Morgunblaðið - 13.01.1988, Page 21

Morgunblaðið - 13.01.1988, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988 21 staklingum/hjónum um almenn íbúðarlán (þá eru ótalin hundruð lánsumsókna sem borist hafa á sama tíma til kaupa/bygginga á íbúðum í verkamannabústöðum, íbúðum fyrir aldraða o.fl. hópa). Að meðaltali samsvarar þessi fjöldi um 756 umsóknum á mánuði, allt þetta tímabil. í forsendum hús- næðislaganna vorið 1986 var hins vegar gert ráð fyrir, að „eðliieg" eftirspum yrði um 3.800 umsóknir á ári á árunum 1987 og 1988 (317 á mánuði að meðaltali) en færi síðan minnkandi. Á fyrstu tveimur mánuðum nýju laganna bárust alls 3.372 en á síðustu 14 mánuðum alls 8.719 eða sem samsvarar að meðaltali 622 á mánuði. Enn virðist ekkert benda til að draga muni úr eftirspum á næstunni, en miklar sveiflur em þó í umsóknafjölda frá einum mánuði til annars. Heildarfjárhæð útlána vegna allra þeirra umsókna, sem borist höfðu um síðusbu áramót, er áætluð u.þ.b. 18 milljarðar kr. Á árinu 1987 vom afgreidd lán fyrir um 3,5 milljarða kr. og á þessu ári ér gert ráð fyrir að 5,1 milljarður fari til útlána. Gera má ráð fyrir að meðalbiðtími umsókna sem berast á þessu ári verði um 3—4 ár. Meginástæður þess að eftirspum eftir lánum hefur orðið langtum meiri en gert var ráð fyrir í upp- hafi em eftirfarandi: 1. Uppsöfnuð eftirspum áranna 1983—1986 var vanáætluð. 2. Pjöldi þeirra sem öðluðust láns- rétt („sjálfvirkan") í nýja kerfínu var vanáætlaður. 3. Kaupmáttaraukning síðustu tveggja ára varð mun meiri en spáð hafði verið. (Reynslan sýn- ir að sveiflur í fjárfestingum í íbúðarhúsnæði, einkum nýbygg- ingum, koma iðulega í kjölfar breytinga í efnahagslífínu (1—2 ámm á eftir) og em þær að jafn- aði stórtækari en þar gerast.) 4. Mikil vaxtahækkun á liðnu ári hefur valdið því, að húsnæðislán- in em nú hlutfallslega hagstæð- ari (m.v. önnur lán) en í upphafí var gert ráð fyrir. 5. Gífurleg umijöllun um húsnæð- iskerfíð, ekki síst í tengslum við þingkosningamar á síðasta ári og fmmvarp félagsmálaráð- herra, hefur aukið vemlega eftirspum eftir lánum (sjá mynd 1). Þannig bámst t.d. 490 umsóknir í desember 1986 (lítil umfjöllun) en að meðaltali 844 á mánuði í febrúar—apríl ’87 (þingkosning- ar í lok apríl). Á sama hátt bámst a.m.t. 510 umsóknir á mánuði á tímabilinu júní—ágúst (lítil umfjöllun) en 662 í sept- ember—október sl. (fmmvarp félagsmálaráðherra). Varlega má áætla, að af þessum ástæð- um einum hafi borist 1—2 þúsund fleiri umsóknir en ella hefði orðið á liðnu ári. Skipting umsókna og lána eftir landshlutum Athygli vekur að um 70% allra umsókna koma frá íbúum sem eiga lögheimili á höfuðborgar- svæðinu (Reykjavík og Reykjanes- kjördæmi) og um 73% af heildarfjárhæð allra lána/láns- loforða fara til þeirra en ibúafjöldi á svæðinu er hins vegar um 61% af íbúafjölda landsins, eins og fram kemur í Töflu 1, hér á síðunni. Þannig virðast íbúar landsbyggðar- innar þrátt fyrir allt (sbr. hér að framan) ekki sjá ástæðu til að sækja í þennan sameiginlega. sjóð lands- manna í jafn ríkum mæli og íbúar höfuðborgarsvæðisins. Ef litið er nánar á dreifíngu lán- anna kemur ennfremur í ljós, að um 74% af öllum lánum fara til íbúðakaupa/bygginga á höfuð- borgarsvæðinu og um 76% af heildarlánsfjárhæðinni (Tafla 1, (j) og (1)). Astæðan fyrir því að þessar tölur eru hærri en þær sem nefndar eru hér að framan er sú, að fjöldi lántakenda sem eiga lögheimili á landsbyggðinni hef- ur ákveðið að veija lánum sinum til kaupa á íbúðum á höfuð- borgarsvæðinu. Þegar á heildina Mynd 1 Fjöldi innkominna umsókna frá 01.09.86 til 31.12.87. (Allir lánaflokkar) Fjöldi uiðókna 25»« ZVbt 15«» 1««» 5«« e $0(1» JFMAMJJftSOHP 1986 1987 Heimildi HúanæðiaBtofnun rlkiaina er litið má áætla, að nettó fjár- c) streymi húsnæðislána frá lands- byggðinni til höfuðborgarsvæðisins verði rúmlega 1.300 m.kr. en það samsvarar lánum til kaupa á um 800 íbúðum (Tafla 1 (n)) miðað við þann fjölda sem búið er að afgreiða (5.920 lán/lánsloforð). Ekkert bendir til annars en að þessi hlutföll verði með svipuðum hætti hjá þeim rúmlega 6.000 um- sækjendum sem enn á eftir að afgreiða. Fari svo má áætla, að nettó fjárstreymi húsnæðislána frá landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins verði um 2,5—3 milljarðar kr. miðað við allar umsóknir sem borist höfðu fyrir síðustu áramót en það samsvarar lánum til kaupa á um 1.600 íbúðum. í þessu sam- bandi er vert að hafa í huga, að raunverulegt fjárstrejmii vegna þessara íbúðakaupa verður væntan- lega tvöfalt til þrefalt meira en húsnæðislánin segja til um og því er ekki óvarlegt að áætla að heild- arfjárstreymið verði um 6—10 milljarðar kr. Hlutfall lána sem fara til ný- bygginga á landsbyggðinni er jafnvel enn lægra en tölumar hér að framan segja til um (Tafla 2). Þannig má áætla að um 81% af lánsfjármagni til nýbygginga fari til höfuðborgarsvæðisins (ath. íbúafjöldi 61%). Hér kemur glögglega í ljós, að mjög margir íbúar á landsbyggðinni treysta sér ekki til að fjárfesta í nýbyggingu í sinni heimabyggð þótt þeir í mörg- um tilfellum hafí engin áform um að flytjast burtu. Ymsar skýringar liggja að baki þessari þróun en nefna má þijú atriði sem skipta máli í þessu sambandi: a) Einhæft og óstöðugt atvinnulíf sem víða getur brugðist á skömmum tíma. Af þeim sökum er veruleg áhætta tengd fjár- festingu í íbúðarhúsnæði víða á landsbyggðinni. b) Gera má ráð fyrir að byggingar- kostnaður sé almennt nokkuð hærri úti á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Það stafar öðrum þræði af hærri flutningskostnaði á byggingar- efnum og auk þess af ýmsum aukakostnaði við vinnu og annað sem stafar af smæð markaðar- ins. Endursöluverð notaðra íbúða á landsbyggðinni er víða aðeins 50—70% af brunabótamati eða 20—40% lægra en á höfuðborg- arsvæðinu. Það veldur síðan því, að bankar og aðrar lána- stofnanir eru tregar til að veita lán með veði í slíkum íbúðum. Af þessum sökum ríkir nú víða undarleg „kreppa" í góðærinu á landsbyggðinni, einkum við sjávar- síðuna þar sem tekjur manna eru með því 'hæsta sem þekkist á landinu. íbúðabyggingar eru í lág- marki og endursöluverð notaðra íbúða er langt undir byggingar- kostnaði. Vegna góðra aflabragða vantar fólk í vinnu en víða er tilfinn- anlegur skortur á húsnæði til að mæta þessu ástandi. Þetta hefur síðan leitt til umframeftirspurnar eftir leiguhúsnæði og hækkun á húsaleigu. Þær staðreyndir sem hér blasa við um þróun húsnæðismála vekja upp margar spumingar um hver verði þróun byggðar í landinu á næstu árum. Líkur eru á því, að þetta muni leiða til meiri byggða- röskunar en þekkst hefur hér á landi á undanförnum árum, verði ekki brugðist við með raun- hæfum aðgerðum. Bráðabirgða- tölur Hagstofunnar um íbúafjölda á árinu 1987 sem nýlega voru birt- ar svo og mikil eftirspum eftir byggingarlóðum í Reykjavík nú í byijun þessa árs, benda eindregið til þess að þessi tilgáta sé á rökum reist. Síðastliðið vor setti húsnæðis- málastjóm á laggimar sérstaka nefnd til að gera úttekt á stöðu húsnæðismála á landsbyggðinni og tillögur til úrbóta. Hugsanlegt er að beita megi húsnæðislánakerfínu að einhveiju leyti til að hafa áhrif á þessa þróun en þó er ljóst, að mæta verður meginvandanum á öðmm vigstöðvum. Það er of mikil einföldun að gera ráð fyrir að slík mál verði leyst með einföldum stjómarfarsaðgerðum frá Reykjavík. íbúar landsbyggðarinn- ar og sveitastjómir þurfa að vakna til vitundar um þau verðmæti og þá möguleika sem gefast heima í héraði. Höfundur er framkvæmdastjóri Verktakasambands íslands og fulltrúi VSÍi stjórn Húsnæðis- stofnunar ríkisins. Til: FISKVINNSLU ÚTGERÐAR IÐNAÐAR intralox Færibönd. Slitsterk, létt, auðveld í uppsetningu og við- haldi. Færiböndin er hægt að fá í öllum breiddum og ýmsum gerðum með stuttum fyrirvara. Á færiböndin er hægt að fá ýmsar gerðir og stærðir af meðfærum. Færibönd fyrir frost og hita. Tæknileg ráðgjöf /'AMRWÍS Hamraborg 5, Kóp. Símar: 641550/45 KOTAS^EIA TÖLVUPRENTARAR NEYSLUTILLÖGUR: Morgunverður: Borðið hana óblandaða beint úr dósinni. Hádegisverður: Setjið kúf af KOTASÆLU ofan á hrökkbrauðsneið eða annað gróft brauð og þar ofan á t.d. tómatsneið, papriku- sneið, blaðlauk, graslauk, karsa eða steinselju og kryddið t.a.m. með svörtum pipar. Kvöldverður: Saxið niður ferskt grænmeti og notið KOTASÆLU í stað salatsósu. Ef þið viljið meira bragð, getið þið bætt við sítrónusafa og kryddi. Athugið að: 1. í 100 gaf KOTASÆLUeru aðeins 110 he (440 kj). 2. ( KOTASÆLU eru öll helstu næringarefni mjólkurinnar. 3. KOTASÆLA er mjög rík af próteini og vítamínum. . 4. KOTASÆLA er óvenju saðsöm miðað við aðrar fitulitlar fæðutegundir. Notkunarmöguleikar KOTA- SÆLU eru nær óteljandi. ^Auglýsinga- síminn er 2 24 80 KOTASÆiA fítulítil og freistandi 9.107

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.