Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 Neskaupstaður: Nýtt fiskverk- unarfyrirtæki Neskaupstað. NÝLEGA tók hér til starfa nýtt fiskverkunarfyrirtæki sem nefn- ist Ness hf. og er til húsa í gamla hraðfrystihúsi kaupfélagsins við Egilsbraut. Aðaleigendur Ness hf. eru Magni Kristjánsson skip- stjóri, Hólmgeir Hreggviðsson vélstjóri og Hörður Erlendsson vélstjóri, allir núverandi og fyrr- verandi skipveijar á aflaskipinu Berki NK. Eins og áður sagði er húsið gam- alt hraðfrystihús og því margt til staðar í því sem viðkemur frystingu, svo sem frystivélar og frystiklefar. Kaupfélagið lagði niður alla físk- verkun fyrir mörgum árum en hefur undanfarin ár starfrækt í húsinu brauðgerð, auk þess sem skipaaf- greiðsla Ríkisskips og SÍS hefur verið þar til húsa. Miklar endurbæt- ur hafa verið gerðar á húsinu að innan. Allt málað í hólf og gólf og er það nú hið snyrtilegasta. Tals- verðar deilur spruttu upp um leyfi til fiskverkunar á þessum stað í bænum, en leyfið fékkst. Nýju eigendur hússins munu í fyrstu leggja aðaláherslu á saltfísk- verkun en þegar fram í sækir ætla þeir að auka starfsemina og hefla frystingu. — Ágúst Varði doktorsrit- gerð í lyfjaefnafræði FJALAR Kristjánsson varði dokt- orsritgerð við lyfjaefnafræðideild Kansasháskóla i Bandaríkjunum í júní 1987. Ritgerð hans nefnist,,- Fluorogenic Derivatization of Lysine Containing Peptides with Naphtalene-2,3-dicarboxaldehyde and Cyanide Ion for Trace Ána- lysis by High Performance Liquid Chromatography". Fjallar hún um leiðir til að auka næmi ákveð- inna aðfera sem m.a. er beitt við mælingar á peptíðum. Fjalar Kristjánsson er fæddur árið 1954. Foreldrar hans eru Rósa Bjömsdóttir og Kristján Sigurðsson. Hann lauk stúdentsprófi frá eðlis- fræðideild Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1974 og hóf nám í lyfjafræði við Háskóla Islands árið 1975. Hann hélt til Danmerkur haustið 1977 til framhaldsnáms við Lyfja- fræðiháskólann í Danmörku og lauk þaðan Cand. Pharm. prófí í júní 1980. Að því loknu starfaði Fjalar á Rannsóknarstofu Landspítalans í meinefnafræði fram til hausts 1983 er hann hóf framhaldsnám við Kans- Dr. Fjalar Kristjánsson asháskóla. Þaðan lauk hann mast- ersprófi í lyQaefnafræði í júní 1985 og doktorsprófí í júní 1987. Á meðan á doktorsnámi Fjalars stóð hlaut hann styrki frá Fulbright- stofnuninni, Ameríska/Skandinaví- ska sjóðnum, Framhaldsskóla Kansasháskóla, Nato, Verðlauna- sjóði Alfreð Benzon og Lyfjafræði- skóla Kansasháskóla. Fjalar starfar nú hjá lyfjarfram- leiðslufyrirtækinu Delta hf. Hann er kvæntur Sigrúnu Ólafsdóttur. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Talið frá vinstri: Magni Kristjánsson, Sveinn Kristinsson og Hólm- geir Hreggviðsson. Magni og Hólmgeir eru eigendur nýs fiskverkun- arfyrirtækis á Neskaupstað sem hefur hlotið nafnið Ness hf. og Sveinn er starfsmaður þess. Lennart Iverus sýnir í Nor- ræna húsinu SÝNING á grafíkverkum eftir sænska listamanninn Lennart Iverus verður opnuð í anddyri Norræna hússins nk. laugardag. Við opnunina flytur sendiherra Svíþjóðar, Per Olof Forshell, ávarp. í tilefni sýningarinnar kom lista- maðurinn hingað til lands ásamt konu sinni og dvelur á íslandi í nokkra daga. Lennart Iverus er fæddur 1930. Hann stundaði myndlistanám við Konsthögskolan í Stokkhólmi 1957-62 og síðan í París og Lon- don. Hann hefur dvalið lengi á Ítalíu við myndlistarstörf og hefur sótt þangað hugmyndir með mynd- um sínum. Lennart Iverus hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum, m.a. alþjóðlegum grafíksýningum. Á sýningunni í Norræna húsinu eru teikningar og grafík, mest- megnis koparstungur. Sýningin verður opin daglega fram til 28. febrúar. Lennart Iverus sýnir teikningar og grafíkmyndir í anddyri Nor- ræna hússins. Neskaupstaður: Fegurðarsam- keppnt í Neskaupstad. KEPPNIN um titilinn ungfrú Austurland fer fram í Egilsbúð 27. febrúar nk. og er það hluti af keppninni um ungfrú ísland. Undirbúningur keppninnar stendur nú sem hæst og er þegar vitað um 7 þátttakendur víðsveg- ar af Austurlandi. Að sögn forráðamanna keppn- innar virðist ríkja mikill áhugi hér eystra um að keppnin verði hin glæsilegasta. Dagskráin, sem að mestu leyti er komin í fastan ramma verður með hefðbundnum hætti, byrjað verður með borðhaldi og síðan fer sjálf keppnin fram, þar Egilsbúð sem valin verður fegursta stúlkan á Austurlandi. Einnig velja þátttak- endur vinsælustu stúlkuna úr sínum hópi, og besta ljósmyndafyrirsætan verður valin. Þá er áformað að landsþekktir skemmtikraftár komi hér austur og skemmti áhorfendum. Dómnefnd verður skipuð þremur aðilum að sunnan og tveimur héðan að austanen ekki er enn vitað hveij- ir það verða né heldur hver kemur til með að krýna ungifrú Austurland. Sigurvegarinn í keppninni hlýtur þátttökurétt í keppninni um titilinn ungfrú ísland. — Ágúst Tilkynningaskylda íslenskra skipa: FALSKT ÖRYGGI? Eftirfarandi grein var niðurstaða umræðna og íhugana okkar nem- enda varðskipadeildar Stýrimanna- skólans í Reykjavík um tilkynninga- skyldu íslenskra skipa, sem við tókum til sérstakrar umræðu í æf- ingum okkar í framsögn og íslensku máli. Það var samdóma álit kennara okkar, Ólafs Hauks Ámasonar og skólastjóra Stýrimannaskólans, Guðjóns Armanns Eyjólfssonar, að hér væri fjallað um svo mikilvægt og áríðandi öryggismál sjómanna, að full ástæða væri til að birta skoð- anir okkar og tillögur til úrbóta á opinberum vettvangi. Tilkynningaskylda íslenskra skipa hefur nú verið starfrækt í um tvo áratugi og því er orðið tíma- bært að spyrja þeirrar spumingar hvort hún sé sá öryggisstuðull sem henni var ætlað og menn hafa bund- ið vonir við. Álit okkar er að svo sé ekki þó svo að deildarstjóri SVFÍ virðist hæstánægður með gang mála eins og kom fram í grein í 11.—12. tbl. Sjómannablaðsins Víkings 1987. Er leitt til þess að vita að menn hjá stofnun þeirri sem rekur til- kynningaskylduna skuli ekki sjá hversu afleitt þetta kerfí er, og að það veiti beinlínis falskt öiyggi. Við teljum að Tilkynningaskylda íslenskra skipa þurfí að koma á miklu agaðra kerfí en því sem tíðkast í dag. Það er ekki ætlun okkar að ri§a upp sögu og fyrir- komulag skyldunnar eins og hún er rekin nú. Það gerði deildarstjór- inn vel og skilmerkilega í fyrr- nefndri grein. Ætlun okkar er að rökstyðja álit okkar og benda á úrbætur, sem við teljum fyrir löngu síðan tímabærar. Langur biðtími Árið 1984 fórst mb. Hellisey í róðri um 3 sjómflur suðaustur af Vestmannaeyjum, hvolfdi bátnum í þokkalegu veðri. Báturinn flaut nokkra stund á hvolfi áður en hann sökk og komust þrír skipveijar á kjöi. Það upplýstist síðar í sjórétti, að þessir skipveijar höfðu gert sér vonir um að leit hæfíst fljótlega þar sem þeir voru ekki búnir að senda frá sér skeyti til Tilkynningaskyld- unnar. Báturinn mun hafa sokkið um kl. 22.30. Þegar báturinn mætti ekki í kvöldskylduna lét Tilkynn- ingaskyldan Vestmannaeyja-radíó kalla bátinn upp og einnig var at- hugað hvort hann væri kominn í höfn. Um kl. 07.00 morguninn eftir var auglýst eftir bátnum. Engin leit hófst fyrr en rúmlega 9 klukkustundum eftir lok kvöld- skyldunnar, þá hafði eini skip- veijinn sem komst af, unnið það ótrúlega afrek að synda tæpleg 5 km leið til lands. Hann er því tákn- rænn textinn sem fylgir og var undir mynd sem birtist með áður- nefndri grein deildarstjóra SVFÍ. Það sem þar stendur er dæmi um værð manna i þessum efnum: „Fuglar bera ekki fréttir til lands. Betra er að treysta á tilkynninga- skylduna." En horfum á staðrejmdir: Guð- laugur Friðþórsson, eini skipveijinn sem komst lífs af í fyrmefndu sjó- slysi, synti með fréttimar í land. Þá fyrst hófst leit. Þetta er aðeins eitt dæmi um galla Tilkynninga- skyldunnar og virðist sem rann- sóknanefnd sjóslysa hafi ekki tekið neitt á þessu atriði þó svo að þetta hafí komið skýrt fram í sjóprófum. Það er þetta sem við teljum stærsta gallann við Tilkynninga- skylduna í dag. Menn hafa engan lærdóm dregið af Helliseyjar- slysinu. Það hefur oft og iðulega liðið á annan tug klukkustunda eft- ir að skyldutíma lauk að farið er að huga að skipum og bátum, sem hafa ekki sent inn tilkynningu. Nánast á hveijum morgni hljóm- ar orðsending frá Tilkynninga- skyldunni þar sem lýst er eftir bátum án þess að virk leit sé þá þegar hafín. Þennan tima verður að stytta verulega. Okkar tillögur eur þessar og þá ekki aðeins gagnvart Tilkynninga- skyldunni heldur almennu og auknu öryggi sæfarenda: „Stytta eftirgrennslunartíma í eina klukkustund og verði önnur viðbrögð þar á eftir virkari. Ef ekk- ert upplýsist um stað og ferðir skips eftir þijár klukkustundir skal skil- yrðislaust hefja leit. Nú hugsa menn sjálfsagt um kostnað þann sem af þessu leiðir, því að eflaust yrði mik- ið um leit og útköll eins og staðan er í dag. Þessu er til að svara að hann á að vera allur á kostnað þeirra sem trassa að tilkynna sig og eftirtöldum refsiákvæðum beitt: 1. Við fyrsta brot verði skrifleg áminning frá bæjarfógeta eða sýslumanni. 2. Við endurtekin brot verði breytt sektarákvæðum og skipstjóri sviptur réttindum til skipstjómar tímabundið. Neyðarradíóbauja Við teljum brýna nauðsyn á því að setja neyðarradíóbauju, svokall- aða EPIRB-bauju, í öll íslensk skip og þá ekki síst þau minni. Nú kunna margir að spyija hvað er EPIRB? í stuttu máli er það neyð- arradíóbauja sem komið er fyrir á hentugum stað í skipinu og flýtur upp á yfirborðið þegar skipið er á um 2-3 metra dýpi og sendir þá merki til gervitungla sem reikna síðan út nákvæma staðsetningu skipsins og koma boðum til jarðar. Hundruðum mannslífa hefur verið bjargað vegna sendinga þessara dufla. Neyðarradíóbaujumar er hægt að nota bæði á sjó (EPIRB) og landi (ELT) og höfðu i maí 1986 með aðstoð neyðarmerkja sem voru send um pólhnettina (Cosp- as/Sarsat) bjargað 576 mannslíf- um (244 á sjó, 311 vegna flugslysa og 21 á landi). Bauja þessi er líka til notkunar í gúmmíbjörgunarbát- um, ennfremur geta skip miðað merki þessi á VHF-miðunarstöð. Til frekari fróðleiks bendum við á ágæta grein eftir Guðjón Armann Eyjólfsson skólastjórá, sem birtist í 2. tbl. Sjávarfrétta, 14. árg. 1986, undir heitinu Bylting í öiyggismál- um sæfarenda, og nýútkomnum Leiðarvísi um fiskileitar- og sigl- ingatæki í útgáfu Stýrimannaskól- ans. Þá ber þess að geta að Bretar hafa lögleitt neyðarradíóbaujur í öll sín skip. Sjálfvirkt tilkynningakerfi fyrir íslensk skip Nú er verið að gera tilraunir með sjálfvirkt tilkynningakerfí fyrir íslensk fískiskip. Verkfræðistofnun Háskólans hefíir unnið að þessu kerfí. Þetta virðist vera stórmerki- legt framtak, en miðar hægt áfram. Það er því fyrirsjáanlegt að gamla Tilkynningaskyldan verður enn talsverðan tíma í notkun. Meðan ekkert betra kerfí er fyrir hendi eigum við þess vegna að kappkosta að lagfæra alla þá galla er hafa komið í ljós á Skyldunni. Á okkar hafsvæði, sem er eitt hið erfíðasta og hættulegasta í heimi, getum við ekki leyft okkur svona vinnubrögð. Aukum nú þegar öryggi sjómanna með agaðri tilkynningaskyldu, og styttri eftirgrennslanatíma. Neyðarradíóbauju ætti Alþingi að lögleiða nú þegar í öll íslensk skip, kosntaður samfara henni er ekki það mikill. Nemendur varðskipadeildar Stýrimannaskólans í Reykjavík. EinarH. Valsaon, Halldór B._ Nellett, Kristján Önundarson, Ómar Karlason, Sævar Berg Gislason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.