Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 „Hvers vegna er maður að breyta heiminum?“ Rætt við Brynjólf Bjarnason heimspeking og stjórn- málamann um bókina Samræður um heimspeki þar sem greint er frá viðræðum hans, Páls Skúlasonar og Halldórs Guðjónssonar um heimspekileg málefni ÚT ER komin nýlega bókin Samræður um heimspeki, þar sem Brynjólfur Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráð- herra, Páll Skúlason, prófessor í heimspeki við Háskóla ís- lands, og Halldór Guðjónsson, kennslustjóri háskólans, rœða ýmsar heimspekilegar gátur veruleikans, bæði þekkingar- fræði- og siðferðilegar, fyrst og fremst í tengslum við þau svör sem Brynjólfur hefur gef- ið við þessum spurningum í ýmsum bókum sinum. Af þessu tiiefni átti ég viðtal við Brynjólf. Áður en hann sneri sér að heimspekinni var hann einn helsti forustumaður Kommúnista- flokks íslands og síðar arftaka hans, Sameiningarfiokks alþýðu, Sósíalistaflokksins. Ég hjó eftir því þegar ég las Samraaðumar að Brynjólfiir segist líta á stjóm- málastarfíð sem þegnskyldu- vinnu, hugur hans hafí ávallt staðið til heimspekinnar. Ég spurði hann því fyrst um viðhorf hans til tíundu tesunar um Feu- erbach, sem Brynjólfur raunar þýddi á íslensku, þar sem Marx segir „Heimspekingamir hafa aðeins skýrt heiminn á ýmsa vegu. Það sem máli skiptir er að breyta honum." h Taldi mig ekki til forustu fallinn »Ég sneri mér ekki að heim- spekinni fyrr en ég hafði fengið fH frá stjómmálunum eða hafði verið leystur undan þegnskyldu- vinnunni, eins og ég orða það í Samræðunum," segir Brynjólfur. „Það er ekki svo að skilja að ég sé ekki sammála Marx. Ég taldi mig hins vegar ekki vera til for- ustu fallinn og vildi helst vera óbreyttur liðsmaður. Það tókst ekki og ég taldi það skyldu mína að taka að mér þau störf, sem mér vora falin og trúað fyrir. Þar á meðal vora ýmis þýðingarmikil störf, eins og embaetti formanns í kommúnistaflokknum. Það er ólíku saman að jafna og því sem við eigum að venjast nú um stund- ir, þegar menn beijast um for- ustuhlutverk í flokkum, sem þeir halda greinilega sjálfír að séu ein- hveijar vegtyllur. Heimpekilegar spurningar hafa ieitað á mig alit frá upphafí og ég spurði mig eink- um einnar spumingar; Hvers vegna er maður að breyta heimin- um? Ég orða það nú svona vegna þess að þú vitnaðir til þessarar setningar eftir Marx. Ég hef kom- ist að bráðabirgðaniðurstöðu og það kemur meðal annar fram í bókinni Lögmál og frelsi í svari við spumingu um lífsskoðun." — Og hvert er bráðabirgða- svarið? „Staðreyndin er sú að maður lifír og í lífí sínu gengur maður að vissum verðmætum vísum. Þetta hverfur í ekki neitt ef mannlífíð sjálft er einskis virði, svo þetta er í raun og vera áiykt- un út frá þeim veraleika sem maður lifír f. Maður lifír eins og lífíð sé einhvers virði. Það gera flestir ómeðvitað án þess að hugsa um þessa hluti. Ef maður hugsar þetta til enda þá er spumingin sú hvort maður velur lífíð eins og það er og þær skyldur sem það leggur manni á herðar. Og geri maður það, þá hefur maður þegar játað frumhæfíngunni um gildi mannlífsins. Ódauðleiki dauðans Sú röksemd að þó einstakling- urinn deyi, þá sé lífíð eigi að síður varanlegt óg þáð sé skyídan við það, sem við eigum að rækja, er ekki nægileg. Ut af fyrir sig get- ur þetta komið heim við mínar hugmyndir, en er engu að síður ekki næg röksemd fyrir því að það skipti ekki máli hvort maður lifír eftir dauðann eða ekki. Við föram miklu nánar út í þetta í samræðunum og ég reyni að svara þessu í erindinu, sem ég minntist á áðan. í Samræðunum segi ég: „Þessi tómhyggja þenur sig líka út yfír það svið, sem við eram að tala um. Svið mannlegra gilda og verðmæta. Til dæmis þegar menn þykjast leysa vandamál dauðans með því að benda á, að menn lifí áfram f afkomendum sfnum. Þetta kalla ég að gæða sértök lffí sér Bryiyólfur Bjarnason Morgunblaðið/Sverrir Þeir sem þátt tóku í Samræðunum: Páll Skúlason, Brynjólfur Bjamason og Halldór Guðjónsson. til sjáifsfróunar og til þess að vísa frá sér grandvallarvanda mann- legs lífs. Um þetta segir í Gátunni miklu á bls. 57: „Það er mjög ódfalektískt sjónarmið að líta á einstaklinginn einangraðan frá heildinni og hitt ekki síður að skoða heildina sem sjálfstæða verand utan og ofan við einstakl- ingana, sem hana mynda. Eins og einstaklingurinn á sér aðeins tilvist í tengslum sfnum við heild- ina, eins verður heiidin án ein- staklinganna að dauðu sértaki án raunveralegs inntaks. Ef ekki era til nein mannleg verðmæti fyrir einstaklinginn, þá era þau heldur ekki til fyrir tegundina. Ef lff hvers einstaklings er einskis virði þá gildir hið sama um heildina. Það sem gildir um hvem ein- stakan gildir einnig um tegund- ina. Ef líf mitt glatar gildi sínu, þá öðlast athafnir mfnar ekki gildi fyrir aðra, hvorki í nútfð eða framtið, því að allir era undir sömu sökina seldir. Ef hver ein- staklingur er dauðlegur í þeim skiiningi, að hann eigi að afmást úr tilveranni, þá er tegundin einn- ig dauðleg f sama skilningi, jafnvel þótt hún líði aldrei undir lok frekar en efnið. Það væri sams konar „ódauðleiki" og „ódauðleiki efnisins", „ódauðleiki dauðans". Slík framtíð, sem vitund mannsins er að eilífu slitin úr tengslum við, er honum óviðkomandi.““ Lífshvötin nauðsynleg samkvæmt líffræðinni — í framhaldi af þessu lang- ar mig til að spyija hvert þessi verðmæti eigi rætur sínar að rekja? „Um það spyr ég ekki vegna þess að ég get ekki svarað því. Verðmætin era staðreynd og ályktunin er aðeins dregin af því. Þetta er spuming, sem maður hlýtur vissulega að spyija sig." — Stórá spurningin ef til vill? „Ætli það ekki.“ — Nú hafa ýmsir heimspek- ingar reynt að skýra verðmætin eða hvað það er sem gefur lifinu gildi. Aðrir hafa jafnvel reynt að skýra þetta í burtu. Nú, sumir finna svarið í trúar- brögðunum? „Jú, jú, það er fyrst og fremst í trúarbrögðunum sem menn hafa fundið svarið. Nú líffræðin skýrir þetta í burtu. Hún hefur vissa skýringu, en heimspekilega er hún ekki nóg. Lfffræðin segir að vissar samskiptareglur séu nauðsynleg- ar fyrir sérhvert samfélag lífs. Samkvæmt því er hér um að ræða meðvitaða eðlisávísun og það er hægt að skýra eðlishvötina nátt- úrafræðilega. En eftir stendur bara spumingin: Til hvers er allt þetta? Líffræðin segir að lífshvöt- in sé nauðsynleg til þess að lífíð geti þróast, því annars myndi það deyja út. En eftir stendur spum- ingin um það hvaða gildi lífíð hefur í sjálfíi sér. Það er hin heim- spekilega spuming." Svör trúarbragð- anna ekki nóg „Svör trúarbragðanna full- nægja mér ekki, því svör þeirra byggjast ekki á neinu nema því sem þau telja sjálf að sé opin- beran og stendur í heljgum ritum. Ég vil ekki fullyrða neitt í þessum éfnum, en fyrir mig bjóða trúar- brögðin upp á gervilausnir. Menn geta haft mismunandi skoðanir á trúarreynslu. Ég hef engar skoð- anir á henni. vecna bess að éc veit ekki hvað um er að ræða og ég hef alltaf reynt að hafa það fyrir lífsreglu, að fullyrða ekki um það sem ég ekki veit. Sjálfsagt hefur mér ekki tekist í Samræðunum að gera fullnægj- andi grein fyrir afstöðu minni til trúarbragðanna og girða þannig fyrir ýmiss konar misskilning og rangtúlkun. Það er til dæmis eitt sjónarmið í sambandi við trúar- brögðin, sem er talsvert algengt óg þar kom til tals og þá var vitn- að í Pascal, Sigurð Nordal og William James. Þetta er hið prag- matíska sjónarmið og er í stuttu máii á þá leið að trúarhugmyndir, svo sem trú á guð og annað líf, séu alltaf mjög mikilsverðar fyrir þetta líf og skipti því í rauninni ekki máli hvort okkur skjátlast eða ekki. Er þetta trú eða ekki? Það mætti alveg eins halda því fram að þetta væri veraldlegt heilræði. Svo barst talið að því hvort þettaeða eitthvað þessu líkt veícti fyrir mér, en því fer fjarri. Þetta kemur líklega ekki nógu skýrt fram í Samræðunum og hefði þurft að skýra það betur." Ferðin sem aldrei . var farin „Þessari hugsun er best lýst í dæmisögu Sigurðar Nordals í Lífi og dauða, en þar segir keisarinn svallsömum vini sínum að hann hafí fyrirhugað honum afar mikil- vægan erindrekstur og til þess að búa sig undir þessa ferð verði hann að gerbreyta lífí sínu. Vinur- inn fór að ráðum hans, lifði grandvöra lífí eftir þetta og var hinn nýtasti maður. Ferðin var aldrei farin. En blekkingin náði tilgangi sínum. Þessi dæmisaga á að sanna að það sé undir öllum kringumstæð- um betra að trúa á líf eftir dauðann, hvort sem það er til eða ekki, því það sé farsælla fyrir þetta líf, hvað sem öðra líður. En þetta er víðsfjarri mínum rök- semdum. Frá mínu sjónarmiði er samanburðurinn alrangur. Trúin á ferðina sem aldrei var farin náði tilgangi sínum, vegna þess að hér er gengið að því vísu að mannlífíð sé einhvers virði, enda þótt það sé ekki annað en þessi svipstund sem við lifum á jörð- inni. En samkvæmt minni hugsun verður lífíð einkis virði ef tortím- ingin er vís, hvort sem við trúum á hana eða ekki. Það hefði sem sagt mátt einu gilda hvort vinur keisarans lifði í sukki og svalli eða gerðist nýtur maður og góður þegn, því líf hans hefði hvort sem er orðið einskis virði, ef sú ferð sem Sigurður hefur í huga hefði aldrei verið farin. Það er ferðin af einu tilverastigi á annað eða með öðram orðum: Ef iífsleiðin endaði með aigerri útþurrkun úr tilveranni?" — Nú er það algeng skoðun, að sú iðja heimspekinga þjóni litlum tilgangi, að spyrja spurn- inga sem sumir segja að vonlaust sé að fá svar við. Hvað vilt þú segja um þetta? „Venjulegt fólk spyr sig ekki heimspekilegra spuminga, en það hefur tvímælalaust gildi að leitað sé svara við þeim. Til dæmis þeg- ar trúin hverfur, þá standa menn úti í tóminu og þá er níhilisminn á næsta leiti." — Finnst þér að tómhyggjan sé í uppgangi? „Mér finnst það og hún sé sífellt að ná sér á strik. Það sýnir sig í ýmsum myndum, en maður verður að vona að þeirri þróun verði snú- -ið við. Maður verður að halda í vonina, því annars gefst maður upp.“ — Er það rétt að íslendingar séu tómlátir um heimspeki? „Maður varð lítið var við heim- spekiáhuga, þegar ég var að skrifa mínar bækur. En nú síðustu árin virðist hann hafa glæðst mjög. Ég þakka það framar öllu Páii Skúiasyni, starfí hans og áhrifum. Það var mikið happ að fá hann að háskólanum." - HJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.