Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 25 Óvenjulegnr fundur varnarmálaráðherra risaveldanna: Carlucci og Jazov ræðast við í Bem Washington. Reuter. FRANK Carlucci og Dmítry Jazov, varnarmálaráðherrar risaveldanna, hafa ákveðið að hittast í Bern í Sviss fyrir marz- lok, þar sem þeir munu ræðast við um afvopnun og önnur mál, að sögn talsmanns Ronalds Rea- gans, Bandaríkjaforseta. Embættismenn, sem vildu ekki láta nafn síns getið, sögðu að um mjög óvenjulegan fund að ræða. Væri hann liður í tilraunum hátt- settra ráðamanna risaveldanna til þess að leysa ágreining í alþjóða- málum með beinum viðræðum sín á milli. Hinn fyrirhugaði fundur Carluccis og Jazovs er sagður til marks um aukna þíðu í samskipt- um risaveldanna. Caspar Wein- berger, sem Carlucci leysti af hólmi í nóvember síðastliðnum, reyndi að koma á fundi með Jazov. Sögð- ust báðir hlynntir fundi og skiptust á bréfum þar að lútandi en náðu hvorki samkomulagi um fundar- stað né tókst þeim að afmarka fundarefni. Búast má við að fundur Carluccis og Jazovs snúist um eft- irlit með útrýmingu meðaldrægra kjamorkuflauga, sem samið var um á leiðtogafundi risaveldanna í Washington í desember síðastliðn- um, og um hugsanlegt samkomu- lag risaveldanna um helmings fækkun langdrægra kjamorku- flauga. Þá munu þeir ugglaust skiptast á skoðunum um þá afstöðu NATO-ríkja að umtalsverð fækkun í venjulegum herafla Varsjár- bandalagsríkjanna í Evrópu verði að eiga sér stað vegna þeirrar ógnunar, sem Vestur-Evrópu stafar vegna mikils ójöfnuðar í þeim herafla í kjölfar samkomu- lagsins um útrýmingu meðal- drægra kjamorkuflauga. Að sögn embættismanna hefur dagsetning fundarins ekki verið ákveðin en hann verður ekki hald- inn fyrr en eftir fund Georges Shultz og Eduards Shevardnadze, utanríkisráðherra risaveldanna, í Moskvu 21.-23. þessa mánaðar. Þá hefur Sergei Akhromejev marskálkur, forseti herráðs Sov- étríkjanna og varavamarmálaráð- herra, þegið boð Williams Crowe aðmíráls, formanns bandaríska herráðsins, um að heimsækja Bandaríkin síðar á þessu ári. Crowe mun að líkindum endur- gjalda heimsókn Akhromejevs með því að heimsækja Sovétríkin á næsta ári. Akhromeyev var í föm- neyti Míkhafls Gorbatsjovs á leið- togafundi risaveldanna í Washington í desember síðastliðn- um. Heimsótti hann þá bandaríska vamarmálaráðuneytið, Pentagon, og átti fundi með Carlucci, Crowe og öðmm háttsettum embættis- mönnum. Andófsmenn fá að yfirgefa Austur-Þýzkaland Austur-Bcrlín. Reuter. FJÓRIR austur-þýzkir andófs- menn, sem teknir voru fastir í fyrradag, fengu að fara til Vest- ur-Þýzkalands í gær og er við því búist, að 22 andófsmenn til viðbótar, sem fangelsaðir hafa verið upp á síðkastið, fái að yfir- gefa Austur-Þýzkaland á næst- unni. Fjórmenningamir, sem leyft var að yfírgefa Austur-Þýzkaland í gær, em skáldið Stephan Krawczyk og eiginkona hans Freya Klier, leik- stjóri og leikkona, sem áttu yfír höfði sér ákæm fyrir landráð, og Bert Schlegel, sem verið hefur mjög virkur í hinni óháðu friðar- og mannréttindahreyfíngu landsins, og unnusta hans. Schlegel var dæmdur til hálfs árs fangelsisvistar í fyrra- dag. Arið 1985 var Klier og Krawczyk bannað að stunda list- greinar sínar og að koma fram opinberlega. Lögfræðingurinn Wolfgang Vog- el, sem er kunnur fyrir að koma fangaskiptum milli austur- og vest- urveldanna í kring, sagðist í gær eiga von á því að fleiri andófsmenn yrðu látnir lausir á næstunni og að þeim yrði leyft að fara úr landi. Hann hefur átt í viðræðum við yfir- völd í Bonn, höfuðborg Vestur- Þýzkalands, um andófsmenn, sem vilja fara frá Austur-Þýzkalandi. Mótmæli andófsmanna hafa færst í aukana í Austur-Þýzkalandi að undanfömu og hefur mótmæ- lendakirkjan komið þar við sögu, en hún hefur tekið upp málstað andófsmanna. A mánudag sóttu 2.000 manns guðsþjónustu í kirkju í Austur-Berlín til þess að sýna samstöðu með andófsmönnum. RAFMOTORAR = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SlMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÖNUSTA - LAGER Mengunarslys í Sovétríkjunum: 34 björgnn- armenn á spítala með eitrun Moskvu. Reuter. ÞRJÁTÍU og fjórir björgunar- menn voru lagðir inn á sjúkrahús í gær eftir að hafa veikst er þeir reyndu að koma f veg fyrir mengunarslys í kjölfar lestar- slyss nærri borginni Jaroslavl, að sögn TASS-fréttastofunnar. TASS sagði að björgunarmenn- imir hefðu verið of kappsfullir og sett sjálfa sig í lífshættu er þeir réðust til björgunarstarfa í lestinni og reyndu að moka sprengifímu eiturefni upp í tunnur. Hefðu þeir andað að sér eiturgufum. Lestin var á leið frá Moskvu til Jaroslavl á mánudag og átti skammt ófarið til síðamefndu borg- arinnar, sem er 250 km norðaustur af Moskvu, þegar hún fór út af teinunum skammt frá brú á ánni Volgu. Hætta var talin á miklu mengunarslysi af völdum eiturefna, sem lestin flutti, og vora 2.000 manns, sem búa í nágrenni slys- staðarins, fluttir á brott. Haft var eftir talsmanni sjúkra- húss í Jaroslavl að aðeins einn björgunarmannanna, lögreglufor- ingi, væri hættulega veikur. Einkenni, sem komið hefðu í ljós hjá flestum, minntu einna helzt á kvef. febrúar SrniFRAMTAU FARFAÐSKILA íkska fíð -skil á skattframtali erskilyrði fyrirskattleysi á launatekjur 1987 Skattframtali ber að skila nú sem endranær. Athugið að ef ekki er talið fram, verða gjöld áætluð samkvæmt skattalögum og njóta menn þar með ekki skattleysis vegna almennra launatekna ársins 1987. FRAMTALSFRESTUR RENNUR ÚT 10. FEBRÚAR. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Reuter Björgunarmenn setja á sig gasgrímur áður en þeir ráðast inn 1 brak lestar, sem fór út af teinunum nærri borginni Jaroslavl í fyrradag. Bandaríkin: Stórbankar lækka vexti New York, Reuter. HELSTU bankar Banda- ríkjanna lækkuðu bestu láns- vexti í 8,5 prósent í gær. Þessi lækkun kemur í kjölfar þess að samsett visitala, sem gerir ráð fyrir þeim þáttum sem taldir eru gefa gleggsta mynd af stöðu efnahagsmála, lækkaði í desem- ber, þriðja mánuðinn í röð. Þessi vaxtalækkun er sú fyrsta síðan í nóvember og sú þriðja eftir hrunið i verðbréfamörkuðunum í október. Talið er að vangaveltur um að Federal Reserve, seðlabanki Bandaríkjanna, ætli að lækka for- vexti til að koma í veg fyrir samdrátt í efnahagslífínu hafi átt sinn þátt í því að vextimir vora lækkaðir. J.P. Morgan-bankinn í New York varð fyrstur til að lækka bestu lánsvexti, eða þá vexti sem stórfyrirtæki greiða yfírleitt af lán- um, og síðan sigldu fleiri stórir bankar í kjölfyrið, svo sem Citic- orp, Chemical New York, Manifact- urers Hanover og Continental Illinois. Vaxtalækkunin varð til þess að dalur lækkaði nokkuð i Evrópu í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.