Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 62
/
62
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987
t
Móðir okkar,
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR
frá Vaðbrekku,
lést í sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 17. desember.
Guðrún Aöalsteinsdóttir,
Jóhanna Aðalsteinsdóttir,
Guðlaug Ingibjörg Aðalsteinsdóttir,
Jón Hnefill Aðalsteinsson,
Stefán Aðalsteinsson,
Sigrún Aðalsteinsdóttir,
Aðalsteinn Aöalsteinsson,
Hákon Aðalsteinsson,
Ragnar Ingi Aðalsteinsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN BJARNADÓTTIR,
Kópavogsbraut 63,
andaðist í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, miðvikudaginn 16. desember.
Bjarni R. Jónsson,
• Björgvin Jónsson,
Þórdfs Eggertsdóttir
og barnabörn.
t
Faðir okkar,
GUÐMUNDUR VALDIMAR ÁGÚSTSSON,
Sunnuhvoli,
Vat nsley sust rönd,
andaðist í Borgarspítalanum 18. desember.
Börnin.
t
Maðurinn minn,
JÓN JÓHANN KATARÍNUSSON,
Stigahlfð 20,
lést á Hvítabandinu 11. desember.
Jaröarförin fer franri frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. desem-
ber kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna skal bent á
Hvítabandiö.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna
Sigríður Ólafsdóttir.
t
Útför
ÞURÍÐAR GUÐNADÓTTUR
fyrrum Ijósmóður á Akranesi
verður frá Seljakirkju í Breiðholti mánudaginn 21. desember og
hefst kl. 13.30.
Bjarni Th. Guðmundsson,
Sigurbjörg Viggósdóttir, Ingibergur Bjarnason,
Álfheiður Sigurgeirsdóttir, Páll Bjarnason.
t
Utför föðurbróður okkar
ÞÓRÐAR GUÐJÓNS SIGURÐSSONAR,
Rauðarárstíg 11,
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð.
Steinlaug Sigurjónsdóttir,
Sofffa M. Sigurjónsdóttir,
Hreinn Sigurjónsson,
Helgi Þ. Sigurjónsson.
Minning:
Páll Júlíusson,
bóndi, Hítarnesi
Fæddur 20. desember 1934
Dáinn 9. desember 1987
Páll Júlíusson var fæddur í Hítar-
nesi í Kolbeinsstaðahreppi 20.
desember 1934. Hann var yngstur
tíu bama hjónanna Kristínar Stef-
ánsdóttur og Júlíusar Jónssonar
bónda og hagyrðings í Hítamesi.
Páll dvaldi í Hítamesi alla tíð, en
hann tók við búi af föður sínum
1966. Þá var móðir han& látin en
Júlíus faðir hans dvaldi í Hítamesi
hjá_ syni sínum til dánardægurs..
Árið 1959 fórst togarinn Júlí og
með honum þijátíu manns. Einn af
þeim var bróðir Páls, Aðalsteinn,
ungur efnilegur maður. Ung kona,
Kristbjörg Þórarinsdóttir, missti
mann sinn einnig í þessu mann-
skæða sjóslysi. Hún var nú ekkja
með sex ung böm. Kristbjörg fór í
Hítames sem ráðskona með fjögur
böm sín. Páll og hún gengu síðar í
hjónaband og eignuðust þau saman
fímm böm. Þau eru: Kristín, búsett
í Vestmannaeyjum, Aðalheiður,
Halldór, Stefán og Júlíus, öll heim-
ilisfólk í Hítamesi.
Kristbjörg og Páll voru mjög sam-
hent í búskapnum og samrýmd.
Þegar Páll tók við búi í Hítamesi
tók hann þegar til við miklar fram-
kvæmdir. Hann stækkaði túnið,
byggði nýtt íbúðarhús, fjós og hlöðu.
Var með ólíkindum hve miklu hann
kom í verk þegar þess er gætt hve
mikla ómegð hann hafði. En Pál!
var ákaflega vinnusamur og vannst
allt vel. Hann var þó hægur í fasi
og rólegur og virtist alitaf hafa nóg-
an tíma. Hann var einn af þessum
mönnum sem reynast drýgri til
margra verka en þeir sem meira láta.
Páll var ágætlega greindur og
gæddur mörgum hæfileikum þótt
hann flíkaði þeim ekki. Páll var t.d.
orðinn fullorðinn maður þegar menn
komust að þyí að hann var góður
söngmaður, hafði mikla og góða
bassarödd. Og eins og í öðru þá lá
Blóma- og
W skreytingaþjónusta Cj
hvert sem tilefnið er. '*
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
Álfheimum 74. sími 84200
Páll ekki á liði sínu að efla fáskrúð-
ugt sönglíf fámenns sveitarfélags.
Hann söng í kirkjukór Kolbeins-
staðakirkju og um tíma var hann í
Mýramannakómum. Það vissu fáir
fyrr en á seinni árum að Páll var
líka ágætur hagyrðingur. En ekki
flíkaði hann mikið vísum sínum.
Páll hefur sjálfsagt aldrei óskað
sér annars hlutskiptis en að vera
bóndi í Hítamesi. Hann hafði gaman
af skepnum og lét sér annt um þær
eins og góðra bænda er siður. Eink-
um hafði Páll yndi af góðum hestum
og átti góða reiðhesta. Annir bónd-
ans hafa vafalaust komið í veg fyrir
að hann gæti sinnt hestamennsku
að einhverju ráði.
Eins og áður sagði var Páll hæg-
látur maður og hafði ekki hátt á
mannfundum. En hann bjó yfír hlýrri
glettni og var manna skemmtilegast-
ur í góðra vina hópi.
Ég sem þetta rita hef þekkt Páll
alla ævi, enda fæddur og uppalinn
í sama sveitarfélagi. En sem fullorð-
inn maður flutti ég á næsta býli við
Hítames og hóf þar búskap. Þá
kynntist ég því vel hve mikill mann-
kostamaður Páll var. Á frumbýlis-
ámm mínum þurfti ég oft að leita
til Páls um aðstoð við eitt og annað,
fá lánaða vél eða vél og mann. Aldr-
ei taldi Páll sig hafa svo mikið að
gera að hann gæti ekki gert mér
greiða. Allt var sjálfsagt. Á ég og
fjölskylda mín Páli mikið að þakka
bæði þá og síðar. Betri granna getur
enginn óskað sér.
Eg og fjölskylda mín sendum
Kristbjörgu, bömunum og systkin-
um Páls okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hallbjörn Sigurðsson,
Krossholti.
Veistu ef þú vin átt,
þann er þú vel trúir,
og vilt þú honum gott geta,
geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að fínna oft.
(Hávamál)
Lítið brot úr Hávamálum er þess
umkomið að birta okkur þau sann-
indi, að án annarra erum við harla
Hótel Saga
Sími 1 20 13
Blóm og
skreytingar
viÖ öll tœkifœri
lítils megnug og hvemig við treystum
á vináttu og drengskap þeirra sem
með okkur deila þessu jarðneska lífí.
Maður er manns gaman. Við hvert
dauðsfall myndast skarð í hópinn
sem ekki verður fyllt þó góðar minn-
ingar lifí eftir.
I dag er til moldar borinn Páll
Júlíusson bóndi Hítamesi í Kolbeins-
staðahreppi. Hann var fæddur 20.
desember 1934 í Hítamesi, yngstur
ellefu bama hjónanna þar, Júlíusar
Jónssonar og Kristínar Stefánsdótt-
ur. Páll ólst upp í Hítamesi við öll
venjuleg sveitarstörf og í Hítamesi
var heimili hans alla tíð því við búinu
tók hann af föður sínum 1966.
Eftirlifandi kona hans er Krist-
björg Þórarinsdóttir frá Reykjavík
og eignuðust þau hjón fímm böm,
Kristínu Júlíu, Aðalheiði, Halldór
Jón, Stefán Helga og Júlíus. Enn-
fremur ólust upp í Hítamesi sex
böm Kristbjargar af fyrra hjóna-
bandi, Þómnn Katrín, Þórður Kristj-
án, Guðvarður Jósep, Kristbjörg,
Skúli Lárus og Ingi Þór.
í Njálssögu segir um Bergþóru að
hún væri drengur góður. Um Pál
langar mig að segja að hann var
drengskaparmaður sem ég á ótal
góðar minningar um. Hann var ná-
granni foreldra minna alla tíð og
betra nágrenni hugsa ég að hafí
verið vandfundið. Það var ekki aðeins
að samskipti milli heimilanna væri
góð, heldur var alltaf hægt að treysta
á hjálp Páls í erfíðleikum er að steðj-
uðu. Það var ósjaldan sagt heima:
Skyldi Páll geta komi, og alltaf gat
Páll komið, sama hvað þurfti að gera
og sama á hvaða tíma, þó hann hefði
ærið nóg að snúast heima fyrir. Svo
stór hluti var hann af heimsmynd
minni sem bams að mér fannst bara
vera til einn Páll og það var Páll í
Hítamesi.
Páli var gestrisni í blóð borin.
Hann tók á móti gestum á hlaðinu
með sínu þétta, hlýja handtaki og
aldrei var við annað koman^i en
gesturinn kæmi í bæinn og þö. -n
veitingar.
Páll sóttist ekki eftir veraldlegum
frama þó hann veldist í trúnaðarstöð-
ur. Hann var eins og svo margir
íslenskir bændur sem búa að sínu í
kyrrþey með sóma. Framagimi og
eiginhagsmunapot voru honum síst
að skapi.
Með þessum fátæklegu orðum
■ kveð ég elskulegan nágranna með
þakklæti fyrir og tileinka honum
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Verslunin Jata,
Hátúni 2
Mikið úrval kristilegra bóka og
hljóöritana (plötur, snældur,
geisladiskar).
Eínnig kerti, kort, gjafavörur,
myndir og margt fleira.
Opió á almennum verslunartíma.
Kalifornía
Myndarlegur svissnesk-þýskur
ítali, 39 ára sem býr í Kaliforníu,
óskar eftir að komast í samband
við huggulega granna íslenska
konu. Ef þú ert i giftingarhugleiö-
ingum og óskar eftir breytingu
og einlægu sambandi skrifaöu
þá til mín. Áhugamál mín eru
heilsurækt, dans, börn, leikhús,
hvítvín, bíó og ferðalög. Ég er
lóttur i lund, rómantískur og fjár-
hagslega vel settur. Ég hef
gaman af aö skrifa, hlaupa, liggja
á strönd, sögu forfeðra okkar,
fljúgandi furöuhlutum, fornleifa-
fræði og heimspeki. Vinsamleg-
ast sendið mynd. Öllum bréfum
verður svarað. Hægt er að út-
vega samband við fslendinga í
Kaliforniu til aö fá upplýsingar
um mig.
Sendiö upplýsingarnar á ensku
ti! auglýsingadeildar Mbl. merkt-
ar: „Kalifornia - 3177".
1927 60 ára 1987
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferðir Ferðafélagsins:
Sunnudaginn 20. desember kl.
10.30. - Esja - Kerhólakambur
(851 m).
Komið með i vetrarsólstöðuferð
F.l. á Kerhólakamb. Hjá mörgum
er þessi gönguferð orðin fastur
liöur i stemmningunni fyrir jólin.
Gengiö er frá Esjubergi og fólk
á eigin bilum er velkomið meö.
Verö kr. 500,-
Næsta dagsferð verður sunnu-
daginn 27. des. kl. 13.00, en
þá er gengið um Vifilsstaðahlíö
- Vatnsendaborg að Kjóavöllum.
Létt ganga. Brottför frá Um-
feröamiöstööinni, austanmegin.
Farmiðar við bil. Frítt fyrir börn
i fylgd fullorðinna.
FERÐIR Feröafólags Akureyrar
árið 1987 fást á skrifstofunni.
Munið eftir að ná f farmiða f
áramótaferðina til Þórsmerkur.
Ferðafélag íslands.
01
Útivist, G
Slmar: 14606 og 23732
Sunnudagsferð 20. des.
kl. 11.00
Vetrarsólstöðuganga á Keili,
378 m. Ekið inn á Höskuldar-
velli og gengið þaðan á Keili um
vetrarsólstöður. Heimkoma um
fjögurleytið. Verð 700.- kr.
Sunnudagur 27. des. kl. 13.00
Ásfjall - Hvaleyrl. Siðasta dags-
ferð ársins. Létt og hressandi
ganga i skammdeginu. Verð
400.- kr., fritt fyrir börn með full-
orðnum. Brottför frá BSl,
bensinsölu (Kópavogshálsi og
Sjóminjasafninu Hafnarfirði).
Sjáumst.
Útivist, ferðafélag.
Fjölskyldudeild KFUM
ogKFUK
Jólafagnaöur veröur á morgun
20. desember kl. 15 á Amt-
mannsstíg 2b. Á fundinum
verður m.a. helgileikur, veitingar
og svo kemur jólasveinninn.
Aðgangseyrir er kr. 150 fyrir full-
orðna og kr. 100 fyrir börn. Allir
á öllum aldri eru velkomnir.
Nefndin.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Bæn og lofgjörö i kvöld kl. 20.30.
Krossirin
Aiiöhrckku 2 - Ki>|iavnj;i
Almenn unglingasamkoma í
kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir.
Munið jólatónleikana annað
kvöld kl. 20.30.