Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 39 málið er fyrst og fremst Stalín og Stalínisminn, sem _ ennþá eru pólitísk sprengiefni. í Eystrasalts- löndunum hafa andófshópar krafist þess að yfírvöldin gefí út leynisamn- ingin milli Hitlers og Stalíns sem gaf Sovétríkjunum fijálsar hendur með Finnland og Eystrasaltslöndin. Ef skjalið birtist yrði litið á lög- mæti innlimunar Eystrasaltsland- anna í Sovétríkin með tortryggnis- augum, svo ekki sé meira sagt. Pólland og Sovétríkin hafa sett á stofn nefnd sem á að útskýra við- kvæm vandamál í samskiptum ríkjanna, fyrst og fremst morðið á liðsforingjunum í Katyn. Þá hafa Ungveijaland og Tékkóslóvakía verið hertekin, svo af nógu er að taka. Myndin af beinagrindinni í fangaklefanum, sem er úr pólska tímaritinu Polityka, er dæmi um þessa tegund háðsádeilu. í augum Pólveija er myndin ekki aðeins fyndin, heldur lýsir hún einnig ástandinu eins og það er í raun og veru. Önnur mynd úr Polityka vísar einnig til glasnost. Riddarinn með raunasvipinn segir við Sancho Panza, áður en hann ræðst á vind- mylluna, að hann viti ekki á hvorn vængjanna sé betra að ráðast, hægri arminn eða vinstri arminn. Ekki vantar heldur viðvaranir: -Hver er kjaminn í stefnu Gor- batsjovs? -GPU. -Hvað er það? -Glasnost, perestrojka og Uskar- enia (meiri hraði). GPU var sem kunnugt er fyrir- rennari KGB. - Þær fréttir berast frá TASS.... Sögur um perestrojka Skrýtlumar um perestrojka em margar og ekki er vandséð hvers vegna. Venja er að nýjir leiðtogar í Sovétríkjunum lofi að gera róttæk- ar breytingar á efnahagslífinu og bæta lífskjör undirsátanna. Fyrir- heit Khrústsjovs vom fögur, samkvæmt þeim ættu Sovétmenn nú að vera jafnfætis Bandarílq'un- um hvað varðar tekjur á hvem landsmann. Brezhnev og Kosygin vom varkárari en þeir töluðu einnig um betri framtíð. Fyrir minnugan almenning er allt annað en erfítt að líta á perestrojka sem enn ein loforðin, sem aldrei verður staðið við. Þannig er perestrojka bæði hlægilegt og beiskt: -Hvað er perestrojka? -Það er eins og barrskógabeltið í Síberíu: Rok í tijákrónum og logn á jörðinni. Það er ekkert skrítið að gmnnt sé á beiskjunni. Vemleikinn að baki sagnanna er beiskur. Perestrojka er nýmæli að því leyti að leiðtogam- ir tala opinskátt um að lífskjörin komi til með að versna áður en þau batni. Ungveijum hefur verið til- kynnt að lífskjör þeirra versni um tíu prósent á næstu tveim ámm. í Rúmeníu, þar sem fólk var að far- ast úr kulda síðasta vetur, verður afgreiðsla kyndiolíu skorin niður um 30 prósent til viðbótar. Um 30 prósent verðhækkun verður meðal annars á olíu og rafmagni í Júgó- slavíu, auk launabindingar og 24 prósent gengisfellingar. Líkur benda til þess að Austur . Evrópubúar þjáist af sulti og kulda í vetur. Flestir þeirra vita að kerfinu er um að kenna. Og þess vegna getur perestrojka komið þeim þann- ig fyrir sjónir: Maður kom inn í bar, lagði 50 kópeka á afgreiðsluborðið og bað um bjór. Barþjónninn: Hann kostar eina rúblu. Viðskiptavinurinn: Hvers vegna? í gær kostaði bjórinn 50 kópeka. -Það er alveg rétt. Nú emm við að safna fyrir perestrojka. 50 kóp- eka fyrir bjórinn og 50 fyrir perestrojka. Daginn eftir kom viðskiptavinur- inn aftur, lagði rúblu á borðið og pantaði bjór. Barþjónninn tók seðil- inn og lét viðskiptavininn fá 50 kópeka til baka. -Hvað er nú um að vera? Emð þið hætt að safna fyrir perestrojka? -Nei, nei, en nú er bjórinn búimi. Nokkrar sögur lýsa perestrojka sem einum mistökunum enn: Útsendari CIA hitti starfsbróður frá KGB. Þeir þekktust frá gamalli tíð og ákváðu að fá sér í glas sam- an. Glösin urðu reyndar nokkuð mörg. Síðan ræskti KGB maðurinn sig og sagði: -Heyrðu mig. Var það ekki CIA sem kom því til leiðar að kóreska farþegavélin var skotin niður? CLA-maðurinn fullvissaði hann um að þetta hefði komið CIA eins mikið á óvart og KGB. Útsendar- amir tæmdu enn nokkur glös. Og síðan spurði KGB-maðurinn: -En Tsjernobyl-slysið? Þið hljótið að hafa komið því til leiðar? CLA-maðurinn neitaði, og þegar þeir höfðu tæmt nokkur glös í við- bót sagði hann loks játandi: -En við emm ekki alveg saklaus- ir af Perestrojka. Blaðamaður fór í verksmiðju nokkra og tók viðtal við verkamann. -Heldurðu að þú ynnir betur ef þú drykkir eitt glas áður en vinna hæfíst á morgnana? -Já, það er ég viss um. -Tvö glös? -Já, það ætti ekki að vera síðra. -Þijú glös? -Já, auðvitað. -En hálfan líter? -Nei, það væri ekki hægt. Þá þyrfti ég að vera einn af stjómend- unum. Að lokum kemur stutt saga sem hefur ekki pólitískan brodd en lýsir vel hugarfarinu sem ríkir: Sumarfríinu er lokið og fram- kvæmdastjórinn er mættur aftur á skrifstofuna, þar sem einkaritarinn bíður hans. Þau þekkjast all vel, og hann grípur í hné hennar og tekur að káfa undir blússuna. Einkaritarinn mótmælir: Lokaðu hurðinni fyrst. Annars gæti einhver séð okkur. -Nei, í guðanna bænum. Þá gætu þau haldið að við væmm að drekka. Höfundur er fjTrverandi for- stöðumaður sænsku utanríkis- málastofnunarinnar. Hann ritar nú dálka í norræn blöð. Landon Lockett „Allir, sem unna lífríki náttúrunnar af alvöru fremur en ínnihalds- lausri rómantík, verða að gangast við harðn- eskju þess ekki síður en fegurð.“ ir þjást — á sama hátt og önnur dýr þjást, svo að aðrir, þar á meðal maðurinn, megi eta. Það sem sam- tökin virðast samt sem áður vera reyna að bera á borð fyrir okkur, er, að unnt sé að koma í veg fyrir allar slíkar þjáningar. Eða að við getum að minnsta kosti þvegið hendur okkar þeirra vegna, ef við höfum efni á að halda okkur í hæfi- legri íjarlægð frá því, sem okkur þykir „sóðalegt", eða ef við getum neytt þjóð eins og Færeyinga til að gera mannúðarsjónarmið okkar að sínum. Öll eigum við hlut að því, að blóði er úthellt — jafnvel þeir sem láta fé af hendi rakna við IWC. Þegar við kaupum kjöt eða einhveija af- urð af dýrum, þar á meðal leðurskó- fatnað, borgum við öðrum fyrir að sjá um blóðbaðið. Drápin, sem fram fara í sláturhúsunum, eru á engan hátt virðingarverðari en grindhvala- drápið. ímyndið ykkur þann hrika- lega fjölda nauta, kálfa og lamba, sem við ölum og fítum í þeim til- gangi einum að reka þau síðan í dauðann. Grænmetisætur geta ekki einu sinni fírrt sig ábyrgð. Til þess að rækta það, sem þeir eta, verðum við að ryðja land. Þegar land er rutt, eyðileggjast heimkynni fjöl- margra tegunda. Þegar villt dýr eru svipt fæðuuppsprettu sinni, þrengja þær kosti annarra dýra eða bíða hægfara hungurdauða. Þegar við gætum uppskerunnar ofan í græn- metisætumar, eitrum við eða leggjum gildrur fyrir, skjótum eða rekum burt skepnur (eins og þvotta- þjöminn sem réðst á fíkjutréð mitt í'gærkvöldi), sem einnig þurfa sitt sér til lífsviðurværis. Florida-hlébarðinn Allir, sem unna lífríki náttúmnn- ar af alvöm fremur en innihalds- laiisri rómantík, verða að gangast við harðneskju þess ekki síður en fegurð. En við stuðlum ekki að slíkum skilningi — sem er nauðsyn- legur til að takast megi að bjarga náttúmlegu umhverfí og dýralífi — með því að láta sem dráp séu ekki hluti af náttúmnni eða að við menn- imir eigum þar engan hlut að máli. Mergurinn málsins er sá, að það Grindhvalaveiði við Færeyjar. er ekki sami hluturinn að bjarga náttúmlegu dýralífí og að bjarga dýmm frá því að þjást. Með því að varðveita náttúmlegt umhverfi, höldum við einnig í þjáningamar, sem fylgja því. Tegundir lifa hver á annarri úti í villtri náttúmnni. Og það sama gildir í hinum sið- menntaða heimi. Það er eina leið mannfólksins til að lifa af. Ég á ekki von á, að peningasend- ingar til IWC-samtakanna muni þvo blóðlitinn af höndum okkar. Á hinn bóginn geta þær valdið miklu tjóni, og skiptir þá ekki máli hversu heill- andi dýr grindhvalimir em. Fjár- munir, sem varið er í þágu dýrategunda, sem ekki em í hættu,- verða ekki notaðir til að kosta bar- áttu til bjargar þeim dýmm, sem útrýmingarhættan vofir yfír. Þeirri baráttu kunnum við því að tapa vegna skorts á peningum. Þama eiga til dæmis í hlut búrhvalurinn og Florida-pardusinn. Barátta, sem háð er á grundvelli tilfínninga, hlýtur aðeins að skaða starf náttúruvemdarfólks og ýta undir þá tilhneigingu að afskrifa umhverfísvemdarsinna sem tilfínn- ingasama skýjaglópa. Það er full- komlega eðlilegt að hafa áhyggjur af þjáningum dýra, en hvað sem félagar IWC-samtakanna kunna að ímynda sér, er það staðreynd, að Færeyingar drepa ekki hvali í þeim tilgangi einum að horfa á þá þjást. Hvalkjöt er einn af þjóðarréttum þeirra; neysla þess nemur um 25% af heildarkjötneyslu landsmanna. Hvalareksturinn er auk þess skipu- lagður á félagslegum grandvelli, en ekki viðskiptaleg>im — Færeyingar selja ekki veiðina. I bréfínu, sem mér barst, var frá því greint, að jafnvel færeysk böm tækju þátt í slátran hvalanna. Samt sem áður gmnar mig, að.þessi I>öm muni öðlast dýpri skilning á sam- bandi manns og náttúm, þegar þau vaxa úr grasi, en hin, sem fá allt lqötmeti pakkað inn í plastumbúðir og þekkja villt dýr aðeins úr sjón- varpinu. Víst er, að hvalveiðar á smábátum em ekki auðveldasta leiðin til að afla sér matar. Þær em á hinn bóginn reynsla, sem er líkleg til að láta þátttakandanum { té sannferðuga tilfinningu fyrir, hvað í því felst að gera sér mat úr lif- andi dýmm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.