Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 56
ir
með
hávaxtakjörum
SAMVINNUBANKI
ISLANDS HF
| 'ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA
ÍGuéjónÓihL
91-27233
1
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRUAR 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR.
Tóbaksvamanefnd:
Sýnmgunm
var stolið
Tóbaksvarnanefnd tók þátt í
heilsuviku í Kringlunni með sér-
stakri sýningu til þess að vara við
tóbaksnotkun. Aðalsýningarhlut-
arnir voru tveir piasthólkar og
var annar fullur af sígarettum,
7.300 stykkjum.
Hólknum var stolið sl. sunnudag.
Ef þjófurinn hefur ætlað að ná sér
í ódýrt tóbak eru líkur á því að hann
verði fyrir vonbrigðum. í hólknum
voru ónýtar sígarettur, uppþomaðar
og bragðlausar, og átti að henda á
haugana.
Hrunogfjölda-
uppsagnir ef
samningar nást
ekki við Rússa
- segir Kristín
Hjálmarsdóttir form-
aður Iðju á Akureyri
„ÉG SÉ ekkert nema hrun fyrir
mér og gífurlegan samdrátt i
ullariðnaði í landinu ef samning-
ar nást ekki við Sovétmenn áður
en langt um liður. Það getur þó
vel verið að Álafossmenn sjái
einhveija aðra möguleika,"
sagði Kristín Hjálmarsdóttir
formaður Iðju, félags verk-
smiðjufólks á Akureyri, í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi.
Kristín átti fund í gær með þeim
Aðalsteini Helgasyni aðstoðarfor-
stjóra Álafoss og Birgi Marínóssyni
starfsmannastjóra, þar sem þeir
greindu frá stöðu samningavið-
ræðna milli Álafoss og Sovét-
manna. „Útlitið er vægast sagt
slæmt ef ekki takast samningar
og sú staða hlýtur að leiða til fjölda
uppsagna þar sem Sovétmarkaður
hefur hingað til verið aðalmarkað-
ur fyrir ullarvörur. Ég held þó að
menn haldi enn í von um samn-
inga,“ sagði Kristín.
Sjá nánar um samningamál-
in á Akureyrarsíðu bls. 31
Morgunblaðið/Jón Karlsson
NYARSSOLIOXNADAL
Umhleypingasamt hefur verið á Norðurlandi undanfarna daga.
í gær gekk á með éljum í Öxnadal en fyrir örfáum dögum
var þar hið fegursta veður, 20 stiga frost en logn og fögur
morgunsól.
Skammtúnasaimiingur
kannaður til þrautar
FUNDUR samninganefnda
V erkamannasambands íslands,
Vinnuveitendasambands íslands
og Vinnumálasambands sam-
vinnufélaganna, sem hófst
klukkan 21 í gærkveldi, stóð enn
á miðnætti í nótt er Morgun-
blaðið hafði síðast fregnir af og
búist var við að viðræðum aðila
Skákeinvígið að
snúast í taugastríð
st. John. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni blaðamanni Morgunblaðsins.
SKÁKEINVÍGI þeirra Jóhanns Hjartarsonar og Viktors Kortsj-
nojs er að snúast upp í mikið taugastríð eftir að Friðrik Ólafsson
kvartaði yfir framkomu Kortsjnojs á meðan 5. og 6. einvígisskák-
irnar voru tefldar. Jóhann var ekki sjálfur viðstaddur þegar
dregið var um liti í tveggja skáka einvíginu sem nú er framund-
an, deilt var um við hvaða skákborð keppendumir sitja og
Swetosar Gligoric yfirdómari einvígjanna mun í dag mælast til
þess við keppendur að þeir gangi ekki um gólf nálægt taflborðun-
um meðan andstæðingar þeirra era að hugsa.
Friðrik Ólafsson dró hvítt fyrir
Jóhann í fyrri skákinni. Sumir.
voru á því að Jóhanni kæmi betur
að hafa svart í fyrri skákinni; nái
hann jafntefli með svörtu eru
meiri möguieikar á að hann end-
urheimti sjálfstraustið. Aðrir
töldu að það hefði verið slæmt
fyrir Jóhann að hafa svart tvær
skákir í röð og Jóhann sjálfur var
ánægður með að hafa hvítt í fyrri
skákinni.
í gærkvöldi voru menn að
bræða með sér í herbúðum íslend-
inganna hvort svara eigi Kortsjnoj
í sömu mynt, haldi hann upptekn-
um hætti. Samkvæmt mínum
heimildum er hugsanlegt að Jó-
hann taki ekki í hönd Kortsjnojs
þegar skákin hefst í dag í mót-
mælaskyni við fyrri frarnkomu
Kortsjnojs.
Sjá fleiri skákf réttir á bls. 32.
yrði haldið áfram fram eftir
nóttu. Ákveðið var að láta reyna
á það til þrautar hvort grundvöll-
ur væri fyrir skammtímasamn-
ingi milli aðila. Á miðnætti var
staðan í viðræðum aðila mjög
óljós. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins bar talsvert í
milli. Meðal annars vildi VMSÍ
að samningurinn gilti til 1. maí,
en vinnuveitendur ljáðu ekki
máls á styttri samningstíma en
til 15. júní.
Á fundi framkvæmdastjómar
VMSÍ í gærmorgun var samþykkt
hvaða hugmyndir bæri að leggja til
grundvallar samningi til skamms
tíma. Á fundi aðila síðari hluta
dagsins voru þessar hugmyndir
kynntar vinnuveitendum. Sam-
komulag var um það með aðilum
að láta ekkert uppi um það við fjöl-
miðla í hveiju hugmyndir VMSÍ
væru fólgnar.
Stjóm Vinnumálasambands sam-
vinnufélaganna hefur ennþá ekki
samþykkt þá samninga sem gerðir
vom á Vestfjörðum á mánudeginum
fyrir viku síðan. Tíu daga frestur
er til að samþykkja samningana.
Þeir verða teknir fyrir á fundi
stjómarinnar í dag og búast má við
að þeir verði samþykktir að sögn
Hjartar Eiríkssonar, framkvæmda-
stjóra VMS.
Fulltrúar verkalýðsfélaga og
vinnuveitenda á Suðumesjum, sem
nú em á ísafirði að kjmna sér hluta-
skiptakerfið í fiskvinnslu telja þetta
kerfi til mikilla bóta frá núverandi
bónuskerfi í frystihúsum, þó ekki
sé komin löng reynsla á það, að
sögn Sigurbjamar Bjömssonar,
starfsmanns Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavíkur. „Það sem
við emm búin að sjá er allt af því
góða og þetta fyrirkomulag mælist
vel fyrir hjá starfsfólkinu hér,“
sagði hann. Hann sagði að kerfið
skilaði sér í hærri launum til fólks,
jafnframt því sem það jafnaði þau
og minnkaði álagið sem fylgdi ein-
staklingsbónuskerfínu. Hann taldi
að ekki þyrfti langan tíma til að
taka upp sams konar kerfi annars
staðar á landinu.
Engín rök standa til
aukinnar skattheimtu
- segir Þorsteinn Páisson forsætisráðherra
ÞORSTEINN Pálsson forsætisráðherra segist vera fylgjandi því að
lækkun á olíuvörum komi til framkvæmda. Hann segir engin rök
standa til þess að rikið taki hana til sín með nýrri skattlagningu.
Hugmyndir hafa komið upp hjá stjórnvöldum um að auka skatt-
heimtu ríkisins af bensíni og nota til þess það svigrúm sem skapast
hefur vegna lækkunar oliuverðs á heimsmarkaði.
Þorsteinn sagði að á fundi ríkis-
stjómarinnar í gær hefði komið fram
ósk um að fresta ákvörðun um nýtt
bensínverð sem fyrirhugað var að
taka fyrir á 'fundi verðlagsráðs á
morgun, fimmtudag. Sagðist Þor-
steinn vonast til að hægt yrði að
afgreiða málið á fostudag.
Útreikningar olíufélaganna og
Verðlagsstoftiunar benda til að hægt
sé að lækka bensínlítrann um 1,50
til 2 krónur, en hann kostar nú 33,70
kr. Þá mun einnig koma til greina
að lækka svartolíuverðið.
Skiptar skoðanir eru um málið
innan ríkisstjómarflokkanna, og
munu ráðherrar Framsóknarflokks-
ins einkum hafa beitt sér fyrir því
að ríkið auki skattheimtu sína af
bensíni, til að standa undir hugsan-
legum efnahagsaðgerðum stjómar-