Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987
43
Tollalögin í neðri deild:
Stj ómarandstaðan gagnrýnir
mikinn flýti við þingstörf
Stjómarfrumvarp um ný tolla-
lög kom til fyrstu umræðu í neðri
deild i gær. Jón Baldvin Hanni-
balsson, fjármálaráðheira, mælti
með frumvarpinu sem miðar m.a.
að þvi að einfalda tollskrána og
fella niður eða lækka tolla af
ýmsum vamingi, m.a. vöram sem
Islendingar versla gjarnan í út-
löndum, sk. ferðámannavömm.
Þau Kristín Halldórsdóttir
(Kvl/Rn) og Steingrímur J. Sig-
fússon (Abl/Ne) vora meðal þeirra
sem tóku til máls og gagnrýndu
þau sérstaklega þann mikla flýti
sem nú væri á þingstörfum.
Kristin Halldórsdóttir
(Kvl/Rn) sagði enga venjulega
manneskju geta sagt til um hvaða
hliðarverkanir samþykkt þessa frum-
varps myndi hafa. Gagnrýndi hún
þann mikla flýti sem ætti að vera á
afgreiðslu málsins og sagði það at-
hygli vert að meirihluti stuðnings-
manna þess hefði séð ástæðu til að
flytja við það 40 breytingartillögur.
Það væri líka gagnrýnisvert að
einungis þeir sem framleiddu eða
seldu hefðu fengið að koma nálægt
undirbúningi málsins en ekkf þeir
sem keyptu vörumar.
Kristín sagði menn hafa fallist á
röksemdir kaupmanna um að fella
niður tolla af ferðamannavörum en
hún sagðist efa að það myndi færa
Glasgow-verslunina inn í landið. Fólk
færi þangað ekki síst til að fata sig,
en þessar tollabreytingar myndu
engu breyta varðandi verð á fatnaði.
Steingrímur J. Sigfússon (Abi/
Nv) sagði þessar nýju reglur sem
menn ætluðu nú að setja um tolla
ættu eftir að hafa bein áhrif á hluti
eins og verðlag og samkeppnisstöðu
iðnaðarins. Hann sagði þetta vera
alvarlegra mál en ýmsir virtust telja
Staðgreiðslan
orðin að lögum
MIKLAR annir eru nú á Alþingi
og hófust í klukkan tíu í gærmorg-
un i báðum deildum og stóðu langt
fram eftir kvöldi í neðri deild. Sjö
frumvörp höfðu orðið að lögum
þegar þingmenn fóru i kvöldmat
um sjöleyið í gærkvöldi. Meðal
þeirra frumvarpa sem urðu að
lögum var frumvarp um stað-
greiðslu opinberra gjalda og
frumvarp um gildistöku þeirra
laga.
Ónnur frumvörp sem urðu að lög-
um í gær voru frumvarp um bruna-
vamir og brunamál, sóknargjöld,
kirkjugarða og skatt á verslunar- og
skrifstofuhúsnæði.
Nafnakall var viðhaft við at-
kvæðagreiðslu um skatt á verslunar-
og skrifstofuhúsnæði og greiddu
flórir þingmenn Borgaraflokksins
atkvæði gegn frumvarpinu, þeir Al-
bert Guðmundsson, Ingi Bjöm
Albertsson, Óli Þ. Guðbjartsson og
Hreggviður Jónsson. Einn þingmað-
ur Borgaraflokks, Aðalheiður Bjam-
freðsdóttir, greiddi atkvæði með
frumvarpinu ásamt öðram þing-
mönnum.
er vildu keyra málið í gegnum þing-
ið á nokkrum dögum.
Margt virtist vera öfugsnúið í
frumvarpinu að hans mati og sagði
hann allt sem tengdist orðinu „heim-
ili“ hafa orðið fyrir barðinu á
höfundum framvarpsins. Þetta teldi
hann þó ekki vera tákn um mann-
vonsku þeirra heldur að þeir hefðu
verið að velta öðra fyrir sér. Ekki
vottaði fyrir neinu er gæti kallast
flölskyldu- eða heimilisstefna.
Steingrímur J. gagnrýndi einnig
þann mikla hraða sem væri á þing-
störfum þessa dagana og sagði að
forystumenn þingsstarfanna ættu að
setjast niður í jólaleyfinu til að reyna
að tiyggja það að þessi staða kæmi
ekki upp aftur, t.d. mætti breyta lög-
um um þingsköp.
Ólafur Þ. Þórðarson (F/Vf)
sagði það skrýtið að sjá hvaða stöðu
íslenskur matvælaiðnaður væri kom-
inn í. Bakarar væru lögvemduð stétt
en ekkert virtist stöðva innflutning
á kökum. Þama væri löggjafinn að
hans mati kominn í mótsögn við sjálf-
an sig. Öllu alvarlegra væri að til
MEIRIHLUTI fjárhags- og við-
skiptanefndar efri deildar hefur
lagt fram nefndarálit á frum-
varpi til lánsfjárlaga. Nefndin
leggur til að heildarlánsfjárráð-
stöfun hækki um 369 milljónir,
erlendar lántökur hækki um' 469
milljónir en innlendar lántökur
lækki um 100 milljónir.
Meðal þeirra breytinga sem
nefndin hefur gert er að Byggða-
stofnun er veitt yiðbótarheimild til
erlendrar lántöku að fjárhæð 200
mkr. vegna lánveitinga til viðgerða
og endurbóta á skipum innanlands
og er það gert til að jafna þann
aðstöðumun sem innlendar skip-
asmíðastöðvar búa við samanborið
við erlenda aðila.
Tekin er inn 100 mkr. heimild
vegna Breiðafjarðarfeiju, en smíði
hennar er í fullum gangi hjá Þor-
geir og Ellert hf. á Akranesi.
Ráðgert er að feijan verði afhent
síðla árs 1988 eða snemma á árinu
þar á eftir.
Einnig eru gerðar margvíslegar
breytingar á II. kafla frumvarpsins
vegna breytinga í meðföram Al-
þingis og ríkisstjómar á frumvarpi
til fjárlaga. Framlagtil Iðnlánasjóðs
verður 25 mkr., framlag til jarð-
ræktar hækkar úr 100 mkr. í 141
mkr., vegna búfjárræktarlaga 9
mkr. og skil á tekjum til jöfnunar-
sjóðs sveitarfélaga hækka úr 1485
mkr. í 1585 mkr. Þá er fellt út
skerðingaratkvæði um framlag til
að geta flutt þessar vörar til íslands
þyrfti að setja í þær rotvamarefni
til að þær gætu verið mánuðum sam-
an í hillum án þess að eyðileggjast.
Ólafur Þ. sagði 100% toll eiga að
vera á öllum vörum með rotvamar-
efnum í en það yrði hreinn vemdar-
tollur fyrir íslenska bakara.
Annað mál væri sá mismunur sem
væri á tollum eftir því hvort verslað
væri við ríki innan EFTA og EB eða
önnur ríki. Spurði hann hvort þessi
mismunur gerði það að verkum að
íslenska þjóðin gerði ekki eins hag-
stæðu viðskipti og ella. Sagði hann
að þetta þyrfti að kanna, sérstaklega
með tilliti til hagstæðrar stöðu
bandaríkjadollars, þar eð við hefðum
ekki efni á að eiga óhagstæðari við-
skipti við Evrópu en ef bestu við-
skiptakjör hefðu verið látinn ráða.
Ákaflega erfítt væri að afgreiða
lög sem þessi á nokkrum dögum og
væri það vafalaust vegna þess hversu
seint tollalögin hefðu komið fram.
Spurði Ólafur hvort það hefði verið
tilviljun eða viljandi gert.
vegamála. Að lokum er tekin inn
ný grein sem heimilar landbúnaðar-
ráðherra að innheimta gjald af
sláturleyfum til greiðslu kostnaðar
sem af kjötmati leiðir.
Bætt er inn í frumvarpið heimild-
argreinum sem gera Landsvirkjun
og Framkvæmdasjóði íslands kleift
að nýta sér hagstæð lánskjör á er-
lendum lánamörkuðum. Einnig er
bætt inn heimild fyrir ríkissjóð til
að hafa. milligöngu um 160 mkr.
erlent lán fyrir Rafmagnsveitur
ríkisins, en fyrirtækið þurfti að taka
bráðabirgðalán í Landsbankanum
fyrr á þessu ári til að greiða van-
skil frá fyrri árum. Að lokum er
tekin inn heimild fyrir fjármálaráð-
herra til að semja við Hitaveitu
Suðureyrar, Hitaveitu Rangæinga
og Hitaveitu Siglufjarðar um naúð-
synlegar ráðstafanir til að bæta
fjárhag veitnanna í framtíðinni.
MMÍIGI
Karvel Pálmason
FRUMVÖRP ríkisstj órnarinnar
um vörugjald og söluskatt
komu til umræðu í efri deild
Alþingis í gær. Vörugjalds-
frumvarpið fór í gegnum aðra
og þriðju umræðu, og var þvi
afgreitt til neðri deildar, en
ekki náðist að Ijúka þriðju um-
ræðu um söluskattsfrumvarpið
og mun hún því fara fram i
dag. Það vakti athygli við af-
greiðslu þessara frumvarpa að
Eyjólfur Konráð Jónsson (S/
Rvk) greiddi atkvæði gegn
frumvarpinu um vörugjald og
Karvel Pálmason (A/Vf)
greiddi atkvæði með breyting-
artillögum stjórnarandstöðunn-
ar um að söluskattur yrði ekki
lagður á matvæli.
Utanríkismálanefnd hefur
lagt fram tillögu til þingsálykt-
unar þar sem lagt er til að
Alþingi heimili ríkisstjórninni að
staðfesta fyrir íslands hönd sam-
komulag milli íslands og Noregs
um loðnuveiðar norskra veiði-
skipa innan íslenskrar lögsögu á
árinu 1988.
í greinargerð með þingsálykt-
unartillögunni segir: „Fyrir árin
1986 og 1987 var gert samkomulag
við Norðmenn um heimildir til
loðnuveiða innan íslenskrar efna-
hagslögsögu. Tillaga sú, sem nú er
flutt, er um sambærilegar veiði-
heimildir á árinu 1988 og hníga
sömu rök og áður að því að veita
slíkar heimildir.
Aðdragandinn nú er sá að í byij-
un loðnuvertíðar 1987-1988 var
leyfilegt heildaraflamagn ákveðið
Eyjólfur Konráð Jónsson
Stjómarandstæðingar gagn-
rýndu harðast það ákvæði í
frumvarpinu um söluskatt að
áætlað er að leggja söluskatt á
matvæli. Þegar þær tillögur voru
felldar var flutt varatillaga um
að verð á helstu matvörum, kjöti
og mjólkurvörum, myndi ekki
hækka. Sú tillaga var felld og
rökstuddu stjómarliðar það með
því að ætlunin væri að auka niður-
greiðslur vegna þessarar sölu-
skattsálagningar.
Þingmenn Borgaraflokks í
deildinni fluttu einnig tillögu um
að söluskattur yrði lagður á af-
ruglara, en samkvæmt frumvarp-
inu er fjármálaráðherra heimilt
að veita undanþágu fyrir þá. Var
sú tillaga felld.
500.000 lestir en að loknum frekari
rannsóknum var í þessum mánuði
ákveðin 550.000 lesta aukning
heildaraflamagnsins.
Norðmenn eiga skv. skv. 2. mgr.
4. gr. samkomulags íslands og
Noregs um fiskveiði- og land-
grunnsmál frá 28. maí 1980 rétt á
hlutdeild í viðbótarmagninu. Þykir
hagkvæmt að hluti jöfnunarmagns-
ins verði veiddur nú á vetrarvertí-
ðinni fremur en að hann leggist á
veiðiheimildir Norðmanna á næstu
sumarvertíð. Samkvpemt ákvæðum
samkomulagsins frá 1980 eiga
Norðmenn rétt á 15% viðbótar-
magnsins eða 82.000 lestum, auk
1.035 lesta sem þeir veiddu ekki á
sumarvertíð. Norðmenn hafa óskað
eftir að fá að veiða 60.000 lestir á
tímabilinu 1. janúar til 15. febrúar
1988.“
Lánsfjárlögin
hækkuðu um 369
milljónir í nefnd
Ejjólfur Konráð
á móti frumvarpi
um vörugjald
Karvel á móti söluskatti á matvæli
Utanríkismálanefnd:
Heimilt verði að
staðfesta samkomu-
lagið við Norðmenn
BETRA VÖFFLUJÁRN
FRÁ tfrm=m=:m
allt sem þarf til að gleðja heila fjölskyldu.
V-þýsk gæðavara sem endist og endist....
/»/*RONNING
•//“// heimilistæki
KRINGLUNNI —SÍMI (91)685868