Morgunblaðið - 13.01.1988, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988
-19
Athugasemd við grein Ólafs
R. Grímssonar um Hæstarétt
eftirJón Sigurðsson
Ólafur Ragnar Grímsson ritar
grein í Morgunblaðið hinn 9. janúar
sl. þar sem hann fjallar um Hæsta-
rétt og val á dómurum í réttinn.
Ólafur leggur þar m.a. út af svari,
sem ég gaf blaðamanni Morgun-
blaðsins, er innti mig álits á
áramótaummælum Ólafs í blaðinu
um Hæstarétt. Þar sem hann fer
ekki rétt með efni svars míns og
hallar réttu máli í grein sinni, verð-
ur ekki hjá því komist að gera
athugasemdir við grein Ólafs.
í fyrsta lagi vildi ég ekki taka
undir þá fullyrðingu Ólafs, að ýms-
ir af hinum nýrri dómurum
Hæstaréttar „hafí verið fúsari en
fyrirrennarar þeirra að teygja sig
út úr girðingu hinnar þröngu lög-
fræði yfír í lendur pólitískrar
hugmyndafræði og persónubund-
innar afstöðu til aldagamalla deilna
um ríkið og einstaklinginn." Ég vildi
ekki taka undir þessa fullyrðingu
einfaldlega af því að hún er óljós
og órökstudd. Sjálfur hef ég ekki
þá yfírsýn yfír afstöðu hæstaréttar-
dómara eins og hún birtist í dómum
þeirra fyrr og síðar að ég geti fellt
slíkan dóm án undangenginnar
könnunar.
í öðru lagi tók ég skýrt fram í
svari mínu við spurningu blaða-
mannsins, að sú fullyrðing sé
einfaldlega röng, að dómsmálaráð-
herra hafí „sjálfdæmi" um val
dómara í Hæstarétt. Lagaskilyrði
þrengja mjög þann hóp manna, sem
sótt geta um stöður hæstaréttar-
dómara og skylda er að leita
umsagnar réttarins um dómaraefni.
Þeirri skipan er ætlað að tryggja
hæfí þeirra sem valdir eru í réttinn
og jafnframt að styrkja sjálfstæði
hans.
í þriðja lagi telur Ólafur að svar
mitt við fyrirspum blaðamanns
Morgunblaðsins sé í andstöðu við
svar, er Sigurður Líndal prófessor
gaf blaðinu við sömu spumingu.
Afstaða mín sé allt önnur. Eins og
sérhver lesandi svaranna, sem birt-
ust í blaðinu 5. janúar sl., getur
séð, þá er hér um ranga fullyrðingu
Ólafs að ræða. Ef til vill er athyglis-
verðast, að okkur Sigurði ber saman
um það, að erfitt sé að greina á
hverju Ólafur byggir skoðanir sínar
á Hæstarétti. Vissulega voru svör
okkar Sigurðar ekki samhljóða, en
ég vek athygli á því, að ég hafnaði
alls ekki hugmyndinni um sérstaka
dómnefnd til að fjalla um umsækj-
endur. Ég vakti einungis athygli á
því, að með slíkri dómnefnd er ekki
ailur vandi leystur. Hún þarf að
hafa einhveijar reglur til að styðj-
ast við. Erfítt er að setja slíkar
relgur og á endanum þarf oft að
velja milli jafnhæfra manna, það
val hlýtur að verða falið einhveijum
handhafa framkvæmdavaldsins
samkvæmt okkar stjómskipan.
í fjórða lagi bætir Ólafur því
svo við fullyrðingar sínar að ég
hafí látið pólitísk sjónarmið hafa
áhrif á val mitt á hæstaréttardóm-
ara á sl. hausti. Slíka fullyrðingu
er auðvelt að setja fram, en eðli
málsins samkvæmt erfítt að af-
sanna, og það veit Ólafur. Val mitt
stóð á milli tveggja hæfra dómara-
efna, með svipaða reynslu sem
héraðsdómarar, en sá sem valinn
var hefur meiri reynslu á sviði
fræðistarfa. Hér var ekki um auð-
velt val að ræða, en eins og oft er
í vali ráðherra á starfsmönnum í
lykilstöður verður ráðherrann sjálf-
ur að taka endanlega ákvörðun eftir
að hafa rætt við ráðgjafa sína um
valið.
Ekki er sanngjamt að láta um-
sækjanda gjalda þess, að foreldrar
hans hafi einhvem tíma tekið þátt
stjómmálabaráttu, en á Ólafi er
helst að skilja, að þannig hefði ég
átt að fara að í því tilfelli, sem
hann víkur að í greininni.
A vegum dómsmálaráðuneytisins
er nú unnið að samningu tillagna
um umfangsmikla uppstokkun á
dómstólakerfinu á héraðsdómsstigi
og um aðskilnað dóms- og stjóm-
sýslustarfa í héraði. Hér er um að
ræða róttækustu tillögur um dóm-
stólaskipan landsins í áratugi
einmitt í þeim tilgangi að tryggja
sjálfstæði dómsvaldsins gagnvart
framkvæmdavaldinu. Ég fól reynd-
ar fyrir nokkra formanni þeirrar
nefndar, sem að þessu verkefni
vinnur, að kanna hugmyndir um
sérstaka dómnefnd, er fjalli um
hæfí umsækjenda um héraðsdóm-
araembætti. Mér virðist eðlilegt að
sækja rök fyrir slíkum breytingum
á aðferðum við val á dómuram beint
til þeirrar meginreglu, að halda
skuli framkvæmdavaldi og dóms-
valdi sem best aðgreindu. í því
sambandi kemur í hugann stjórnar-
framvarp, er flutt var á þingi
Bæjarstjórar Keflavíkur og Njarðvíkur:
Varnarmálaskrif-
stofa kanni gerð
nýrrar vatnsveitu
L
STEINGRÍMUR Hermannsson
utanrikisráðherra og bæjarstjór-
ar Keflavíkur og Njarðvíkur
héldu fund á mánudag þar sem
rætt var um hugsanlegan mögu-
leika á nýju vatnsbóli fyrir
bæjarfélögin. Var sett fram sú
krafa að farið yrði að kanna
gerð nýrrar vatnsveitu vegna
þess að núverandi svæði væri,
eða yrði innan skamms, óhæft
til vatnstöku vegna mengunar.
Oddur Einarsson bæjarstjóri í
Njarðvík sagði við Morgunblaðið
að utanríkisráðherra hefði sýnt full-
an skilning á málinu. Sagði Oddur
að væntanlega yrði starfshópi á
„Ásakanir um
pólitísk afskipti af
dómsvaldinu er alvar-
legt mál og hljóta að
draga úr öryggiskennd
almennings. Eg vil fyrir
mitt leyti stuðla að því,
að tryggja það eins og
frekast er unnt, að
dómstólar okkar séu
óháðir og sjálfstæðir og
er fús til að taka þátt í
umræðum um það,
hvernig að því skuli
staðið.“
Jón Sigurðsson
veturinn 1975—1976, en þar var
gert ráð fyrir þriggja manna dóm-
nefnd er mæti hæfni umsækjenda
um slík embætti. Skyldi einn nefnd-
armanna tilnefndur af Hæstarétti,
annar af samtökum dómara og hinn
þriðji af dómsmálaráðherra án til-
nefningar. Þetta mál er nú til
athugunar í nefndinni, er fjallar um
dómstólaskipanina. Ef til vill mætti
fínna leið til skipunar dómnefndar
af svipuðu tagi og að framan grein-
ir til þess að meta hæfni umsækj-
enda um embætti hæstaréttardóm-
ara.
Ásakanir um pólitísk afskipti af
dómsvaldinu er alvarlegt mál og
hljóta að draga úr öryggiskennd
almennings. Ég vil fyrir mitt leyti
stuðla að því, að tryggja það eins
og frekast er unnt, að dómstólar
okkar séu óháðir og sjálfstæðir og
er fús til að taka þátt í umræðum
um það, hvemig að því skuli staðið.
En ég hlýt að gera þá kröfu, að
umræðumar séu málefnalegar og
byggist ekki á því að menn geri
öðram upp skoðanir eins og því
miður gætir nokkuð í grein Ólafs
Ragnars Grímssonar.
12. janúar 1988.
Höfundur er dómsmálaráðherra.
vegum vamarmálaskrifstofu ut-
anríkisráðuneytisins falið að útfæra
tillögur um þetta.
„Spumingin er hvort vamarliðið
muni taka þátt í kostnaði vegna
þessa. Það er ljóst að það ber alla
ábyrgð á þessu mengunarslysi,"
sagði Oddur.
Njarðvíkingar hafa nú lokað aft-
ur borholu, sem lokað var strax
eftir að olían lak úr geymunum, en
opnuð aftur.
Við áttum upp á að hlaupa eina
holu í aðalvatnsbólinu okkar sem
ekki var dælt úr. Við höfum nú
útvegað okkur dælu og munum
nýta hana til þess að bjarga okk-
ur,“ sagði Oddur Einarsson að
lokum.
Skrifstofutæknir
Athyglisvert
namskeið!
Nú er tækifærið til að mennta sig fyrir allt er
lýtur að skrifstofustörfum. Sérstök áhersla er
lögð á notkum PC-tölva. Námið tekur þrjá
mánuði. Námskeið þessi hafa reynst mjög
gagnleg fyrir skrifstofufólk og þá er hyggja á
skrifstofuvinnu.
í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar:
Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gagna-
grunnur, töflureiknar og áætlunargerð, tölvubókhald, toll- og
verðútreikningar, almenn skrifstofutækni, grunnatriði við
stjórnun, útfylling eyðublaða, verslunarreikningur, víxlar og
verðbréf, íslenska og viðskiptaenska.
Nemendur útskrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og geta að
námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki.
Námið hefst 19. janúar 1988.
Innritun og nánari upplýsingar veittar í
símum 687590 og 686790
Tölvufræðslan
Borgartúni 28.
Hvað segja þau
um námskeiðið.
Bryndís Jónsdóttir
Skristofutækninámskeiðiö
hjá T ölvuf ræðslunni hefur
komið þvi til leiðar að ég
hef fengið gott starf, launa-
kjör hafa batnað verulegá
og sjálfstraustið eflst. öll
kennsla, námsgögn og að-
búnaður í skólanum eru
eins góð og á verður kosið.
Oddrún Albertsdóttir
Skrifstofutækninám vetur-
inn 86-87 hjá Tölvufræðsl-
unni var hagnýtt nám sem
eykur þekkingu á nútíma -
tækni.
Ánægjulegur vetur sem ég
hefði ekki viljað missa af.
Hjörtur Hansson
Nám mitthjáTölvufræösl-
unni hefur opnað augu min
fyrir tölvuheiminum, og
vakið áhuga á hinum stór-
tenglega tölvuheimi.
Sækur, kennsla r
urerutilfyri
Námíðvars
iog
igöða
félagslega .,
telégþetta námi
fjárfestingu.
Á skrifstofu
Tölvufræðslunnar
er hægt að fá
bæklinga um
námið,
bæklingurinn er
ennfremur sendur í
pósti til þeirra sem
þess óska