sáttmálans frá árinu 1972 um takmarkanir gagneld- flaugakerfa og nefndi að stórveldin væru ekki á eitt sátt um hversu lengf bæri að virða ákvæði samn- ingsins. Sagði hann einkum nauð- synlegt að fá Bandaríkjamenn til að falla frá svonefndri „rýmri túlk- un“ samningsins sem þeir telja að heimili tilraunir með geimvamir gegn kjamorkuvopnum. „Við skilj- um lokaályktun leiðtogafundarins í Washington á þann hátt að Banda- ríkjamenn hafí skuldbundið sig til að virða „þrengri túlkun“ sáttmál- ans,“ bætti Starodúbov við. Einnig nefndi hann að fínna yrði lausn á ágreiningi varðandi fjölda stýriflauga á hafi og svonefnd und- irmörk, sem tiltaka hvemig sam- setningu kjamorkuheraflans megi vera verði semji risaveldin um fækkun langdrægra kjamorku- vopna. Sagðist hann að lokum telja að með vilja beggja stórveldanna yrði unnt að fínna viðunandi lausn á þessum deilumálum. IVÍyndlist er góð gjöf. Eiguleg gjöf sem ber þiggjanda sem gefanda vitni um góðan smekk. ÍComið við á jólasölunni í Gallerí Borg. Njótið listar, - skoðið, á tveimur stöðum. XJrvalið er gífurlegt og eitthvað við allra hæfi. Gjafakortin okkar leysa oft vandann. í salnum í Austurstræti 10 (Penninn) er mikið úrval af grafík og keramiki. í Pósthússtræti 9, að auki, vatnslitamyndir, teikningar og ýmis verk eldri sem yngri meistara. íslenskir listmunir, eign og gjöf sein gleður lengi. .vic i* Gallerí á tveimur stöðum Pósthússtræti 9 og Austurstræti 10. Sími (91) 24211,101 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.