Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 -H Gunnar Eggertsson forstjóri - Minning: Fæddurl8.águstl922 Dáinn 11. janúar 1988 Hann Gunnar dó í nótt. Það var svo skrýtið þegar amma kom með þessa frétt úr símanum, þá var eins og ég áttaði mig ekki á því. Hann Gunnar sem ég hafði hitt við úti- dyrnar deginum áður. Nei, það gat ekki verið. Ég veit ekki hvað langur tími leið áður en ég áttaði mig. En um leið og minningarnar frá því ég man eftir mér komu upp í hugann, þá kom gráturinn. Eg hugsaði um öll þau skipti sem hann kallaði á mig upp, og spenn- inginn sem fylgdi. Ég vissi að ég átti einhverja gjöf í vændum. Hann var ekkert að flýta sér, tók mig og kyssti mig og stakk upp í mig mola, sfðan kom hann með kjól eða einhverja flík og sagði mér að máta. Alltaf var ég ánægð með það sem hann hafði valið á mig í öllum sinum ferðum til útlanda og ævinlega var um rétta stærð að ræða. Já það var gott að eiga annan „afa" á efri hæðinni á Kvisthagan- um, og ekki var hún Valdís síðri, alltaf tók hún vel á móti mér, þau voru partur af tilverunni. Þeirri vissu að vita af þeim sem ég hef ævinlega litið á sem sjálfsagðan hlut. En enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, það á ég eftir að finna. Ég á ekki lengur von á Gunnari óvænt niður með fullan kassa af ávöxtum. Nú þegar Gunn- ar er horfinn, þá finn ég að gaman hefði verið að kynnast honum sem fullorðin manneskja. En ég á mínar bamsminningar um hann; góðar minningar sem ég gleymi aldrei. Erna Sif Kveðja frá Freysfélögum Gunnar Eggertsson, sem nú er kvaddur hinstu kveðju, gekk í Lionsklúbbinn Frey árið 1972 og var virkur félagi til dauðadags. Hann sat eitt ár í stjórnn klúbbsins sem gjaldkeri og átti einnig sæti í ýmsum nefndum klúbbsins sem meðstýrandi eða formaður. Ollum þessum störfum skilaði Gunnar með prýði. Hæfileikar Gunnars nutu sín þó allra best í sambandi við fjáröflun klúbbsins, sem byggist á innflutn- ingi og sölu jóladagatala. Hann var nokkur ár í fjáröflunarnefnd klúbbsins og vann þar mikið og gott starf. Þessu til viðbótar var Gunnar afar duglegur sölumaður og var alla tíð með söluhærri klúbb- félögum. Á meðan hann hafði heilsu til tók hann einnig þátt í flestum merk- ingaferðum klúbbsins, hvort heldur þær voru farnar til þess að merkja II MIÐSTOÐVAR matvöruviðskiptanna eru opnarsem hér segir Æ\K>ii>\\>\\ Laugalæk, sími 686511 Virkadagakl.8-19 Föstudaga kl. 8-20 Laugardaga kl. 8-16 Hamraborg, Kópavogi, sími 41640 Alla daga frá kl. 8-20 KJÖTMIÐSTÖÐIN Garðatorgi, Garðabæ, sími 656400 Virkadagakl.8-19 Föstudaga kl. 8-20 Laugardaga kl. 8-18 Verið ávallt velkomin brýr á þjóðvegum landsins eða at- hyglisverða staði í óbyggðum. Fyrir hönd okkar, félaga Gunn- ars í Lionsklúbbnum Frey, vil ég þakka honum samstarfið og sam- veruna. Jafnframt vil ég votta eiginkonu hans, Valdísi Halldórs- dóttur, og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Guðjón Torfi Guðmundsson, formaður Lionsklúbbsins Freys. „Kveikt er ljós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjörnum stráð, engill framhjá fer, Drottins nægð og náð, boðin alþjóð er." (Stefán frá Hvitadal) Þann 11. þessa mánaðar andað- ist á heimili sínu Gunnar Eggerts- son. Það kom okkur hjónum mjög á óvart að fá andlátsfregn þessa góðvinar okkar svo skyndilega þótt það hafi verið okkur vel ljóst að hann hafði ekki gengið heill til skógar lengi. En það má segja að aldrei sé maður viðbúinn þegar kallið mikla kemur. Okkar fyrstu kynni af Gunnari voru er hann flutti með fjölskyldu sína á Kvisthaga 27 og keypti húseignina á móti okkur, og hefur hann búið í sambýli við okkur síðan, sem eru rúm 30 ár, og ætíð hefur verið góður vinskapur milli fjölskyldnanna. Gunnar var mjög ljúfur og vingjarnlegur maður og tryggur vinur vina sinna. Okkur er sérstaklega minnisstætt hve barn- góður hann var, og mikið sakna barnabörnin okkar hans, því þar áttu þau alltaf góðu að mæta, og voru þær ófáar ferðirnar sem þau fóru upp til Gunnars og Valdísar. Gunnar Eggertsson var starfs- maður mikill og framkvæmdamað- ur, en við ætlum ekki að rekja æviágrip hans, það munu aðrir gera. Við vitum að Gunnar er nú komin á æðra tilverustig, og felum hann algóðum guði. Konu hans, börnum og barna- börnum vottum við okkar innileg- ustu samúð. Og kveðjum hann með þessum ljóðlfnum. „Krjúptu að fótum friðarboðans, fljúgðu á vængjum morgunroðans, meira að starfa guðs um geim." (J.H.) Guðný og Kristján Sigurmundsson Það voru óvænt og sár tíðindi að Gunnar Eggertsson, móðurbróð- ir minn, hefði fallið frá aðeins 65 ára að aldri. Hann var elsta barn hjónanna Eggerts Kristjánssonar og Guðrúnar Þórðardóttur, Tún- götu 30. Mínar fyrstu minningar um Gunnar frænda eru tengdar verald- legum gæðum eins og svo oft vill verða. Hann var frændinn sem allt- af átti mola í munninn og honum fylgdi jafnan klapp á vangann og koss í nestið. Ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni fengið styggðaryrði frá Gunnari þrátt fyrir hávaða minn og stríðni. Hann hafði gaman af frekar en hitt. Hann var sérlega barnelskur maður og frændrækinn að auki. Ég þori að fullyrða að allir í fjölskyldunni hafi rúmast í hjarta Gunnars svo fremi að þeir bæru sig eftir að finna sinn stað. Ég átti því láni að fagna að finna minn og mun ég sjálfsagt búa að því alla ævi. Þannig minnist ég hlýju hans og vináttu á margan hátt í gegnum árin. Ég minnist þess þeg- ar hann dvaldi um skeið á Túngöt- unni hjá mér, ömmu og Guddu, hve 'vel hann fagnaði mér á hverju kvöldi. Ég minnist þess hversu bónlipur hann alltaf var — alltaf tilbúinn að taka upp símann og útvega unglingi vinnu. Ég minnist margra símtala á síðkvöldum þegar Gunnar hringdi til að vita hvað ég hefði fyrir stafni og ég minnist jóla- kveðjunnar nú fyrir síðustu jól sem yljaði mér á erfiðri stund. Það voru ávallt fagnaðarfundir þegar við Gunnar hittumst nú í seinni tíð. Ég minnist þess þegar hann óvænt skeiðaði inn á vinnu- stað minn í sumar, aðsópsmikill að vanda — með skyrtuna uppúr, hnakkann í gólf og fölsku- tennurn- ar vandlega faldar í rassvasanum. Hann bar þess merki að hann gekk ekki heill til skógar, en lét það þó ekki aftra sér frá að lifa lífinu lif- andi. Hann hélt uppteknum hætti að fá sér í staupinu og stundaði laxveiði af kappi með Árna frænda og Völlu sinni. Nú er þetta allt að baki en minn- ing um góðan mann lifir. Blessuð sé minning vinar míns. Inga Steinunn Magnúsdóttir Vinur minn og fyrrum vinnuveit- andi er látinn. Mig langar með þessum fátæklegu orðum að þakka honum fyrir alla hlýjúna sem hann ávallt sýndi mér. Er ég lít til baka hrannast minningar upp í huga mínum, mismunandi skýrar, en all- ar góðar. Kynni okkar hófust í nóvember 1974 er hann réð undirritaða í vinnu, óvana og óstyrka. Við áttum það sameiginlegt frá upphafí að vera uppalin í vesturbænum og vor- um bæði stolt af. Það var gaman og lærdómsríkt að starfa með Gunnari. Ósérhlífnari manni hef ég ekki kynnst. Hann var óeigingjarn og alltaf reiðubúinn til að hjálpa öðrum, hvort sem hann þekkti þá eða ekki. Stundum lá við að þessi hjálpsemi hans væri mis- notuð, en þannig var Gunnar, gæzka hans var mikil. Hann var í eðli sínu glaðlyndur, meinfyndinn og fljótur að svara fyrir sig, skemmtilegur húsbóndi og góður vinur. Einhvers staðar stendur: Förunauta áttum við sem settu svip á umhverfið, segðu aldrei að þeir séu horfnir, verum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta vin- áttu þeirra og hlýju. Hafi Gunnar þökk fyrir allt. Elsku Valdís, Guð styrki þig. Jórunn. í dag verður til moldar borinn Gunnar Eggertsson stórkaupmaður og formaður Glímufélagsins Ár- manns, en hann féll frá þann 11. janúar sl. um aldur fram, rúmlega 65 ára gamall. Foreldrar Gunnars voru þau Guðný Guðmundsdóttir og Eggert Kristjánsson stórkaup- maður og formaður Verslunarráðs íslands um árabil. í æsku erfði Gunnar áhuga á íþróttum, en faðir hans var ágætur glímumaður. Gunnar stundaði mest frjálsar fþróttir og sund, var góður sund- maður og keppnismaður í þeirri grein á árunum um og eftir J940. Eftir stúdentspróf 1942, heldur hann til Bandaríkjanna til náms í viðskiptafræðum og lýkur námi 1946. Um nokkurn tíma starfar hann þar vestra fyrir fyrirtæki föð- ur síns áður en hann snýr til baka. Næstu árin starfaði hann lítið að íþróttum, en studdi félag sitt dyggi- lega með ýmsu móti. Það er ekki fyrr en 1959 að hann er kjörinn í fulltrúaráð Glímufélagsins Ár- manns og um haustið það sama ár kosinn gjaldkeri aðalstjórnar. Tveimur árum síðar er hann kosinn varaformaður og tekur við forystu- hlutverki 1964 og gegndi því starfí.., er hann lést. í þau tæp 30 ár, eða frá því^að' hann tók sæti í aðalstjórn Ar- manns, sat hann öll þing IBR og var fulltrúi Reykjavíkur á öllum íþróttaþingum ÍSÍ. íþróttahreyfing- in kunni að meta störf hans að verðleikum og var hann bæði sæmdur heiðursorðu ÍSÍ og heiðurs- stjörnu ÍBR. Hann var jafnframt fulltrúi Armanns í knattspyrnuráði Reykjavíkur á annan áratug eða frá 1968 til 1981. Þegar Gunnari var falin forysta í Glímufélaginu Armanni voru breytingar í aðsigi hjá gömlu félög- unum í Reykjavík. Hugmyndin um deildarskipt félög var að ryðja sér braut og var það eitt verkefna Gunnars að breyta frá einni stjórn, , sem hefði með allar athafnir og_ störf félagsins að gera, í aðalstjórn og deildarstjórnir sem störfuðu að einstökum íþróttagreinum. Þetta sem annað í störfum Gunnars tókst með ágætum. Gunnar kom á starfs- degi Armanns, með það fyrir augum að efla samstöðu deilda félagsins og þeirra einstaklinga er í hinum ólíku íþróttagreinum störfuðu. í samstarfi við framkvæmdastjórn ÍBR var Gunnar ráðagóður og sann- gjarn, en fastur fyrir þegar Armann átti í hlut, en skildi þó vel þá ábyrgð er hvíldi á herðum formanns eins af stærstu íþróttafélögum landsins. Þegar litið er yfir farinn veg, og er þó af mörgu að taka f störfum Gunnars, ber hæst uppbyggingu íþróttaaðstöðu á svæði félagsins við Sigtún. Endurskipulagning íþrótta- svæðisins, endurgerð valla, bygging íþróttahúss með böðum, búnings- herbergjum, fundar- og félagsað- stöðu litu dagsins ljós f formannstíð Gunnars. Þessum verkum er nú lokið, en önnur bíða, verkefni sem hann ræddi oft um, verkefni sem Gunnar sá að yrðu og hann ætlaði sér að ráðast í á næstu árum. Það er auðvitað ekki einn maður sem skilar slíku verki fyrir eitt íþróttafé- lag, en það skiptir mestu máli hver hefur forystuna á hverjum tíma, í þeim efnum naut Glímufélagið Ar- mann þess í ríkum mæli. Nú á kveðjustund sakna sam- herjar og samstarfsmenn í íþrótta- hreyfingunni góðs drengs. Það er skarð fyrir skildi á 100 ára af- mælisári Glímufélagsins Armanns þegar formaður þess er burtu kvaddur með jafn óvæntum hætti og raun ber vitni. Að leiðarlokum eru Gunnari Egg- ertssyni þökkuð óeigingjörn og mikil störf í þágu íþróttamála Reyk- víkinga. Ástvinum öllum, sem mest hafa misst, gendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Július Hafstein, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. Kveðja frá .Glimufélaginu Ár- manni, en formaður þess félags var hann í rúm 23 ár. Glímufélagið Armann verður 100 ára 15. desember á þessu ári. Fram- undan eru hjá stjórn félagsins margþættar annir til þess að minnast þessa íþróttasögulega at- burðar af núverandi félagsmönnum á sæmdarvænlegan hátt og bera þá fram minningar þess stóra hóps, sem fylkt hefur sér undir merki Ármanns allt frá því að hópur glímumanna bast félagsheiti að loknum glímuviðureignum á tún- fleti þar sem nú stendur Stjörnubíó í Reykjavík. Þegar félagið varð 90 ára lét stjórn þess festa koparplötu á framhlið kvikmyndahússins, þar sem má lesa um stofnun félagsins. Best gekk fram um þessa ræktar- *semi formaður félagsins, Gunnar Eggertsson. Lengi hafa mánudagar verið fundardagar stjórnar Ármanns. Fundarefni vörðuðu afmælið og þá eigi síst afmælisritið, sem verið er að skrá og formaður hefur haft sérlegan áhuga á að yrði sem menn- ingarlegast. Formaður sleit fundi eftir að stjórnarmenn höfðu tekið að sér ýmis verkefni. Kvaðst var. Kveðjur formanns voru hans hinstu og sförf hans hin síðustu vörðuðu Armann. Er hann kom á heimili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.