Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987
Landsbyggðin:
Bíða allt að tíu daga
eftir sakavottorði
Fólk úti á landi þarf að fá saka-
vottorð sent bréflega frá
Reykjavík við endurnýjun á ðku-
skirteini, og Morgunblaðið veit
dæmi þess að það taki allt að tiu
daga að biða eftir þessarri þjón-
ustu. Ekki er heimilt að gefa fleiri
aðilum aðgang að sakaskránni, og
auknar fjárveitingar þyrfd til að
gera útgáfu sakavottorða hrað-
virkari, að sögn Guðjóns Amfinns-
sonar, fulltrúa hjá ríkissaksókn-
ara.
Hægt er að anna öllum öðrum
formsatriðum við endumýjun á öku-
skírteini á viðkomandi stöðum, en
sýslumaður verður að senda lista
með nöfnum þeirra sem þurfa að fá
sakavottorð til sakaskrárinnar í
Reykjavík.
Að sögn Guðjóns Amfínnssonar
er ekki hægt að breyta þessu fyrir-
komulagi með því að gefa sýslu-
mönnum eða öðrum aðilum aðgang
að sakaskrá, því aðeins saksóknara
og starfsmönnum hans væri heimill
aðgangur að sakaskránni. Ekki væri
heldur hægt í dag fyrir hina tvo
starfsmenn sakaskrárinnar að af-
greiða hinn mikla fjölda af umsókn-
um vegna ökuskírteina f gegnum
síma.
Áður fyrr voru upplýsingar frá
sakaskrá sendar út á land með skeyt-
um, en hætt hefði verið við það vegna
þess að það hefði verið orðið um-
fangsmikið og dýrt. Ef gera ætti
þessa þjónustu hraðvirkari þyrfti að
auka flárveitingar til hennar, enda
væru aðeins tveir starfsmenn við
sakaskrána, og hefðu verið svo í
langan tíma enda þótt þeim verkefti-
um sem þeim væri falið að annast
hefði flöigað gífurlega. Guðjón sagði
að yfírleitt tæki ekki nema örfáa
daga fyrir menn að fá sakavottorð
úti á landi, og að hann vissi ekki til
að það væri vandamál. Ef menn
væru hinsvegar reiðubúnir til að
greiða meira fyrir hraðvirkari þjón-
ustu, t.d. með skeytasendingum,
væri sjálfsagt að athuga það.
Morgunblaðið/Þorkell
Jólastúdentar í Kvennaskólanum
Kvennaskólinn í Reykjavík útskrifaði stúdenta í gær. Þessi mynd var tekin þegar nýstúdentarnir settu
upp hvítu kollana, að loknum erfiðum, en velheppnuðum, prófum.
VEÐURHORFUR f DAG, 19.12. 87
YFIRLIT é hódegl í gær: Yfir norðaustur Grænlandi er 1015 mb
hæð, en fyrir sunnan land er minnkandi lægðardreg. Um 1000 km
suövestan af landinu er 965 mb lægö á hreyfingu norönorðaustur.
SPÁ: Austan- og norðaustanátt, stinningskaldí eða allhvasst norð-
vastan tll, en hægarl í Öðrum landshlutum. Vaxandi austanátt
suðvestanlands I fyrramálið. Þurrt verður suðvestan tíl á landinu I
kvöld og nótt,
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á SUNNUDAG: Sunnan- og suðvestanátt, kaldi eða stinn-
ingskaldi og víöa skúrir suðvestanlands, en að mestu þurrt (öðrum
landshlutum. Hiti 3—4 stig.
HORFUR A MÁNUDAG: Fremur hæg suðvestan og vestanátt með
éljum eöa slydduéljum sunnan- og vestanlands, en hægvlöri og
úrkomulaust annars staðar, Hiti um frostmark.
TÁKN:
'C~\ Heiðskirt
a
Á
m
Léttskýjað
Hálfskýjaö
Skýjað
Alskýjað
y. Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rignit g
/ / /
* / #
/ * / * Slydda
/ * /
# # #
* * * * Snjókoma
* # *
■\ 0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
V Skúrir
*
V
éi
— Þoka
= Þokumóða
», ’ Súld
OO Mistur
-4- Skafrenningur
|~^ Þrumuveður
m VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma htti v*Sur Akursyrl 2 súld Reykjavík 6 akýjaö
Bergan 6 rlgnlngogsúld
Hslsinkl 0 þokumóðe
JsnMsysn ♦17 snjóól
Ksupmsnnsh. 5 rignlng
Nsrsssrssusq 2 skefrennlngur
Nuuk +9 skýjeð
Osló ♦4 súldás.klst
Stokkhólmur 1 súld
Þórshöfn 7 skýjsð
Algarvs 17 skýjsð
Amstsrdsm 11 skurés. klst.
Aþens 14 léttskýjsð
Bsrcslons 20 mlstur
Borlín 10 rignlng og súld
Chlcsgo +8 slskýjsð
Feneyjar 7 þokumóðs
Frenkfurt 14 rign.és. klst.
Glesgow 10 skúr
Hamborg 12 súld
Les Pslmes 22 léttskýjsð
London 12 skýjeð
Los Angeles 7 helóskfrt
Lúxemborg vanter
Msdrld 13 þokuruðningur
Mslsgs 14 þokafgrennd
Mellorce 16 þokumóða
Montrssl ♦14 (óttskýjað
NewYork ♦1 helðskírt
Perls 14 rignlng
Róm 16 þokumóðs
Vín 0 rignlng
Wsshlngton •f helðskfrt
Winnipeg +7 snjókoms
Velencie 1* skýjsð
Gagntilboðið
er óraunhæft
- segir fjármála-
ráðherra um
Þjóðarbókhlöðu-
deiluna
Fjármálaráðherra segir að
gagntilboð Birgis ísleifs Gunn-
arssonar menntamálaráðherra,
til lausnar deilum um framlag
til Þjóðarbókhlöðu, byggist á
óraunhæfri vaxtameðferð á
skattstofnum. Hann segir þvi
deiluna óleysta enn, en það ráð-
ist á næstu dögum hvort hægt
sé að ná landi i þessu máli.
Deilan stendur um hvort rétt-
mætt sé að taka hluta af mörkuðum
tekjustofnl til byggingar Þjóðarbók-
hlöðu, sem er sérstakur eigna-
skattsaukí, f ríkíssjóð áfram á
næsta ári eins og gert er ráð fyrir
á fjárlögum eða hvort ávaxta eigi
hann í sjóði í Seðlabankanum.
Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra sagðist ekki geta
fallist á að markaður tekjustofn
verði meðhöndlaður á þann veg að
ónýttar tekjur verði settar í sjóð í
Seðlabankanum og ríkissóður greiði
vexti af þeim peningum. Slíkt gæti
haft víðtækar afleiðingar. Fjár-
málaráðherra gerði, fyrir aðra
umræðu fjárlaga, tilíögu um að á
næsta ári verði veitt £0 milljónum
til Þjóðarbókhlöðu en 120 milljónum
næstu þijú ár. Menntamálaráðherra
segir að gagntilboð sitt byggist á
lögum, sem í gildi eru um fjármögn-
un bókhlöðunnar, og geri það ráð
fyrir að því fjármagni, sem inn-
heimtist nú í ár, verði varið til
byggingarinnar á næsta ári.
Nýr hita-
veitustjóri
ráðinn
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
tillögu veitustjórnar um að ráða
Gunnar Kristinsson yfirverk-
fræðing, hitaveitustjóra frá 1.
janúar næst komandi.
Gunnar tekur við af Jóhannesi
Zoéga hitaveitustjóra, sem lætur
af embætti um áramótin fyrir ald-
urssakir. Fjórtán umsækjendur
voru um starfíð.
Gunnar Kristinsson
Bæjarstjórn Akraness:
Fundur með starfs-
fólki Hennes hf.
Á FUNDI bæjarsljómar Akra-
ness á fimmtudag var ákveðið
að bæjarstjórn og atvinnumála-
nefnd ræddu við starfsfólk
saumastofunnar Hennes hf., en
fyrirtækið Henson-sportfatnað-
ur hefur ákveðið að hætta rekstri
saumastofunnar.
Eins og skýrt var frá í Morgun-
blaðinu á fimmtudag hefur
Henson boðið Akranesbæ að yf ir-
taka rekstur saumastofunnar.
Þar starfa nú 30 manns, en voru
65 þegar flest var. Á fundi bæjar-
stjómar var ekki tekin afstaða
tíl þessa, en ákveðið að bæjar-
stjóm og atvinnumálanefnd hittu
starfsmenn að máli á mánudag.
J.G.