Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988
43
Pétur Böðyarsson
„Þegar ég- kom hingað
fyrst og hafði verið hér
í nokkra daga kom mér
í hug að Bluefields
líktist einna helst ein-
hverjum síldarbæjanna
á Norðurlandi eftir nið-
urníðsluna frá síldar-
ævintýrinu.“
vinnsla á rækju og humri og eru
tvær rækjuverksmiðjur hér við Blu-
efields-lónið. Önnur er í Bluefields
og hin í E1 Bluff en hún tekur einn-
ig á móti humri. Þá er humarvinnsla
á Com-Island. Com-Island er eyja
hér úti í Karíbahafinu og tilheyrir
Nicaragua. Mikill samgangur er við
Com-Island frá Bluefíelds, bátsferð
einu sinni í viku og eins flug.
Rækju- og humarveiðar em
stundaðar með stærri bátum, u.þ.b.
20 m löngum, og fer allt viðhald
þeirra fram í skipasmíðastöðinni
þar sem ég vinn. Að jafnaði eru
tveir bátar til viðgerðar og viðhalds
í senn frá þessum vinnslustöðvum
og em verkin nokkuð stór á stund-
um, bæði vegna ónógs viðhalds og
mjög tærandi loftslags, þar sem
mikið er um rigningar.
Annars er Nicaragua að end-
umýja rækju- og humarflotann með
samningi við Brasilíu um byggingu
á 49 bátum til þessara veiða. í lok
september komu fyrstu bátamir
hingað, 6 humarbátar og 3 rækju-
bátar, en stór hluti bátanna fer til
vinnslustöðva við Kyrrahafsströnd-
ina. Kaupin em fjármögnuð af
Þróunarbanka Rómönsku Ameríku
en hann er í eigu ríkja Suður- og
Mið-Ameríku.
í E1 Bluff er verið að byggja
gríðarstóra höfn sem á að geta tek-
ið á móti skipum af öllum stærðum
og er gert ráð fyrir að verði hægt
að taka á móti fyrstu 10—15 þús-
und lesta skipunum í lok næsta
árs. Við bygginguna vinna um 200
manns og er verkefnið fjármagnað
af ýmsum Evrópulöndum. Þessi
stækkun hafnarinnar er mjög þýð-
ingarmikil fyrir Nicaragua og
austurströndina gagnvart inn- og
útflutningi og verður landið ekki
eins háð flutningum gegnum Pan-
amaskurðinn og áður.
Eins og hér hefur komið fram
er mikið að gerast í Bluefields og
nágrenni, uppbygging og fram-
kvæmdir. Þrátt fyrir það vantar
mjög mikið á, og á það við um allt
Nicaragua.
Höfundur er skipatœknifræðing-
urfrá Tækniskólanum í Helsinger
iDanmörku. Hann hefur unnið á
vegum DANIDA í Bluefields á
austurströnd Nicaragua frá því
snemma árs 1987.
Texasbjartsýni
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Nadine. Sýnd i Stjörnubiói.
Bandarisk. Leikstjóri og
handritshöfundur: Robert Ben-
ton. Framleiðandi: Arlene
Donovan. Kvikmyndataka: Ne-
stor Alemendros. Tónlist:
Howard Shore. Helstu hlut-
verk: Jeff Bridges, Kim Basin-
ger og Rip Tom.
Robert Benton, sem getur verið
ansi klókur handritshöfundur og
leikstjóri („Bonny og Clyde",
'„Kramer gegn Kramer"), fer á
heimaslóðir í Austin í Texas árið
1954 í sinni nýjustu gamanmynd,
sem heitir „Nadine", og blandar
saman tveimur uppáhaldsgreinum
sínum, ofbeldi og gríni. Því miður
er kokteillinn hvorki bragðmikill
eða sterkur. Hann er frekar þægi-
legur og rennur ljúflega niður, en
maður hefði viljað eitthvað bita-
stæðara.
Myndin hefst á þvi þegar Nad-
ine (Kim Basinger) fer til ljós-
myndarans Escobar (Jerry Stiller)
að krefja hann um „listrænu upp-
stillingarmyndimar" sem hann
tók af henni. Hann er myrtur á
meðan á heimsókninni stendur og
í fátinu sem kemur á Nadine tek-
ur hún frá honum rangar myndir.
Hún biður næstum því fyrrverandi
eiginmann sinn, Vemon High-
tower (Jeff Bridges), þau standa
í skilnaði, að fara með sér á ljós-
myndastofuna um kvöldið og ná
i réttu myndimar. Þær finnast
ekki en Vemon finnur það út að
myndimar sem Nadine tók i mis-
gripum tengjast grófu fasteignas-
vindli og hann hyggst ætla að
græða sjálfur á því. Ekki sérlega
gáfulega hugsað hjá Vernon að
ybbast uppá gimga glæpahunda,
en það hefur heldur aldrei neinn
sagt að Vemon hugsi sérlega
gáfulega.
Það sem vakir fyrir Benton í
„Nadine" er ekki endilega að gera
spennandi glæpamynd heldur að
draga upp mynd af sveitalegum
texasbúum sem dreymir um svo-
lítið meira en þeir hafa og sleppa
ekki auðveldlega hendinni af
bjartari framtíð eygi þeir mögu-
leika á henni. Vemon, sem rekur
veitingastað úti i hundsrassi þar
sem viðskiptavinir era eins sjald-
gæfir og sólmyrkvar, er kannski
einfaldari en samlagning og er
að vasast í glæp og glæpamönn-
um sem er á mörkunum að hann
ráði við en hann er gæddur með-
fæddri bjartsýni og lifsseigri
fullvissu um að hann sé með þetta
allt á hreinu. Nadine vinnur á
hárgreiðslustofu og ástæðan fyrir
því að hún lét taka myndir af sér
var vonin um frama (ljósmyndar-
inn þóttist þekkja Hugh Hefner).
Hún er ólétt eftir Vemon en vill
ekki segja honum frá þvi og neit-
ar að gefa eftir skilnaðinn við
hann nema hann gefi henni nýjan
Bjúikk. Hún gæti alveg eins beðið
hann um Empire State bygging-
una og veit það.
Samskipti Vemon og Nadine
era sumsé aðalatriði myndarinnar
en fasteignasvindlið og ljósmynd-
imar era aðeins meiningarlaus
umgjörð sem Hitchcock var vanur
að kalla „MacGuffin“ þ.e. glæpa-
sagan hefur enga merkingu í
sjálfu sér. Búningar og leikmynd-
ir sjötta áratugarins eru eins ekta
og suðurríkjamállískan og Kim
Basinger og Jeff Bridges era
stórfín f hlutverkum sínum. Einn-
Nadine (Basinger) og Vemon
(Bridges) skjóta frá sér f „Nad-
ino“
ig Rip Tom sem leikur fsmeygileg-
. an gangster og ekki síst Glenne
Heádley sem leikur Renee, gal-
tóma kærastu Vemons.
En „Nadine" er burðarlitil
mynd bæði að gerð og innihaldi,
meinlftill fordrykkur frá manni
sem kannski er vanari að bjóða
uppá gin og tónik.
ÁRARNIR
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
Hemito von Doderer: Die Dftmon-
en — Nach der Chronik des
Sektionsrates Geyrenhoff. Ro-
man. Deutscher Taschenbuch
Verlag 1985.
Doderer fæddist í Vínarborg 1896
og dvaldi þar svo til allan sinn ald-
ur. Hann tók þátt í fyrri heimsstyij-
öldinni og var fangi Rússa frá
1916—20. í síðustu styijöld var
hann herflugmaður og barðist í
Rússlandi og víðar. Hann lést í des-
ember 1966.
Hann segir í æviágripi: „Nítján
ára gamall klæddist hann litauðug-
um einkennisbúningi hins keisara-
lega austurríska riddaraliðs, rauðu
og bláu; tuttugu og þriggja ára var
hann skógarhöggsmaður í skógum
Síberíu; tuttugu og fjögurra ára fór
hann fótgangandi yfir Kirghis-
steppumar og sama ár tók hann að
lesa sagnfræði við Vínar-háskóla."
Helstu verk hans era: Die Studl-
hofstiege 1951 og Die Damonen
1956. Auk þessara verka samdi
hann um tug annarra skáldsagna
og birti stríðsdagbækur sínar
„Tangenten". Þar segir hann að
hann ætli sér að skrifa hina „altæku
skáldsögu", skáldsögu um samfélag
lifandi fólks, en ekki um andstæðar
og takmarkaðar hugmyndir, heldur
um heima fulla af lífí.
„Die Damonen" er slfk skáldsaga.
Höfundur var sextugur þegar hún
kom út. Undanfari þeirrar sögu var
„Die Studlhofstiege". Sögumar
snerta hvor aðra, aðalpersónumar
eru þær sömu. Þetta eru langar
skáldsögur, sú fyrri 909 blaðsíður
og sú síðari 1.345 blaðsíður.
Vínarborg er sögusvið „Die Dam-
onen“. Þar kristallast allar ástríður
og átök heimsins og andstæðumar
era skarpastar. Tími sögunnar er
frá haustdögum 1926 og til miðs
júlí 1927. Bakgrannurinn er fölnuð
frægð Habsborgararíkisins og þar
gerast atburðir sem vora nokkurs
konar inngangur að því sem síðar
gerðist.
Vínarborg verður • „teatro del
mundo". Þótt undarlegt megi virð-
ast var aldrei skrifuð nein meirihátt-
ar skáldsaga með Vínarborg sem
sviðið, á 18. og 19. öld, líkt og
París, Moskva eða St. Pétursborg.
Nokkrir tugir persóna koma við
sögu, sem allar era meira og minna
haldnar af „áram“ vissra hug-
myndafræða. Persónumar aðhyllast
flestar vissar kenningar: freudisma,
marxisma, sociodarvinisma í gervi
nasisma og fasisma o.s.frv., Hver
og einn festist í búri hugmynda-
fræðanna, þrengist og afskræmist.
í stað djöfla og ára þjóðtrúarinnar
rása nú illir andar og djöflar hug-
myndafræðanna og gleypa mann-
eskjuna með húð og hári. Slíkar
manneskjur eru fullvissar í hug-
myndafræðum sfnum, þær lokast
og fyllast heift og djöflum. Doderer
notar hugtakið „sótthreinsuð djöfla-
fræði" um alla hugmyndafræði (allt
er sótthreinsað og staðlað nú á dög-
um). Persónumar era öraggar f
hugmyndabúram sínum, algjörlega
fullvissar um réttmæti kenninganna
sém þær telja sínar, sumar þeirra
halda „blýfast í lífsskoðun" sína alla
sína hundstíð, en fyrir öðrum lýkst
heimurinn upp, raunsannari heimur,
víðari og opnari en sá, sem þær litu
áður úr búri sínu.
Val Doderers á titlinum mótaðist
af mati hans og virðingu fyrir
Dostojevski (sbr. Djöflamir).
Dostojevski fjallar í þeirri bók um
hina þröngu heima byltingarmanna
og níhilista, en Doderer bindur sig
ekki við þröngsýna byltingarmenn,
Hemito von Dodeirer
hann fer víðar, persónur sviðsins era
fíölbreytilegri.
Fólk af öllum stéttum kemur við
sögu, læknar, verksmiðjustúlkur,
fíármálajöfrar, svindlarar, okrarar
og hórar, kennarar, trúðar, lögfræð-
ingar og þjófar, aðalsmenn og
góðborgarar o.s.frv. Allt þetta fólk
er einstaklingar, enda er það for-
senda þess, að fjötur búrsins rofni.
Menn eru hvorki hvftir né svartir,
en eins og áður segir era flestar
persónumar haldnar áram, hug-
myndafræðiáram, sem era oft
lífsfylling þeirra, lífsnauðsyn og
styrkur og því verður það mörgum
persónanna hrikaleg reynsla, þegar
áramir reyndust mýraljós.
Doderer lætur Stangeler segja í
Studlhofstiege: „íhaldssemi er gran-
dvöllur listrænnar og bókmennta-
legrar sköpunar.“ íhaldssemi
Doderers er sú tegund íhaldssemi,
sem einkennir marga fremstu höf-
unda Austurríkis, allt frá Grillparzer
til Hofmannsthals og er e.t.v. hvergi
fínnanleg í þeirri gerð annars staðar
en með austurrískum höfundum. Sú
fhaldssemi er fyrst og fremst
raunsæ sjón og er hafín yfír stéttir
og flokka, hagsmuni og hugmynda-
fræði, kaþólsk og fijálslynd í senn.
Sagan gerist á viðsjárverðum
tímum, þegar hugmyndafræðin
mótar afstöðuna og dregur til þeirra
átaka, sem Doderer telur að hafi
verið „Cannae" austurrísks frelsis,
sem var brani dómhallarinnar í
Vínarborg 15. júlí 1927.
/
RÆÐUMENNSKA OG
MANNLEG SAMSKIPTI
Kynnmgarfundur
Kynningarfundur verður haldinn
í kvöld kl. 20.30 á Sogavegi 69.
Allir velkomnir.
★ Námskeiðið getur hjálpað þér að:
★ Öðlast hugrekki og meira sjálfstraust.
★ Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfæring-
arkrafti í samræðum og á fundum.
★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu
og viðurkenningu.
★ Talið er að 85% af velgengni þinni séu kom-
in undir því hvernig þér tekst að umgangast
aðra.
★ Starfa af meiri lífskrafti -
heima og á vinnustað.
★ Halda áhyggjum í skefjum og draga
Fjárfesting í menntun
skilar þér arði ævílangt.
Innritun og upplýsingar í síma
82411
STJáRIMUIMARSKÚLIIMIVI
% Konráö Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin'