Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 I en samt Smith & IMorland Nóatúni 4, sími 28300 / Fjölhæf: Kraftmikil: Hrærir, hnoðar, blandar, þeytir, brytjar, rffur, raspar, tætir og sker. 400Wstöðugtafl. Fyrírférðariftil: Þarf aðeins rými sem er 28x20.sm. Hún erfrá SIEMENS og heitir COmfXfCt Gazella fyrir dömur KAPGSALAN BORGARTCJNl 22 AKGREYRI HAFNARSTRÆTI 88 SÍMl 23509 Næg bílastæði SÍMI96-25250 Póstsendum um land allt Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjalðslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð f Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fölk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. var oft. Aldrei skammir. Ekki einu sinni þegar ég gleymdi að setja múgavélina í ferðastellingar og ók á blússi í gegnum hliðið. Reif og sleit beislið á traktor og áhaldi. Þá hló hann hvað hæst og sá mest eftir því að hafa ekki verið vitni að öllu saman. Ég var miður mín og skammaðist mín hroðalega fyrir klaufaskapinn meðan Stjáni var ekkert nema uppörvun og hvatning. Minningamar sækja svo fast á mig nú, að þær skrifa þessa kveðju nú við leiðarskiL Það var alltaf gott veður, til dæmis, þegar við einhvem tíma fyrra sumarið stóðum við flárhúsin' og heyrðum hest gera vart við sig úti í bjarta sumamóttina. Þá sagði hann mér frá því að einu sinni hefði hann heyrt þama heima á Óðalinu hestastóð hlaupa bakkana á Hvítá svo undir hefði tekið í fjöllum. Hann lýsti fyrir mér þessum hófadyn, sem hefði fengið jörðina til að syngja í hávaða. Hann sagði mér, að hann hefði upplifað þetta ungur og það hefði greypst inn í bamshugann sem ekkert annað. Og svo næstum ári síðar voram við staddir á sama stað og þá gerðist það. Stóðið þeysti bakkana, það tók undir i fyöll- um og sumarkvöldið fylltist af þessu einu í stórkostlegri upplifun. Þá sagði hann bara þetta: „Svona var það“ og andlitið ljómaði sem aldrei fyrr. Æ, það er hægt að halda enda- laust áfram. Sterk er myndin þegar söngröddin braust á við vélasláttinn og sálmamir yfirgnæfðu vélardyn- inn og skellina í hlaupastelpunni. Þá var það „Jesús kóngur klár“ sem sigraði hávaðann. Kristján var afburðamaður á þeim sviðum sem mér þykja hvað mest. Duglegur, laginn, aeðralaus og kátur, alltaf. Hann var alinn upp þama á bökkunum og sótti laxinn í straumþungann í Hvítá. Ef vant- aði bát, þá smíðaði Stjáni í Miðbænum hann bara og ekki bara fyrir sig heidur og fyrir alla bæi í allri sveitinni. Hann vildi bara vita hvað hestöfiin væra mörg er drífa skyldu fleyið. Þá þarf að hafa að- eins flatari eða kúptari botninn að aftan. Ég veit ekki hvort hann teiknaði þessa báta upp áður. Þurfti þess eflaust ekki. Afi minn, sem var skipasmiður, var efablandinn yfir aðferðunum og bátaiagi, en það skipti engu. Allir virkuðu bátamir og allir komu þeir aftur með menn og siifraðan aflann, hvort sem sand- ur eða straumur reyndu að hrifsa þá. Konu átti Kristján góða, Sigríði Halldórsdóttur. Og þijár dætur, Sigrúnu, Ingu og Dúnu. Allar af- burða vandaðar, duglegar og hvers manns hugljúfi er þeim kynntust. Þeirra er söknuðurinn nú. Megi Guðs blessun fylgja húsi þeirra mæðgna allra og breyta söknuði í minningar. Fagrar, góðar minning- ar. Það var alltaf gott veður og ef það var ekki, þá er það trú mín nú skoðað yfir íjarlægð áranna, að Kristján Guðjónsson hafi bara búið það til úr hráefni hverrar líðandi stundar. Mitt er þakklætið fyrir góð kynni af góðum dreng. Pjetur Þ. Maack Minning: Kristján Guðjóns- son - Feijubakka í dag verður jarðsettur einhver ágætasti maður sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, Kristján Guðjónsson, bóndi á Feijubakka í Mýrasýslu. Foreldrar mínir og Kristján vora tengd óijúfanlegum böndum og reyndar reikna ég með að þeir fað- ir minn séu þegar famir að ræða veiðiskap fyrir handan. Frá því að ég man eftir mér í „Höll sumarlandsins" á bökkum Hvítár í Borgarfírði var Kristján stór hluti af tilveranni. Daglega hittumst við, annað hvort þegar hann kom með lax, sem hann lagði inn hjá okkur eða í umvitjun á ánni. Ég hygg að það sé dýrmætt ungum dreng að kynnast manni með slíka hjartahlýju, þolinmæði og æðraleysi sem Kristján bjó yfir. Þá hef ég oft hugsað um fölskvalausa vináttu þeirra föður míns. Þar bar aldrei skugga á þó að skapferli þeirra væri æði ólíkt. En það vora áin, laxinn, netaveiðin og veðurfarið sem vora þeim óþijótandi umræðu- efiii. Latill strákur fylgdist oft með þessum samræðum af áhuga, hvort heldur þær vora á Norðurkotshól eða við Einbúa. Það má því með sanni segja að Kristján hafi tekið virkan þátt í daglegu amstri okkar þann tíma sem laxveiðin stóð yfir á sumrin. Tíðar heimsóknir, aðstoð við pökk- un og flutning á laxi, hjálpsemi og stuðningur í hvívetna. Þá hýstu þau PARDCIS fyrir herra Sigriður föður minn á hveiju vori um margra ára skeið þegar und- irbúa þurfti veiðiskapinn. A vetuma era mér margar ferðir Kristjáns til Reykjavíkur minnisstæðar þegar hann kom að velja kjörvið í báta, sem hann smiðaði öðram mönnum betur. Slíkum leiftram frá liðnum áram bregður fyrir hugskotssjónir á þess- um tímamótum. En fyrst og fremst hygg ég að Kristján verði mér minnisstæður sem góður drengur, bóndi og laxveiðimaður af Guðs náð. Fýrir hönd foreldra minna og systkina sendi ég eftirlifandi konu Kristjáns, Sigríði Halidórsdóttur og bömum þeirra, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ingólfur Hannesson Einhvem veginn var alltaf gott veður Minningamar mínar neita öllu öðra. Ég stóð með pokann minn en vegkanturinn hélt á töskunni í ryk- mekki rútunnar annan eða þriðja júní 1964. Þegar rykinu létti stóð Land Roverinn þama bryðjandi díselolíuna. Þetta gæti alveg verið upphafssena kvikmyndar, en þetta var nú bara upphaf mitt að tveggja sumra dvöl á Feijubakka, mið- bænum. Undir stýrinu sat hann. Kristján Guðjónsson, Stjáni í Mið- bænum, sá er vera skyldi húsbóndi borgarstráksins, sem þóttist ætla að vera kaupamaður í sveit. Snar- aði sér snaggaralega undan stýri, heilsaði fast, glaðlegur, grannur og ljós yfirlitum. Hávaxinn, léttur á fæti og geislaði góðu. Ég var asnalegur. í þessum vinnufötum, sem vora svo ný, að öll brot vora á sínum stað og búðar- lyktin yfírgnæfandi. Ég tók hús og það hafði verið beðið með kvöldmat- inn. Fátt rætt en strax var léttast yfir Stjána, hann þurfti ekki lengri tíma tii að bijóta ísinn og kynnast. Strax þetta kvöld hló hann dátt með bakfalli og sló á alla strengi létta. Hefur eflaust fundið inn á hvað ég var kvíðinn, feiminn og hálf utan við mig. Ég var hjá Stjána og Stínu sumr- in mín íjórtánda og fimmtánda. Hafði þá verið í sveit annars staðar ein átta sumur á undan. Þetta vora og era alltaf viðkvæm ár, allt að þroskast og mótast til endanlegrar myndar fullorðinsára. Tilfínningar, líkami, framkoma, verksvit og allt annað. Þá var gott að vera í Mið- bænum. Þá man ég hvað fyrst að mér var treyst fullkomlega fyrir verki mfnu, er Stjáni fól mér verkin í ríki sínu og spurði svo ekki meir. Það var góð og holl upplifun. Hrós- aði að verki vel gerðu. Sló á létt eða gerði grín ef mér mistókst, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.