Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 Vaxtalækkun eitt brýnasta verkefnið Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Björn Jóhannsson og Sighvatur Sveinbjörnsson smurstöðvarstjóri. Hella: „Maður vinnur mikið á liðlegheitunum“ Björn Jóhannsson opnar hjólbarða- verkstæði og smurstöð í nýju húsnæði Selfossi. BJORN Jóhannsson í Lyngási við Hellu flutti á föstudag, 29. janúar, hjólbarðaverkstæði sitt yfir Rangá, í nýtt húsnæði sunnan Suðurlandsvegar gegnt Hellu. í nýja húsnæðinu rekur Bjöm einnig smurstöð fyrir smáa og stóra bíla og hefur auk þess rými til ráðstöfunar fyrir frekari bfla- þjónustu. Bjöm hefur umboð fyrir Olís í Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu. Bjöm hóf rekstur hjólbarða- verkstæðis fyrir 11 ámm, 12. janúar, og er þekktur fyrir lipra þjónustu, afgreiðir menn jafnt á nóttu sem degi, virkum dögum sem helgum. „Nei, nei, ég hætti því ekkert, maður vinnur mikið á liðlegheitunum,“ sagði Bjöm á opnunardaginn. „Það er feikinóg að gera, ég er með viðskiptavini um allt, líka í Ámessýslu. Ég kann mjög vel við þetta starf, það á vel við mig að tala við menn og maður hittir marga í þessu. Þetta er auðvitað erfítt en það er gaman að hitta hvem kjaft og tala við bændur og fleiri sem koma og þurfa þjón- ustu,“ sagði Bjöm Jóhannsson. Hann er nú með rekstur beggja vegna Suðurlandsvegarins, sunn- an megin er smurstöðin og hjól- barðaverkstæðið og að norðan, á staðarhlaðinu á Hellu, rekur hann bensínstöð Olís. — Sig. Jóns. Orkuverð — Haildóri Jónatanssyni svarað Athugasemd frá Kristínu Einarsdóttur Morgunblaðinu hafa borist eftir- farandi ályktanir sem samþykktar voru á aðalfundi Félags ísl. stór- kaupmanna fyrir skömmu. Aðalfundur Félags íslenskra stórkaupmanna minnist þess að 1. janúar sl. voru 200 ár liðin frá því að verslun á íslandi var gefín ftjáls öllum þegnum Danakonungs. í kjölfar þessa fyrsta sigurs í verslunarmálinu fylgdu miklar framfarir. Heimildir greina frá miklum verðlækkunum, sérstaklega sunnan- og vestanlands. Verðlækk- anir þessar urðu þó ekki strax í janúarmánuði 1788 heldur smátt og smátt er á leið og markaðurinn hafði aðlagast breyttum aðstæðum. Verslun er ómissandi í nútíma þjóðfélagi. Hún er órjúfanlegur hluti framleiðslukeðjunnar og engin vara getur talist fullframleidd fyrr en komin í hendur neytenda. Af þessu leiðir að engin atvinnugrein getur talist annarri fremri, í raun eru þær hver annarri háðar. Nú er tækifæri að nýta legu _>landsins, menntun og hugvit lands- manna til stóraukins átaks í al- þjóðlegri verslun. Engu minni líkur eru á því að þjóðin nái árangri í verslun og viðskiptum á alþjóða mörkuðunum en í uppbyggingu gæluverkefna innanlands. Aðalfundur FÍS skorar því á ríkisstjóm íslands nú á þessum merku tímamótum í verslunarsögu þjóðarinnar að ryðja úr vegi síðustu leifum viðskiptahafta og færa þjóð- inni nú loks fullt verslunarfrelsi. Þetta má gera með viðskipta- samningum við aðrar þjóðir, með því að veita innflytjendum og er- lendum seljendum fúllt frelsi til samninga, með afnámi skatta er íþyngja versluninni umfram aðrar atvinnugreinar, með lækkun ytri tolla sem mun gera innflytjendum kleift að versla hvar sem er í heim- inum allt eftir þvf hvar kjörin eru hagkvæmust hveiju sinni. Reynsla sögunnar kennir okkur að skrefín 1788 hafí reynst þjóðinni happa- dijúg. Sagan mun sýna að átak nú muni reynast þjóðinni ekki síður farsælt. Peninga- og verðlagsmál t Nauðsynlegt er að festa í lög að HBfn, Horaafirði. MAGNÚS Jónasson, garðyrlgu- maður í Blómalandi á Höfn, er að hefja framleiðslu á hellum ýmis konar. Magnús ráðgerir að framleiða hefðbundnar gangstéttarhellur, milliveggjaplötur og kantstein ýmis konar. Þá steypir hann brunna fyr- verðmyndun verði undantekningar- laust ftjáls. Verðbólga og háir vextir hafa veruleg áhrif til hækkunar vöru- verðs. Vextir af rekstrarfé verslun- arinnar eru nú um 50% á ári og eru því stór kostnaðarliður í rekstri verslunarfyrirtækja. Eitt brýnasta verkefnið nú er að þessir vextir lækki. Annað stórt hagsmunamál neyt- enda til lækkunar vöruverðs, er að lög um afnám bankastimplunar nái fram að ganga og að vilji Alþingis í þeim efnum verði virtur. Lækkun fjármagnskostnaðar sem af þessu hlýst mun lækka vöruverð til néyt- enda. FÍS vekur athygli á því að nýleg- ar toll- og skattbreytingar hafa ekki lækkað rekstrarkostnað fyrir- tækjanna svo neinu nemur en aukin samkeppni mun á skömmum tíma færa vöruverð í það horf sem ríkis- stjómin stefndi að með aðgerðum sínum. Bendir fundurinn á stór- hækkaðar gjaldskrár opinberra fyrirtækja, m.a. Pósts og síma, sem hefur áhrif til hækkunar rekstrar- kostnaðar verslunarfyrirtækja og þar með hækkunar vöruverðs. Fundurinn hvetur því opinber fyrir- tæki til hófs í hækkunum á þjónustu sinni. Skattamál Frá miðju síðasta ári hafa skatt- byrðar almennings og fyrirtækja stóraukist, ýmist með nýjum skött- um eða hækkun eldri skatta. Allt bendir til þess að skatttekjur ríkis- sjóðs verði meiri á þessu ári en nokkru sinni fyrr. Löngu er orðið tímabært að draga úr ofstjómun- artilhneigingu ríkisvaldsins og almenningi verði gefínn rýmri um- ráðaréttur yfír eigin fé. Aðalfundur FÍS harmar að Al- þingi skyldi með lögum nr. 2 frá 5. janúar 1988 samþykkja skerta möguleika fyrirtækja til niður- færslu á vörubirgðum úr 10% í 0% á tveimur árum. Þessi skattpíning kemur í veg fyrir stór og hagkvæm vöruinnkaup verslunarfyrirtækja. Lækkun framlaga í fjárfestingar- sjóð úr 40% í 30% er óskastaða þeirra sem yilja hafa atvinnurekstur Qárvana og helst í leiguhúsnæði hjá ir skólplagnir og fleira. Magnús hefur á síðustu árum lagt hellur umhverfis ýmis mannvirki á Höfn og hefur slík hellulögft ávallt gjör- breytt umhverfínu til hins betra. Við framleiðslu þessa munu starfa tveir eða þrír menn. - JGG bönkum og fjárfestingarfélögum. Enn á ný hefur sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði verið framlengdur. Skattur þessi eykur kostnað verslunarfyrirtækja og kemur beint inn í verðlag vöru og þjónustu. Skatturinn mismunar auk þess atvinnugreinum gróflega. Skatt þennan þarf að afleggja strax. Launaskattur og aðstöðugjald hefur um nokkurt skeið verið hærri á versluninni en öðrum atvinnu- greinum. Aðalfundur FÍS krefst þess að þessari mismunun verði nú hætt og að skattar þessir verði lækkaðir til jafns við aðrar atvinnu- greinar. Skattur á erlendar lántökur og lánasamninga er dæmi um einn af hinum nýju sköttum. Skattur þessi er óréttlátur og illframkvæmanleg- ur eins og reynslan sannar. Virðisaukaskattur Félagið telur að fresta beri ákvörðun um upphæð (prósentu) virðisaukaskattsins, þar til séð verð- ur hver áhrif þeirra skattbreytinga, sem áttu sér stað nú um áramótin, verða á tekjur ríkissjóðs. Félagið telur að staðgreiðsla virðisauka- skattsins í tolli auki lánsfjárþörf verslunarinnar, hækki vexti og þar af leiðandi hækki verð á almennum neysluvörum. Tollamál FÍS fagnar mörgum þeim tolla- breytingum sem áttu sér stað nú um áramótin. En betur má ef duga skal. Ennþá eru margar vöruteg- undir, sem ferðamenn sækjast eftir erlendis, of hátt tollaðar og sú versl- un færist ekki sem skyldi inn í landið. Þessu þarf að breyta. Útflutningstekna íslendinga er að mestu aflað í Bandaríkjadollur- um en ráðstafað í innflutning á vörum og þjónustu frá löndum með mun dýrari gjaldmiðil. Þessu má breyta og um Ieið minnka viðskipta- hallann með lækkun tollataxta á innflutning frá löndum utan EFTA/EBE. Lækkun ytri tolla hvetur innflytjendur til innkaupa frá þeim löndum þar sem verð og gæði er hagkvæmast hveiju sinni og tryggir besta nýtingu gjaldeyris- tekna okkar. Fundurinn minnir á baráttu fé- lagsins fyrir FOB-tollun, þ.e. að tollverð vöru verði ákveðið FOB- verð vörunnar í stað núgildandi CIF-verðs. Með þessu móti verða tekjur ríkissjóðs jafnmiklar af sömu vöru hver svo sem flutningsmátinn er, auk þess sem innflytjendum verður ekki hegnt fyrir að velja einn flutn- ingsmáta fremur en annan. Aðalfundur FÍS harmar að áætl- un fjármálaráðuneytisins um afnám aðflutningsgjalda á fersku og frystu grænmeti náði ekki fram að ganga við umfjöllun Alþingis um breytingu á tollalögum. Grænmeti er hollustuvara sem myndar sífellt stærri hlut í matar- venjum íslenskra neytenda. Erfitt er að skilja að þessi vara skuli nú bera tvöfaldan matarskatt. Vernd- arsjónarmið þessi þjóna ekki manneldismarkmiðum íslendinga og hamla gegn aukinni og jafnari grænmetisneyslu. Félagið mótmælir harðlega túlk- un yfírvalda og misnotkun valds við skilgreiningu á iðnaðarvöru og landbúnaðarvöru. Gott dæmi er úr- skurður landbúnaðarráðherra að fryst grænmeti teljist nýtt og ferskt, þrátt fyrir að geymsluþol frystra matvæla sé á bilinu 12—18 mánuðir. Augljóst er að frosin og unnin matvæli eru iðnaðarvara og því ekki innan verksviðs landbúnaðar- ráðuneytisins. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar sfyðhæfir enn í Morgunblaðinu 27. janúar sl. að sú fullyrðing mín sé ekki rétt að rafmagnsverð til almennings hér- lendis sé með því hæsta miðað við nágrannaþjóðimar. I fyrstu athugasemd forstjórans þann 8. desember sl. reyndi hann að hrekja fullyrðingu mína með því að taka sem dæmi að Reyk- víkingar greiddu lægra raforku- verð í smásölu en höfuðborgarbúar flestra nágrannalandanna. Ég benti vinsamlegast á í_ Morgun- blaðinu 26. janúar sl. að íslending- ar byggju ekki allir á höfuðborgar- svæðinu. Það breytir engu þótt Lands- virkjun selji sína raforku í heild- sölu á sömu gjaldskrá um land allt, almenningur á landsbyggðinni þarf að greiða hærra raforkuverð en fólk hér í Reykjavík og ná- grannalöndunum. Heldur forstjóri Landsvirkjunar að fólk á landsbyggðinni taki und- ir það með honum að rafmagns- verð til húshitunar sé lágt hér á landi? í fyrri athugasemd sinni vitnaði Halldór í skýrslu Orkustofnunar frá 1983 um áhrif raforkusamn- ings við ÍSAL á raforkuverð til almennings og túlkaði niðurstöður hennar á þann veg að almenningi væri ekki gert að greiða hærra orkuverð en ella vegna rafmagns- sölu til ÍSAL. Þessi túlkun er ekki í samræmi við túlkun Jakobs Bjömssonar forstjóra Orkustofn- unar og Jóns Vilhjálmssonár sem samdi skýrsluna. Ekkert hefur enn komið fram sem sýnir að raforkusamningurinn við ÍSAL sé okkur hagstæður þótt tvöföldun hafi orðið á rafmagns- verði til ÍSAL. Það er ljóst að mat okkar Halldórs á áhrifum raforku- sölu til stóriðju á rafmagnsverð til almennings er ekki það sama. Ég læt þetta verða síðustu orð- in á þessum vettvangi að svo stöddu vegna þessa máls. Magnús Jónasson við steypuvélina. Morgunblaíið/Jón G. Gunnarsaon Höfn: Helluframleiðsla hafin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.