Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 73
* MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987
73
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Morgunblaðið/Ami Sœberg
Suk-Jae Chol, markvörður S-Kóreumanna, sést hér á æfingu i Laugardals-
höllinni í gær.
„Höfum undirbúið
okkur vel fyrir
leikina gegn
S-Kóreumönnum“~
- segir Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði landsliðsins
„Viö höfum œft grimmd að
undanförnu og hefur varnar-
leikurinn veriö tekinn alveg
sérstakiega fyrir. Ekki veitir af
þar sem S-Kóreumenn eru
nœstu mótherjar okkar. Þeir
leika mjög skemmtllegan og
lóttleikandi handknattleik,11
sagði Þorgils Óttar Mathiesen,
fyririiði íslenska landsiiðsins,
sem leikur gegn S-Kóreumönn-
um f Laugardalshöllinni nk.
mánudags- og þriðjudags-
kvöldi.
S-Kóreumenn komu skemmti-
lega á óvart f HM-keppninni í
Sviss, þar sem við máttum þola tap
gegn þeim. Þeir leika öðruvísi en
aðrir. Mjög snöggan og skemmti-
legan sóknarleik, sem hefur minnt
á leik Rúmena, sem leika einnig
mjög léttleikandi handknattleik
með skemmtilegum leikfléttum.
Handknattleiksunnendur eiga ekki
að fara vonsviknir frá Laugardals-
höllinni eftir að hafa séð S-Kóreu-
menn leika,1' sagði Þorgils Óttar.
„Við höfum undirbúið okkur vel
fyrir leikina gegn S-Kóreumönnum.
Þeir eiga ekki að koma okkur á
óvart eins og HM í Sviss, þar sem
þeir léku vamarleikinn mjög fram-
arlega gegn okkur. Ástæðan fyrir
þvf að þeir leika vömina svo framar-
lega - er að þeir eru ekki það
stórir til að leika flata vöm, og þá
em þeir ekki það líkamlega sterkir
til að vera í miklum vamarátökum.
Við verðum að leika yfírvegaðan
og taktfskan sóknarleik gegn þeim,
til að brjóta vöm þeirra á bak aft^
ur,“ sagði Þorgils Óttar.
Leikimir gegn S-Kóreumönnum
heflast kl. 20.30 báðakeppnis-
dagana.
Yong-Ki
Oh sleit
liðbönd
áæfingu
í Höllinni
Suður Kóreska landsiiðið í
handknattlelk varð fyrir blóð-
töku á æfingu í Laugardals-
höllinni f gardag. Einn af betri
mönnum liðslns, Yong-Ki Oh,
datt illa og sleit liðbönd f hnó.
Verður hann að gangast undir
uppskurð og verður lengi frá
handknattleik.
Að sögn II Soo Jun, upplýsinga-
fulltrúa kóreska liðsins, er
mikill mis8ir að Yong-Ki Oh, sem
er einn besti maður liðsins og einn
af fjórum hávöxnustu mönnun þess.
Jea-Won Kang, stórskytta S-Kóreumanna, sést hér nr. 13.
Morguhblaöió/Árni Sæberg
Yong-KI Oh, einn af bestu leikmönnum S-Kóreu, meiddlst alvarlega á æfingu
f Laugardalshöllinni 1 gær. Hann var fluttur á Borgarspítalann, með slitin liðbönd.
Kóreumenn hita
upp á Akureyri
LANDSLIÐ Suður-Kóreu f
handknattleik leikur gegn
styrktu Akureyrarúrvali f
fþróttahöllinni á Akureyri f dag
og hefst leikurinn klukkan 15.
Brynjar Kvaran, þjálfari KA, og
Guðjón Guðmundsson, liðs-
stjóri landsliðsins, völdu hópinn
fyrir viðureignina í dag og munu
eftirtaldir leikmenn leika:
Markverðir: Brynjar Kvaran, KA,
og Gfsli Felix Bjarnason, KR.
Aðrir ieikmenn: Jón Kristjánsson,
Val, Júlíus Gunnarsson, Fram, Kari
Þráinsson, Víkingi, Héðinn Gilsson,
FH, Erlingur Kristjánsson, KA,
Pétur Bjamason, KA, Axel Bjöms-
son, KA, Sigurpáll Árai Aðalsteins-
son, Þór, Guðmundur Guðmunds-
son, KA, Ámi Stefánsson, Þór, og
Hafþór Heimisson, KA.
HANDBOLTI
Krístján,
Bjami
ogAHreð
ekkimeðl
Danmörku
Kristján Arason, Alfreð
Gfslason og Bjami Guð-
mundsson geta ekki leikið með
islenska landsliðinu f handknatt-
leik í fjögurra landsliðs móti í
Danmörku milli jóla og nýárs.
Sigurður Sveinsson og Páll Ól-
afsson verða aftur á móti með
í Danmörku. í mótinu leika
Danir, íslendingar, Spánveijar
og Svisslendingar. Landsliðs-
hópurinn heldur út 26. desember
og aftur verður komið heim 81.
janúar.
Allir sterkustu handknuttlciks-
menn íslands verða aftur á
móti með í World Cup, sem verð-
ur í Svíþjóð 12. til 17. janúar.
íslendingar leika þar f riðli með
Dönum, Júgóslövum og A-Þjóð-
veijum. í hinum riðlinum f Worid
Cup leika Svíar, V-Þjóðveijar,
Ungveijar og Sp&nveijar.