Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 13. JANÚAR 1988
15
Ævisaga Jónasar Krisljánssonar
Bökmenntir
Jón Gíslason
Benedikt Gíslason frá Hofteigi:
Ævisaga Jónasar Kristj ánssonar
læknis. Anna Ólafsdóttir Björns-
son bjó til prentunar. Reykjavík
1987.
Rétt fyrir jólin kom út Ævisaga
Jónasar Kristjánssonar iæknis, er
var merkur brautryðjandi og stofn-
andi Náttúrulækningafélags Islands.
Jónas læknir var héraðslæknir í
tveimur íjölmennum læknishéruðum
og gat sér mikinn orðstír fyrir dugn-
að í starfí og gerði aðgerðir við
frumstæð skilyrði, er vöktu mikla
athygli. En frá æskudögum var hann
viss þess, að taka ætti breytta stefnu
í læknisfræðinni, breyta matarvenj-
um, flarlægja ýmsar óhollar fæðu-
tegundir af matarborði þjóðarinnar.
Þegar hann hætti störfum héraðs-
læknis tók hann upp merki þessarar
fornu hugsjónar sinnar, sem hann
vann við að koma í framkvæmd eins
og hann gat meðan hann var lækn-
ir. Hann setti markið hátt og fékk
í lið með sér dugmikið fólk og stofn-
aði Náttúrulækningafélag Islands,
en grunnur þess var lagður norður
á Sauðárkróki, áður en hann hætti
þar héraðslæknisstörfum.
Jónas Kristjánsson varð snemma
þekktur maður af störfum sínum.
Hann náði til alþýðunnar í læknis-
verkum sínum og líknarstörfum.
Hann var raunsæismaður og lét aldr-
ei deigan síga í löngu og farsælu
héraðslæknisstarfi. Hann var tilbú-
inn að takast á við erfiðleikana að
gegna erfiðum læknishéruðum, fara
í torsóttar læknisvitjanir yfir fyöll
og stórvötn, jafnt á hesti, báti eða
fótgangandi. Takmark hans var að-
eins eitt, að þjóna sjúkum ogþjáðum,
lækna, líkna og græða mein fólks-
ins. Þetta hlutverk varð honum
auðunnið, þrátt fyrir mikla — ótrú-
lega mikla — erfiðleika, er búnir
voru á hveiju leiti í erfíðu, veglausu
landi.
Jónas læknir var snemma vitandi
þess, að mataræði þjóðarinnar var
ekki eins og það þurfti að vera. Lif-
andi fæða og snauð af kiyddi var
hin rétta. Fólkið átti að forðast sem
allra mest gamlan mat, kæstan og
um of saltaðan. Gamall og geymdur
matur var valdur að allskonar vanlí-
ðan ásamt hinum fyrrnefiida. Hann
var jafnframt á móti allskonar gervi-
efnum í mat, sem mjög fór vaxandi
til neyslu á líðandi öld. Orustan við
hvíta sykurinn var honum kær, og
hann var þar í fremstu línu til sókn-
ar. Sama máli gegndi um allskonar
efni sem notuð eru til vamar gegn
sýkingu í búpeningi og grænmeti.
Græna blaðið var tákn og vissa
fyrir heilbrigði og fjörgjafa fólksins,
ræktun grænmetis og kjammikilla
jurta voru trygging fyrir heilsu og
fjöri. Gróður jarðarinnar eins og
hann kom úr skauti náttúrunnar
kaus hann til nota þeim er fylgdu
hugsjón hans og stefnu. Utivist og
göngur voru kjörboðskapur hans.
Hreinlæti og böð, áreynsla við þjálf-
un æfinga, er læknir skipulagði til
að styrkja vissa líkamshluta, voru
læknisaðferðir, er áður voru óþekkt-
ar. Hann flutti boðskap sinn í
fundarsölum í læknishéraði sínu og
víðar. Ungum og væntanlegum hús-
freyjum Húnvetninga boðaði hann
kenningar sínar á hátíðarstundum f
Kvennaskólanum á BlönduósL Þær
báru ftjómagn á matborð heimilanna
á komandi árum.
Skagfirðingar kunnu vel að meta
Jónas lækni og sýndu honum mikinn
sóma og virðingu að loknum störfum
i héraðinu. Jónas læknir var alþingis-
maður þeirra eitt kjörtímabil.
Honum fannst að hann ætti ekki
heima í sölum málþófs og undan-
færslna. Hann vildi athafnir og
framfarir jafnt í heilbrigðismálum
sem öðru. Táknræn er sagan er sögð
er í bókinni um hættuferð og læknis-
vifjun frostaveturinn mikla 1918, er
hann lagði í tvísýná ferð, leggjandi
líf sitt og heilsu í hættu. Það var
engin sæld að verða læknir í stijál-
býlu og veglausu landi. Það þurfti
mikinn kjark og áræði að ieggja í
læknisferð næstum því í hvaða veðri
sem var og við hvaða skilyrði sem
fyrir hendi voru. Margar sögur eru
til af slíkum ferðum og eru sumar
ákjósanleg sýnishom í ævisögubók
Jónasar læknis Kristj^nssonar.
Síðasti hluti bókarinnar er kynn-
ing á stefnu Jónasar læknis á
náttúrulækningum og framkvæmd
þeirra. Þar lýsir höfundinn hinni
fijóu og merku kenningu Jónasar.
Stefna hans er fyrst og fremst byggð
á reynslu, reynslu í starfi og hug-
sjón. Jónas komst ungur að sannind-
um þess, að náttúrleg fæða og
samskipti við náttúruna var nauð-
synleg fólkinu. Hreinlæti og heil-
næmi matar og iðkanir áreynslu úti
í náttúrunni, böð og hreyfing í úti-
vist jók heilbrigði. Allt var þar
ráðlagt af sönnum trúnaði við lífið
sjálft, sólskin og útivist voru lækn-
andi, græddu og bættu gömul mein
og komu í veg fyrir að ný yrðu til.
Jónas Kristjánsson fékk brátt til
liðs við sig hóp valinna manna. Hann
fylkti liði sínu til sóknar til orustu
gegn orsökum vanlíðan fólksins og
þekkingarleysi þess við hinar illu
orsakir fjölda sjúkdóma. Græni
mátturinn í fijósemi jarðar og varmi
sólar var honum allt. Hann hvatti
fólk óspart til aukinna skipta við
náttúruna sjálfa, á hvem veg sem
fyrir hendi var, að hver og einn
gæti notað þau og gert sér að gagni.
Það var hamingja fjölda fólks í þessu
landi, að tileinka sér Náttúmlækn-
ingastefnuna.
Náttúrulækningamenn tóku brátt
að hyggja að stofnun heilsuhæla og
Einsöngstónleikar Svan-
hildar Sveinbjörnsdóttur
Tónlist
Jón Asgeirsson
Svanhildur Sveinbjömsdóttir
„debúteraði" í Norræna húsinu sl.
laugardag en auk þess að ljúka
prófi frá Söngskólanum í
Reykjavík fyrir nokkrum árum
hefur hún stundað söngnám er-
lendis um eins árs skeið. Svan-
hildur hefur hljómmikinn og góðan
messó-sópran og þegar henni tekst
vel upp er túlkun hennar sterk og
sannfærandi. Þessir kostir komu
best fram í íslensku lögunum, í
Vorgyðjan kemur, eftir Áma Thor-
steinsson, tveimur lögum eftir
Sigfús Einarsson, Draumalandið
°g Gígjan og í aukalaginu Betli-
keriingin, eftir Sigvalda Kaldalóns.
Eriendu lögin eftir Gluck, Ponchi-
elli, Massenet, Leoncavallo voru
að mörgu leyti vel sungin en Fjór-
ir alvarlegir söngvar, eftir Brahms,
vom því miður ekki nógu vel æfðir.
Þrátt fyrir þetta er ljóst að Svan-
hildur hefur bæði hæfileika og
kunnáttu til að gera betur, en þeg-
ar halda á tónleika þarf svo margt
að falla saman, ef allt á að takast
hið besta, sem liklegast gengur
eftir þegar beitt er óvæginni gagn-
rýni og æft langt fram úr því sem
kann að þykja nauðsynlegt.
Undirleikari var Olafur Vignir
Albertsson og þarf varla að hafa
Svanhildur Sveinbjörnsdóttir
þar um mörg orð, því Ólafur er
fyrir löngu viðurkenndur sem frá-
bær og einkar traustur undirleik-
Jónas Kristjánsson
ráku þau við frumstæð skilyrði fyrst
í stað, þar til fenginn var staður í
fögm umhverfi austur í Hveragerði.
Þar hefur stofnunin dafnað og vax-
ið, gert mikið gagn, bætt heilsu
Qölda fólks. Þangað er sótt heil-
brigði og kjölfesta til sóknar á mið
bætts mataræðis og margskonar
hreysti og heilbrigði. Draumur Jón-
asar læknis hefur ræst og orðið að
vemleika í lífí og starfi þjóðarinnar.
Bókin, Ævisaga Jónasar Krist-
jánssonar, er vel rituð og sönn í
öllum greinum. Hún er vottur um
miklar hugsjónir frægs læknis og
ber barr skoðana hans vítt um land,
laufviðurinn er óx af hugsjónum
hans í æsku er safamikill og hollur
í verkum og lækningum í góðu starfi
og hollum lifnaðarháttum. Hún verð-
ur gleðigjafi fólkinu er gistir
Náttúmlækningahælið i Hveragerði
um ókomin ár. Þangað verður sóttur
fróðleikur um brautryðjandann
mikla, Jónas Kristjánsson lækni.
Benedikt Gíslason frá Hofteigi
ritaði bókina að Jónasi lækni lif-
andi. Stíll hennar er hreinn og
rökréttur í uppbyggingu skýrrar og
fastrar frásagnar. Anna Ólafsdóttir
Bjömsson hefur búið ævisöguna
undir prentun og er það sómasam-
lega leyst af hendi. Bókin er verðugt
minnismerki um brautryðjandastarf
Jónasar læknis og starfsemi Nátt-
úmlækningaheimilisins í Hvera-
gerði, þar sem margir hafa notið
umhyggju og lækninga. Ég er einn
i hópi þeirra. Þessi bók ætti að vera
á sem flestum heimilum landsins.
HANDAVINNUTILBOÐ
Vesturfararnir kr. 1.312,-
NÝIR MYNDAUSTAR
I jafa með
ullargarni.
LUKKUPOKI - sértilboð
Hannyrðapakkningar, blandað í poka.
Verðmæti kr. 3.000,- nú kr.
1.500,'
PÓSTSENDUM.
j&annprbaberáluntn
€rla
Snorrabraut 44. Simi 14290
O Klæðskerasaumuð
dömu- og herrajakkaföt úr
fyrsta flokks enskum fata-
efnum, saumuð eftirmáli.
O Einkennisföt fyrir
stofnanir og aðra
starfshópa.
GARÐASTRÆT! 2 - SfMI 17525