Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 49 Árni Bjarnarson „Ýmsir voru uggandi þegar annað íslenskt blað hóf göngu sína í Winnipeg og óttuðust, að blöðin ætu hvort annað út á gaddinn og afleiðingin yrði sú, að landar ættu svo ekkert blað eftir á sinni tungu. Sem betur fór reyndust þær spár ekki réttar." Eftir fyrstu sjö árin tók ævintýra- maðurinn kunni, Jón Ólafsson, skáld, við ritstjórn, en starf hans við blaðið stóð aðeins stuttan tíma, og þá tók Einar Hjörleifsson rit- stjórnina að sér á ný og var við blaðið uns Sigtryggur Jónasson settist í sæti hans allar götur til 1901. Sigtryggur var þá þjóðkunnur maður fyrir störf sín meðal íslenskra vesturfara og var einn þeirra sendimanna Kanadastjórnar, sem völdu landnámsstaðinn á Nýja-íslandi. Næst kom Magnús Pálsson frá Hallfríðarstöðum í Hörgárdal, í nóv- ember 1901, og ritstýrði blaðinu í fjögur ár, en 19. nóvember 1905 tók við Stefán Björnsson cand. the- ol. frá Kolfreyjustað í Suður-Múla- sýslu og var við ritstjórnina þar til f april 1914. Þá hvarf hann heim til Islands og var vígður prestur til fríkirkjusafnaðar á Fáskrúðsfirði. í ritstjórnartíð Stefáns var reist prentsmiðjuhús á horninu á Will- iam- og Sherbrooke-götum. Það var stór bygging, þrflyft 98x54V2 fet á stærð. Auk prentsmiðjunnar og skrifstofu blaðsins voru í bygging- unni skrifstofur tveggja íslenskra lækna, þeirra Ólafs Björnssonar og Brands J. Brandssonar, og lífsábyrgðarsala Kristjáns Ólafs- sonar, en íbúðir á annarri og þriðju hæð. Við heimför Stefáns kom ennþá nýr ritstjóri í stólinn, enginn annar en Sigurður Júlíus Jóhannesson frá Læk í Ölfusi, einn hinn allra rit- færasti og athafnasamasti maður meðal Vestur-íslendinga. Hann hafði áður fengist nokkuð við blaða- mennsku heima á íslandi og meðal annars verið upphafsmaður að út- gáfu barnablaðsins Æskunnar 1897, eldheitur áhugamaður um bindindis- og önnur velferðarmál, nafnkunnur hugsjónamaður, skáld og hið mesta göfugmenni. Hann var hinn fjölhæfasti maður. Minnast hans allir sem þekktu með virðingu og hlýhug. Um tíma störfuðu með Sigurði tveir meðritstjórar, Stefán Thors- son, ættaður úr Biskupstungum í Arnessýslu, og Friðrik Sveinsson, listmálari í Winnipeg. Áhugi Sigurðar Júlíusar á blaða- mennsku var alla tíð mikill, og þegar ritstjórnarstarf við Lögberg bauðst ákvað hann að taka því. Ekki var hann samt lengi við blað- ið að þessu sinni, tók við því í apríl 1914 og hætti í desember sama ár. Ástæðan var afstaða hans til her- kvaðningar Kanadastjórnar og þátttaka Vestur-íslendinga í heims- styrjöldinni 1914—1918, enda var hann alla tíð einlægur friðarsinni. Þá tók við starfi Sigurðar, Krist- ján Sigurðsson cand. phil. frá Kröggólfsstöðum í Ölfusi, sem áður hafði verið aðstoðarritstjóri. En Kristján sat ekki lengi í ritstjóra- stól. Sigurður tók aftur við sínu fyrra starfi 7. október 1915 og hélt því, uns hann hóf blaðaútgáfu sjálfur með Voröld sinni. Við ritstjórn Lögbergs tók þá Jón Bfldfell Jónsson frá Bíldsfelli í- Grafningi, sém einnig hafði áður verið aðstoðarritstjóri. Jón Bíldfell Jónsson var um þriggja ára skeið við gullgröft í Klondyke, hinum heimskunna gullnámabæ, og hagn- aðist vel. Merkur maður og traustur á alla lund. Hans starf við blaðið varð alllangt eða um 10 ára skeið. En þá settist sá maður í ritstjóra- stólinn, sem var þar lengur en nokkur annar, sem starfaði við Lög- berg. Hann hét Einar Páll Jónsson, frá Háreksstöðum í Jökuldalsheiði, einn hinna nafnkunnu sona Jóns Benjamínssonar bónda þar. Var Einar Páll ritstjóri allt til þess er hann andaðist 27. maí 1959, og hafði þá setið lengur en nokkur annar sem ritstjóri að íslensku blaði í Vesturheimi. Um tíma 1934 annaðist Heimir Thorgrímsson ritstjórn í fjarveru Einars Páls. Heimir var sonur séra Adams Þorgrímssonar. Þá var um tíma aðstoðarritstjóri við Lögberg Finnur Jónsson, bóksali, frá Melum í Hrútafirði. Kona Einars Páls, Ingibjörg Vil- hjálmsdóttir Sigurgeirssonar, prests á Grund í Eyjafirði, annaðist um árabil kvennadálk í Lögbergi, en gerðist síðan ritstjóri að manni sínum látnum. Þá var búið að sam- eina bæði blöðin í eitt, sem hefur síðan til dagsins i dag komið út undir nafninu Lögberg-Heims- kringla. Þegar blöðin gengu í eina sæng var eigendum þeirra beggja nokkur vandi á höndum. Réðu stjórnmálin þar miklu um. Annað blaðið fylgdi frjálslyndum flokki að málum, en hitt íhaldssömum. Eftir langt samn- ingaþóf leystust þau mál þó farsællega. Bæði blöðin áttu þá sem oftar við fjárhagsvanda að etja og for- ystumenn blaðanna þreyttir á sífelldum fjárstuðningi við þau. Kaupendum fór fækkandi og ensku- blöðin vestra fyrir löngu orðin les- mál yngri kynslóðarinnar. Hinn mikli eldlegi áhugi og fórnfýsi, sem fylgt hafði störfum frumherjanna og blöðum þeirra var kulnaður. Það varþví sýnilegt hvert stefndi. Vest- ur-íslendingar vildu þó ekki láta merkið alveg falla og því var tekið það ráð að sameina bæði blöðin í eitt. Að þessum málum vann Ingi- björg Jónsson, síðasti ritstjóri Lögbergs, af mikilli festu og dugn- aði. Var hún ritstjóri til dauðadags. Að henni látinni tók við ritstjórn Carolina Gunnarsson, þá Haraldur Bessason prófessor og kona hans, Margrét Björgvinsdóttir, sem rit- stýrðu blaðinu með mikíum ágæt- um. Síðan komu þrír mætir ritstjórar að heiman, hver eftir ann- an: Fríða Björnsdóttir (Guðfinns- sonar), Jón Ásgeirsson, fyrrum fréttamaður, og Jónas Þór, kennari frá Blómvangi í Mosfellssveit. En 1987 settist svo Vestur- íslendingurinn Einar Árnason í ritstjórastólinn og hefir hann ann- ast bæði ritstjórn og framkvæmdir við blaðið til þessa dags. Hér hefur nú í stuttu spjalli ver- ið gerð nokkur grein fyrir vestur-ís- lenska vikublaðinu Lögbergi, þegar lokið er hundrað ára vegferð þess. Er þetta að sjálfsögðu aðeins laus- legt ágrip, svo margt sem á daga þess hefir drifið og þeirra mörgu merkismanna, sem hafa ritstýrt því á liðinni tíð. Þá sögu þyrfti sem fyrst að skrá ásamt sögu annarra vestur-íslenskra blaða og tímarita, sem öll héldu hátt á lofti fána íslenskrar menningar í Vestur- heimi. Þessari lauslegu greinargerð um sögu blaðsins vil ég ljúka með ein- lægum þökkum til Lögbergs fyrir baráttu þess fyrir traustu og góðu samstarfi og samvinnu milli Islend- inga austan hafs sem vestan og stuðningi við öll framfara- og hug- sjónamál heima á íslandi. Félagsf undur í Hlíf: Heimilar boðun verk- falls ef þörf krefur Lágmarkslaun fyrir dagvinnu verði ekki undir 42 þúsund krónum. ALMENNUR félagsfundur í verkamannafélaginu Hlíf í Hafn- arfirði, sem haldinn var nýlega, heimilaði stjórn og trúnaðar- mannaráði að boða til verkfalls, ef þörf krefði tíl að knýja fram nýja kjarasamninga. 1 ályktun sem fundurinn sam- þykkti segir að síðan desember- samningarnir voru gerðir hafi átt sér stað miklar hækkanir launa hjá flestum launþegahópum öðrum en verkafólki og nú sé svo komið að ekki verði lengur vikist undan því að hækka laun þess all verulega. Tímakaup verkafólks sé í dag frá kr. 159,10 og komist hæst í 191,81 hjá sérhæfðu fiskvinnslufólki eftir 15 ára starf. Þessi laun séu fyrir neðan allt velsæmi og fundurinn Tollalækkanir og hagstæð magninnkaup: 15 til 40% verölækkun á 26 vörutegundum. ESSELTE TIMARITABOX 40% VERÐLÆKKUN 40% verðlækkun áður 277 pr. stk. nú 167,- pr. stk. csnn Hallarmúla 2, s 83211 telji að lágmarkslaun megi ekki vera undir 42 þúsund krónum á mánuði eða kr. 242,31 fyrir hverja klukkustund auk eðlilegra starfs- aldurshækkana. Þá segir: „Launin skulu miðast við 1. janúar 8.1. og kaupmáttur þeirra tryggður með verðbótum á 3ja mánaða fresti út samnings- tímabilið sem yrði til 31. desember næstkomandi. Allt tal um að þjóðfélagið þoli ekki þessa hækkun lágmarkslauna er hræsni þeirra manna sem á árinu 1987 stóðu að miklum hækkunum á launum betur settra launþega. Þá fyrst er þjóðfélaginu verulega hætt þegar frjálshyggjustefna at- vinnurekenda og stjórnvalda ætlar því fólki undirmálslaun sem fram- leiðslustörfin vinnur." Vatnslósar Mjög hagstœtt verö! Innsogssett úr sjólfvirku í handvirkt SKEIFUNNI5A. SIMI: 91-8 47 88 \¥ •• ALGJOR RYMING 0 50-80% AFSLATTUR UTS ALA ALDARINN AR Við spyrnum fótum við háu verðlagi og bjóðum þreyttum og köldum fótum að klæðast skófatnaði frá okkur. Við seljum út allan leðurfatnað Leðurfatnað dömu og herra Leðurhanska dömu og herra Leðurtöskur og belti 50% afsl. Kuldaskór í úrvali, - verð f rá 800,- kr. Spariskór í úrvali - verð f rá 500,- kr. Dömuskór í úrvali - verð f rá 900,- kr. 50-80%afsl. Það er þess virði að koma á Vitastíginn. Vitastíg12 v/Laugaveg Skautar á 1.500,- kr. Stærðir 26-35. Svartir og hvítir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.