Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988
Skapaði stórhættu með því að aka á 189 km hraðæ
Vildi sýna félögum sínum
hve hratt væri ekið á
hraðbrautum Þýskalands
Hraðinn svo
mikill að hann
sprengdi „skala“
yfir hemlunar-
vegaiengd
UNGUR maður, sem ók bifreið
sinni á laugardag eftir Reykja-
nesbraut á 189 kílómetra
hraða, hefur gefið þá skýringu
á athæfi sínu að hann hafi vilj-
að kanna hversu hratt bifreið
hans kæmist. Þá vildi hann
einnig sýna félögum sínum,
sem voru með honum i bílnum,
hversu hratt væri ekið á hrað-
brautum Þýskalands. Hann
hefur nú verið sviptur ökurétt-
indum til bráðabirgða og má
eiga von á að vera sviptur þeim
til lengri tíma oggert að greiða
háar fjársektir þegar mál hans
kemur fyrir dómara. Hann hef-
ur áður gerst sekur um
umferðarlagabrot, þrjú árið
1986 og tvö á síðasta ári.
Það var á laugardagskvöld sem
lögreglan í Hafnarfírði mældi
hraða bifreiðarinnar, sem var ekið
eftir Reykjanesbraut, milli Vífíls-
staða og Hafnarfjarðar. Reynt var
að stöðva ferð mannsins, sem er
tvítugur, en hann sinnti því engu
og ók á brott. Hann hélt að húsi
félaga síns og faldi bifreiðina þar,
en lögreglan, sem hafði skráning-
amúmer hennar, fann bifreiðina
á sunnudag og var ökumaðurinn
sviptur réttindum samstundis til
bráðabirgða. Hann viðurkenndi
Bifreið ökuþórsins í porti lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Á innfelldu myndinni sést ástand
eins hjólbarðans, sem er slitinn inn í striga.
brot sitt og félagar hans tveir, sem
voru með honum í bifreiðinni,
báru einnig að hann hefði ekið á
þessum ógnarhraða.
Lögreglan í Hafnarfírði sagðist
ekki geta sagt til um hversu langa
hemlunarvegalengd þyrfti til að
stöðva bifreið, sem ekið væri á
189 km hraða. Lögreglan hefur
reiknað út sérstakan kvarða til
að miða við, en þessi hraði var
svo mikiil að hann „sprengdi skal-
ann“, eins og lögreglumaður
komst að orði. Þó er líklegt að
ökumaðurinn hefði ekki náð að
stöðva sig á skemmri leið én u.þ.
b. 130 metrum.
Bifreiðin var skoðuð í gær og
kom í ljós að lagfæra þarf stýris-
liði. Þá kemur skýrt fram á mynd,
sem ljósmyndari Morgunblaðsins
tók af einum hjólbarða bifreiðar-
innar, að hann er mjög slitinn.
Lögreglumaður, sem rætt var við,
sagðist ekki vilja leiða hugann að
því hvernig hefði farið fyrir öku-
manninum og farþegum hans ef
hjólbarði hefði sprungið þegar bif-
reiðin var á þessum hraða.
Ökumaðurinn ungi hefur því
stefnt sjálfúm sér, farþegum
sínum og öðrum vegfarendum í
stórhættu með því að velja fjöl-
fama umferðargötu til að kanna
hversu hratt bifreið hans kæmist.
Búist er við að dómari taki mál
ökumannsins fyrir innan tíðar.
Ritstjóri DV
kærður til siða-
nefndar BI
STEFÁN Ólafsson, forstöðumað-
ur Félagsvísindastofnunar
Háskóla íslands, hefur kært til
siðanefndar Blaðamannaf élags
íslands skrif Jónasar Kristjáns-
sonar, ritstjéra DV, í leiðara
fimmtudaginn 28. janúar síðast-
liðinn, þar sem fjallað er um
könnun Félagsvisindastofnunar
á lestri timarita, en könnunin var
framkvæmd fyrir Verzlunarráð
Islands.
í greinargerð vegna leiðaraskrif-
anna, segir Stefán meðal annars:
„Það hlýtur að vera verðugt um-
hugsunarefni fyrir almenning og
flölmiðlafólk hvort ekki beri að gera
sömu kröfur til ritstjóra þegar hann
skrifar leiðara í blað sitt og gerðar
eru til blaðamanna þegar þeir skrifa
fréttir, þ.e. að hann afli sér upplýs-
inga um staðreyndir þess máls sem
hann skrifar um.“
Að sögn Bjama Sigurðssonar,
formanns siðanefndar Blaðamanna-
félagsins, er óljóst hvenær kæra
Stefáns verður tekin fyrir hjá
nefndinni. Mál ém tekin fyrir í
þeirri röð sem þau berast og þar
em nú fyrir mál til athugunar.
Bjami sagðist þó ekki búast við að
mjög langt liði áður en þetta mál
kæmi fyrir.
Lést af
slysförum
Pilturinn, sem fórst í snjóflóði
undir Skarðatindi á sunnudag,
hét Þorsteinn ívarsson.
Þorsteinn var 16 ára gamall,
fæddur 24. maí árið 1971. Hann
var til heimilis að Hiyggjarseli 3 í
Reykjavík.
Alifugla- og kartöflubændur óska eftir verðákvörðun sexmannanefndar:
Samrýmist ekki stefnu ríkis-
stjómarinnar í verðlagsmálum
- segir viöskiptaráðherra og kveður lagabreytingu hugsanlega
FÉLÖG alifuglabænda og kart-
öflubænda og Stéttarsamband
bænda hafa óskað eftir þvi að
Verðlagsnefnd búvara, svokölluð
sexmannanefnd, verðleggi fram-
leiðslu þeirra. Samkvæmt búvöru-
lögum ber nefndinni að
verðleggja búvörur tU framleið-
enda ef viðkomandi búgreinafé-
lag og Stéttarsambandið óskar
Sunnutindur
fékktundur-
dufl í vörpuna
Djúpavogi.
TOGARINN Sunnutindur kom hér
inn aðfaranótt þríðjudagsins með
um 70 tonn af fiski. Auk þess
hafði togarinn meðferðis tund-
urtufl, sem kom i vörpuna i
svokölluðu Hvalbakshalli.
Sprengjusérfræðingar Landhelg-
isgæslunnar komu á Djúpavog í gær
og gerðu duflið óvirkt, en í því var
sprengihleðsla, sem samsvarar að
sprengikrafti hálfu tonni af dínamíti.
Sprengiefnið virðist hafa varðveist
alveg óskemmt í þar til gerðri tunnu,
en duflið sjálft var mjög ryðgað og
götugt. Samkvæmt upplýsingum
Landhelgisgæslunnar mun dufíið
vera síðan á stríðsárunum og er tal-
ið að það sé enskt, enda var töluvert
lagt af enskum duflum hér við land.
Ingimar
þess. Jón Sigurðsson, viðskipta-
ráðherra, segir að þessi meðferð
mála samrýmist ekki stefnu ríkis-
stjórnarinnar i verðlagsmálum og
segir lagabreytingu hugsanlega.
Sexmannanefnd verðleggur nú
þegar afurðir nautgripa, sauðfjár og
hrossa og í framhaldi af óskum fé-
laga eggjaframleiðenda, Félags
kjúklingabænda, Landssambands
kartöflubænda og Stéttarsambands
bænda bætast kartöflur, egg og
kjúklingar við. „Mér fínnst ekki
sjálfsagt að þessar afurðir færist
yfir til Verðlagsnefndar búvara og ’
ég tel óheppilegt að þessar búgrein-
ar, sem að sumu leyti eru líkari
iðnframleiðslu en hefðbundnum
landbúnaði, fari að njóta vemdar
sem var hugsuð til að hlífa hefð-
bundnum búgreinum,“ sagði Jón
Sigurðsson, viðskiptaráðherra. „Slík
þróun gengur þvert á stefnu ríkis-
stjómarinnar í verðlagsmálum, að
ríkisvaldið hafí sem minnst afskipti
af einstökum verðákvörðunum og
dragi frekar úr slíkum afskiptum.
Mér fínnst koma til greina að breyta
búvörulögunum þannig, að þau nái
ekki til nýgreina. Þann möguleika
mun ég ræða bæði innan Alþýðu-
flokksins og við samstarfsflokkana
í ríkisstjóminni," sagði ráðherra.
í sexmannanefnd eiga sæti þrír
fulltrúar bænda auk þriggja fulltrúa
neytenda. Til ákvörðunar á verði
búvöru á nefndin að semja um verð-
lagsgrundvöll, sem gildir í tvö ár í
senn, miðað við 1. september. Eng-
inn má kaupa eða selja búvöru á
öðru verði en ákveðið er samkvæmt
búvörulögunum.
Sérstök nefnd ákveður heildsölu-
verð búvara, svokölluð fimmmanna-
nefnd. Nefndin getur ákveðið að
undanskilja einstakar vörutegundir
verðlagningarákvæðum, þegar sam-
keppni er að mati nefndarinnar næg
til þess að tryggja æskilega verð-
myndun og sanngjamt verðlag.
Þorsteinn ívarsson
Byggðastofnun lánar HP
35 milljónir með skilyrðum
Á FIJNDI Byggðastofnunar i gær var ákveðið að veita Hraðfrysti-
húsi Patreksfjarðar hf. 35 miiyón króna lán til fjárhagslegrar
endurskipulagningar fyrirtækisins. í frétt frá Byggðastofnun segir
að algjör umskipti verði að verða á rekstrí fyrirtækisins, og að út-
borgun lánsins farí ekki fram fyrr en svar eigenda og viðskiptabanka
Hraðfrystihússins um væntanlegar aðgerðir þeirra liggi fyrír. Sig-
urður Viggósson, stjórnarformaður Hraðfrystihúss Patreksfjarðar,
sagði í samtali við Morgunblaðið i gær að þau svör ættu að liggja
fyrir innan örfárra daga, en engin ákvörðun hefði veríð tekin enn
um hvenær frystihús fyrirtækisins á Patreksfirði opnaði á ný.
Stjóm Byggðastofnunar setur við stofnunina um 80 milljónir að
þau skilyrði fyrir láninu að Hrað-
frystihúsið leggi fram rekstrar- og
greiðsluáætlun þar sem komi fram
hvaða fjárhagslegar aðgerðir verði
gerðar og hvemig fyrirtækið geti
staðið við skuldbindingar sínar
næstu íjögur árin. Þá skuli fyrir-
tækið gera Byggðastofnun grein
fyrir fjárhagsstöðu sinni ársijórð-
ungslega, enda verði skuldir þess
þessu láni meðtöldu, sem sé mun
hærri skuld en hjá öðrum fyrirtækj-
um af svipaðri stærð. Sigurður
Viggósson sagði að stjóm Hrað-
frystihússins gæti sætt sig við þessi
skilyrði og að auðvelt væri að verða
við þeim.
í frétt Byggðastofnunar segir
ennfremur „A undanfömum árum
hefur fyrirtæki þetta hvað eftir
annað fengið verulegt flármagn til
yárhagslegrar endurskipulagning-
ar. Þar á meðal veitti Byggðastofn-
un fyrirtækinu 27 milljón króna lán
á árinu 1987. Algjör umskipti verða
því að verða á rekstri fyrirtækisins
ef þessi lánveiting á að verða til
nokkurs gagns."
Sigurður Viggósson sagði að svar
eigenda - sem eru að langstærstum
hluta samvinnufélög - um flár-
hagslegar aðgerðir ættu að liggja
fyrir á morgun, og svar Lands-
bankans ætti að liggja fyrir innan
örfárra daga. Hann sagði að mikil
nauðsyn væri á því að þessi mál
leystust sem fyrst, en Hraðfrystihús
Patreksflarðar hefur nú verið lokað
í rúmar sex vikur.