Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 13. JANÚAR 1988 25 Júgóslavneski andófsmaðurinn Milovan Djilas í París: Spáir verulegum erfiðleikum um gervalla Austur-Evrópu Telur að aukið frelsi muni skekja undirstöður núverandi ríkjaskipunar París. Reuter. MILOVAN Djilas, kunnur andófsmaður og fyrrum valdamaður í Júgóslavíu, er nú staddur í París í sinni fyrstu ferð tii Vesturlanda í 30 ár. Sagði hann við komuna þangað, að umbæturnar í Sovétríkjun- um mörkuðu endalok stalínismans en spáði þvi, að miklir erfiðleikar biðu allra Austur-Evrópurílganna. Djilas, sem í eina tíð var nánasti samstarfsmaður Josip Broz Tito, leiðtoga júgóslavneskra kommún- ista, fékk vegabréf í hendur fyrir aðeins nokkrum mánuðum en þá hafði hann verið í ónáð og í einangr- un í landi sínu í þrjá áratugi. Til Parísar kom hann til að taka þátt í ráðstefnu um mannréttindamál. „ekki yf irvarpið eitt“ í viðtali, sem Djilas átti við fréttamann Reuters, sagði hann, að breytingamar í Sovétríkjunum væru „ekki yfirvarpið eitt. Þær marka endalok hins stalínska kerf- is. Gorbatsjov hefur beitt sér fyrir raunverulegum umbótum, hann er ekki að reyna að blekkja fólk. Kerf- ið er nú umburðarlyndara, nokkurs konar upplýst alræði en alræði eft- ir sem áður“. Djilas, sem er 76 ára að aldri, var í níu ár í fangelsi eftir að út komu á Vesturlöndum bækumar „Hin nýja stétt" og „Samræður við Stalín" en í þeim segir hann frá reynslu sinni og vonbrigðum með kommúnismann. Erfiðleikar framundan Djilas sagði, að Gorbatsjov hefði gefíð sovéskum menntamönnum lausari tauminn, leyft þeim að skoða veruleikann, sem við augum blasti, gagnrýnni augum en um leið lagt út á mjög erfíða braut fyrir Sov- étríkin og önnur ríki í Austur- Evrópu. Undir niðri ólgaði þjóðemiskenndin, óleyst vandamál þjóða og þjóðarbrota og aukið frelsi gæfí vonunum byr undir báða vængi. Djilas kvaðst þekkja ástand- ið vel frá eigin landi, þar sem sex - • ■ Reuter Strendur þrifnar íHollandi Mikil mengun hefur að undanförnu gert vart við sig á ströndum Hollands vegna olíu sem með einhverjum hætti barst í Norð- ursjó. Þúsundir fugla hafa drepist vegna mengunarinnar, sem enn sér ekki fyrir endann á. Hér gefur að líta skurðgröfu, sem notuð er til þess að bjarga því sem bjargað verður. Vopnásölumálið: Waahington. Reuter: GEORGE Bush, varaforseti Bandaríkjanna, sem átt hefur undir högg að sækja í baráttu sinni fyrir útnefningu sem for- setaframbjóðandi Repúblikana- flokksins vegna vopnasölumáls- ins, svaraði á mánudag spurningum, sem sérlegur sak- sóknari í málinu lagði fyrir hann. Hvorki skrifstofa Bush né sak- sóknarinn, Lawrence Walsh, vildu gefa upplýsingar um fund varafor- setans með rannsóknarmönnun- um. Nokkrir heimildarmenn héldu þjóðir búa saman, og sagði, að auk- ið tjáningarfrelsi myndi óhjákvæmi- lega ýta undir „sjálfstæða vitund" í menningar-, mennta- og stjóm- málum. Að lokum neyddi hún kommúnistaleiðtogana til að gefa þjóðunum og þjóðarbrotunum meira frelsi hvort sem þeim líkaði það betur eða verr. „í stuttu máli,“ sagði Djilas. „Meira frelsi býður erfiðleik- unum heim fyrir stjórnenduma." Laustengt bandalag eina vonin? „Vegna þess, að kommúnistar geta ekki lengur boðið fólki upp á sitt miðstýrða kerfi verða þeir að draga úr miðstýringunni innan flokksins og skipta honum upp milli þjóðanna. Það mun aftur kynda Bush svarar spurn- ingum saksóknara MOovan Djilas ræðir við gesti á heimili sinu í Júgóslavíu. undir þjóðemishyggju, sérstaklega í Sovétríkjunum, og valda veruleg- um erfíðleikum," sagði Djilas og bætti því við, að það eina, sem gæti bjargað Sovétríkjunum og bandalagsríkjunum í Austur-Evr- ópu þegar fram í sækti, væri laustengt bandalag nokkuð sjálf- stæðra lýðvelda, svipað því, sem nú væri í Júgóslavíu. því fram, að fundurinn hefði farið fram á skrifstofu Bush undir stjóm aðstoðarmanna Walsh. Sú athygli, sem enn beinist að vopnasölumálinu, hefur komið sér mjög illa fyrir varaforsetann í bar- áttu hans fyrir að hljóta útnefn- ingu sem forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. „Þetta verður ekki til að létta róðurinn," sagði Richard Bond, stjómmála- ráðgjafi Bush í síðustu viku, eftir að fréttir höfðu birst um, að vara- forsetinn væri meira viðriðinn vopnasölumálið en hann hefði við- urkennt. ÆTLAR ÞU AÐ TOLVUVÆÐA? ÞÁ GERUM VIÐ ÞÉR TILBOÐ SEM EKKIER HÆGT AÐ HAFNA! Vegna mikillar sölu árið 1987 á þessum frábæru AMSTRAD-tölvum og RÁÐ- HUGBÚNAÐI og sérstakra samninga getum við nú boðið þetta frábæraverð ENAÐEINS TIL « m&m * ‘ vf. x x x %:% ;t 'x-:m . f*. I 1,1 <,>.1.1.1, i.t. 1 L * t f 1 1 V L t 15 Eftir það þýðir ekki að ræða svona fáránlegt verð. JANÚAR. AMSTRAD1512 PC SAMHÆFÐ TÖLVA l með 20 MB hörðum diski, 14“ svart/hvítum skjá MÚS, GEM og fleiri forritum.kr. 87.500.- RAÐ Fjárhagsbókhald................kr. 16.500 RÁÐ Viðskiptamannabókhald...kr. 25.000 RÁÐ Lagerbókhald...................kr. 25.000 RÁÐ Sölukerfi.............. kr. 25.000 Þessi pakki ætti að kosta. kr. 179.000 TILBOÐ: KR. 119.900.- AMSTRAD1640 PC SAMHÆFÐ tölva með 20 MB hörðum diski, 14“ sv/hv hágæðskjá EGA- HERCULES-CGA, MÚS, GEM o.fl..kr. 97.900,- RÁÐ Fjárhagsbókhald...............kr. 16.500 RÁÐ Viðskiptamannabókhald...kr. 25.000 RÁÐ Lagerbókhald...................kr, 25.000 RÁÐ Sölukerfi.............. kr. 25.000 Þessi pakki ætti að kosta kr. 189.400.- TILBOÐ: KR. 129.900! AMSTRAD PC-tölvur VINSÆLUSTU tölvurnar í Evrópu í dag. AMSTRAD PC-tölvur eru mjög ríkulega bún- arfylgihlutum og forritum, tengi og staekkunar- möguleikum. AMSTRAD PC-VIÐGERÐARÞJÓNUSTA: Tækniverkst. GíslaJ. Johnsen. Móttaka AM STR AD-versl. v/Hlemm. RÁÐ-hugbúnaður er vandaður hugbúnaður sem hentar bæði stórum og smáum fyrirtækjum og er í notkun hjá nær 200 aðilum. RÁÐ-hugbúnaður er afhentur uppsettur í tölvu, tilbúinn til notkunar með vönduðum leiðbeining- um og aðstoð. RÁÐ-hugbúnaður er hannaður og þjónustaður af Víkurhugbúnaði sf., hugbúnaðurinn er al-í slenskur, nútímalegur og jafnvel tilbúinn að vinna ívirðisaukaskatti. GREIÐSLUKJÖR-SKULDABRÉF VISA-VILDARKJÖR EURO- GREIÐSLUKJÖR KAUPLEIGUSAMNINGUR AMSTRAD1640 PCSAMHÆFÐTÖLVA með 20 MB hörðum diski, 14" hágæða LITASKJÁ EGA-HERCULES-CGA, MÚS, GEM o.fl.... kr. 126.870,- RÁÐ Fjárhagsbókhald.................kr. 16.500,- RÁÐ Viðskiptamannabókhald...........kr. 25.000,- RÁB Lagerbókhald....................kr. 25.000,- RÁÐ Sölukerfi................. kr, 25.000,- Þessi pakki ætti að kosta kr. 218.370.- TILBOÐ: KR. 159.900.- nsnui verzlun v/Hlemm, s. 621122. TÖLVULAND Laugavegi 116 R.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.