Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 • • UPPÞVOTTAVELASENDING Á STÓRLÆKKUÐU VERÐI Við fengum takmarkað magn af þessum glæsilegu uppþvottavél- um í hvítu á lækkuðu verði. Rétt verð eftir tollahækkun kr. 53.200,- Verð nú kr. 41.900,- kr. 39.800 stgr. Útborgun kr. 6.000,- Blomberq Einar Farestveit&Co.hf. Vestur-þýskt gæðamerki. borcartún 28, símar: (91) 16995 og 622900 - næg bílastæði TOLFRÆÐI LANDLÆKNIS eftírFrey Þórarinsson Fyrir nokkrum dögum barst mér inn um bréfalúguna bæklingur frá landlæknisembættinu kallaður „Heilbrigði allra árið 2000". Þetta mun vera hið fyrsta af fyrirhuguð- um fréttabréfum embættisins, prentað í 85 þúsund eintökum og dreift inn á hvert heimili í landinu. Ritið er fullt af litmyndum og línu- ritum og hvergi til sparað enda um hálf tylft auglýsinga- og prentstofa viðriðnar verkið. Ekki dreg ég í efa að það gæti verið þarft framtak af hálfu land- læknis að hafa samband við okkur sjúklinga sína með útgáfu frétta- bréfs en ljóst er að málflutningur á þeim vettvangi verður að vera þannig að landsmenn læri að treysta þessum lækni sínum. Mér þykja hins vegar vinnubrögð við gerð þessa fyrsta fréttabréfs afar gagnrýniverð og ekki til þess fallin að menn taki mikið mark á boð- skapnum. Skal það rökstutt með nokkrum dæmum úr fréttabréfinu. Fyrsta dæmið tek ég af blaðsíð- um 6 og 7, þar sem fjallað er um breytingar á reykingasiðum lands- manna. Þar segir meðal annars: „Athyglisvert er í þessu sam- bandi að skoða þá fylgni sem sýnir sig á milli almenns kaupmáttar launþega í landinu og sölu á tó- baki. Það hefur sýnt sig að um leið og kaupmáttur ráðstöfunartekna eykst verður hliðstæð aukning í sölu á vindlum og vindlingum." Og enn segin „í ljósi þessa má ef til vill ætla að gífurleg verðhækkun á BETRIBÍLAKAUP Kynntu þér verðskrána vel áður en þú slærð til Þaðborgarsig Nýkomið áalla helstu blaðsölustaðl Frjálstframtak tóbaksvörum gæti reynst vænleg- asta leiðin til þess að markmið heilbrigðisráðherra náist í þessum efnum," þ.e. að draga úr neyslu tóbaks. Þessum orðum fylgir Hnurit af „kaupmætti taxta" og „sígarettu- sölu á fullorðna" á árunum 1963 til 1987. Þetta línurit er þannig dregið að kaupmáttur og sígarettu- sala falla alveg saman 1964—1969, og virðist því við fyrstu sýn vera um allmikla fylgni að ræða. Við nánarí skoðun sést hins veg- ar ekki mikil fylgni milli þessara ferla. Til að sannprófa það las ég öll gildin af línuritinu og reiknaði fylgnistuðul milli ferlanna. Sam- kvæmt þeim reikningum er ákvörð- unarstuðullinn 0,125, sem táknar að einungis 12—13 prósent af breytileika í tóbaksneyslu megi ef til vill rekja til breytinga á kaup- mætti rauntekna. Það er með öðrum orðum nánast engin fylgni þar á milli. Ef maður samt hugsaði sér að umtalsverð fylgni hefði reynst milli þessara þátta væri ályktun um áhrif verðhækkunar á tóbak engu að síður óleyfileg frá tölfræðilegu sjón- armiði. Það eina sem slík fylgni sýndi væri að rýrnun' kaupmáttar fylgdi minni tóbakssala. Ályktanir um áhrif verðhækkana hvíla óhjá- kvæmilega á hagfræðilegu líkani um neysluvenjur sem landlæknir hefur trúlega ekki handbært. Ef það líkan er hins vegar á vísum stað mætti spyrja sem svo: Hvaða áhrif hefði það á tóbaksneyslu ef kaupmáttur tvöfaldaðist og tóbaks- verð þrefaldaðist? Næsta dæmi er á blaðsíðu 6, þar Norræn menn- ingarsamvinna: Námsstyrkja- kerfiog kennaraskipti Menntamálaráðherrar Norð- urlanda samþykktu drtfg að framkvæmdaáætlun um norrænt menningarsamstarf á fundi sínum í OhIó 7. þessa mánaðar. Þar segir m.a. að koma eigi á styrkjakerfi til að auka mðgu- leika norrænna námsmanna á að stunda nám annars staðar á Norðurlöndunum en í heimalandi sinu, og að Srva eigi samvinnu milli menntastofnana með kenn- araskiptum. í frétt frá menntamálaráðuneyt- inu segir að áætlunin skiptist í þrjú svið; fræðslumál, vísindamálefni, og almenn menningarmál. Á sviði fræðslumála ræddu ráðherrarnir um aukna útgáfu fræðsluefnis og þróun kennslutækja víð kennslu á norrænum tungumálum. Á sviði vísindamála á að fjölga námskeið- um fyrir unga vísindamenn, og stofna gistiprófessorastöður í til- raunaskyni. Tillögur eru í framkvæmdaáætl- uninni um að efla „Norrænu húsin" og aðrar stofnanir með svipuð markmið, og var m.a. samþykkt á ráðherrafundinum að hækka fjár- framlag til Norræna hússins í Reykjavík á þessu ári, einkum til að gera því kleift að kynna islenska menningu á hinum Norðurlöndun- um. Ráðherranefndin ætlar að beita sér fyrir því að framlög til menning- armála hafi árið 1991 hækkað um sem svarar 35 milljónum danskra króna frá fjárlögum 1987, en þá námu þau um 155 milljónum dan- skra króna. ,.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.