Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 48
^48 MORGUNBLAÐH), FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 Stangaveiðif élag Reykjavíkur heldur árshátíð sína í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 5. febrúar Dagskrá: Verðlaunaafhending. Jóhannes Kristjánsson, skemmtiþáttur. Jó- hanna Linnetog Pálmi Gunnarsson með nýja söngdagskrá (Næturgal- inn). Glæsilegt happdrætti. Hljóm- sveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrirdansitilkl.3. Laxapaté með sóllaukssósu Agúrkusorbé Heilsteiktur nautahryggur með merg I rauðvínssósu [ ávextir með marengshatti i innifalin. Veislustjóri: Guólaugur Bergmann. Húsið opnað kl. 19. Miðasala ífélagsheimili SVFR, Háaleitisbraut 68, laugardaginn 23. janúar kl. 13-17. Borðapantanir á sama stað. Sími 83425. OPIÐHUS verður ífélagsheimili SVFR föstudaginn 22. janúar. Húsið opnað kl. 20.30. Grettir Gunnlaugsson: Svartá kynnt í máli og myndum. Happdrætti með fjölda glæsilegra vinninga. Skemmtinefnd SVFR F,- tf*& & V",% SVFR SVTR SYFH SVTH SVFH SVFR SVTR SVFH SVFR SVFH SVFR m RANNSÓKNARÁÐ RlKISINS Rannsóknasjóður Rannsóknaráð ríkisins auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1988 Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrif- stofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. Um styrkveitingar gilda m.a. eftirfarandi reglur: # Um styrk geta sótt einstaklingar, stofnanir eða fyrirtæki. • Styrkfé á árinu 1988 skal einkum verja til verkefna á nýjum og álrtlegum tæknisviðum. Sérstök áhersla skal lögð á: - efnistækni - fiskeldi - upplýsinga- og tölvutækni - líf- og lífefnatækni - nýtingu orku til nýrrar eða bættrar framleiðslu - matvælatækni - framleiðni- og gæðaaukandi tækni # Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal byggt á: - líklegri gagnsemi verkefnis - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar - atvinnugreina - möguleikum á hagnýtingu á niðurstöðum hér á landi - hæfni rannsóknarmanna/umsækjenda - líkindum á árangri • Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að: - samvinna stofnana eða fyrirtækja og stofnana er mikilvægur þáttur í framkvæmd verkefnisins - fyrirtæki leggja umtalsverða fjármuni af mörkum - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangrí til hagnýtingar í atvinnulffi. Þó er einnig heimilt að styrkja verkefni sem miða að langframa uppbyggingu á fæmi á tilteknum sviðum. Lögberg 100 ára eftír Árna Bjarnarson Þann 14. janúar' sl. varð vestur-í- slenska vikublaðið „Lögberg" aldargamalt. Það hóf göngu sína í Winnipeg í Kanada þennan dag árið 1888, og þar kemur það ennþá út, að vísu sameinað „Heims- kringlu", en blöðin hófu samstarfið 1959. I tilefni þessara merku tímamóta í sögu Lögbergs skal nú staldrað við um stund og rakinn lauslega aðdragandi að stofnun blaðsins og sagt frá þeim áhugamönnum, sem hrundu því úr vör og ritstýrðu. Áður en fyrsta tölublaðið leit dagsins Ijós hafði margháttaður undirbúningur verið í gangi í lengri tíma til að tryggja sem best grun- dvöll útgáfunnar. Upphafsmennirn- ir sex vildu ekki rasa um ráð fram, minnugir þess að tvo blöð, sem landar þeirra vestra höfðu komið á laggirnar, gáfust upp eftir stutta en stormasama tilvist. Hið fyrra var Framfari, sem kom út í Lundi við íslendingafljót frá 10. september 1877 til 30. janúar J880, gefið út af Prentfélagi Nýja-íslands, og hið síðara, Leifur, sem kom út í Winnipeg frá 5. maí 1883 til 4. júní 1886, fyrsta blað íslendinga þar í bæ, en útgefandi þess og rit- stjóri var Helgi Jónsson, kaupmaður frá Sandfelli í Skriðdal eystra, al- kunnur athafnamaður vestan hafs. Bæði þessi blöð hættu að koma út vegna erfiðra fjárhagsástæðna. Stofnendur hins nýja blaðs, Lög- bergs, voru alkunnir athafna- og gáfumenn þar vestra. Fyrst skal nefna Sigtrygg Jónasson, Hörgdæl- ing, sem kallaður hefir verið „faðir íslenska landnámsins á Nýja- íslandi", þá Árna Friðriksson, Þingeying, Einar Hjörleifsson, skáld, Ólaf Þorgeirsson, prentara og bókaútgefanda frá Akureyri, Bergvin Jónsson, prentara úr Húna- þingi, og Sigurð J. Jóhannesson, einnig þaðan ættaðan. Þessir menn höfðu stofnað félag um útgáfu nýs vikublaðs og sent boðsbréf þar um snemma í desem- ber 1887, og var það ætlan útgef- endanna, að fyrsta tölublaðið liti dagsins ljós áður en nýtt ár rynni. Af því gat þó ekki orðið af ýmsum ástæðum. Hið nýja prentfélag hafði fest kaup á prentsmiðju Framfara og einnig prentsmiðju Leifs ' í Winnipeg, en margt þurfti að end- urnýja og bæta og ný og betri tæki voru keypt frá Chicago. En á af- greiðslu hafði orðið nokkur töf. Fyrsta tölublað Lögbergs kom því loks á prent 14. janúar 1888. Útlit fyrsta tölublaðsins er að mörgu leyti ólíkt fyrri upphafs- blöðunum íslensku vestra. Á fremstu síðu eru 11 auglýsingar, þar af ein með stórri mynd. Fjórar þeirra eru frá íslenskum kaupsýslu- mönnum í Winnipeg-bæ. Á baksíðu eru 8 auglýsingar, þar af þrjár frá íslendingum. Þeir auglýsa kol, timbur, nautakjöt, sauðakjöt, svínaflesk, pylsur og fleira. Einn kaupmaður auglýsir opnun nýs kaffísöluhúss á Market-stræti 17 og að þar verði ensk og íslensk dagblðð, töfl og spil til þénustu. Richardsson auglýsir 10 ára af- mæli bókaverslunar sinnar, sem hafl á boðstólum allskonar ritföng, prehti með gufuafli og bindi inn bækur. Reykdal auglýsir skófatnað og viðgerð á gömlum, allt mjög ódýrt. Eina íslenska skóbúðin í bænum. Og loks er það Dundee house hans J.B. Jónssonar, sem minnir viðskiptavini sína á, að hann selji vörur sínar talsvert ódýrar en aðrir i borginni og að hann hafi margt til sölu, t.d. sterk yflrföt á 5 dollara, skyrtur á 60 sent, kven- treyjur á einn dollar og loks kvenkot (corsets) á 40 sent og svo uppúr! Þá er nú annað efni hins nýja blaðs. Ber þar að sjálfsögðu hæst ítarlegan inngang útgefenda um stefnu og tilgang Lögbergs, auk boðsbréfsins, sem þeir sendu út meðal íslendinga vestra í desember 1887. Þá eru almennar fréttir, víða að úr heiminum, þar af nokkuð frá íslandi, og fréttaannáll liðins árs. Einnig spurningar lesenda og svör við þeim, sem vakin er sérstök at- hygli á. Og að síðustu: Úrvals neðanmálssaga, „Stjórnarstörf mr. Tulrambles" eftir Dickens, upphaf af bókasafni Lögbergs. Lofað er framhaldi og að góðar skáldsögur komi svo í hverju blaði. Þetta er stutt yfírlit um efni þessa fyrsta tölublaðs. Eins og kunnugt er styrkti þáver- andi ríkisstjórn Kanada bæði Leif og Heimskringlu með kaupum á nokkru upplagi beggja blaðanna, að sögn 2.000 eintökum, enda munu blöðin hafa stutt stjórnarstefnuna. En Lögberg naut aftur á móti ekki slíks stuðnings. Verð þess var einn dollar yfír árið, borið heim til kaup- enda í bænum, en að ári liðnu var blaðið stækkað um helming og þá selt á tvo dollara. Mikill halli varð á rekstri blaðsins fyrstu árin, en traustir stuðningsmenn hlupu undir bagga þá og jafnan síðar. A tíu ára afmælinu segist Lögberg m.a. alltaf hafa barist fyrir góðum málefnum, og sannleikurinn og réttlætið hafí verið sín megin. Ymsir voru uggandi þegar annað íslenskt blað hóf göngu sína í Winnipeg og óttuðust, að blöðin ætu hvort annað út á gaddinn og afleiðingin yrði sú, að landar ættu svo ekkert blað eftir á sinni tungu. Sem betur fór reyndust þær spár ekki réttar, og lifðu bæði blöðin harða og óvæga samkeppni við vax- andi vinsældir, uns þau runnu saman í eitt blað 1959. Um aðdraganda að stofnun Lög- bergs segir prófessor Tryggvi J. Oleson frá Glenboro í 5. bindi Sögu íslendinga í Vesturheimi meðal annars: i „Fram að 14. janúar 1888 var Heimskringla eina íslenska blaðið, sem gefíð var út í Vesturheimi. En þá bættist við nýtt blað, Lögberg. Orsakir til stofnunar þess voru ýmsan Þó mun mestu hafa um ráð- ið, að íslendingar í Winnipeg höfðu tekið sér ákveðnar stefnur bæði í kirkjumálum og stjórnmálum. Fylgdu sumir lúthersku kirkjunni, en öðrum fannst þeir ekki geta átt . heima í henni. Sumir fylgdu Cons- ervatívum í stjórnmálum, en aðrir Liberal-flokknum._ Af hverju sem það var, skiptust íslendingar þann- ig, að þeir sem voru lútherskir fylgdu aðallega Liberðlum í Kahada og Republikan-flokknum í Banda- ríkjunum. Þessir menn vildu eiga sitt eigið málgagn, eins og andstæð- ingar þeirra áttu í Heimskringlu." Þá skal að nokkru vikið að þeim mönnum er ritstýrt hafa Lögbergi á eitt hundrað ára ferli þess. Það var Einar Hjörleifsson (síðar Kvaran), rithöfundur og skáld, sem annaðist ritstjórnina fyrstu sjö árin. Einar var alkunnur gáfumaður og ritfær í besta lagi. Ekki er því ólík- legt að blaðið hafi fest sig mjög í sessi undir ritstjórn hans. Þar birt- ust margar greinar, ritaðar á fögru íslensku máli, sem voru lesnar með athygli. Fyrsti prentari Lögbergs var Ól- afur Þorgeirsson, gullsmiðs Guðmundssonar frá Akureyri (síðar Thorgeirsson) og starfaði hann þar til 1905, er hann stofnsetti sína eigin prentsmiðju og gerðist einnig bókaútgefandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.