Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. PEBRÚAR 1988 33 Egill Jónsson: Greiðslum fyrir sauð- fjárafurðir verði flýtt Guðmundur Bjaraason, heilbrigðis- og tryggingfamálaráðherra. Heilbrigðisráðherra: Morgunblaðið/Sverrir Egill Jónsson (S/Al) mælti í efri deild í gær fyrir frumvarpi um breytingar á búvörulögunum. Leggur þingmaðurinn til að greiðslur fyrir sauðfjárafurðir verði að fullu greiddar 10. dag næsta mánaðar eftir innleggs- mánuð. Nokkrir aðrir þingmenn tjáðu sig um þetta frumvarp og voru flestir sammáJa hugmynd- inni á bak við frumvarpið. Valgerður Sverrisdóttir (F/Ne) sagði það þó vera vafamál hvort Alþingi ætti að setja lög um að þriðji aðili ætti að greiða bændum fullt verð án þess að honum væri tryggð nauðsynleg fjármagns- fyrirgreiðsla. Egill Jónsson (S/Al) sagði mark- mið þessa frumvarps vera að tryggja með markvissari hætti en nú væri greiðslur sauðfjárafurða til framleið- Hollustuvernd þarf að geta fylgst með ínnflutningí matvæla Heilbrigðisráðherra mælti í efri deild í gær fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirUt. Vék hann í framsögu sinni m.a. að málefnum Hollustuverndar ríkisins og sagði nauðsynlegt að efla starfsemi stofnunarinnar þannig að henni yrði kleift að fylgjast með innflutningi matvæla. Nú væri ekkert eftirUt fyrr en vörur væru komnar í búðir. Guðrún Agnars- dóttir (Kvl/Rvk) tók undir þessi orð og sagði hættu á því að Island væri að verða einskonar ruslakista fyrir matvæli sem engin önnur þjóð vildi flytja inn. Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, sagði Ragnhildi Helgadóttur, þáverandi heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra, hafa skipað nefnd árið 1986 til þess að endurskoða lög um holl- ustuhætti og heilbrigðiseftirlit. Nefndin hefði lokið störfum í des- ember 1986 og frumvarp til endurskoðaðra laga lagt fram eftir áramót en ekki náð fram að ganga vegna tímaskorts. Frumvarp þetta væri nú lagt fram á ný óbreytt. Heilbrigðisráðherra sagði nefndina hafa að beiðni sinni litið á frum- varpið milli þinga og ekki leggja til neinar breytingar á frumvarp- skírskotun til jákvæðrar þróunar þessara mála í héruðum landsins og nánast engra athugasemda frá umsagnaraðilum legði nefndin að- eins til smávægilegar breytingar og leiðréttingar á þeim hluta lag- anna þar sem fjallað væri um stjóm og skipan mála í sveitarfélögum landsins. Varðandi starfsemi Hollustu- vemdar ríkisins væri nefndin sammála um að ekki hefði tekist sem skyldi. Stofnuninni hefði langt í frá, mest vegna fjárskorts, tekist að sinna verkefnum sínum. Einnig mætti bæta stjóm stofnunarinnar. Því væri lagt til að í stað forstjóra kæmi framkvæmdarstjóri með rekstrarmenntun og rekstrar- reynslu sem myndi starfa með þriggja manna starfsstjóm sem ráðherra veldi úr sjö manna stjóm stofnunarinnar. Heilbrigðisráð- herra sagðist vilja leggja áherslu á það að efla þyrfti starfsemi Holl- ustuvemdar ríkisins, m.a. með því að gera henni kleift að fylgjast með innflutningi matvæla hingað til lands. Um starfsemi mengunarvama- deildar og ákvæða laganna um mengunarvamir teldi nefndin of skamman tíma hafa liðið til þess að hægt' væri að dæma þar um af fullri vissu. Guðrún Agnarsdóttir (Kvl/ Rvk) sagði að varðandi mengunar- vamimar þá yrði þeim og öðrum umhverfísmálum ekki komið í við- unanlegt form fyrr en gerð yrði sú stjómkerfísbreyting að um- hverfísmál heyrðu undir eitt ráðuneyti. Þingmaðurinn vék einnig að eft- irliti með innfluttum matvælum og sagði löngu tímabært að gera eitt- hvað í þeim efnum. Það ■ lægi sterkur grunur að því að við værum að verða ruslakista fyrir matvæli sem engin önnur þjóð vildi flytja inn. Þetta ætti til dæmis við um niðursuðudósir sem væm löngu útrunnar, en nýir miðar væru prentaðir á dósimar til að leyna því, eða þá ávexti frá löndum þar sem skordýraeitri væri bætt í þá. AIÞIAGI enda. Væri lagt til að greiðslur fyrir sauðfjárafurðir skyldu að fullu greiddar 10. dag næsta mánaðar eftir innleggsmánuð nema framleið- andi og sláturleyfíshafí semdu um annað. Taldi Egill nauðsynlegt að uppgjöri sauðfjárafurða yrði flýtt eins og kostur væri og að sömu regl- ur giltu um þær og um mjólkurafurð- ir og nautgripabúskap. Egill sagði sauðfíárbændur vera að þreifa fyrir sér um stækkun markaðar og hefði hann nýlega talað við bændur sem ætluðu að slátra mun fyrr en venjulega. Þá væri mik- ið hagsmunaatriði fyrir þessa bændur að fá greiðslumar skilvís- lega 10. næsta mánaðar. Þingmað- urinn sagði þetta vera sjálfsagt sanngimismál og vonaðist eftir því að það fengi greiða leið í gegnum þingið. Valgerður Sverrisdóttir (F/Ne) sagði að í fljótu bragði virtist sem hér væri um hið besta mál að ræða og væri hún sammála því að sauð- fjárbændur ættu að fá greitt fyrr. Hún taldi þó að það gæti orkað tvímælis að Alþingi væri að setja lög um að þriðji aðili, sláturleyfíshafar, ættu að greiða fullt verð til bænda án þess að þeim væri gert það kleift með fjármagnsfyrirgreiðslu. Það gæti reynst mörgum kaupfélögum of þungur biti. Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kvl/Vl) sagðist í meginatriðum vera sammála þessari tillögu og lýsti yfír stuðningi sínum við hana. Skúli Alexandersson (Abl/Vl) sagði þama vera um sanngimismál að ræða. Vitaskuld ætti réttur sauð- fjárbænda ekki að vera síðri en réttur mjólkurframleiðenda. Sagði hann flutningsmann hafa nokkum stuðning frá stjómarandstöðunni til þess að þrýsta á þetta mál. Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, sagði þama vera um mikil- svert málefni að ræða. Hann vék næst að því hvemig stjómvöld hefðu staðið að greiðslum til bænda á síðastu árum. Sagði hann m.a. að á síðasta ári hefði verið gert meira átak en nokkru sinni áður til þess að minnka birgðir af dilkakjöti í landinu. Hann þorði að fullyrða að í þessum málum hefði verið unnið meira en nokkru sinni fyrr til þess að hreinsa til og ná saman endum. Aðalvanda sláturleyfishafanna taldi hann vera háa vexti. Spumingin væri síðan hvemig ætti að haga þessum málum í framtíðinni, hvorÞ- ekki ætti að leita nýrra leiða til að tryggja örari og beinni greiðslur til bænda. mu. Eina breytingin á lögunum frá því í fyrra væri sú að, að tillögu samgönguráðuneytisins hefði verið bætt inn í frumvarpið að siglinga- málastjóri skuli taka sæti í samstarfsnefnd sé verið að fjalla um ágreining vegna framkvæmdar laga um vamir gegn mengun sjáv- ar og annarrá tiltekinna laga. Með setningu nýrra laga um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit árið 1981 sagði ráðherra að fyrst og fremst hefði verið stefnt að þremur markmiðum. 1) Heil- steyptu og samræmdu heilbrigðis- og mengunarvamaeftirliti á landinu öllu. 2) Felldar hefðu verið undir eina stofnun, Hollustuvemd ríkisins, þtjár stofnanir á vegum heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins, sem störfuðu á þessum vettvangi, þ.e. Heilbrigði- seftirlit ríkisins, Matvælarann- sóknir ríkisins og Geislavamir ríkisins. 3) Sett var á fót sérstök mengunarvamadeild innan Holl- ustuvemdar ríkisins og í fyrsta skipti var í íslenskum lögum kveð- ið á um mengandi atvinnurekstur á heildstæðan hátt. Ráðherra sagði nefndina vera sammála um að reynslan af fyrsta markmiðinu væri í meginatriðum góð. Þannig hefði tekist á aðeins fjórum árum að koma á, á landinu öllu, heilbrigðiseftirliti sem væri í höndum sérfróðra manna. Með Stuttar þingfréttir FUNDIR voru í báðum deildum Alþingis í gær. Þingfundir voru með rólegra mótinu enda höfðu 20 þingmenn fjarvistarleyfi vegna funda á vegum Norður- landaráðs. Sameiginleg forsjá barna Jón Sigurðsson, dómsmálaráð- herra, mælti í gær fyrir frumvarpi til breytinga á bamalögum. Hann sagði mikilvægustu þætti frum- varpsins vera þá að lagt væri til, að fyrirmynd annarra norrænna laga, að heimilað væri að foreldr- ar, er skilið hefðu, gætu samið um sameiginlega forsjá bama. Ennfremur að foreldrar óskilge- tinna bama, sem ekki væru í sambúð, gætu samið um slíka skipan að því er böm þeirra varð- ar. Til viðbótar þessu væm svo ýmis ákvæði þar sem lagðar væru til breytingar á bamalögum, bæði vegna leiðréttinga á texta og eink- um með hliðsjón af könnun á framkvæmd laganna. Sú könnun hefði leitt í ljós að þörf væri breyt- inga á einstökum atriðum. Frekari breytingar á lögunum hefðu verið ræddar en ákveðið að fresta til- lögugerð um þær áður en lokið væri endurskoðun laga um rétt- indi og skyldur hjóna, sem nú væri unnið að. Hækkun vasapeninga örorkulífeyrisþega Aðalheiður Bjamfreðsdóttir (B/Rvk) mælti í neðri deild í gær fyrir fmmvarpi um breytingu á lögum um almannatryggingar. Leggur hún til að greiða eigi öror- kulífeyrisþegum 50% örorkulí- feyris og telq'utryggingar. Aðalheiður sagði örorkulífeyris- þega, sem dveidust á stofnunum á vegum sjúkratrygginga, fá greidda vasapeninga, nú 4212 kr. á mánuði. Þessi fjárhæð ætti að nægja fyrir öllum persónulegum þörfum því ólíkt því sem væri með flesta ellilífeyrisþega ætti þessi hópúr í fæstum tilfellum aðgang að lífeyri úr lífeyrissjóði og ætti engar eignir. Skoraði hún á Al- þingi að rétta nú hlut þessa fólks myndarlega. Þau Málmffíður Sigurðardóttir (Kvl/Ne) og Stefán Valgeirsson (SJF/Ne) tóku undir orð Aðal- heiðar. Innflutningnr kynbótadýra Elín R. Líndal (F/Nv) og Val- gerður Sverrisdóttir (F/Ne) hafa lagt fram tillögu til þingsálykt- unar þar sem landbúnaðarráð- herra er falið að hefja þegar undirbúning að árlegum innflutn- ingi kynbótadýra til loðdýrarækt- ar. Raforkuf ramleiðsla og raforkuverð Eiður Guðnason (A/Vl) hefur lagt fram tvær fyrirspumir til iðn- aðarráðherra. Fjallar sú fyrri um raforkuframleiðslu en sú síðari um raforkuverð. Eiður spyr m.a. hvaða ráðstafanir ríkisstjómin hyggist gera til þess að draga úr húshitunarkostnaði með raforku. Hvalarannsóknir Guðrún Agnarsdóttir (Kvl/ Rvk) spyr sjávarútvegsráðherra um hvalarannsóknir. Einnig spyr Guðrún heilbrigðisráðherra um niðurstöður áfengismálanefndar sem skipuð var vorið 1983 og félagsmálaráðherra um átak í jafnréttismálum. Löggjöf um auglýsingar Steingrímur J. Sigfússon (Abl/ Ne.) spyr viðskiptaráðherra um undirbúning löggjafar um auglýs- ingar og hvort þess sé að vænta að heildarlöggjöf um auglýsingar verði sett á yfírstandandi þingi. Einnig spyr Steingrímur J. ut- anríkisráðherra m.a. hvort hann hafí heimilað einhvetjar nýjar framkvæmdir á vegum NATO síðan Alþingi var síðast gerð grein fyrir slíku. Söluskattur Svavar Gestsson (Abl/Rvk) spyr fjármálaráðherra hveiju áætlaðar söluskattstekjur ríkis- sjóðs af íslenskum bókum á ámnum 1987 og 1988 og af heilsurækt og íslenskum kvik- myndum á ýfírstandani ári nema. Staðfesting bráðabirgðalaga Sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp til staðfest- ingar bráðabirgðalaga um aðgerð- ir í sjávarútvegi sem sett voru 10. júlí 1987.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.