Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 41 Minning: Gestur Ólafsson, Efrí-Brwmvöllum Fæddur SO.júlí 1922 Dáinn 23. janúar 1988 Þegar ég frétti af sviplegu and- láti Gests á Brúnavöllum, kom það eins og skvett væri kaldri vatns- gusu yfír mig. Það hefur örugglega haft svipuð áhrif á marga, sem þekktu Gest. Mér fínnst það svo ömurleg tilhugsun að einn af þeim mönnum sem ég hef umgengist mikið, frá því ég fæddist, sé horf- inn. Hann var í fullu fjöri alveg fram á síðasta dag og alls ekkert í fari hans sem fékk mann til að detta í hug að hann myndi deyja í bráð. Gestur Ólafsson fæddist í Dalbæ í Gaulveijabæjarhreppi en fluttist árið 1931 að Efri-Brúnavöllum á Skeiðum. Þar átti hann heima til dauðadags. Foreldrar hans voru þau Ólafur Gestsson bóndi á Efri- Brúnavöllum og Sigríður Jónsdóttir, kona hans. Gestur ólst upp við al- menn sveitastörf eins og tíðkast um sveitaböm. Hann starfaði á búi föð- ur slns uns hann tók við árið 1963 og þá í félagsbúi með Hirti bróður sínum. Jón bróðir hans bjó einnig á Efri-Brúnavöllum. Árið 1974 byggði Gestur sér íbúðarhús og var jörðinni þá skipt milli bræðranna. Gestur bjó með fé, enda var hann mikill flármaður og var búinn að koma sér upp góðum fjárstofni. Það féll stundum í minn hlut að aðstoða Gest lftillega á mestu álagstímunum og eru þær stundir mér ógleymanlegar. Gestur var ein- beittur og duglegur við störf sín, en alltaf var samt stutt í góðan húmor. Gestur var skapgóður mað- ur að eðlisfari. Aldrei heyrði ég hann tala illa um nokkum mann og hann átti mjög auðvelt með að fyrirgefa ef eitthvað var hallað á hans hlut. Hann var vel kunnugur á allmörgum bæjum sveitarinnar og fylgdist vel með hvað var um að vera í sveitinni. Ég held að óhætt sé að segja að Gestur hafí kallað fram það góða hjá þeim sem hann umgekkst, enda þótti mörgum vænt um hann. Ég minnist þess oft þeg- ar ég spjallaði við burtflutta Skeiðamenn að þeir spyrðu mig eitt- hvað á þessa leið: „Óg hvað er nú að frétta af honum Gesti mfnum á Brúnavöllum?" Þetta ætti að sýna hvaða hug fólkið f sveitinni bar til hans. Gestur kom oft við á heimili mínu og var allajafna hress og kátur. Það var alltaf viss upplyfting fyrir heim- ilið þegar hann kom, hvemig sem á stóð. Nú er hann farinn, en eftir lifir minningin og hún er góð. Ég votta systkinum hins látna og öllum að- standendum samúð mína. Megi vinur minn Gestur Ólafsson hvíla í friði. Auðunn Guðjónsson Laugardaginn 23. janúar sl. varð Gestur Ólafsson, bóndi á Efri- Brúnavöllum, Skeiðum, bráðkvadd- ur. Með honum er horfínn af sviðinu einn þeirra manna sem hljóðlítið feta lífsbrautina, en skila þó dijúgu dagsverki. Mér er ljúft að minnast þessa móðurbróður míns með fáeinum orðum. Gestur var fæddur í Dalbæ í Gaulveijabæjarhreppi þann 30. júlí 1922. Foreldrar hans voru Ólaf- ur Gestsson og kona hans, Sigríður Jónsdóttir. Þau héldu myndarheim- ili og búskap á Efrí-Brúnavöllum fram á sjöunda áratuginn, en bjuggu síðustu ár sín í Reykjavík. Ólafur lést í ágúst 1968 og Sigríður réttu hálfu ári síðar, í febrúar 1969. Systkini Gests voru fímm sem kom- ust á fullorðinsár. Tveir bræðra hans eru iátnir fyrir fáum árum; Jón, bóndi á Efri-Brúnavöllum og Eggert, húsasmiður í Reykjavík. Guðný Gróa, búsett í Reykjavík, Hjörtur, bóndi' á Efri-Brúnavöllum, og Guðlaug, sem býr í Kópavogi, eru eftirlifandi systkini Gests. Gestur fluttist ungur með for- eldrum sínum frá Dalbæ að Efri- Brúnavöllum á Skeiðum. Þar skilaði hann mestum hluta lífsstarfs sins. Ungur maður gegndi hann þó ýms- um störfum auk búskaparins, m.a. fór hann á nokkrar vetrarvertíðir, bæði í Vestmannaeyjum og á Suð- umesjum. Á seinni árum tók hann oft að sér eitt og annað er til féll utan búskaparins, svo sem vinnu við afréttargirðingar snemma sum- ars og í sláturhúsum á haustin. Fleira mætti tií telja, því sjaldan sat hann auðum höndum, og var auk þess eftirsóttur til vinnu. Á Efri-Brúnavöllum hefur hin síðari ár verið þríbýli. Gestur bjó einn f iitlu snotru húsi, sem hann byggði sér á jörðinni. Hann giftist ekki og var barnlaus. Einstæðingur var hann þó ekki í þeirri merkingu að vera einmana. Hann naut þess að umgangast fólk, og gerði mikið af því að líta til góðra vina sinna á nálægum bæjum. Samstaða Skeiðamanna og umhyggja þeirra hvers fyrir öðrum er í mörgu til eftirbreytni. Þessi samstaða birtist í ýmsum myndum. Frá þeim tíma er ég var í sveit á Efri-Brúnavöllum minnist ég t.d. sameiginlegs vothey- skapar. Þá var venjan sú að allir vinnufærir karlmenn af þremur aðliggjandi bæjum hjálpuðust að við þennan heyskap. Þá var vel tek- ið til hendinni og bekkurinn þétt setinn. við kaffíborðið, og mikið skrafað. Vinnugleðin og ánægjan skein úr hveiju andliti, og kannski ekki síst okkar krakkanna, sem upplifðum stórkostlega daga. Eins minnist ég þess að ófáar hendur komu til hjálpar þegar byggð var ný hlaða á bænum. Víst er að þessi samstaða tilheyrir ekki einungis fortíðinni, því úr fjarlægð hefur mátt fylgjast með samhug þessa fólks, t.d. við endurbyggingu hlöðu eftir bruna, og nú síðast sameigin- legu átaki við hitaveitulögn á bæina i sveitinni. í þessu andrúmslofti lifði Gestur og var hann jafnt gefandi sem þiggjandi. Aðeins þremur dögum fyrir andlátið töluðum við Gestur saman í síma. Hann lét vel af sér, eins og hans var venja, og var tíðrætt um hitaveitulögnina og breytingamar sem með henni urðu. Hann var auðheyrilega ánægður með vel- heppnað verk og horfði björtum augum til framtiðarinnar. En slq'ótt skipast veður í lofti. Gests Ólafssonar minnist ég sem hógværs manns, mikils verka- manns, sem krafðist einskis sér til handa, hvorki metorða né þess sem telst til veraldlegra gæða. Hans lífshamingja var fólgin í því starfí sem hann unni, og sönnum vinum um alla sveit. Mér er þakklæti í huga er ég kveð þennan ágæta frænda minn, fyrir þær mörgu ánægjustundir sem hann veitti mér í æsku og síðar þær hlýju og einlægu móttökur sem ég og fjölskylda mín höfum hlotið í þau skipti sem við höfum komið við hjá honum. Að endingu votta ég ástvinum hans öllum samúð mína. Guð blessi minningu Gests Ólafs- sonar. Ólafur H. Jónsson um. Þvi var gaman að ræða við hana um mál líðandi stundar. Síðustu árin átti hún við vanheilsu að stríða og dvaldist langdvölum á Borgarspitalanum, Rauða kross- hótelinu og Heilsuhæli NLFI í Hveragerði. Hún var mjög þakklát fyrir þá umönnun sem hún naut á þessum stöðum. Daisy var ekki allra, en hún var vinur vina sinna. Við erum þakklát fyrir að hafa eignast hana að vini. Dætur okkar munu minnast góðu nágrannakonunnar, sem átti alltaf hlýlegt bros. Við vottum aðstandendum samúð okkar. Guðrún og Logi. Daisy Saga Jósefs- son — Minning I dag er til moldar borin vinkona móður minnar, Daisy Saga Jósefs- son. Daisy lagðist til svefns þann 25. janúar og vaknaði ekki aftur til þessa lífs. Ég kynntist Daisy mest af af- spum frá mömmu, en eftir að hún dó í júní á síðasta ári, bundumst við vináttu og frá minni hendi, virð- ingarböndum. Daisy var falleg og elskuleg „darna" f orðsins fyllstu merkingu. Hún hafði mikinn áhuga, fyrir því sem var að ske'um allan heim og var málefnaleg í allri umræðu. Af- staða hennar til ýmissa mála sem báru á góma okkar í millum var oft öndverð við mitt álit og gerði það að verkum að samræður urðu flóknar, en engu að síður fróðlegar og skemmtilegar. Daisy fluttist með foreldrum sínum og systur til íslands árið 1928 frá Bandaríkjunum, þar sem hún var fædd og uppalin. Hún var cosmopolitan eða heimsborgari sem ferðaðist í huganum og sá og upp- lifði, jafnvel meira en við sem erum á ferðinni. Einn sólardag í fyrrasumar sát- um við fyrir utan Kökuhúsið við Austurvöll og nutum fegurðar Reykjavíkur, ég sem gestur, en Daisy sem þátttakandi í uppbygg- ingu þessarar fallegu borgar, sem Reykjavík er í dag. Hún sagði mér frá því hvemig hún fann Reykjavík árið 1928, en til samanburðar hafði hún Manhattan í New York en þar bjó hún, þessi dagur er mér ógleym- anlegur. Hún hafði ekki farið varhluta af erfíðleikum þessa heims, en trú á annað og meira gerði hana að bjart- sýnismanneskju sem gott var að vera í návist við. Um leið og ég óska Daisy góðrar ferðar heim, votta ég bömum henn- ar og flölskyldum þeirra mína innilegu samúð. í bijóstum lifír minning um góða konu. Elín Hansdóttir Luxemburg í dag verður vinkona okkar, Daisy Saga Jósefsson, til moldar borin. Kynni okkar hófust fyrir sjö árum. Þrátt fyrir mikinn aldursmun tókst með okkur góð vinátta. Líf Daisyar var mjög viðburðaríkt. Það var bæði fróðlegt og gaman að hlýða á frá- sagnir hennar frá æskuárunum, þegar hún ferðaðist ásamt foreldrum sínum með fjölleikahúsum í Vestur- heimi. Daisy fylgdist vel með og myndaði sér skoðanir á öllum hlut- lu í Bí ALGJÖR RÝMING — 50-80% AFSLÁTTUR 0 UTSALA ALDARINNAR Við spyrnum fótum við háu verðlagi og bjóðum þreyttum og köldum fótum að klæðast skófatnaði frá okkur. Við seljum út allan leðurfatnað Leðurfatnað dömu og herra Leðurhanska dömu og herra Leðurtöskur og belti 50% afsl. Kuldaskór í úrvali, - verð frá 800,- kr. Spariskór í úrvali - verð frá 500,- kr. Dömuskór í úrvali - verð frá 900,- kr. 50 - 80% afsl. Það er þessvirði að koma á Vitastíginn. SKOGUUGGINN sass-— SERIDUM í PÓSTKRÖRJ. Skautar á 1.500,- kr. Stærðir 26-35. Svartir og hvítir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.