Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 f spurt og svarad I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI Staðgreiðsla skatta Hér fara á eftir spurningar lesenda Morgunblaðsins um stað- greiðslu opinberra gjalda og svör embættis ríkisskattstjóra við þeim. Stefán Guðmundsson spyr: Ég er með dóttur í framhalds- skóla óg er hún í íhlaupavinnu hjá nokkrum aðilum. Hvernig á ég að snúa mér með hennar skattkort svo persónuafsláttur hennar nýtist sem best? Svar: Sá sem vinnur hjá fleir- um en einum launagreiðanda getur sótt um og fengið auka- skattkort útgefið hjá skattstjór- um eða ríkisskattstjóra. Ef skipt er um vinnu ber mönnum að leggja skattkort sitt inn hjá hin- um nýja launagreiðanda svo tillit verði tekið til persónuafsláttar við afdrátt staðgreiðslu. Listamenn Björn Th. Björnsson spyr: Hvemig snýr nýja skattakerfið að listamanni sem ekki hefur nein- ar tekjur aðrar en þær er hann hefur af sýningu, sem hann vinn- ur að, og aflar honum ekki tekna fyrr en í lok næsta árs eða síðar. Hvemig á viðkomandi listamaður að telja fram og hvemig á hann að nota skattakort sitt. Þá er spuming um sölu lista-' verka. Hingað til hafa listamenn gert rekstrarreikning og getað dregið frá ýmsan kostnað. Hvem- ig á að haga þessu núna? Svar: Almenna reglan er sú að listamaður fellur undir sömu skattalega meðferð og sá maður sem stundar sjálfstæðan atvinnu- rekstur. Telst listamaður því vera Iaunagreiðandi í skilningi stað- greiðslulaga enda þótt hann greiði ekki öðrum laun. Honum ber að tilkynna sig til launagreiðenda- skrár ríkisskattstjóra á eyðublöð- um sem fást hjá skattyfirvöidum. Um leið og búið er að færa lista- manninn á launagreiðendaskrána ber honum að reikna sér endur- gjald eftir viðmiðunarreglum sem gefnar verða út af ríkisskatt- stjóra. Þær reglur verða birtar á næstu dögum. Um listamenn sem hafa breyti- legar tekjur gilda sérstakar reglur. Samkvæmt þeim geta menn dreift tekjum sínum á fleiri en eitt ár ef skattstjóri heimilar. Svar við síðari spumingu Bjöms kemur fram í svarinu hér að framan enda er sjálfstæðum rekstraraðilum almennt heimilt að draga rekstrarkostnað við öfl- un tekna, sem sannaður er með jögskipuðu bókhaldi, frá skatt- skyldum tekjum. Aukaskattkort Lovísa Jóhannsdóttir spyr: Ég er ellilífeyrisþegi og vinn hlutastörf hjá tveimur aðilum. Á ég að skila skattkorti til beggja þessara aðila? Svar: Já, ef persónuafsláttur nýtist ekki að fullu hjá Trygginga- stofnun og hjá öðmm launagreið- andanum, þarftu að fá útgefin fleiri aukaskattkort hjá skatt- stjóra eða ríkisskattstjóra. Húsnæðisreikníngar Þórður Jónsson spyr: Hvað verður -um húsnæðis- spamaðarreikninga nú þegar staðgreiðslukerfíð hefur verið tek- ið upp? Fæst skattafrádráttur vegna þeirra áfram? Svar: Já, að uppfylltum vissum skilyrðum er frádráttur möguieg- ur. Ólíklegt er þó að almennum launamanni nýtist slíkur frádrátt- ur vegna sérstakrar niðurfellingar á innheimtu álagðra gjalda 1988. A1-.X / ’O'VA'. i ''ór// tSM Skilyrði fyrir samsköttun Asta Eyjólfsdóttir spyr: Ég vinn úti tvo til þijá mánuði á ári en er tekjulaus þess á milli. Get ég afhent sambýlismanni mínum 30 prósent af persónuaf- slætti mínum og haldið sjálf tuttugu prósentum? Svar: Ef þið fullnægið skilyrð- um til samsköttunar á tekjur og eignir getur sambýlismaður þinn nýtt 80% af þeim persónuafslætti sem þér nýtist ekki sjálfri. Ef þér t.d. nýtist 20% af persónuafslætt- inum fær sambýlismaðurinn 80% af afganginum. Það samsvarar 64% af mánaðarlegum persónu- afslætti yðar. Skilyrði fyrir samsköttun eru eftirfarandi: a. Sameiginlegt lögheimili. b. Að sambýlisfólkið eigi bam saman, að konan sé þunguð eða að sambúðin hafi varað samfleytt í a.m.k. tvö ár, auk þess að; c. bæði sæki skriflega um sam- sköttun til skattstjóra. Stórkostleg ítölsk hönnun, sem hittir þá kröfuhörðustu beint í hjartastað. Kjörgripirtil gjafa - eða bara til þess að gleðja sjálfan sig og fjölskylduna. Sérverslun með listræna húsmuni Borgartúni 29 Sími 20640 Morgunblaðið/Emilía Verslunin Taktur í Ármúla 17. Á myndinni eru talið frá vinstri: Eirikur Guðmundsson, Hörður Haraldsson, Ómar Magnússon verslun- arstjóri og Ólafur Haraldsson framkvæmdastjóri. Verslunin Takt- ur flutt í Armúla TAKTUR hf. - hljómdeild Fálk- ans — hefur flutt starfsemi sína í Ármúla 17 þar sem ný verslun hefur verið opnuð. Nýja verslunin sérhæfir sig í sölu hljómtækja frá Kenwood, Nad, ar og Wharfedale ásamt sölu sjón- varpstækja frá Loewe. Einnig nerður verslunin með úrval geisla- diska. Taktur hf. hóf starfsemi sína 1. nóvember 1986 eftir að hafa keypt hljómplötu- og hljómtækjadeild Fálkans hf. Hönnuðir nýju verslunarinnar eru Haraldur V. Haraldsson og Ellen Valgeirsdóttir arkitektar. Taktur hf. rekur áfram hljóm- plötuverslunina á Laugavegi 24. Framkvæmdastjóri Takts hf. er Óiafur Haraldsson. Hjálpræðisherinn: Aðventusamkomur í Reykjavík og á Akureyri VÐVENTUSAMKOMUR verða íaldnar í Hjálpræðishemum í teykjavík og á Akureyri sunnu- laginn 20. desember. A aðventusamkomunum verður lagskrá sem yngri kynslóðin sér ið mestu leyti um. Einnig verður jöldasöngur. í Reykjavík verður samkoman að Kirkjustræti 2 og sýna böm á aldrinum 5-10 ára helgileik og nýi sönghópurinn syngur jólalög. Brigader Ingibjörg Jónsdóttir flytur ávarp og í lok samkomu verður boðið upp á kaffisopa. Á Akureyri verður samkoman á Hvannavöllum 10 og sýna þar yngri liðsmenn helgileik. Æskulýðskórinn undir stjóm Oskars Einarssonar og nýstofnaða lúðrasveitin undir stjóm Normans H. Dennis sjá um sérsöng og tónlist. Níels Jakob Erlingsson hermannaleiðtogi flytur ávarp. Leiðrétting í frétt um sýningu leikhóps frá Þjálfunarskólanum Stjömugróf í Morgunblaðinu í fyrradag, misrit- aðist nafn eins þátttakanda, sem hins vegar var rétt í myndatexta. Rétt nafn er Gunnar Gunnbjörns- son.Þetta leiðréttist hér með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.