Morgunblaðið - 19.12.1987, Síða 9

Morgunblaðið - 19.12.1987, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 9 Þakkarorð frá kven- félaginu Gefn í Garði Öllum þeim, sem sýndu félaginu vinsemd og hlýhug á 70 ára afmælinu 9. des. sl. með gjöfum, heillaóskum, skeytum og kveðjum, þökkum við hjartanlega. Heill og hamingja fylgi ykkur um alla framtíð. Gleðileg jól. Stjórnin. JÓLA- 0C NVÁ RSKVEÐJA Við óskum öllum Hvergerðingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Ömsköldsviks kommun og Föreningen Norden (Norræna félagið). Smalað verður á Kjalarnesi sunnudaginn 20. desember nk. Bílar verða í Dalsmynni kl. 11.00, Arnarholti kl. 13.00 og Saltvík kl. 15.00. Flutningsgjald til Reykjavíkur er kr. 300 á hest. Þeir sem enn skulda beitargjöld vinsamlegast geri það upp á skrifstofu félagsins. Opið kl 15.00 til 3.00 daglega. Hestamannafélagið Fákur. KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar • sími 686988 VEXTIRÁ VERÐBRÉFAMARKAÐI Víkan 13. — 19. idesember 1987 Sjónarmið sem sameina fremur en sundra í ræðu á flokksráðs- fundi Sjálfstæðisflokks- ins leggur Friðrik Sophusson, iðnaðarráð- herra og varaformaður flokksins, áherzlu á þrennt, sem veganesti á leið til vaxandi flokks- fylgis: * „I fyrsta lagi þarf stefnan að birtast í sam- eiginlegum málstað i afmörkuðum málum og öflugum og markvissum málflutningi . . .“ *„í annan stað þarf flokkurinn að sýna innri styrk með þróttmiklu fé- lagslífi . . . flokkurinn má aldrei verða stofnun utan um forystumenn og stjómir samtaka og fé- laga. Hann á að vera hreyfing fólks, sem finn- ur, að það getur haft áhrif með aðild að flokknum og er tilbúið að 'leggja sig fram i bar- áttunni." *„í þriðja lagi verður flokkurinn aldrei stór nema að hann rækti þá imynd að vera fijálslynd- ur, sveigjanlegur og umburðarlyndur flokk- ur, sem hægt er að treysta . . .“ „Á óróa- og upplausn- artímum er ekki skyn- samlegt að flagga þeim sjónarmiðum, sem sundra, heldur hinum, sem sameina. Ég tel, að nú sé lag til að leiða til öndvegis stefnu flokks- ins i málum sem höfða til mannúðar. Við þurf- um að eiga skýra stefnu, sýna skilning og taka forystu í húsnæðismál- um, fjölskyldumálum og umhverfismálum. Öll þessi mál eru vandamál velferðarþjóðfélagsins, sem við höfum verið að keppast við að skapa . . .“ Friðrik Sophusson og Birgir fsl. Gunnarsson Frjálslyndur, sveigjanlegur og umburðarlyndurflokkur Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálf- stæðisflokkins, segir, að fokkurinn verði aldrei stór nema að hann rækti þá ímynd að vera frjálslyndur, sveigjanlegur og um- burðarlyndur flokkur. Það er alrangt, segir Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráð- herra, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi látið af hugsjónum sínum um velferðarríki og fé- lagslegt réttlæti. Staksteinar glugga í flokksráðsfundarræður Friðriks og Birgis í dag. Víðsýnn og frjáls- lyndur um- bótaflokkur Birgir ísleifur Gunn- arsson, menntamálaráð- herra, sagði meðal annars í ræðu á flokks- ráðsfundinum: „Ég vil hinsvegar gera að umtalsefni eitt atriði í þeim áróðri sem gegn okkur er beitt. Það er hið endalausa og hugsun- arlitla tal um svokallaða nýfijálshyggju í Sjálf- stæðisflokknum. Með þessu hugtaki og þeim útleggingum, sem þvi fylgja, er reynt að koma þvi inn hjá fólki að Sjálf- stæðisflokkurinn sé orðinn kaldur miskunn- arlaus málsvari taum- lausrar markaðshyggju og vi(ji láta lönd og leið mannleg og félagsleg verðmætí; að mannúð og mildi eigi ekki lengur upp á pallborðið þjá Sjálfstæðisflokkn- um . . . Ég tel að þetta sé rangur áróður, en hann er jafnframt hættu- legur og gegn honum þurfum við að snúast. Það sem greinir Sjálf- stæðisflokldnn frá öðrum flokkum er ótvi- ræður stuðningur við einkaframtak og at- vinnufrelsi. Sumir kalla þetta fijálshyggju og það höfum við m.a. sjálfir gert . . . Þetta er fijáls- hyggja eða fijálslyndi eða stefna einkafram- taks, allt eftir því, hvaða orð við vi(jum nota. En við sjálfstæðismenn höf- um líka verið og erum velferðarsinnar og flokk- urinn hefur haft forystu um að byggja hér upp velferðarþjóðfélag. A þeirri stefnu hefur engin breyting orðið . . . Veitíð því athygli hvaða merkingu and- stæðingar okkar leggja i hugtakið „nýfijáls- hyggja". Þeir eiga ein- faldlega við raunvaxta- stefnuna, fijálsræðið í viðskipta- og fjármálalíf- inu, fijálsan útvarps- rekstur, sölu ríkisfyrir- tækja, athafnafrelsi einstaklinganna. Og eru þetta ekki allt atriði sem við erum sammála um? Vissulega eru menn i flokknum sem vi(ja ganga lengra og hraðar í fijálsræðisátt . . . En er ekki eðilegt að það sé skoðanamunur innan flokksins i svo mikils- verðum málaflokkum? Skiptir ekki mestu að samstaða er í okkar hópi um meginatriði?" Fokkur mann- úðar „Okkar hlutverk er“, sagði Birgir, „að kveða niður óhróður andstæð- inganna . . . og skapa flokknum þá ímynd sem er sönn, það er að Sjálf- stæðisflokkurinn er og ætlar að vera viðsýnn og fijálslyndur umbóta- flokkur, sem byggir á einstaklingsfrelsi, og hann er flokkur velferð- ar borgaranna og flokk- ur mannúðar, flokkur launþega og vinnuveit- enda. Við skulum fara af þessum fundi staðráð- in i að breiða þessa sönnu imynd flokksins út á meðal fólksins um land alh. Tegund skuldabréfa Vextirumfram verðtrYggingu % Vextir alls % Einingabréf Einingabréf 1 13,0% 43,0% Einingabréf2 9,6% 38,7% Einingabréf3 12,1% 41,9% Lífeyrisbréf 13,0% 43,0% Spariskírteini ríkissjóðs lægst 7,2% 35,7% hæst 8,5% 37,4% Skuldabréf banka og sparisjóða lægst 10,3% 39,6% hæst 9,7% 38,9% Skuldabréf stórra fýrirtækja Lind hf. 11,0% 40,5% Glitnír hf. 11,1% 40,7% Sláturfélag Suðurlands l.fl. 1987 11,2% 40,8% Verðtryggð veðskuldabréf Iægst 12,0% 41,8% hæst 15,0% 45,6% Fjárvarsla Kaupþings mismunand: eftir samsetn- ingu verðbréfaeígnar. Heiídarvextir annarra skuldabréfa en einíngabréfa eru sýndir miðað við hækkun lánskjaravísitölu síðastliðna 3 mánuði. Raun- og nafnávöxtun Einingabréfa og Lífeyrisbréfa er sýnd miðað við hækkun þeirra síðastliðna 3 mánuði. Flest skuldabréf er hægt að endurselja með litlum fyrirvara. Ein- ingabréf er innleyst samdægurs gegn 2% innlausnargjaldi hjá Kaupþíngi og nokkrum sparisjóðanna. Spariskírteini eru seld á 2-3 dögum og ílest önnur skuldabréf ínnan tveggja vikna. Fé í Fjárvörslu Kaupþíngs er oftast hægt að losa innan viku. Nýsending VALHÚSGÖGN Ármúla 8, sími - 82275. Utsölumavkaðurinn Á GRETTISGÖTU 16 (áður Bílamarkaðurinn) Dömuleðurskór frá kr. 300, Dömuleðurstígvél frá kr. 1.600, áður kr. 4.500, Dömukápur kr. 1.000, Sængurföt frá kr. 790, Sængur frá kr. 1.490, Skíðagallar kr. 1.900, Trimmgallar kr. 800 Gjafavörur, skartgripir, antik húsgögn. Tökum myndir af þér og setjum á boli og plaköt. Úrval af allskonar vörum á mjög góðu verði. Geymum greiðslukortasölunótur þangað til ífebrúar. KOMIÐ, SJÁIÐ OG SANNFÆRIST Opið laugardag frá kl. 10-18 Aðra daga frá kl. 12-19 Sími 24544

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.