Morgunblaðið - 13.01.1988, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988
Að sjúga rokk
og ról
ÞRIÐJUDAGINN 29. desember
voru haldnir tónleikar í Duus-húsi
komu þar fram fjórar mis-
áheyrilegar hljómsveitir. Tónleik-
arnir voru býsna vel sóttir og er
ánægjulegt til þess að vita að lif-
andi tónlist heilli fólk ennþá,
jafnvel þó svo að ekki séu allir
flytjendur þekktir.
Tónleikarnir hófust um tíuleytið
og stóðu fram til klukkan eitt og
leið blessunarlega stuttur tími milli
hljómsveita. Fyrsta kastið voru
gömul lög með Bubba Morthens
leikin í hléum og fóru þá að renna
tvær grímur ef ekki fleiri á undirrit-
aðan. Gagnrýnandi telur sig nú
ekki háaldraðan mann, en við það
að hlýða á rokkforingjann Bubba,
eins og hann var hér i mínu ung-
'’dæmi, fór ég að velta því fyrir mér
hvað margt hefði nú gerst síðan.
Og svo fannst mér það bara ekk-
ert undarlegt þegar ég fór að telja
árin.
Útúrdúr
Hljómsveitin Útúrdúr frá
Keflavík steig fyrst sveita á stokk.
Eftir að hafa hlustað á hana um
nokkurt skeið fór ég að sannfær-
ast um að hún bæri nafnið með
rentu. Og í framhaldi hugrenninga
BDinna vegna tónlistarinnar með
Bubba fór ég aftur að velta því
fyrir mér hvað hefði eiginlega gerst
síðan — en með nokkrum öðrum
formerkjum.
Útúrdúr var nú samt ekki
alslæm, en mér fannst nokkuð
skorta upp á að hún ætti erindi á
tónleika, þó ekki væri nema vegna
starfsreynslunnar, ef svo má að
orði komast. Meðlimirnir eru ekki
nógu öruggir með sig, samspilinu
er ábótavant og síðast en ekki síst
er ekki nógu mikið bítl í þessari
Keflavíkurhljómsveit.
Blátt áfram
Næst geystist fram á völlinn
hljómsveitin Blátt áfram. Gagnrýn-
andi hafði mjög gaman af sveitinni,
þétt og viss á sínu. Þá voru laga-
smíðarnar margar hverjar mjög
sniöugar (t.d. „Nostradamus"), en
slíkt þykir gjarnan vera til bóta í
þessum „bransa".
Söngkonan Inga var hins vegar
annar handleggur. Eins og ég var
nú hrifinn af frammistöðu hennar
og Bjarkar systur hennar á „Loft-
mynd“ Megasar. Það er leiðinlegt
að segja það, en hún sýndi ná-
kvæmlega engin tilþrif í Duus-húsi.
Það kemur fyrir bestu söng-
konur að missa úr tón og tón —
en heilu og hálfu lögin eru full
mikið af því góða. Annað var þó
enn leiðigjarnara (furðulegra?), en
það var að hún fékk óstöðvandi
hláturköst í miðjum lögum og
þreyttist síðan ekki á að segja
okkur ótíndum almúganum að
síðasta lag hefði verið misheppn-
að, hálfmisheppnað eða bara
soldið. Þetta var farið að verða
eins og bein lýsing hjá Hemma
Gunn, en er kannski óvitlaus hug-
mynd. Stjörnugjöf flytjenda á eftir
hverju lagi — af hverju ekki?
Aðfall
Ég held að rétt sé með fariö að
þetta hafi verið fyrstu hljómleikar
Aðfalls og þeir komust ágætlega
frá sínu. Reyndar mátti greina af
lófatakinu, sem skiþtist nokkuð
eftir borðum, að salurinn var vel
skipaður vinum og vandamönnum,
en það er nú jafngamalt mann-
kynssögunni.
A<5fe//flytur popp með Ijóðrænu
ívafi, en einhver stakk því að mér
að meðlimir hlytu að hafa orðið
fyrir áhrifum frá Hljómumi Sjálfum
fannst mértónlistin bara ekki nógu
skemmtileg, en hver maður sinn
smekk. Hvað Ijóðrænuna áhrærir
þá hefði hún nú notið sín betur
ef söngvarinn hefði ekki þurft að
vera með neðanmálsgreinar milli
laga til þess að nýgervingin í hinu
næsta færi nú örugglega ekki fram
hjá neinum.
Morgunblaðið/BS
Myndin vartekin þærtvær nanósekúndur, sem Bjössi basti stóð kyrr.
_-~>t-------------
rokksíðan
ÁRNI MATTHÍASSON
Ljósmynd/BS
Sungið með Aðfallir.u.
Bleiku bastarnir
Síðastir á dagskrá voru aðalfor-
ingjarnir: Bleiku bastarnir. Þeir
leika einfalt, hrátt rokk sem svífur
einhverstaðar í eternum milli
pönks og rokkabillís. Þetta er til-
gerðarlaust rokk, en því miður er
leitun að tilgerðarleysi í íslensku
poppi, hégóminn alls ráðandi.
Það á enginn Bastanna eftir að
fá verðlaun fyrir „besta hljóðfæra-
leik“ — a.m.k. ekki í náinni framtíð
— sem er líka eins gott, því hér
er það hamslaus tjáningin sem
máli skiptir; ekki einhver fágstefna
virtúósa.
Að mínu mati er Bjössi Baldvins
nú einn besti sviðsmaður í íslensku
rokki. Og enn leitar hugurinn aftur
til Bubba. Vér gamlingjarnir mun-
um eftir því þegar Bubbi var að
byrja í Alþýðuhússkjallaranum
(man einhver hvar hann var?) og
það sem heillaði var ekki síst ofsa-
fengin sviðsframkoman. Bjössi
minnir mig um sumt á það, en
hann er ekki fylltur heilagri reiði
líkt og Bubbi heldur hefur hann
afskaplega gaman af þessu öllu
saman og hlær að og með rokk-
inu, sjálfum sér og heiminum.
Hann kallar það að sjúga rokk
og ról og ég er fullsáttur við þá
skilgreiningu.
András Magnússon.
Útúrdúr
Morgunblaðið/BS
Blátt áfram.
Bestu plöturnar
Plötukaupendur og gagnrýnendur hafa fengið að segja sitt um bestu plöt-
ur ársins og ekki er úr vegi að leyfa plötuútgefendum að láta uppi hvaða
augum þeir líta íslenskar plötur ársins. Að vonum er mönnum efst í huga
þær plötur sem þeir hafa átt þátt í að gera og koma út og í sambandi
við það óskaöi Steinar Berg eftir að fá að láta eftirfarandi fylgja hans vali:
„Mat mitt mótast af þeim samskiptum sem ég hef átt við þá flytjendur
sem Steinar hf. hefur gefið út á árinu. Þegar ég er beðinn að velja fimm
bestu plöturnar er væntanlega átt við þær plötur sem veitt hafa mér
mesta ánægju. Ég aðskil ekki markaðslegt- og persónulegt mat þannig
að þegar ég er spurður eftirá hverjar séu uppáhalds plötur ársins 1987,
þá eru það mest seldu plötur míns fyrirtækis."
Jónatan Garðarsson, Pótur Kristjánsson,
Steinar Steinar
Bjartmar Guðlausson - Bjartmar Guðlaugsson -
í fylgd með fullorðnum í fylgd með fullorðnum
Bubbi Morthens - Dögun Bubbi Morthens - Döqun
Grafík - Leyndarmál Centaur - Blúsjamm
Megas - Loftmynd Grafík - Leyndarmál
Stuðmenn - Á gæsaveiðum Gunnar Þórðarson - í loftinu
Kári Waage, Fálkinn Centaur - Blúsjamm Grafík - Leyndarmál Megas - Loftmynd Tíbrá - Yfir turnunum Rikshaw - Rikshaw Ásmundur Jónsson, Grammið Bubbi Morthens - Dögun Megas - Loftmynd Ornamental - Kyrrlátt kvöld á Hótel hjartabrot Ýmsir - Snarl 1 Sykurmolarnir - Cold Sweat Steínar Berg ísleifsson, Steinar Bjartmar Guðlaugsson - í fylgd með fullorðnum Grafík - Leyndarmál Greifarnir - Dúbl í horn Model - fylodel Ríó tríó - Á þjóðlegum nótum
Jón Ólafsson, Skífan Óskar Þórisson, Skífan Brynjar Baldursson, L Skífan
Bubbi Morthens - Dögun Gaui - Gaui Megas - Loftmynd Strax - Face the Facts Stuðmenn - Á gaesaveiðum Jón Múli Árnason - Sönglög Megas - Loftmynd Strax - Face the Facts Stuðmenn - Á gæsaveiðum Sykurmolarnir - Sykurmol- arnir Geiri Sæm - Fíllinn Grafík - Leyndarmál Hinsegin blús - Hinsegin 1 blús Megas - Loftmynd Stuömenn - Á gæsaveiðum 1