Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 Verslunarsaga Vest ur-Skaftfellinga Ráðherranefnd EFTA-landanna: Tillögu um fijálsa fiskverslun inn- an EFTA frestað eftir Kjartan Olafsson Vestur-Skaftafellssýsla hefur gefið út fyrra bindi Verslunar- sögu Vestur-Skaftfellinga eftir Kjartan Ólafsson, fv. ritstjóra, í tilefni þess að eitt hundrað ár eru liðin frá því að verslun flutt- ist inn í héraðið. í fréttatilkynningu segin „Vest- ur-Skaftafellssýsla var um aldir sú Ríkisútvarpið; Gunnarí stað Boga GUNNAR E. Kvaran fréttamað- ur hjá Ríkissjónvarpinu tekur um áramót við starfi aðstoðarfram- kvæmdastjóra Ríkisútvarpsins, Hljóðvarps, af Boga Ágústssyni. Bogi hefur verið ráðinn til að gegna starfi blaðafulltrúa Flug- leiða frá 1. febrúar næstkom- andi. Starfið var ekki auglýst laust til umsóknar heldur var Gunnar ráðinn í það til eins árs. Hann hefur á meðan fengið leyfí frá störfum sínum á fréttastofu Ríkissjónvarps- ins. Gunnar E. Kvaran er fæddur árið 1953. Hann lauk stúdentsprófí frá MH 1976 og prófí frá norska Blaðamannaháskólanum 1981. Hann hefur starfaðð við blaða- og fréttamennsku hjá Alþýðublaðinu og Tímanum en hjá Rikisútvarpinu frá 1981, fyrst hjá Hljóðvarpi en á fréttastofu Sjónvarps frá 1. ágúst 1986. íslensk byggð þar sem samgöngur voru hvað erfíðastar enda er hérað- ið sundurslitið af straumhörðum jökulvötnum og eyðisöndum, auk þess sem strandlengjan er bæði hafnlaus og brimasöm. Hvergi á landinu voru kaupstaðarferðir lengri og erfíðari, hvort heldur sem farið var austur á Papós eða vestur á Eyrarbakka til að sækja brýnustu lífsnauðsynjar. Sumir týndu lífínu í glímunni við ámar en aðrir misstu hesta sína eða vaming í beljandi flauminn. Það olli því ekki litlum þáttaskilum í lífí Skaftfellinga þeg- ar uppskipun á vörum hófst í Vík í Mýrdal og verslun og þjónusta færðist inn í héraðið. Nú er rétt öld liðin sfðan Vík varð löggiltur versl- unarstaður, en það varð 2. desem- ber 1887. Þá má segja að nýtt tímabil hefjist í sögu sýslunnar og þar sé upphaf framfara í átt til nútfma lífshátta. Þegar líða tók að hundrað ára afmæli þessa sögulega atburðar, þótti sýslunefnd Vestur-Skafta- fellssýslu einsýnt að láta rita verslunarsögu byggðarinnar og fól hún ritnefnd Dynskóga, héraðs- sögurits sýslunnar, að sjá um framkvæmd verksins. Ritnefndin réði til þess Kjartan Ólafsson, fv. ritstjóra, að rita söguna. Hefur hann dregið fram í dagsljósið fjölda merkra heimilda og átt viðtöl við Skaftfellinga sem enn mundu upp- skipun við hafnlausa strönd og verslunarhætti í upphafí aldarinnar, en sumir þeirra eru horfnir af sjón- arsviðinu, nú þegar þetta rit kemur út. Kjartan ritar um efnið af mik- illi þekkingu, á fjörlegan og ljósan hátt. í fyrra bindi Verslunarsögu Vest- ur-Skaftfellinga er fjallað um söguna frá síðari hluta 18. aldar K.IARTAN ÓLAKSSON og fram undir fyrri heimsstyrjöld. Nokkrir meginþættir þess eru: Eyr- arbakkaferðir Skaftfellinga — tilraunir til að fá verslun við Dyr- hólaey síðast á 18. öld — verslun í Landeyjum í Móðuharðindum og við Vestmannaeyjar — Papósverslun og viðskipti Skaftfellinga þar — undanfari og upphaf verslunar í Vík í Mýrdal — hallæri og sauða- sala — fyrstu tilraunir til félaga- samtaka um verslun, en síðan er fjallað ítarlega um tvö meginfyrir- tæki á sviði verslunar í Vík um aldamót og fram á þessa öld, Hall- dórsverslun og Bryðesverslun. Jafnframt greinargóðri frásögn um upphaf og þróun verslunarinnar er varpað ljósi á mannlíf og atvinnu- hætti og þá menn sem voru í fararbroddi í sókn til framfara og bættra lífskjara. Bókin er rúmar 400 bls. að stærð, í stóru broti, og hana prýða um 400 myndir sem fæstar hafa birst áður og varpa ljósi á löngu horfna lífshætti og mannlíf í harðbýlu héraði. Hún er ómissandi fyrir alla þá sem hafa áhuga á íslenskri atvinnu- og menningar- sögu. Verslunarsaga Vestur-Skaftfell- inga, fyrra bindi, fæst á áskriftar- verði, hjá Björgvin Salómonssyni, Skeiðarvogi 29. FRESTAÐ var á fundi ráðherra- nefndar EFTA að afgreiða til- lögu um fullt frelsi i viðskiptum með fisk innan bandalagsins inn- an 4-5 ára. Hinsvegar var því lýst yfir að vinna bæri að auknu frelsi í viðskiptum með fisk. Steingrímur Hermannsson ut- anrikisráðherra sat fund ráð- herranefndarinnar fyrir tslands hönd og segist hann vera sáttur við þá niðurstöðu, í ljósi þess að Svíar voru mjög andsnúnir þess- ari tillögu. Segir Steingrímur að taka verði þetta mál upp innan Norðurlandaráðs og ræða það sérstaklega við Svia fyrir næsta fund ráðherranefndarinnar í júni nk. Steingrímur Hermannsson sagði við Morgunblaðið að bæði íslend- ingar og Norðmenn hefðu stutt þessa tillögu frá þingmannanefnd EFTA um fullt frelsi í viðskiptum með físk sem næðist á 4-5 árum. Svíar lýstu hinsvegar yfir andstöðu við tillöguna og vildu ekki afgreiða hana. Að lokum varð samkomulag um að lýsa því yfír að stefna beri að auknu frelsi með físk og málið yrði tekið fyrir á næsta ráðherra- nefndarfundi í byijun júní. Steingrímur sagðist vilja taka það fram að afstaða Svía ráðist ekki af andstöðu við fisksölu frá íslandi heldur fyrst og fremst af ótta við að ef Norðmenn fái fullt frelsi til að selja físk í Svíþjóð muni það ríða að fullu þeim litla sjávarútvegi sem er í Suður-Svíþjóð. Steingrímur sagði að slík fríversl- un með fisk innan EFTA-landanna væri í sjálfu sér ekki svo þýðingar- mikil fyrir íslendinga þar sem þeir seldu lítið til þeirra landa. En EFTA-löndin væru að búa sig und- ir viðræður við Evrópubandalagið og þá gæti slík samþykkt verið þýðingarmikil. „Við höfum að vísu að mörgu leyti ágæta samninga við EB-löndin og margt er þar nánast fijálst en okkur vantar þó aukna kvóta fyrir saltfisk og fleira, þannig að ef við fengjum þetta inn í EFTA stæðum við betur að vígi gagnvart Evrópubandalaginu," sagði Steingrímur. Hjónin Einar og Beverly Gíslason: Mót fyrir böm- in á Hjalteyri HJÓNIN Einar og Beverly Gísla- son verða með opið hús á Flókagötu 6 i Reykjavík laugar- daginn 26. desember frá klukkan 16 fyrir þá sem dvalist hafa á barnaheimili þeirra á Hjalteyri. Þau hjónin langar til að viðkom- andi hafí samband við þau í síma 91-23313. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ CNÍ ELDHUSUNDRIB FRAAEG Margra tœkja maki á makalausu verði! KM 21 fráAEG er sannkallað eldhúsundur enda er fjölhœfnin undraverð. Bara að nefnaþað, KM 21 gerir það: Hrœrir, þeytir, hnoðar, rífur, hakkar, blandar, hristir, brytjar, sker... Eldhúsundrið frá AEG er margra tœkja maki en á makalausu verði, aðeins kr. 6.903.- Vestur-þýsk gœði’ á' jfessU verðíj^ engin spurning! A E G heimilistœki - því þú hleypir ekki hverju sem er í húsverkin! BRÆÐURNIR ORMSSONHF Lágmúla 9, sími: 38820 AEG ALVEG EINSTOK GÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.