Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 NY AF LOFTRÆSTI- VIFTUM A*id REVI NSl^ þjoM' USTA PEKK'NG FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 3$ KNATTSPYRNA / OL-LANDSLIÐIÐ Siguróli gefur ekki kostá sér til æfinga Ólympíuliðsins SIGURÓLI Kristjánsson, mið- vallarleikmaður úr Þór á Akureyri, hefur ákveðið að Íefa ekki kost á sórtil æfinga Hympíulandsliðsins íknatt- spyrnu í vetur, fyrir leikina gegn Hollandi og Austur- Þýskalandi úti í aprfl og Ítalíu og Portúgal hér heima í maí. Siguróli mætti ekki á fyrstu æfingu liðsins í Reykjavík síðastliðinn laugardag. „Þetta er bara þreyta í mér. Ég hefði þurft að fara suður til æfinga hveija einustu helgi fram í maí og þar sem áhuginn er algjörlega í lág- marki hjá mér þessa stundina finnst mér ekki rétt að standa í þessu. Ég æfði í allan fyrravetur með liðinu en var svo ekki með í leikjum þess. Liðið stóð sig mjög vel í fyrra þannig að ég reikna ekki með að miklar breytingar verði gerðar á hópnum," sagði Siguróli í samtali við Morgun- blaðið. Það voru 27 manns sem valdir voru til æfinga. „Það verða því ellefu sem detta úr hópnum fyrir leikina í vor og ég var ekki bjart- sýnn á að verða valinn. Njáll Eiðsson gaf að vjsu ekki kost á sér áfram, þannig að kannski hefði ég átt möguleika — en það verður bara að koma í ljós hvort ég fæ tækifaéri seinna," sagði Siguróli. „Menn mega þó ekki misskilja mig; ég verð á fullu með Þórslið- inu í sumar þrátt fyrir að ég gefí ekki kost á mér í landsliðið í vet- ur. Ég er alls ekki hættur," sagði Siguróli ennfremur. Hann verður 22 ára á þessu ári. Slguróll Kristjánsson. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Júri Ssdov, þjálfari Víkinga er greinilega ánægður að fá Andra Marteinsson aftur til Víkings. Morgunbiafiið/Bjami Andri Marteinsson til Vfldngs að nýju Víkingar hafa fengið sex nýja leikmenn í herbúðir sínar ANDRI Marteinsson hefur ákveöið að ganga til liðs við Vfkinga að nýju.eftir eins árs dvöl í herbúðum KR. Andri lók með Víkingum áður en hann gekk til liðs viö KR og mun ieika með Víkingum í sumar, en þeir unnu sér sæti í deildinni eftir tveggja ára veru í 2. deild. að er gott að vera kominn heim og ég hlakka til að leika með Víkingum að nýju. Ég er viss um að þeir eiga eftir að standa sig vel í sumar, enda með sterkt lið,“ sagði Andri í samtali við Morgunblaðið í gær. „Mér gekk ekki nógu vel hjá KR, kannski vegna þess að ég var þar aðeins í eitt ár. Það var þó góður tími og skemmtilegur, en ég féll ekki nógu vel inní leik liðsins. Ég er viss um að mér kemur til með að ganga betur hjá Víkingum. Við höfum fengið Júrí og undir hans stjóm getum við blandað okkur í toppslaginn. Við munum stefna að þvf að halda sæti okkar í deildinni, til að bytja með, en ég hef trú á að við verðum meðal afstu liða. Við höfum góðan þjálfara, sterka leikmenn og okkar eigin heimavöll og það hefur mikla þýðingu." „Gott að fá Andra aftur" „Það er alltaf gott að fá nýja leik- menn, einkum þegar leikmenn snúa aftur til síns gamla félags. Það er mjög gott fyrir hópinn og félagið," sagði Júrí Sedov, þjálfari Víkings í gær. „Víkingamir eiga eftir að verða sterkir í sumar. Við höfum fengið marga góða leikmenn og það sem er kannski mikilvægast af öllu er að liðið hefur sigurvilja. Ég held að það sé ekki of mikil bjartsýni að spá því að Víkingur verði í einu af þremur efstu sætun- um þegar upp er staðið,“ sagði Sedov. Víkingar hafa fengið nokkra sterka leikmenn, m.a. Atla Helgason frá Þrótti, Hlyn Stefánsson frá ÍBV, Guðmund Hreiðarsson frá Val, Stefán Halldórsson frá Hveragerði og Sigurð Gunnarsson frá IBK. Þeir hafa hinsvegar misst tvo leik- menn, Stefán Aðalsteinsson til Völsungs og Harald Stefánsson sem er hættur. KNATTSPYRNA Víkingar á heimavelli Leika á nýjum velli í Fossvogi Víkingar munu leika á heimavelli sínum í Fossvogi í sumar I 1. deildinni í knatt- spymu. Víkingar hafa leikið á Laugardalsvelli undanfarin ár, en í sumar munu þeir taka í notkun nýjan grasvöll á svæði félagsins, neðst í Fossvoginum. Á svæði Víkings, sem þeir fengu úthlutað fyrir nokkmm ámm, em nú tveir grasvellir. Leikið verður á öðmm þeirra, en hinn notaður til æfínga. Þessir vellir em þó báðir hugsaðir sem framtíðar æfingasvæði, en aðal- völlur félagsins á að koma nokkuð austar. „Við ætlum okkur að leika alla leiki okkar á heimavelli í sumar og það er ekkert því til fyrir- stöðu að við getum byijað. Það er bara að sjá hvemig völlurinn verður í vor,“ sagði Sigurður Ingi Georgsson, formaður knatt- spymudeildar Víkings í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við hliðarlínur vallarins verður halli á grasinu fyrir áhorfendur, en við stefnum að þvf að byggja stúku við sjálfan aðalvöllinn þegar þar að kemur. Fram er því eina 1. deildarfélag- ið sem leikur á Laugardalsvelli í sumar. Valur, KR og Víkingur munu öll leika sínum eigin völl- um. KORFUBOLTI Breiðablik áfrýjar Breiðablik hefur ákveðið að áfrýja dómi dómstóls UMSK yfir ívari Webster, sem sló Bjöm Hjörleifsson, leikmann Breiðabliks, í úrvalsdeildarleik. Webster slapp með vítur þegar dómstóllinn tók málið fyrir og em Blikamir ekki ánægðir með þann úrskurð - hafa áfrýjað til dómstóls Körfuknatt- leikssambands íslands. í i l ; I !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.