Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 33
MORGL'NBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANUAR 1988 33 íaðar- rhöfum Við þetta má bæta mörgum öðrum mannvirkjum, svo sem stjórnstöðvum fyrir kjarnorku- vopn, fyrir kafbátaflotann, fyrir norðurflotann, fyrir flugherinn, og fyrir landherinn. Þarna koma við sögu þrjú hernaðarsvæði innan heildarskipulags alls herstyrks Sovétríkjanna. Eru það norðvest- ur-hersvæðið (NV TVD, Téatr Voennykh Deistvii eða svæði hern- aðarlega mikilvægra aðgerða), Atlanthafssvæðið (OTVD) og Pól- arsvæðið (OTVD). Fyrir hvert þessara svæða hafa Sovétríkin sérstaka herstjórn, sem stýrir að- gerðum kafbáta og herskipa, flugvéla, landgönguhers og ann- arra vopna. Svæðin heyra undir yfirherstjórnina í Moskvu, sem samhæfir heildarstefnu og aðgerð- ir um alla jörðina. ísland er á miðju Atlantshafs-herstjórnar- svæðinu, en það svasði snertir hvergi sovéskt land. Leiðir sprengjuflugvéla. Augljós þýðing íslands. Skorve. Er í þessari grein m.a. stuðst við bók þeirra, „Investiga- ting Kola". Þegar norska stofnunin birti niðurstöður rannsóknar sinnar á síðasta ári skýrði hún í fyrsta sinn opinberlega frá því, að Sovétríkiri hefðu nú í byggingu tvö ný her- virki á Kólaskaga, risastóra nýja kafbátahöfn og stóran flugvöll fyrir sprengjuflugvélar. Ekki er vitað betur en að bygging þessara miklu mannvirkja haldi áfram á sama tíma sem forsætisráðherra Sovétríkjanna heimsækir Noreg og býðst til að semja um herskipa- ferðir milli Noregs og íslands. Hin nýja kafbátahöfn heitir Gremikha og er eins austarlega á ströndinni og ísinn leyfir. Þessi mikla höfn virðist vera ætluð fyrir stærstu og nýjustu gerðir kafbáta svo sem „Oscar". Sex kafbáta- hafnir voru þó fyrir vestar á skaganum, og þar eru einnig stöðvar fyrir kjarnorkusprengjur og flugskeyti tií að bera þær um heim allan. Alls hafa 66% af kaf- bátum-Rússa, sem skjóta eldflaug- um með kjarnorkuvopnum, bækistöðvar í þessum höfnum, en þeir hafa 76% af sþrengjumætti flotans vegna þess að nýjustu og stærstu skipin eru einmitt höfð þarna. Hitt mannvirkið, sem Norð- menn skýrðu frá, er flugvöllurinn RENTSHAF HVITAHAF Kólaskagi, uinheimurinn og ísland. askaga. Kortin eru úr bókinni Hvers vegna Kólaskagi? Hvers vegna hafa Sovétríkin komið upp svo miklum herstöðvum á Kólaskaga við hinar erfiðustu aðstæður norðan við heimskauts- baug? Rússland var upphaflega meg- inlandsríki, sem hvergi átti land að sjó. Þegar það 6x að stærð og veldi tóku keisararnir að sækjast eftir höfnum með aðgangi að heimshöfunum. Þeir eignuðust strendur við Svartahaf, Eystrasalt og Kyrrahaf, en voru alls staðar innilokaðir. Pétur mikil sagði, að konungur með landher hefði eina heild, en ætti hann einnig flota hefði hann tvær. Hann reisti Pét- ursborg, sem nú heitir Leningrad. Norðurströnd Rússlands var á þeim tíma fjarlæg og lokaðist af ís mikinn hluta ársins, nema rétt vestast. Þar reis borgin Mur- mansk, en norðurflotinn var stofnaður 1933. Kom í ljós í síðari heimsstyrjöldinni, hversu mikil- vægt svæði þetta var. Nasistar lögðu undir sig Noreg og sendu her til Finnlands til að loka Rússa inni, en flotastyrkur Bandamanna dugði með geysilegum fórnum til að halda opinni siglingaleið frá íslandi til Murmansk. Árið 1954 höfðu Sovétríkin komið sér upp kjarnorkuvopnum og tóku fljótlega að koma þeim fyrir í káfbátum, sem urðu að hafa greiðan aðgang að opnu hafi. Rússar töldu sig þá umkringda af fjandsamlegum flotaveldum og tóku að auka herbúnað á Kóla- skaga iheð byggingú flotastöðva og flugvalla. Smám saman juku þeir skipakost sinn og gerðust flotaveldi um öll heimsins höf. Þeir eiga nú fjóra mikla flota, á Kyrrahafi, Svartahafí, Eystrasalti og norðurflotann, sem er þeirra stærstur og þýðingarmestur. Faðir sovéska flotans, S.G. Gorshkov aðmíraáll, segir í frægri bók sinni, að 75% af höfnum jarðarinnar séu við Atlantshaf og fari um þau 70% af öllum flutningum á sjó. Jafnframt herskipum hafa Sov- étríkin komið upp stórbrotnum fiskveiðiflota, sem hefur bæki- stöðvar á Kólaskaga, og einnig fjölda rannsóknarskipa og kaup- skipa, sem allt reiknast hluti af sjálfum flotanum og er látið þjóna hagsmunum ríkisins á sama hátt. Islendingar hafa séð mikið til fiskiflota Rússa, rannsóknarskipin hafa verið hér tíðir gestir og kaup- skip sjást oft, sérstaklega olíuskip. Herskipin sjást hins vegar sjaldn- ar, en hafa þó heimsótt Reykjavík. Loks koma sovéskar flugvélar inn á varnarsvæði íslands (en utan 12 mflna landhelgi) að jafnaði annan hvorn dag, og eru þá ýmist í könnunarflugi, æfingaflugi eða á leið til Kúbu. Enn nýjar herstöðvar Hin mikla uppbygging hervirkja á Kólaskaga hefur ekki farið leynt gegnum árin, og Bandaríkjamenn hafa ljósmyndað svæðið úr gervi- hnöttum síðan um 1960. Síðustu árin haf a Norðmenn gert ítarlegar rannsóknir á Kólaskaga eftir myndum teknum úr Landsat- gervihnettinum. Hafa sérfræðing- ar norsku utanríkismálastofnunar- innar gert þessa athugun, aðallega þeir Tomas Ries og Johnny Schagui, sem er sunnarlega á skaganum, nærri veginum til Len- ingrad. Virðist lengd flugbrautar- innar vera um 4.600 metrar og gefur það vísbendingu um að þarna muni stærstu flugvélar, það er sprengjuflugvélar fyrir kjarn- orkuvopn, eiga að athafna sig. Þó var 21 flugvöllur fyrir, stærri en 1.600 metra brautir. Stærstur þeirra er Olenegorsk á miðjum skaganum, sem einnig hefur 4.600 metra brautir, tvær hlið við hlið. Þaðan koma að líkindum flestar langfleygu vélarnar, sem eru tíðum í grennd við ísland. Hinir mörgu flugvellir eru að sjálfsögðu mismunandi hvað gerð og verkefni snertir, sumir fyrir flugvélar flot- ans, aðrir fyrir orrustuvélar, og enn aðrir fyrir kjarnorkusprengju- flugvélar 36. flugflota Sovétríkj- anna. Augljós er sá tilgangur þessara mörgfu flugvalla, að þang- að megi skyndilega flytja mikinn liðsauka, ef atburðir krefjast þess — til sóknar eða varnar. Fyrstu árin voru kjarnorkuvopn nær eingöngu flutt í sprengjuflug- vélum, en síðan tóku eldflaugar af ýmsum gerðum við, fyrst á landi og síðan í kafbátum. Nú er svo komið, að bæði Bandaríkin og Sovétríkin telja sér nauðsyn að ráða yfir mörgum ólíkum leiðum til að koma þessum sprengjum á áfangastað, og eru bæði að koma sér upp nýjum og mjög fullkomn- um sprengjuflugvélum. Hafa fregnir borist af ýmsum gerðum undraflugvéla bæði vestanhafs og austan. Eru þetta ekki góð tíðindi fyrir Islendinga, því land okkar hefur margvíslega þýðing^u fyrir langfleygar flugvélar. Stórborgin Murmansk Höfuðstaður Kólaskaga er stór- borg^in Murmansk, sem óðum nálgast hálfa milljón íbúa, ef hún hefur það ekki þegar, séu hermenn og sjóliðar taldir með. Þar er kaup- skipa- og fiskihöfn og öll mann- virki héraðsstjórnar og menning- arseturs. Borgin stendur innarlega við langan fjörð, en út með firðin- um er Severmorsk, sem er hin eiginlega flotastöð. Þar er bæki- stöð norðurflotans og þar leggjast flest hin stærri herskip að landi, svo sem flugvélamóðurskip og hið fræga beitiskip Kirov. Utar við fjörðinn og vestan við hann enj aðalstöðvar kafbátaflotans, Pol- varnyy. Síðan er hver flotahöfnin við aðra vestur með vogfskorinni strönd, en kaupskip og fiskiskip sjást varla fyrr en í Petchenga, rétt við norsku landamærin. Sovétríkin hafa margar mis- munandi hernaðaráætlanir, sem miðast við ólík atvik, er gætu bo- rið að höndum ef til styrjaldar kæmi á einhvern hátt. Mestu máli skiptir, að verulegur hluti af kjarn- orkuvopnum þeirra er í kafbátum, sem hafa bækistöðvar á Kóla- skaga og felast í haf inu norðaustur af íslandi, um Grænlandshaf, Bar- entshaf og undir ís norðurskauts- ins. Sovétríkin leggja vafalaust meg^náherslu á að vernda þessa kafbáta, þar sem þeir geta orðið nauðvörn í kjarnorkustríði. Til að verja kafbátaflotann kunna þau í ófriði. að telja nauðsynlegt að leggja undir sig bækistöðvar á Svalbarða, í Norður-Noregi, á ís- landi og Grænlandsströnd. Önnur markmið Sovétríkjanna í stríði myndu verða að rjúfa sigl- ingaleiðir Vesturveldanna yfir Atlantshaf, og yrði þýðing íslands ekki minni í því samhengi. Bandaríkin og Atlantshafs- bandalagið hafa án efa einnig margar hernaðaráætlanir miðaðar við mismunandi aðstæður, sem kunna að skapast ef til ófriðar kemur. Ein hugmynd þeirra myndi verða að ráðast norður eftir Atl- antshafinu og reyna að granda sovésku kjarnorkukafbátunum, og yrðu það mikil átök. í þeirri stöðu má líta á ísland á neikvæðan hátt og spyrja, hvaða áhrif það hefði á NATÓ, ef það missti aðstöðuna á íslandi. Svarið við þeirri spurningu er einnig svar um það, hvers vegna vamarliðið er í landinu. Varnir íslands myndu verða hluti af hrikalegum hildarleik. Fáfróðir leikmenn, sem ekki þekkja hernaðaráform stórveld- anna, geta aðeins velt vöngum yfir því, sem kann að gerast, ef svo hörmulega fer að heimsstýrj- öld brýst út. Því miður virðist óhugsandi, að ísland gæti staðið utan við þau átök. Jafnvel á friðartímum snýst skákin um þá reiti, þar sem sterk- ustu mennirnir standa. Og svartur hefur teflt miklu liði á hægri væng sinn í nagrannalandi okkar, Kóla- skaga. Sú staða hlýtur að hafa megfináhrif á það, hvernig tekst að tryggja friðinn og semja um jafntefli í næstu framtíð. Höfundurersendiherra ogfyrr- verandiforsætisráðherra og utanríkisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.