Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 23 Svar til vammlauss vinar eftírHjörleif Guttormsson „íslenska álfélagið hf." ritar grein í Morgunblaðið 14. janúar 1988 und- ir fyrirsögninni „Orkusala eða draumórar". Tilefni hennar er sagt vera grein eftir mig, sem birtist í sama blaði viku fyrr, þar sem ég fjall- aði um orkuiðnað hérlendis, fortíð hans og framtíð. Þessi viðbrögð hinnar óformlegu lögpersónu ÍSAL glöddu mig, ekki síst vegna skarplegra og frumlegra athugasemda sem þar mátti lesa frá þessu fyrirtæki, sem íslensk þjóð stendur í óbættri þakkarskuld við. Hugsið ykkur lesendur góðir hvar við værum á vegi stödd, ef álverið í Straumsvík hefði ekki dottið nánast af himnum ofan á þetta eyland á sjö- unda áratug aldarinnar. Sem kunn- ugt er af frásögn Celio hins svissneska, fyrrum stjórnarformanns Alusuisse, eigum við forsjóninni fyrir að þakka, að einn kaldan vetrardag 1961 flugu þeir Meyer og MuIIer yfir landið á leið heim til sin frá annexíum handan Norðurpólsins. Öðrum þeirra varð litið út um glugga þotunnar: Og sjá, þarna var mikill snjór, sem hlaut að bráðna þegar voraði og gefa af sér mikla orku. Strax eftir lend- ingu í Ziirich skrifuðu þeir ríkisstjórn íslands og buðust til að nýta þetta vatn í álbræðslu. Spannst af því mik- il saga. íslenska álfélagið hf., sem lætur svo lítið að ávarpa mig í nefndri grein, er ekki aðeins skilgetið af- kvæmi Alusuisse, heldur eingetið. „í grein sinni minnir talsmaður höf ðingj- anna í Ziirich mig og lesendur Morgunblaðs- ins á, að auðvitað hefðu Islendingar aldrei get- að reist Búrf ellsvirkj- un, hringtengt raf- orkukerfið og losnað frá bannsettum dísel- raf stöðvunum nema vegna landnáms Alu- suisse í Straumsvík." Enginn á neitt í ÍSAL annar en Alusu- 'isse, enginn fer með atkvæði á aðalfundum þess nema fulltrúinn sem þar mætir frá Zurich. Það er því mikil virðing sem landi okkar er sýnd með því að kenna fyrirtækið við ís- land. í grein sinni minnir talsmaður höfðingjanna i Ziirich mig og lesend- ur Morgunblaðsins á, að auðvitað hefðu íslendingar aldrei getað reist Búrfellsvirkjun, hringtengt raforku- kerfið og losnað frá bannsettum díselrafstöðvunum nema vegna land- náms Alusuisse í Straumsvík. Eðlilegt er líka að íslenska álfélag- ið hf. rifji það upp, að „sannað er að orkuverðt til almennings hefði orðið hærra en raunin er, ef stóriðja Hjörleifur Guttormsson' hefði ekki komið til...". Ekki er síst ástæða til að koma þessu á fram- færi, þar eð opinberar stofnanir okkar eyjarskeggja eins og Orkustofnun og Rafmagnsveitur ríkisins og jafnvel íslenskir ráðherrar hafa verið með fleipur um hið gagnstæða. Þá var löngu tímabært að minna mig á, að rakalausar fullyrðingar mínar um „hækkun" á súráli „í hafi" og um „bókhaldsbrellur" þessa ald- argamla og æruverðuga svissneska fyrirtækis, að ekki sé nú talað um „sviksamlegt athæfi" hafa verið marghraktar. Má í því sambandi nefna að sönnunargögnum um þess konar óheyrilegt athæfi var stungið undir stól hjá alþjóðlegum gerðar- dómi í New York hér um árið gegn 120 milljóna króna sáttagjaldi frá Alusuisse til íslenskra stjórnvalda. Mestu skipta þó þau sannindi um orkuverð, sem íslenska álfélagið hf. miðlar okkur af reynslu sinni og hins aldargamla eiganda í Sviss: Það er fáviska að ætla sér að finna út „með kúnstum" framleiðslukostnað raf- orku frá nýjum virkjunum. Sá kostnaður getur verið nánast hvað sem er, enda ljóst, „að við mat stór- iðjukosta verður að taka tillit til fleiri atriða en orkuverðs". í því sambandi er ekki seinna vænna að íslendingar fari að átta sig á að mikil erlend tækni- og verk- þekking hefur flust inn í landið vegna starfsemi ÍSAL. Alusuisse hefur þó aðeins dregið frá 3,7% af árlegri veltu sinni fyrir skatta sem þóknun fyrir ómakið, svo er snjöllum samninga- mönnum íslands fyrir að þakka. íslenskir afdalamenn ættu að taka undir með íslenska álfélaginu hf., að það er ósvinna að bregða bankastjór- um, alþingismönnum og öðrum samningamönnum íslands „um skort á samningatækni og um vanhæfni". Þessir menn hafa hvað eftir annað tekið á honum stóra sínum í auka- vinnu fyrir umbun sem varla nemur hærri fjárhæð en svarar til magurs þingfararkaups að semja við þá gömlu í Zurich um hag barnsins ein- getna í Straumsvík. Af langri reynslu og hrakningum um hótelsvítur Evr- ópu hefur þeim lærst það, „að samvinna við erlenda aðila um upp- byggingu atvinnulífs hérlendis verður ekki að veruleika, nema báðir aðilar hafi hag af". Það þarf meira en lítið hugmyndaflug og sennilega líffræð- inga til að láta sér detta I hug, að erlend fyrirtæki hafi áhuga á að „flytja arðinn úr landi". (Letur- breyting ÍSAL) Verst er að þegar nú framundan er hátíð vegna 100 ára afmælis Alusuisse skuli ekki vera hægt að halda upp á stækkun álversins í Straumsvík í leiðinni, sem búið var að lofa eyjarskeggjum að yrði að veruleika á því herrans ári 1988 og samningsbinda við islensku rfkis- stjórnina sem uppbót á raforkuverðið. Illar tungur sögðu að vísu, að aldrei hafi verið meiningin að standa við þetta, allavega ekki af Alusuisse, og svo brugðust helv. Kínverjarnir líka. Það er því huggun að lesa það nú í stuttu og hnitmiðuðu svari íslenska álfélagsins hf., að: „Orkuverð til ÍSAL lækkar ekki. Það er ekki bundið fram- leiðslukostnaði Landsvirkjunar, heldur afurðaverði fyrirtækisins. Flestir sjá að slíkt er sanngjarnt (ekki síst af því fyrirtækið er erlent — inn- skot H.G.). Það er raunhæf verð- trygging." — Hvað getur Alusuisse gert að því þótt sjálft lágmarksverðið sé óverðtryggt og dollarinn taki upp á að lækka? Aðalatriðið er þó það að innfæddir þekki sín takmörk og hleypi ekki óvönduðum strákum í ráðherrastóla. Að ekki sé nú minnst á stelpumar. Ráðamenn íslands ættu að minnast orða núverandi formanns Alþýðu- flokksins, sem hann letraði á forsfðu blaðs sfns í desember 1980, þegar ómaklega var vegið að ÍSAL: „ Alverð er- leiðarljós." í bili verðum við hins vegar að láta okkur dreyma um meiri orku- sölu, á meðan kaldur veruleikinn blæs á móti og samningamenn íslands leita fanga á önnur og lakari mið. í byrjun 5. árs hinna glötuðu tæki- færa. Höfuadur er alþingismaður AI- þýðubandalags fyrir Auaturlands- kjördæmi. * » »¦ V S'í • * w * ¦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.