Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 17 fyrir fískvinnslufólk, sérstaklega þar sem verðbólga hefur verið mik- il frá því í október þegar síðast var leiðrétt misgengi milli launa og verðhækkana, svaraði fjármálaráð- - herra: „Miðað við októberverðlag voru útgjöld meðalfjölskyldunnar 105 þúsund krónur á mánuði. Þau út- gjöld hafa vafalaust aukist síðan. Þetta þýðir sennilega að undir þess- um útgjöldum standa tekjur fleiri en einnar fyrirvinnu í flestum tilvik- um. Allt í kringum okkur sjáum við merki þess að það er gífurleg greiðslugeta, studd verulega háum kaupmætti hjá öllum þorra fólks. Það eru sérstakir hópar sem hafa ekki notið launaskriðsins og þeirra hlut þarf að bæta. En það er eng- inn kostur á því að auka meðaltals- kaupmáttinn eða láta slíkar leiðréttingar fara upp allan launa- stigann. Það er staðreyndin í málinu. Ef menn ætla að gera það þá eru menn að fórna öllum vonum um stöðugleika í verðlagi, og eru vitandi vits að sökkva sér í óðaverð- •bólgu sem ekki leiðir af sér neina kaupmáttaraukningu heldur leiðir af sér endalausa erfíðleika yfír fólk og atvinnulíf. Ef þú spyrð hvort einhver von sé að fólk sætti sig við slíkt er mitt svar þetta: menn verða að átta sig á hvaða kosta er völ. Það er ekki um tvær leiðir að velja og segja annarsvegar að allir eigi að fá hærra kaup óg hins vegar að keyra verði verðbólguna niður. Gengislækkun er skottulækning Um ummæli fjármálaráðherra um mögulega gengisaðlögun og ummæli bæði ríkisstjórnar og tals- manna fiskvinnslunnar um að venjuleg gengisfelling sé þýðingar- laus sagði ráðherrann: „Það er rétt sem þú sagðir sjálf- ur að talsmenn fiskvinnslunar hafa viðurkennt að gengislækkun er skottulækning sem ekki kemur að neinum notum. Ef fleiri krónur fyr- ir gjaldeyrinn þýða að kostnaðar- hækkanir eyða þessu jafnóðum og skuldir hækka sem því svarar og þvínæst fjármagnskostnaður, er verr af stað farið en heima setið. Hitt er svo annað mál að raungengi íslensku krónunnar er óeðlilega hátt. Þetta tvennt er eins og þver- sögn en það getur verið þarna einhver millileið sem byggir á þeirri von að með samræmdum aðgerðum verði dregið úr þessari þenslu þann- ig að mjög snarlega dragi úr hækkun á tilkostnaði þegar líða tekur á árið. Það er búið að hleypa út í verð- lagið verulegum gjaldskrárhækk- unum þess opinbera, t.d. á rafmagni og þjónustu Pósts og síma. Ef menn ná samstöðu um aðgerðir sem gera hvorttveggja að bæta samkeppnis- stöðu fískvinnslunnar og rétta hlut fískvinnslufólks, að hluta til með eftirgjöf á gjöldum, sem síðan gæti þýtt að menn þættust sjá fram á það að óvissunni hefði verið eytt og menn gætu reiknað með veru- legri minnkun verðbólgu um mitt ár, þá væri hægt að endurskoða margar fyrri ákvarðanir sem byggðu á fyrri verðforsendum. Við höfum til dæmis sagt, að um leið og kjarasamningar væru komn- ir í höfn, sem tryggðu að ekki yrði verðbólgusprenging heldur gætu skapað fastan ramma um allar þessar ákvarðanir og leitt til þess að á seinni hluta ársins yrðum við komnir með 10-11% verðbólgu, þá yrði það eitt út af fyrir sig slíkur ávinningur fyrir atvinnulífíð í landitiu að það getur tekið á sig nokkurn hallarekstur í fískvinnslu um einhverra mánaða skeið, miðað við að útgerðin standi þá betur. Lækkun verðbólgu er slík kjara- bót f yrir f ólk og f yrirtæki að það er nokkru fyrir það fórnaudi. Þessa stundina bíða allir og spyrja: hvaða ákvarðanir verða teknar varðandi kjarasamninga, gengi og vexti. Og stjórnarand- staðan bætist í hópinn og spyr: hvar er efnahagsstefna ríkisstjórn- arinnar? Sú stefna felst í því að reka ríkisbúskapinn án halla, hún lýsir sér í þessari skattkerfisbreyt- ingu, hún lýsir sér í aðhaldssamri lánsfjáráætlun og hún lýsir sér í stöðugleika í gengi. Eftir er að fá aðila vinnumarkaðarins til að taka sínar ákvarðanir innan þessa ramma. En gangi það eftir þá má reikna með ört lækkandi verðbólgu. Og um leið og það er orðið borð- leggjandi er skynsamlegt fyrir Seðlabankann að lækka nafnvexti og þar með fjármagnskostnað." Verðum að sætta okkur við viðskiptahalla Um spár um 9-10 milljarða króna viðskiptahalla á árinu, áhrif fast- gengis og tollalækkana á hann, sagði fjármálaráðherra: „Ef það er rétt sem við segjum að með tollabreytingum muni versl- unin að verulegu leyti færast inn í landið þá er það rétt • að áhrifín geta verið í þá átt að auka við- skiptahalla, ef það er rétt að eftir- spurn innanlands, studd raunveru- legum kaupmætti, hafí sömu áhrif. Þetta á við að svo miklu leyti sem . tollalækkunin skilar sér í verði og kann þá að bæta samkeppnisstöðu innflutnings gagnvart innlendri framleiðslu. En þetta er alls ékki algilt. Vörugjaldið hefur t.d. and- stæð áhrif. Sumir segja að í þessu ástandi dugi ekkert annað en meiri- háttar gengisfelling til að rétta af viðskiptahallann og segja um leið að það yrði að vera gengisfelling sem þýddi að allar kostnaðar- hækkanirnar sem fylgdu í kjölfarið yrðu stöðvaðar með einhverjum hætti.. Þetta yrði þá til þess að skerða kaupmátt verulega. Þessi leið samræmist ekki þeim megin- markmiðum sem ríkisstjórnin hefur sett sér sem eru þau að ná fyrst og fremst árangri í baráttu við verð- bólgu. Það þýðir að við verðum að sætta okkur að sinni við óeðlilegan viðskiptahalla. Það er ekki hægt að ná báðum markmiðunum samtfmis." FATALAND óskar eftir umboðsmönnum um land allt. Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. merktan „L - 3546" fyrir 30. janúar. MICRÖSOFT. HUGBÚNAÐUR WORD V4.0 MULTIPLAN V3,03 CHART V3,0 PROJECT V4,0 COBOL V2.2 CCOMPILER V5.0 FORTRAN V4.01 PASCAL V 3,32 # *^£i& s* ^ SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. r'Á >rm$^ ár Hverfisgötu 33, sími: 62-37-37 Akurey ri: Töl vutæki - Bókval Kaupvangsstræti 4, sími: 26100 flATKOKVi^ HANG\KJÖT\ RÓFUSTAPPA SV\ÐASUllT/\ SELSHR^XfA^l \jJNDAÆ>AGGAfc.\ NAUST R E S T A U R A N T S í M I 17 759 / <m n Borðapantanir ísima 17759 -- RÖRRI\I30AR Á morgun hefst þorrablót í Nausti IE Naustið er þekkt fyrir þorrablót sitt og enn einu sinni fognum við þorrameð ljúfFengum þorramat. SÍM0NARSALUR semtekur«.Þ.b: 40-50 manns erte^MÆRRAVE.SLUR eVnkasamkvæmio.fl. RESTAURANT S ( M I 17 7 5 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.