Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 Frakkland: Fengu leyfi til að taka mynd- ir í Gúlaginu París, Reuter. FRANSKIR sjónvarpsmenn fengu nýlega að taka myndir í sovéskum þrælkunarbúðum og hafa þær nú verið sendar út af sjónvarpsstöðinni Antenne-2. Þetta er i fyrsta skipti, sem Vesturlandabúar fá opinbert leyfi til að skyggnast inn í Gúlagið, er Alexander Solzenftsyn reit um. í þættinum, sem fjallar um mannréttindamál, sáust hoknir og krúnurak- aðir gamlir menn lepja þunna fiskisúpu úr málmílátum og var lífið greinilega hið ömurlegasta að sögn kvikmyndatökumannanna. Myndin var sýnd á fimmtudags- kvöld í mannréttindaþættinum „Resistances", en umsjónarmenn hans fengu öllum að óvörum leyfi til þess að taka myndir í þrælkunarbúð- um í grennd við borgina Ryazan, sem er um 200 km suðaustur af Moskvu. Heimsóknin átti sér stað nokkrum dögum áður en Gorbatsjov hélt til leiðtogafundarins í Washington í upphafi þessa mánaðar. Fangabúðastjórinn fylgdi sjón- varpsmönnunum um búðimar og setti hann aðeins tvö skilyrði: Að ekki yrðu tekin nein viðtöl við fang- ana og að Frakkamir fengju ekki að sjá eða tala við neina geðsjúka fanga. „Hvort hann átti við andófs- menn eða pólitíska fanga er ómögu- legt að segja," sagði Jean-Jacques Le Garrec, kvikmyndatökumaður. Á myndunum sjást 400 karlmenn eta, vinna og sofa. Hjam var á jörðu og virtust fangamir tiltöiulega vel klæddir. Fáir litu beint í vélina, en einn fanganna brosti til Frakkanna og annar veifaði hendi. Allir þögðu þeir þó. Að sögn kvikmyndatöku- mannanna virtust margir þeirra vera hræddir við vélina, en aðrir áhuga- lausir. Le Garrec sagði að ótrúlega margt hefði verið líkt með ástandinu í búð- unum og því sem sást í kvikmyndinni Dagur í lífi ívans Denisóvitsj, sem byggð var á samnefndri bók Solzenít- syn. Að sögn sovéskra embættismanna afplána fangamir í búðunum fang- elsisdóma frá einu ári til þrettán. Búðimar voru valdar af Sovétmönn- um og sagðist Le Garrec gera ráð fyrir því að þær hefðu verið „snyrtar til“ áður en þeim var leyft að mynda í þeim. í næsta nágrenni Ryazan em sex fangabúðir og em yfirleitt em um 600 til 1500 manns í hveijum þeirra. Talið er að í Sovétríkjunum séu á þriðja þúsund slíkra þrælkunarbúða. Reuter Hér má sjá fangana matast í borðsal þrælkunarbúðanna, en að baki sjást tveir fangaverðir. Reuter JÓLATRÉÐ SÓTT Tvær vinkonur í Miami á Flórída aka heim dægilegu jólatré í tæka tíð fyrir fæðingarhátíð Krists. Þar er nú sólskin og hlýindi en vetrarhörkur herja hins vegar á íbúa norðar í Bandaríkjunum. Ungveijaland: Vaxandi andstaða við efna- hagsaðgerðir sljómarinnar Víðtækar stg órnkerf isbreytingar samþykktar Budapest, Reuter. KAROLY Grosz, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði á miðvikudag að harðar efnahagsaðgerðir sem taka gildi á næsta ári mæti nú vaxandi andstöðu. Ennfremur hefur ungverska þingið nú samþykkt tillögu um víðtæk- ar breytingar á ríkisstjórninni, sem beinist að þvi að yngja ríkisstjórnina upp og gera hana afkastameiri. Breytingarnar sem þingið samþykkti á miðvikudag fela í sér að fimm fulltrúaembætti í forsætisráðuneytinu verða lögð niður, innanríkis- og utanríkisvið- skipti verða sett undir eitt ráðuneyti, stofnuð verða sérstakt áætlunar- og efnahagsráð og heilbrigðis- og félagsmálaráðu- neyti, sem koma í stað heilbrigð- isráðuneytis, verkalýðsmála- stofnunar og æskulýðs- og íþróttamálastofnunar. í byijun næsta árs eiga Ung- veijar í vændum miklar verð- hækkanir, niðurskurð á fjárframlögum ríkisins og fyrsta virðisaukaskatti sem um getur í Austur-Evrópu. Grosz, forsætis- ráðherra, sagði á ungverska þinginu á miðvikudag að á sama tíma og almenningur hefði al- mennt sýnt skilning á efnahags- aðgerðunum sæjust merki hins gagnstæða og að nauðsynleg til- trú fari nú minnkandi. Gross sagði ennfremur: „Vax- andi erfíðleikar kynda undir starfsemi andstöðuhópa. Stjómin heldur áfram að beijast fyrir skoðanaskiptum við alla þá sem leita lausna í þágu sósíalískra framfara. Við neitum á hinn bóg- inn að ræða við fólk með fjand- samlegar skoðanir sem reynir vísvitandi að skapa vantraust á markmiðum okkar og tilraunum til að koma þeim í framkvæmd." Gross sagði að lokum að breyt- ingamar á ríkisstjóminni væru aðeins fyrsta skrefíð og frekari breytinga væri að vænta að ári. Sovéskur sendimaður ræðir við íslenska ráðamenn: Afvopnunarsáttmálinn er mikilvægt skref í rétta átt -segir Viktor Pavlovitsj Starodúbov VIKTOR Pavlovitsj Starodúbov, sérlegur sendimaður Sovétstjórnar- innar, átti í gær viðræður við Þorstein Pálsson forsætisráðherra, Steingrim Hermannsson utanríkisráðherra og fulltrúa nokkurra flokka í utanríkismálanefnd Alþingis. Tilgangurinn með komu Starodúbovs hingað tíl lands var að skýra íslenskum embættismönn- um frá niðurstöðum leiðtogafundarins í Washington frá sjónarmiði yfirvalda í Sovétríkjunum. I spjalli sem blaðamaður Morgunblaðsins átti við Starodúbov kvaðst hann vera ánægður með viðræður sínar og fulltrúa íslendinga og sagðist telja að sjónarmið íslendinga og Sovétríkjanna á sviði öryggismála færu i grófum dráttum saman. Viktor Starodúbov, sem er deild- arstjóri í alþjóðadeild miðstjómar sovéska kommúnistaflokksis, kom hingað til lands á fimmtudagskvöld og fer í dag, laugardag. Hann hef- ur þegar sótt ráðamenn í Svíþjóð heim 1 sömu erindagjörðum og áformað er að hann eigi einnig við- ræður við danska embættismenn. Starodúbov sagði í samtali við Morgunblaðið að Sovétmenn teldu sériega mikilvægt nú um stundir að skýra öðrum þjóðum frá afstöðu Sovét8tjómarinnar í afvopnunar- og öryggismálum ekki síst í ljósi þess að mikilvægur samningur um upprætingu meðal- og skamm- drægra kjamorkuflauga hefði verið undirritaður á fundi leiðtoga risa- veldanna í Washington. Sagði hann ekki síður mikilvægt að fá tækifæri til að kynnast sjónarmiðum annarr- ar þjóða og því væri hann ánægður með för sína hingað til lands. Efasemdir í Sovétríkj- unum Aðspurður sagði hann að sové- skir ráðamenn teldu afvopnunar- sáttmálann sérlega mikilvægan sem fyrsta skref í átt til frekari af- vopnunar auk þess sem þeir væru sammála bandariskum embættis- mönnum um það að samningurinn gæti reynst mikilvægt fordæmi í frekari viðræðum og nefndi hann sérstaklega viðræður risaveldanna um fækkun langdrægra lq'amorku- vopna. Blaðamaður Morgunblaðsins spurði Starodúbov hvort efasemdir væru ríkjandi f Sovétríkjunum um gildi sáttmálans þar sem Sovét- menn myndu þurfa að eyða fleiri kjamorkueldflaugum en Banda- rikjamenn. Blaðamaður vitnaði til skoðanakönnunar sem birtist í Prövdu, málgagni sovéska kom- múnistaflokksins á fimmtudag þar sem einungis 37 prósent aðspurðra kváðust þess fullviss að samningur- inn myndi treysta öryggi Sovétríkj- anna. Starodúbov kvaðst ekki hafa séð þessa frétt. „Auðvitað vekur það athygli margra Sovétmanna að stjómin skuli hafa fallist á meiri niðurskurð en Bandríkjamenn en ég held að einmitt þessi sama spuming muni koma upp í Æðsta- ráði Sovétríkjanna er rætt verður um staðfestingu samningsins. En við teljum að sovéska þjóðin muni skilja þær ástæður sem lágu að baki því að við féllumst á þennan samning, “ sagði hann. „Það var nauðsynleg að breyta hinum gamla hugsunarhætti," bætti hann við og sagði samninginn sögulegt skref.í átt að frekari afvopnun. Sagði hann Sovétstjómina hafa ákveðið að fall- ast á að eyða fleiri eldflaugum en Bandaríkjamenn þó svo að ráða- mönnum væri ljóst að með þessu væri tekin ákveðin áhætta. Kvaðst hann vilja bæta því við að sam- kvæmt ákvæðum afvopnunarsátt- málans myndi Evrópa vera laus við hættulegustu kjamorkuvopnin eftir þijú ár. \ Langdræg kjarn- orkuvopn Starodúbov var spurður hvort Sovétmenn væra sammála því mati margra vígbúpaðarsérfræðinga og bandarískra embættismanna að samningurinn um upprætingu eld- flauganna væri ekki síst mikilvæg- ur vegna þess að hann gæfi vísbendingu um hvemig haga mætti frekari viðræðum um fækkun kjamorkuvopna. „Já, við eram sömu skoðunar. Þetta er sérlega jákvæður þáttur og samningurinn mun auðvelda næsta skref sem verður samningur um helmings fækkun langdrægra kjamorku- vopna," sagði hann og bætti því við að hann væri sannfærður um að almenningur í Sovétríkjunum myndi gera sér ljóst að ákvörðun stjómvalda hefði verið rétt. Starodúbov kvaðst telja að mikið hefði áunnist í viðræðum um fækk- un langdrægra kjamorkuvopna á leiðtogafundinum í Washington en vildi ekki staðfesta frétt frá Reut-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.