Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 MIKIÐ (3RVAL LOÐSKINNSHÚFGR fyrir dömur RAMMAGERÐ1N HAFNARSTR/ETI 19 & KRINGLUNNI Sendum I póstkrölu - simar 16277 og 17910 Rauð refur, Blá refur, Bísan PORSTEINN frá HAMRI áritar bók sína ÆTTERNISSTAPI OG ÁTJÁN VERMENN I í verslun okkar [ kvöld kl.20-21. Sendum áritaóar bækur í póstkröfu. EYMUNDSSON Austurstræti 18 Ífateíg&ft ináD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 418. þáttur Helgi Gíslason frá Skógar- geröi í Fellum á Héraði skrifar mér svo: „Heill og sæll, Gísli Jónsson. Ég hefi ávallt lesið þætti þína í Morgunblaðinu um íslenskt mál. Þetta eru góðir þættir, það þarf sannarlega að hvetja fólk til þess að vanda málfar sitt í ræðu og riti. Ég er aldraður orðinn og fylg- ist ef til vill ekki nógu vel með þróun málsins nú á dögum, en ekki get ég fellt mig við allt sem skrifað er og talað nú. Stutt er síðan að lesa mátti í Morgunblaðinu: „Ráðhús ofaní Tjörninni." í útvarpsfréttum var sagt: „Bamið var fast ofaní brunninum," og: „Hann var of- aní gjánni." Mér fínnst að réttara hefði verið að segja: niðri í tjöminni, niðri í brunnin- um, niðri í gjánni. Einnig las ég í blaði: „Hvem- ig er hægt að verða sér úti um nægilegt áfengismagn fyrir sem minnstan aur.“ Aur held ég að merki leir eða for. Ég hefði sagt fyrir sem minnstan eyri, eða fyrir sem fæsta aura. Sagt var í útvarpi tvær bifreiðar, ég segi bifreiðir í flt. Sagt er Hann fór margar ferðar, ég vil segja ferðir. Heyrt hefi ég sagt: Hringarnir frá gullsmiðnum eru fallegir. Ég vil að sagt sé hringirnir o.s.frv. Heyrt hefí ég sagt: Hann fylgdi bróðir sínum, eða systir sinni, í stað þess að segja bróður eða syst- ur... Með kærri kveðju.“ ★ Ég þakka Helga Gíslasyni þetta vinsamlega og skilmerki- lega bréf. Ýmsir hafa fyrr vikið að því sem hann ræðir fyrst, ruglinginum á ofan(í) og niðri(í). Ég tek þann kost að endursegja það sem ég skráði um þetta fyrir nokkuð löngu og var þá að svara Knstjáni frá Snorrastöðum, en hann lætur eins og fleiri þennan rugling angra sig mjög, og er það að vonum. Ofan(í) og niður(í) táknar hreyfínguna (stefnuna) til, en niðri(í) táknar dvölina (kyrr- stöðuna) á. í fréttum útvarpsins fyrir skömmu var maður sagður hafa verið ofan í sprungu í stað- ' inn fyrir niðri í. Reyndar fínnst mér sem orðið ofan heyrist nú sjaldnar en fyrr í merkingunni niður. Þó segja menn gjama upp og ofan. En í daglegu tali segja menn miklu fremur: komdu niður (sbr. söngtextann) en komdu ofan. Kerlingin í þjóð- sögunni sagði hins vegar, þegar hún datt niður stigann og háls- brotnaði: „Ég ætlaði ofan hvort eð var.“ Dæmi úr bundnu máli um ofan=niður: „Þó skal eigi vist þá víta, var hún köld, en sæmilig; lakast var að upp til ýta annarra varð ég að líta, en - ofan horfðu menn á mig.“ (Grimur Thomsen: Tókastúfur 36) Og ferskeytla eftir Eirík Páls- son I Uppsölum í Svarfaðardal (heldur í ýig'ustíl): Hristist vengi, hröpuðu fjöll, hrundi á mengi stofan. Jöguðust lengi jöklasköll, hann Jónas gengur ofan! Það skal svo tekið fram, að ofan merkir ekki alltaf hreyfíng- una til. Það getur í vissum samböndum táknað uppi á eða að efri hluta. Dæmi: Eitthvað er ofan jarðar. Kletturinn er sléttur ofan, sbr. enn vísuna frægu: Mikið er hve margir lof ann, menn sem aldrei hafa séð’ann, skiýddan kápu Krists að ofan, klæddan skollabuxum neðan. Um aur/eyri, ferðir og beygingu orðanna systir og bróðir er ég alveg sammála Helga. Og eins og systir og bróðir beygjast faðir, móðir og dóttir. 011 aukaföll þessara orða enda á -ur. En ég verð að viðurkenna að ég hef sijóa tilfínningu fyrir fleirtölu orðanna bifreið og hringur. í orðabókum yfír nútímamál eru báðar fleirtölu- myndimar gefnar. Reið í fomu máli er ekki tíðhaft í fleirtölu nema helst í merkingunni þmma, og þá þegar er fleirtalan ýmist reiðir eða reiðar. I orða- bók Fritzners yfír óbundið mál fomt segir að hringur sé í fleir- tölu hringar, og Bokki í brunni „hrista sína hringa". En gömul held ég líka að fleirtalan hring- ir sé. Vera má að máli skipti um hvers konar hringi/hringa talað sé. Kannski fínn ég eitt- hvað um það seinna. ★ Mistryggur vinur þáttarins, Salómon sunnan, segir að sér þyki kveðskapur hafa verið hér lítill í seinni tíð og biður fyrir þetta: í manntali hnaut ég um Hallargeir. Þeir hétu margt skringilegt kallar þeir, sem af er það mengi er emjar á strengi og ofsældamautnimar allar þreyr. Og bætir við: Þeir segja frá Gústa á Grand um grundir hann reið út í Sund fór sundin til baka og brúkaði staka gát svo hann færi ekki á sund. Afskaplega fínnst mér Sunn- Mýlingur gott orð, einkum af því að það er ekki dregið af *sunnmýla(-/míla), heldur Suð- ur-Múlasýsla. Að svo mæltu óska ég ykkur gleðilegra jóla. ^LSTJÓfífí 7 ''*****&(£, ‘nnnn7n7i TOLLAKERFI FYRIR S/36 Nýtt tollakerfi sem tekur mið af breyttum tollalögum Sjálfstætt kerfi með fjöiþætta möguleika og það er hægt að tengja það óskyldum kerfum. Byggt á áratuga reynslu í hönnun, viðhaldi og rekstri tollakerfa. Bjóðum einnig forrit sem færir upplýsingar úr eldri tollskrá yfir í þá nýju. Sparar mikla handavinnu, fækkar viilum og eykur öryggi við breytingarnar. I Hafið samband við Ragnar Guðmundsson eða Sigurð Jónasson. FRUITI Tölvu-, skrifstofu-, banka- og tollaþjónusta. Sundaborg 1-104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837. SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 SIEMENS VS 9112 Öflug ryksuga • Stillanlegur sogkraftur frá 250 W upp í 1100 W. • Fjórfjöld síun. • Fylgihlutir geymdir í vél. • Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari. Gömlu góðu SIEMENS gœðin! (1ÍM8Í) V stgr. V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.